Tíminn - 06.02.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1958, Blaðsíða 9
9 TÍMINN, fimmtttdagina 6. febniar 1958. Jjuóannct Framha!dssaga sem væri konu á aldur við Caro þyrnir í augum? Ég vissi ekki hverju búast mátti við frá Caro. Kannske var grunur Súsönnu ekki svo fjarri lagi, þegar nánar var að gáð. Kannske var Caro eklci lífsvitrari en annað fólk, og kannske var hún eins barnaieg og annað kvenfólk, sem féll í stafi fyrir glæsileik Hinriks. Og þó var varla hægt að ímynda sér það, að Caro mundi geta látið sér lynda að skríða biðjandi að fótum Súsönnu. En samt . . . Ég ákvað að rannsaka þetta mál nánar. Og ég fékk að sjá Súsönnu og Caro saman fyrr en mig hafði grunað. Það vildi þann- ig til, að ég hringdi til Súsönnu til þess að þakka henní fyrir síðast, og þá sagði hún mér, að Hinrik hefði skroppið til Gautaborgar til þess að líta á listasafn, sem þar væri til sölu. Hún sagði að sig langaöi mjög til þess að sjá franska kvikmynd, sem sýnd var um þessar mundir, og hún spurði mig hvort ég vildi ekki koma með sér, því að henni leiddist að fara einni. Ég svaraði því játandi og þótti vænt um boðið. En þegar við komum í kvik- myndahúsiö, voru allir aðgöngumiðar aið sjösýning- unni seldir, og við ákváðum að ganga um næstu götur í góða verðinu þangað til kæmi að næstu sýningu. Við skröfuð um um aila heima og geima, og áð'ur en við vissum af vorum við komnar út á Strandveg. — Á ekki Ca.ro heima ein- hvers staðar hérna? spurði Súsanna. Jú, þo,ð var rétt, og þá stakk hún upp á því að við li'tum inn til hennar meðan viö biðum þess að klukkan yrði níu. — það var skrítin uppá- stunga, sagði ég. — Ég hef aldrei komið heim til hennar. Ég veit varla hvort ég kæri mig um það. Mér var satt að- segja um og ó. — En ég held að það væri gaman, sagði hún. Og ég varð auðvitað að láta undan því að ég haföi engar skynsamlegar mótbárur á takteinum. Hún var áköf og eftir- væntingarfull og stakk hend- inni undir handlegg minn til þess að hvetja för mína. — Nú skálmar Bricken beint í herbúðir óvinarins, sagði hún og hló við. — Finnst þér það ekki spennandi? — Jæja, óvinarins er nú of mikið sagt, sagði ég. En við skulum sjá hvernig Caro verður við heimsóknina. Mér hefði annars aldrei dottið í hug að heimsækja hana erindislaust, það viöur- kenni ég. væri. Við géngum þangað og drápum á dyr. — Hvað er nú, komdu bara inn, svaraði hálf- hryssingsleg rödd inni í her- berginu. Við opnuðum. Caro lá í hnipri á legubekk og las tíma- rit. Gólfl|impi með rauðum skermi lj^ti-herbergið upp að nokkru,;;|í| á reykborði við legubeklfiÉm stóðu tómar gosdrykKjtirflöskur og glös. Hún .v'ar klædd morgunkyrtli úr þýkku, eldrauðu efni. Caro settist hvatlega upp, þegar hún kom auga á okkur. Augu hennar stækkuðu af undrun, og munnurinn opnaðist. Það leyndi sér ekki, að þessi heimsókn kom henni mjög á óvart. — Súsanna, sagði hún. — Og Bricken. Ja, þetta var óvænt ánægja. Hún gekk til okkar og rétti fram feitar, litlar hendur sínar. Fætur liennar voru jafnfeitir og litlir, það sá maður, því að hún hafði sparkað af sér inniskónum. Þeir lágu við legubekkinn. — Komið þið blessaðar og sælar, sagði hún og þrýsti hendur okkar eins fast og hún var vön. Ég hafði ætíð úndrazt þessi kraftatök hennar, þegar hún heilsaði. — Og verið velkomnar. Þetta' var fallega gert. Og þú, sem úldei hefur litið inn til mín" fyrr, Bricken. Ég hugsaði með sjálfri mér, að hún hefir nú heldur aldrei boðið mér heim. — Mér skilst að ,það hafi verið Súsanna sem átti frumkvæðið að þessu Farið nú úr kápunum og fáið ykkur sæti. Það virtist glaðna yfir henni því meira sem hún talaði, og loks virtist svipur- inn aðeins vitha um innileik og gestristni. Ég horfði í kringum mig, og hugsaði með sjálfri mér, að ég hefði búizt við því, að íbúð Caro væri með öðrum brag. Ég hafði búizt við að sjá þar skrifborð og bókaskápa og bak háa stóla. Svo hafði ég vænzt að sjá enskt jámrúm. Þar að auki mátti búast við dyrum með hurð í hálfa gátt, og sæi þar inn í bjart og blómaríkt stúlkuherbergi. En hér bfasti annað við. Þetta var þröngt herbergi, dimmt og hlaðið hægindum. Legubekkurinn var breiður og rósóttur og við hann austur lenzk gólfmot-ta. Reykjáreim- ur fyllti loftiö, og á gólfinu stóð lítill rafmagnsarinn og starði glóandi augum á okk- ur. Það var mjög heitt inni. í skoti sá á stórt rúm, og heng ið fyrir því var úr svipuðu efni og kyrtill Caro. Hér voru engar bækur,' ekk ert skrifborð, og engar dyr nema út í ganginn. Hvorki sáust merki utm nærveru Súsanna og lagði kápuna frá sér. Ef þú hefur verið að hvila þig, ættum við ekki að trufia þig. Við ætluðum í kvik- myndahúis klnkkan sjö en fengnm enga aðgöngiuniða bá. Og svo varð Bricken svo kaffiþyrst — þú veizt nú hvaða kaffisvelgur hún er — og þiá sagði ég, að við gætum vel litið inn til Caro, sem ætti heima hérna rétt hjá, fengið kaffisopa hjá henni og síðan boðið henni í bió með okkur á eftir. Og hér erum við komn ar. — Þetta finnst mér veru- lega snjöil uppástunga, sagði* Caro og kyngdi munnvatni. — E-n ég er nú ekki sérlega hús- móðurleg, hef aldrei haft táma til að nema þær dyggð- ir, en kaffisopa get ég þó hitað skaimmilítið. . Hún smeygði sér i skóna og flýtti sér síðan inn í rekkju skotið. Að andartaki iiðmu kom hún fram til okkar aftur klsedd pilsi og blússu. — Þarftu að hafa svo mikið fyrir því, geturðu ek'ki stutt þarna á bjölluhnappinn og látið færa okkur moílasopa? — Þú veizt ekki hvernig það er að búa í svona dvalar- heimili, Bricken. Heldurðu að það líðist að nota bjölluna í tíma og ótírna? Ef mikið er gert að því, glymur það í eyr- um manns, að það sé ómögu- legt að hafa kvenfólk dvalar vist, það sé aLlt af heimtandi. En karlmennirnir, þeir mega heimta, og þjcnustustúlkurn ar snúast eins og snarkringl- ur kringum þá. En nú skal ég hraða mér. Viljið þið vínar brauð eða kökur með kaff- imu? í sama bili lukust dyrnar upp, og á þröskuldinum stóð skj annasköllóttur kalmað- ur, en svipurinn góðlegur. Vindi'll hékk í öð'ru munnvik- inu, og í hendi hélt hann á kantaðri viskíflösku. Undir handlegginn hafði _ hann stungið vindlakassa. Ég gaut hornauga til Caro. Henni var víst ekki mikið um þessa heim sókn gefið eins og á stóð. — Jæja, það er svona, sagði komumaður hálf vandræðá- legur. — Það eru þá komnir gestir til þín. Hann renndi litlum svíns- augunum sínurn yfir mig og augnaráð hans staðnæmdist við Súsönnu. — Leyfist manni að koma inn? Augnaráð Caro var hörku- legt. Ég bjóst hálft í hvoru viö að hún mundi lyfta höndum og ýta honum út. — Ja, ég veit varla, sagði hún, og hinn harði hljómur í rödd hennar leyndi sér nú ekki. Ég skildi hann svo, að hún vildi segja: Það er ekki heppilegt að þú látir mikið bera á kunningsskap þínum Við vorum komnar að hús- inu. Það var hornhús við Stranöveginn, en inngangur frá þvergötu. Við leituðum á töflunni í anddyrinu að dvalarheímili Linanders, svo fórum viö upp í lyftunni. Jú, ungfrú Barrman var víst heima, svaraði karlmaður sem við mættum við dyrnar spurningu okkar. Hann sagði líka, hvar herbergi hennar barns, engin námsbófc, aðeins þrjár barnamyndir, sem sýndu augsýniltegia diðlttur Caro sex eða sjö ára gamla. Telpan var lík Caro en þó fríðari. Ég hafði séð hana nokkrum sinnum i fjölskyldu boðum, en nú var langt um liðið. Fyrirgefðu að við komum svona óvænt og án þess að gera boð á undan oidcur, sagði við mig. Upphátt bætti hún við: — Þú gætir nú að minnsta kosti sýnt þá kurteisi að fara í jakkann, ef þú ætlar að heilsa gestunum. — En blessúð vertu, honum gleymdi ég einmitt hérna inni áðan, sagði hann og benti með flöskunni út í horn. Og það var rétt, þarna hékk jakkinn á stólbaki. Það leyndi sér ekki, að þessi Veitið athyglí Eigið þér eftirtaldar bækur. Þær eru seldar langt undir hálfvirði, samanborið við bækur sem nú .koma út, en auk þess eru þetta síðustu eintökin og verða ekki endurprentaðar. 20% afsl., ef pantað er fyrir 200 kr. Árni eftir Bjömstjerne Björnson — kr. 20,00. Ásdís í Vík, skáldsaga, heft 60,00. Sagan af Sólrúnu, heft 45,00. Barátta ástarinnar, heft 20,00 . Don Juan, ib. 18,00. Emil og leynilögreglustrákarnir 16,00. Heljur á lieljarslóð — ib. 30,00, heft 20,00. Brennandi skip, Gunnar M. MagnÚSS — 12,50. Dómsmorð, ib. 65,00. Draumabókin, heft 22,50. Eilíf tryggð, heft 5,00. Fuglinn fljúgandi, ljóð ib. 20,00. Gambanteinar, þjóðsögur, heft 20,00. Gamla konan á Jalna, heft 10,00. Jalna, skáldsaga, heft 10,00. Gömlu lögin, Sveinb. Benteinsson, heft 25,00. Fanney I, ib. 20,00. Fanney II, ib. 20,00. Heiins um ból, saga ljóðs og lags. ib. 15,00. Sagnakver (Simon Dalaskáld) h. 18,00, ib. 25,00 Seiskinna, heft 12,50. Undir skátafána, ib. 30,00. Foruar smásögur, ib. 40,00. Listin að kyssa, heft 10 kr. Þú hefur sigrað, Galilei, heft 30,00, ib. 45,00. Ævintýri Lawrence í Arabíu, heft 22,00. Sól er á morgun, úrvalsljóð frá 18. öld, alsk. 50,00 Litli Svarti Sambó, með litmyndum, 10 kr. Sagnablöð hin nýju (örn á Steðja), heft 65,00. Sveinn Elverson, Selma Lagerlöf, 26,00, skb. 40,00. Leonardo da Vinci, ævisaga, heft 30,00. Remkrandt, ævisaga, ib. 60,00. Af mörgum þessara bóka em aðeins fáar óseldar. Gerið x fyrir framan bækurnar, sem þér viljið eignast, sendið pöntunina strax, og bækumar verða afgreiddar gegn kröfu í þeirri röð, sem pantanir berast meðan upplag endist. Undirrit.....óskar að fá þær bækur, sem merkt er við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Nafn............................................ Heimili ........................................ ÓDÝRA BOKSALAN. B«x 196. Reykjavík. tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiimiimiiiuummiimmg | Auglýsing | | um sveitastjóra | I Hreppsnefnd Patrekshrepps hefir ákveðið að ráða i sveitarstjóra samkv. lögum nr. 19 1951, n k. kjör- j 1 tímabil. | Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um | menntun og fyrri störf, svo og launakröfu, sendist i oddvita Patrekshrepps Patreksfirði, fyrir 20. þ.m. j Patreksfirði, 4: febr. 1958. 1 1 f§ Árni G. Þorsteinsson, 3 i oddviti Patrekshrepps jj ÍiuiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiHfliiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiiiiiiinirai ÉiiiiiiiiiiiiliiiiiiifliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiuiniHiiiiiiiiliinniiiininimiiiiiiiiiiiiiiimg I VERZLUNIN 1 1 = s I er flutt | úr Söluturninum vií Arnarhól | HREYFILSBÚÐINA | | Sími 22420 1 Pétur Pétursson B ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.