Tíminn - 06.02.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.02.1958, Blaðsíða 7
rÍMÍNN, fimmtudaginn 6. febniar 1958. » I feiSara dagblaSsins Tím- inn 2. þ. m. eru ýmsar aS- finnslur varSandi fram- kvæmd ákvæSa um skyldu- sparnaS. AS því tilefni skal eftirfarandi tekiS fram: Samkvæmt lögum nr. 42, 1. iúní 1957, er öll'um einstaklingum á aldrmum 16—25 ára skylt að leggja til hliðar 6% af launum sínum, sem greidd* eru í pening- um eða sambærilegum atvinnu- tekjum í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga eða til bú- stofnunar í -sveit. Lög þesjii gengu í gildi 1. júní s. 1. ASIatriði laganna Þegar til framkvæmda kemur á þessum ákvæöum gætir bess nokkuð, að unga fólkinu þykir það illa leikið og á hlut þess gengið. Er því rótt, að vekja athygli þess á eftirtöldum atriðmn varðandi spariféð, sem tekið er af því án vilja þess eða samþykkis. 1. Fé það, sem skylt er að spara er undanþegið tekju- skatti og útsvari. 2. Umrætt sparifé er vísi- tölutryggt. Ef verðlag hækkar og vísitalan hækkar meðan sparnaður þessi varir, fær unga fólkið, þegar það er leyst frá skyldusnarnaði, uppbót í samræmi við hækkun vísitöl- unnar. 3. Sparifé þetta ber vexti eins og þau verðbréf, sem eru vísitölutryggð. 4. Þeir, sem safnað hafa a. m. k. 25.000 kr. á þennan hátt hafa forgangsrétt til lána til íbúðabygginga. 5. íbúðalán til beirra mega vera allt að 25% hærri en al- mennt gerist þó eigi yfir % af matsverði viðkomandi íbúðar. 6. Undanþegið skyldusparn aði er gift fólk, sem stofnað hefir heimili, skólafólk, sem stundar nám í skóla 6 mánuði eða meiva á ári og iðnnemar meðan þeir stunda iðnnám. Ennfremur eru þeir undan- þegnir skvldusnarnaði, sem hafa bövn eða aðra skvlduó- maga á ft’amfæri sínu, bó ekki þeir, sem hafa vfir 30 bús. kr. skattskvldar tekiur, enda hafi þeir ekki fvrir heimili að siá. Loks er undii’skattanefndum heimiít að veita tímabundna undanbágu frá snarnaðar- skyldu beim, sem verða fyrir yejkindnm eða slvsum eða hafa sévstakjega þungar fjár- hagsbyrðar. Tvær leíðir Vi’ð framkvæmd þessa skyldu- sparnaðar koma einkum tvær leið- ir til greina. Annars vegar má innheimta sparnaðinn á svipaðan hátt og opinber gjöld, hins vegar má innheimta hann með sölu spari inerkja. Báðar þessar aðferðir hafa sína kosti og galla. ITöfuðkostur skattheimtuleiðar- innar er sá, hve hún er einföld. Álagning skyldusparifjár væri auð veldlega framkvænianleg hjá skattyfirvöldunum og mundi ekki baka þeim mjög mikla fyrirhöfn. Innheimta sparifjárins færi þá fram ems og innlieimta tekju- og eignarskatts og væri væntanlega ekki mjög verkafrek. Að sjálf- sögðu yrði þá þeim einum gert að inna af höndum skyldusparnað, sem ekki eru undanþegnir, svo að eng'a fyrirhöfn þvrfti að baka fólki vegna endurgreiðslu. Þelta eru óneitanlega miktir kostir, en því miður eru miklir ókostir samfara þessari framkvæmd. Höíuðkostur skattheimluleiðar- iunar er sá, hve hún er einföld. Alagning skyldusparifjár væri auð Skylduspamaður ungmenna, ákvæði laganna og framkvæmd þeirra Skýringar til leiðbeiningar fyrir almenning veldlega framkvæmanleg hjá skattyfirvöldunum og mundi ekki baka þeim mjög mikla fyrirhöfn. Innheimta sparifjárins færi bá fram eins og innheimta tekju- og eignarskatts og væri væntanlega ekki nijög verkafrek. Að sjálf- sögðu yrði þá þeim einum gert að inna af höndum skyldusparnað, sem ekki eru undanþegnir, svo.að enga fyrirhöfn þyrfti að baka fólki vegna endurgreiðslu. Þetta eru ó- neitanlega miklir kostir, en því miður eru miRlir ókostir samfara þessari vramkvæmd. í fyrsta lagi mætti rcikna með töluverðum innheimtuvanhöldum. í öðru lagi er mjög hætt við því, að unga fólkinu þætti nokk- uð mikið að fá kannske allt að 4.000 krónum eða meira bætt við gjaldseðla sína, sem áreiðanl'ega þykja nógu háir án þeirrar við- bótar. Loks má svo segja, að eytt fé verður ekki sparað, en sjálfsagt er það nokkuð algengt, að ungg fólkið eyði tekjum sínum jafnóð- um og þær koma. Sparimerkin Þar eð eigi var mögulegt. að ná skyldusparnaði frá 1. júní 1957 með sparimerkjasölu, var ákveðið að innheimta skyldusparnað af launum, sem greidd voru á tíma- bilinu 1. júní til 31. des. 1957, með þinggjöldum þessa árs. Skyldusparnaður fyrir þetta tíma- bil, kemur því fyrst til innheimtu á manntalsþingum á komandi sumri. Frá 1. janúar s. 1. er skyldu- spárnaður innheimtur með spari- merkjum. Ilöfuðkoslur sparimerkjaleiðar- innar er sá, að skylduspariféð er lagt til hliðar um leið og tekn- anna er aflða, sem það miðast við. Innheimtuvanhöld eru því alls engin. Hins vegar hefir þessi leið því miður ýmsa ókosti. í fyrsta lagi er greiðsla launa að hlut í sparimerkjum mikil fyrirhöfn fyrir laungreiðendur og er þetta vafalaust mesti ókostur þessa fyrirkomulags. í öðru lagi er óhjákvæmilegt, að koma á öruggu eftirliti með sparimerkjakaupum laungreiðend- anna og skyldusparifjáreign þeirra sem skyldir eru að spara. Þetta kostar óhjákvæmilega mikla vinnu. í þriðja lagi er nauðsynlegt að auðvelda þetta eftirlit með því, að undantekningarlaust öllum, sem á skyldusparnaðaraldri eru, verði gert að taka við merkjum. Þeir, sem eiga rétt til undanþágu frá skyldusparnaði, verða því að fá sparimerkin endurgreidd. Óhjákvæmileg óþægindi Af nefndum leiðara Tímans má skilja, að það er einkum þetta síð- asta atriði, sem óhæfilcgt þykir vegna skriffinnsku. Fyrst og fremst skal vakin at- hygli á ákvæði 2. mgr. 11. gr. lag- anna, en þar segir svo: „Þó að maður kunni að eiga rétt á und- anþágu frá sparnaðarskyldu, verð- ur hann áð láta hið tilskilda spari- fé af hendi, þar til hann hefir fengið formlaga undanþágu, en þá á hann rétt til endurgreiðslu, svo fljótt sem við verður komið.“ Þannig er það fyrirkomulag iög- bundið, sem nú hefir verið upp tekið í reglugerð um framkvæmd- ina varðandi þetta atriði. Það er því mjög hæpið, að breyting sú, sem hér um ræðir fái staðizt að óbreyttum lögum. E’gi að siður er rétt að gera nokkru ýtarlegri grein fyrir þessu atriði. Gert er ráð fyrir því, að skatta- yfirvöldin annist eftirlit með spari merkjakaupum laungreiðenda og skyldusparifjáreign þeirra, sem cru á skyldusparnaðaraldri. Allir laungreiðendur eru skyld- aðir til þess, að gefa skattyfir- völdum upplýsingar um allar launagreiðslur sínar. Laungreið- endur útfylla og afhenda skattyfir- völdunum hina svokölluðu launa- miða og hefir þessi háttur verið á hafður um áratugi. Ef laungreið- endum er gert að greiða öllum á aldrinum 16—25 ára 3% launa þsirra í sparimerkjum er eftirlitið með merkjakaupum laungreiðenda tilLölulega auðvelt. Skattayfirvald- ið leggur þá aðeins saman upp- hæðir allra slíkra launamiða og reiknar út 3% af heildarupphæð- inni. Gert er ráð fyrir því, að póst málastjórnin sendi skattayfirvaldi vottorð um sparimerkjakaup hans, svo að skattayfirvald geti stað- reynt, hvort hlutaðeigandi laun- greiðandi hafi keypt merki svo sem honum bar. Verði misbrestur á þessu, skal laungreiðandi greiða sérstákt giald er vera skal allt að þrefaldri þeirri upphæð, sem hann liefir vanrækt að kaupa merki fyrir. Þetta er að vísu all- niikið aukin störf hjá skattyfir- völdum, en þó alls ekki ókleift. Hinsvegar veldur þessi fram- kvæmd þeim, sem undanþegnir eru, nokkurri fyrirhöfn. Þeir verða fyrst og fremst að fá sér sparimerkjabók á pósthúsum eins og amiað fólk, sem er á aldrinum 16—25 ára. Síðan verða þeir að fara með sparimerkjabók sína til lögreglustjóra eða hreppstjóra og sanna þar undanþágurétt sinn. Að því loknu ritar lögreglustjóri eða hreppstjóri á þar til gert eyðublað í sparimerkjabókinni, vottorð sitt um undanþáguna. Þegar nú hlut- aðeigandi undanþeginn maður, fær greidd laun sín, þar af í spari- merkjum 6%, þarf hann að líma þessi merki á eitt blað í spari- merkjabókinni og fara síðan með hana eða senda hana á pósthúsið og mun þá fá merkin endurgreidd gegn afhendingu blaðsins með á- límdu merkjunum. Þetta er að vísu fyrirhöfn, en þó langt frá því að vera nokkrum manni óbæri- legt. Sá, sem ekki er undanþeginn þarf einnig með bók sína í póst- hús til þess að láta taka úr henni sparimerki, svo að sparifé hans beri vexti. Reynslan af orlofslögunum Spurningin er nú, hvort mögu- legt væri að losa undanþegna manninn við þessa fyrirhöfn. Kemur þá fyrst til athugunar að fela laungreiðanda að meta það, hvort launþegi hafi fullnægt ákvæðum laganna um undanþágu frá skyldusparnaði. Án efa væri mörgum laungreiðendum trúandi til þess að framkvæma mat þetta samvizkusamlega, en tæplega nærri því öllum. Iíaunar er þeg- ar fengin reynsla af sliku mati laungreiðenda. Afhending orlofs- merkja, samkvæmt lögum um or- lof vellur algjörlega á samvizku- semi laungreiðenda og launþega. í því tilviki er fé launþegans bundið aðeins mjög stuttan tírna og aldrei lengur en 11—12 mán- uði. Freistingin til að fara í krng- um þau ákvæði er þvi miklu minni heldur en freistingin til þess að fara i kringum ákvæðin um skyldu sparnað, sem binda fé launþeg- anna al'lt að 10 árum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að framkvæmd ákvæðanna um or- lof hefir farið mjög á annan veg en lög gera ráð fyrir. Þó rnundi enn verri reynsla fást, ef sami háttur væri upp tekinn varðandi framkvæmd laga uin skyldusparn- að. Væri þá verr af stað farið en heima setið. EftirlitiS Þegar menn liafa áttað sig á því, að nauðsynlegt sé að koma á öruggú eftirliti með framkvæmd laga um skyldusparnað er ljóst, að ekki er í annað hús að venda en til skat'tayfirvaldanna. Hjá þeim liggja þegar fyrir hendi nær öll þau gögn, sem nauðsynleg eru til þess að staðreyna lögfest spari- merkjakaup laungreiðenda a.m.k. ef þau eru undantekningarlaust vegna allra á skyldusparnaðar- aldri. Öðru máli er að gegna, ef laungreiðendur eiga ekki að greiða laun með sparimerkjum til þeirra sem undanþegnir eru. Þá verða skattayfirvöldi nað velja úr launa miða þess fólks og það er ekki auðvelt. Það myndi kosta gifur- lega vinnu að fiokka launamiða eftir því hvort hlutaðeigandi laun- þegi kynni að vera undanþeginn skyldusparnaði eða ekki. Þar að auki mundu skattayfirvöld senni- lega ekki geta framkvæmt slíka flokkun svo að öruggt mætti telja. Kostnaður skattayfirvalda við slíka rannsókn eina yrði líklega margfalt meiri en sá kostnaður verður vegna eftirlits með skyldu- sparnaðinum, sem nú hefir verið ákveðið með lögum og reglugerð- um. Samkvæmt framansögðu er aug- ljóst, að nokkur vandkvæði eru á því að breyta gildandi ákvæðum að því er varðar skyldu undan- þegins fólks til þess að taka við sparimerkjum eins og annað fólk á skyldusparnaðaraldri verður að gera. Það eru að vísu óþægindi fyrir þetta fólk, að þurfa að fá sér sparimerkjaþók, hún er afhent ókeypis, og afhenda merki sín á næsta pósthúsi eins og aðrir verffa að gera á þessum aidri. Munurinn er þó aðeins sá, að þetta undan- þegna fólk fær merkin greidd við afhendingu þeirra, en hinir verða að bíða greiðslu merkjanna allt að 10 árum. Reykjavík, 4. febrúar 1958. Hjálmar Vilhjálmsson Hlutu verðlaun íyrir björgunar- störf á Keflavíkurflugvelli í síðastliðinni viku hlutu þrír íslendingar og’ þrír Banda- ríkjamenn viðurkenningarskjöl og peningaverðlaun á Kefla- víkurflugvelli. Karl Þorsteinsson og Jón Þorsteinsson hlutu 2429 kr. hvor, sem viðurkenningu fyrir að hafa bjargað lífi undirforingja nokkurs í bandaríska flughernum, er kvikn- að hafði í fötum hans. | Þeir féíagarnir Jón og Karl voru sjúkrahússins, og sagði læknir á leið til vinnu sinnar hinn 11. þsim að nveð því að korna hinum september- síðastliðinn, þegar þeir særða manni svo fljótt lil hjálpar, heyrðu sprengingu cg sáu að kvi-kn hefðu þeir gjargað honuni frá því að hafði í föituni Crawfords undir að hljóta svo slæm brunasár, að foringja, sem tekið haíði að hluapa þau hefðu getað leitt hann til í ofsahræðslu. Þeir tóku til fól- dauða. anna og htapu á eftir undirforingj Bandaríkjamaður, að nafni Ray- anum, sem hafði fengið taugaáfall mond N-ewman, hlaut verðlaun fyr hentu honum á jörðina og tókst ir að lijlálpa Erlingi Theodórssyni, þeim brátt að slökkva í fö.tum töruhílstjóra á Keflavíkurflug- Síðan íluttu þeir hann í flýti til veHi, sem lxafði orðið fyrir slysi hans. I a£ eídi. Eiiingiur Theodórsson var Á víðavangi „Leiðtogi SjálfsfæSismanna — næstur Ólafi Thors" Hin stöffuga viðleitni Mbl. tílfc aff þakka Bjarna Benediktssynil kosningasigurimi, hefir nú orðflÞ til þess, aff eitt áhrifamesta, máf- gagn Sjálfstæðisflokksins hefir svaraff með eftii’farandi klausa, iimrannuaffri á forsíðu og uiidii' fyrirsögninni liér að ofan: „Hinui miklu keppni inill# Bjania Benediktssonar og Gunm- ars Thoroddsens um arf töku* eftir Ólaf Thors virðist nú Iok*- ið. Stórsigur Sj,áIfstæffisfIokkí- ins vh’ðist, aff sögn kunnugra1, skipa Gunnar óumdeilanlega it næsta sæti á efíir Ólafi, enda liefir Guiinar niarga kosti fraun yfir Bjarna sem Ieifftogi fólksins. Gunnar Thoroddsen hefir sýnS í orffi og sanuað í verki, a.&' vinsældir hans eru hverjum manni innan flokksins meiri þeg- ar undan er skilinn Ólafur Thors. Bjai-ui er aff vísu mannkostamaS- ur, en þó munu meðfæddir skap- brestir lians verffa houum afr falli, ef leitað verffur til Sjálf- stæffismanna um þann, er þeíi* vilja í sæti ekilsins." Mbl. er hér hins vegar á allt öffru máli og’ mun það þvi alveg ofniælt, aff „hinni mikliit keppni“ Bjarna og Gunnars sé lokiff. „Hin gamla samfylkingar- tína kommúnista" Mbl. heldur áfram aff hamra á því, að Tíminn boffi „hina gömlu samfylkingarlínu konnu- únista", þegar liann Iivetiir tíí þess, að frjálshuga fólk, sem s© andvígt afturhaldi og eiuræfff, taki höiidum saman. Að dómS Tímans hefir kommúnisniina jafnan veriff og er afturhaMs- og einræffisstefna, og stundum heí'- ir Mbl. líka haldiff því fraiu. Þaff er því ekkert annaff en eité af hinum gulu sögum Mbl., þeg- ar þaff er aff reyna aff túlka um» rædd umrnæli Tímans serni gamla sanifylkingarlínu komni- únista. Hljóðleiki INAbl. um Akranes Fyrir bæjarstjórnarkosniugar». ar birti Mbl. margar greinar uim stjórn vinstri flokkamia á Akra- nesi, og lét ekki neitt skorta á gular sögur um hana. Þetta þótti þó ekki nægilegt, heldur vai' lögfræðingur úr Heimdalli send- ur upp á Akranes og látiun vinna þar aff áróðri í alhnarga mánuffi fyrir kosningarnar. Önnur viff- brögff voru eftir þessu. Það átti vissulega aff segja mikil tíðind* frá Akranesi eftir kosningarnaK* um óviusældir vinstri mamia og stjórnai’stefnunnar. En ef ilæma má eftir Mbl. síffan kosninguua Iauk, hefir orðiff býsna lítið úr þeim vonurn, því aff blaðið Iiefir forffazt eins vandlega og þaS) hefir getaff að minnast nokkuff á Akranes. Daníel og Gunnar Kosnhigaúrslitin á Akrnesi bar nýlega á góma, þar sem einn af forustumönnum Sjálfstæðiö- flokksius var staddur. Hanu var spurður aff því, hvort þau bent» tH þess, aff ríkisstjórnin væri ó» vinsæl, en Sjálfstæðismenn hafa mjög reynt að túlka kosningaúr- slitin á þami veg. Þaff er ekkert aff niai’ka úrslitin á AkrauesJ, sagffi haun, því að Daníel er sv# duglegur bæjarstjóri. En er Gunnar Thoroddsen ekki líka duglegur borgai’stjóri?, var spurt. Þá þaguaði þessi forkólfur Sjáli- stæðisflokksins alveg. aff setja benzín á vélkrana, þegar allt í einu varð sprenghig í b :nzín inu, en við það kviknaði í föfum lians. Eftir að hafa bjargað mann- inum, sá Newman um að eldurina í vélkrananum var slökktur. Þriðji íslendingurinn, sem hlaut verðlaun fyrir hugkvæmni í starfi sínu, var Magnúls Kristjánsson i Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.