Tíminn - 05.01.1958, Qupperneq 1
Slmar TÍMANS eru:
Ritstjórn og skrifstofur
1 83 00
BlaSamenn eftir ki. 19:
1S301 — 18302 — 18303 — 18304
42. ápgsngur
Reykjavík, sunnudaginn 5. janiiar 195S.
Efni:
Walter Lippmann sikrifar um
ailþjóðamál, bls. 6.
Lagning Mrklubrautar, bls. 5.
Skrifað og skrafað, bls. 7.
3. í>lað.
Er þetta í Bláu bókinni?
| Úr skýrslu bæjarverkfrædings fyrir árið 1956:
,,Óhjákvæmilegt að gera stoðmúr á
löngum kafla“ með Langholtsvegi
Er þessar myndarlegu byggingar getið í Bláu bókinni, eða mun
bæjarbúum gefast kostur á að sjá líkan hennar á sýningu þeirri, sem
íhaldið hefir í undirbúningi í Þjóðminjasafninu? Þetta er eins og sjá má
biðskýli fyrir strætisvagnafarþega og stendur á mótum Sundlaugavegar
og Laugarássvegar.
Fundur Framsóknar-
manna um bæjarmálin
Framsóknarfélögin í Reykjavik efna fil fundar um
bæjarmól Reykjavíkur í Tjarnarkaffi, miðvikudaginn
9. jan. næstkomandi og hefst hann kl. 20,30.
Á fundinum verða fluttar nokkrar stuttar ræður
og verða ræðumenn þessir:
Egill Sigurgeirsson, hæstarétfarlögmaður
Hörður Helgason, blikksmiður
Kristján Thorlacíus, deildarstjóri
Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri
Þórður Björnsson, lögfræðingur
Örlygur Hálfdánarson, fulltrúi
í fundarlok mun Hermann Jónasson, forsætisráð-
herra, formaður Framsóknarflokksins flytja ávarp. —
Nú líður að bæjarstjórnarkosningum. Framsóknarmenn
og aðrir stuðningsmenn B-listans, fjölmennið á fund-
inn og kynnið ykkur bæjarmálin. Mætið stundvíslega
og takið með ykkur gesti.
Til síuðmngsmanna B4isians
Kcsningaskriístóían
Kosningaskrifstofa B-listans í Edduhúsinu verður opin
daglega frá kl. 10—10. í dag (sunnudag) frá kl. 2—5 s.d.
Símar 22038 — 15564.
Utankjörstaftakosning
Utankjörstaðakosning í Reykjavík hefst á morgun. Þið,
sem ekki verðið í bænum á kjördag 26. jan. n. k., munið
að greiða atkvæði áður en þið farið úr bænum.
Skemmtisamkoma
Framsóknarmanna
að Hótel Borg
Framsóknarfélögin og aðr-
ir Framsóknarmenn í Reykja
vík efna til skemmtisamkomu
að Hótel Borg 15. þ.m. Mun 1
samkoman hef jast með Fram
sóknarvist kl. 8,30 að kvöld-
inu. Að spilunum loknum
verða ýms skemmtiatriði,
sem síðar verður sagt hér
frá í blaðinu. Þetta verður
aðai skemmtisamkoma Fram
sóknarmanna í Reykjavík
þennan vetur.
Fuchs ókominn til
heimskautsins
I.ondon, 4. jan. Sir Edmund Hill
ary dvelst nú ásamt fjórum fé-
lög'um í góSu yfirlæti í bækistöð
Bandaríkjamanna á Suðurheim-
skautinu. Fregnir af brezka leið-
angrinum undir stjórn dr. Fuchs
eru ósamhljóða. Lundúnaútvarp
ið hermir, að radíóamatör einn
liafi heyrt útsendingu frá Hill
ary á heimskautastöðinni til
Scott-base, sem er aðalbækistöð
hans. Segir þar, að dr. Fuchs sé
rétt í þann veginn að komast til
lieimskautsins, eigi aðeins um 50
mílur ófarnar. Hins vegar segir
Keauter-fréttastofan, að dr.
Fuchs liafi lent í miklum erfið
leikum og eigi nú eftir 360 míl-
ur ófarnar. Reuter hermir einn-
ig, að Hillary muni ekki bíða eft
ir leiðangri dr. Fuchs og verða
honum samferða eins og áður
var ráðg'ert, heldur fara með flug
vél frá heimskautinu á mánudag
inn. í gær var sagt í fréttum, að
dr. Fuchs væri 200 milur frá
heimskautinu.
Afli Vestf jarðabáta í
desembermánuði
Vestifjarðabátar stunduðu al'lvel
sjó í desembermánuði og öifiluðu
bærilega. Afli ísafjarðarbáta var
sem hér segir: Guðbjöa’g 111 lest-
ir í 19 sjóferðm.i; Gunnhildur 92
lestir í 18 sjóferðum; Gunnvör 85
lestir í 16 sjóferðum; Ásúlfur 63
lestir í 16 sjóferðum; M'ár 53 lest-
ir í 16 sjóferðum; Ásbjörn 48
lestir í 12 sjóferðum.
Bdlungarvíkurbátar öfluðu sem
hér segir: Þorlákur 90 lestir í 18
sjóferðum, Einar Hálfdáns 86 lest
i ir í 18 sjóferðum; Huginn 82 lest-
1 ir í 19 sjóferðuim.
I Suðureyrarbátar: Freyja 70 lest
ir í 13 sjóferðum, Friðhert Guð-
mundsson 60 lestir í 13 sjóferð-
U'in og Freyr 47 lestir í 9 sjóferð-
I um. G.S.
„Hæíarlega húsanna hefir annaÖ tveggja veriS
ákvetUin eftir ófullkomnum og úreltum götu-
prófílum efta eingöngu eftir upphaflegu lands-
lagi“
Hæðarlega húsa og gatna í Hlíðar-
hverfi ekki í neinu samræmi
Gatnagerðin í Reykjavík hefir löngum verið með endem-
um. Skipulagsleysið virðist þar eina boðorðið, sem hlýtt er.
Mörg eru dæmi um þetta fálm, og er það orðið bænum dýrt
og verður þó enn dýrara í framtíðinni. — Nýlega er komin út,
ársskýrsla bæjarverkfræðings í Reykjavík fyrir árið 1956, og
er þar sitthvað fróðlegt. Kemur þar ljóslega fram, hvílíkt
fálm ræður i gatnagerðinni. Skal hér aðeins minnzt á tvö
dæmi, en af miklu er að taka.
í skýrslunni er lýst þeim verk-
efnum, sem starfsmenn bæjarverk
fræðings hafa haft með höndum
árið 1956. Þar er m.a. getið uin
mælingar í Hlíðahverfinu og við
Langholtsvegmn.
„Eftir upphaflegu landslagi"
Um Langholtsveginn segir svo. í
skýrsilunni á bls. 19:
„Gatan öll liæðarmæld. Eldri
uppdrættir endurskoðaðir og,
gengið að mestu frá hæðarlegu j
götunnar undir nialbikun. Þess j
iná geta, að nijög erfitt er að j
ákveða liæðarlegu götu sem þess i
árar, þar sem þegar er næstuin
fullbyggt við. Hæðarlega hús-
anna hefir annað tveggja verið
ákveðin eftir ófullkomnuni og
úreltum „götuprófílum“ eða ein-
göngu eftir upphaflegu lands-
lagi, án þess að tekið hafi verið
tillit til götunnar. Enda er ó-
lijákvæmilegt að gera stoðmúr
á lönguin kafla á mörkum lóða
og götu".
Þannig er þessi vitnisburður.
Skrifstofa bæjarverkfræðings veit
ekki einu sinni eftir hvaða regi-
um hæð húsa, sem byggð hafa
verið síðustu tvo áratugina, hefir
i verið ákveðin, og telur líklegast,
| að farið hafi verið eftir „upphaf-
, iegu landslagi" eða einhverjum
úneltum „götuprófílum". Og nú
er talið nauðsynlegt að byggja
„«toðmúr“ með fram upphækk-
aðri götu, svo að hún hrynji ekki
að húsunum eða inn á lóðimar.
Ringulreið Hlíðahverfisins
Vitnisburður bæjarverkfræðings
um ringulreiðina í byggingamál-
um Hlíðahveríisins er ekki síður
athyglisverð. Meðal starfa 1956
hefir verið að mæla þar götur.
og er vitnisburðurinn um það á
þessa leið:
„Þegar Hliðahverfið var und-
irbúið til byggmgar á árununi
1943 til 1945 var eigi unnt að
gera fullnægjandi vimuiupp-
drætti af götum hverfisins. Síð-
ar hafa svo einstök atriði verið
ákveðin, þegar staðsetja þurfti
varanleg mannvirki í götustæð-
umini. Þannig v^r hæðiarlega
Miklubrautar endurskoðuð og á-
kveðin, þegar gera átti stokk
fyrir háspennus'íreugi rafvcit-
unnar, sem liggur í miðri götu.
Árið 1955 voru gerðir nýir upp-
drættir af Lönguhlí'ð í sambandi
við lögn hitaveitu í hverfinu
og' á árinu 1956 hafa allar götur
Hlíðahverfis, sunnan Miklubraut
ar og vestan Stakkahlíðar verið
endurskoðaðar og nýir uppdrætt
ir gerðir af þeim. Vísast til ein-
stakra g'atna urn það í þessum
kafla. Þess skal getið, að verk
þetta var tafsanit, vegna þess
live hæðarlega margra húsa í
liverfinu hefir verið ákveðin á
ófullnæg'jandi hátt, þegar þau
voru teiknuð og byggð“.
Þarna er rætt uan eitt nýjasta
bæ.iarhverfið, sem risið hefir á síð
asta áratug. Bæjarverikfræðingur
lýsir yfir, að það hafi verið byggt
í fullkomnu skipulagsleysi. Eng-
in ákveðin gatnateikntng til, hæð
'gatna óákveðin, húsin byggð í
mismunandi hæð og án tiflifts til
hæðar götu. Er von að vd fari
í skipuilagsmálum bæjar, þegar
þannig er að unnið, eins og vrtn-
isburður bæjarverkfræðings sjálfs
um Langholtsveg og Hlíðahverfi
sýnir?
Hér er um að ræða eitt dæmi
af mörgum um bæjarstjóm, sein
ekki er vanda sínum vaxin.
Listi samvinnumanna og verka-
manna, Borgarnesi, iagður fra m
Lagður hefir verið fram listi samvinnu- og verkamanna í
Borgarnesi við hreppsnefndarkosningar. Listinn er borinn
fram af Framsóknarmönnum, Alþýðuflokknum og Alþýðu-
bandalagmu og' skipaður eftirtöldum mönnum:
Ofsaveður á ísafirði
ísafirði í gær. — í dag gerði hér
ofsaveður á suðau tri með siyddu
og rigningu. Ekki urðiu teljandi
skemmdir, en þai'.f1 ötur fuku af
húsum. Þá skem ndust jólaskreyt
ingar og greinar b:: inuðu af jóla
trénu á sjúkraúl...tú..inu, !
1. Þórður Pálmason, kaupfél.stj.
2. Pétur Geirsson, nijólkurfr.
3. Sigurþór Halldórsson, skólastj
4. Sigurður Gíslason, trésm.
5. Grétar Ingimundarson, bifr.st.
6. Sig. B. Guðbrandsson, bílstj.
7. Gestur Kristjánsson, verzl.m.
8. Gissur Breiðdal, verkam.
9. Jón Pétunsson, verkain.
10. Helgi Rimólfsson, bifr.stj.
11. Einar Sigmundsson, venkstj.
12. Björn Guðmundsson, trésm.
13. Geir Jónsson, verkam.
14. Eggert Guðniundsson, venkam
í sýslunefnd: Sigurður Guð-
brandsson, mjólkurbússtj. Varam.:
í sýstunefnd: Jónas Kristjánsson.
kaupmaður.