Tíminn - 12.02.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.02.1958, Blaðsíða 9
¥ j MIN N, miðvikudaginn 12. febrúar 1958. éldith 'ldnnerótad: Si En um miðjan janúar fékk ég bréf frá Gunillu Beck. — Kæra Bricken, skrifaöi hún. Mér fannst ég verða að skrifa og spyrja, hvernig þér líði. Við söknuðum þín mjög í jólaboðunum, og okkur Anders fannst báðum, að mikið vantaði á. Súsanna og Hinrik fóru aðeias í boðið til okkar að þessu sinni, afþökk- uðu önnur boð, og er það okkur að sjálfsögðu óvæntur heiður. Súsanna er víst orðin vanfær núna, en þó aðeins komin stutt á leið. Ég tók samt eftir því. Vafalaust þykir henni þetta svo merkilegt eins og öðrum ungum konum, að hún gætir allra varúðarreglna. En hún er nú samt skrítin. Ég get varla sagt að hún bragði matarbita, og þó hafði ég lagt mig fram um að hafa matinn sem beztan, þar sem þetta er í fyrsta sinni sem þau suæða fullkominn kvöidverð hjá okkur. — Þakka þér fyrir en ég borða aldei álahlaup, sagði hún um þennan ágæta rétt minn, sem búinn er til eftir 'uppskrift Margrétar eins og þú veizt. Og svo sat liún eins og límd við Hinrik inni hjá körunum allt kvöldið og drakk vín, meira að segja allsterka viskíblöndu. Þú veizt nú, Mricken, að ég er enginn tempari, en viskí og konur eiga ekki saman að mínum dómi og allar sízt þegar svona stendur á. En mér fannst Hinrik ekkert kátur, jafnvel hálf ar- mæddur og sorgbitinn af og til. Ég .gæti bezt trúáð því að hann syrgði Ingiríði og börnin enn og iðraðist jafnvel þessa skyndikvonfangs. Að minnsta kosti drekkur hann núorðið helmingi meira en Anders. í boðinu hjá Ottó hafði Caro dóttur sína með sér. Ja, ég segi nú ekki mikið, en þú hefðir átt að sj á stelpuna brosa fram í Lars og hina strákanna. Sannaðu til, Bricken, Caro mun brátt fá ýmsar áhyggjur af þessari stelpu. Og þau er hún aðeins sjö árum eldri en Maud mín. Hún glennti sig meira að segja svo framan í Andres minn gamla, að hann sagði viö mig á eftir, að hún væri bara að vera snotur sú litla. Ég svaraði því til, að hún væri allt annað en snotur, og það væri smán að sj á slíkan stelpu • krakka haga sér sins og flenna. Saga Kronfeld hefur sagt mér, að móðir Súsönnu haldi nú við einhvern strák, sem ekki er eldri en svo, að hún gæti vel verið móðir hans. En maður hennar virðist vera svo ástfanginn af henni, að hann lætur sem ekkert sé. Súsanna er alin upp ' á undarlegu heimili, og það má furðu telja, að hún skuli ekki vera spillt- ari en hún er. Ég get ekki séð neina minnstu tilhneigingu hjá henni til daðurs eða laus- lætis. Hún er oft þrá og þegj andaleg, en hún eltir aldrei karlmenn. En þetta kemur kannske með aldrinum það er aldrei að vita. Mér þótti vænt um að fá •þetta bréf frá Gunillu, og mér ttócinnci Framhaldssaga 26 var svo brátt að svara þvi, að ég leitaði í írafári að pappír og penna. En ég byrjaði þo ekki á því að skrifa henni, heldur hripaði Súsönnu nokkur orð á miða fyrst. — Kæra Súsanna. Hvernig líður þér? Ég hugsa svo oft til ykkar Hinriks. Skrifaði mér nú helztu fréttirnar. Þín Bricken. Og svo fékk ég loksins svar- bréf frá Súsönnu. Það hófst á fánýtum fréttum. Hún sagði mér frá jólahaldinu í almenn- um orðum, að þau hefðu haldið sig að mestu heima. Og svo sagði hún mér, að þau hefðu nýlega boðið málur-. unum heim, og það hefði verið reglulega skemmtilegt kvöld. j — Caro kom í lokin, skrifaði hún. Fyrst hringdi hún og gerði sér til erindis að spyrja Hinrik um eitthvað varðandi st-arfið, því að hún hafði verið að vinna í skrifstofunni fram eftir kvöldi. Hinrik hvíslaði að mér. Eigum við að bjóða henni að koma? Ég kinkaði kolii, og svo kom Caro. Það var gaman að sjá, hve lifnaði yfir körlunum jafnskjótt og hún kom inn úr dyrunum. Þeir virðast allir hrifnir af henni. Og svo fórum við heim til Caro á eftir, og Bruno, þessi sem alltaf málar túlí- pana, hélt lofræðu um Caro og hyllir hana fyrir einurð hennar og léttlyndi. Að vísu voru nú allir orðnir dálítið kenndir þá, og þeir héldu raunar ræður um allt og alla. Caro var mjö hærð, reis úr sæti og sagði eitthvað á þessa leið. Þakka ykkur fyrir, ég elska ykkur alla, það skuluð þið vita. En ég er orðin gömul og rám, og þess vegna á ekki að halda lofræður um mig. En ég vildi leyfa mér að lyfta glasi af öðru tilefni, skál fyrir ungu, fallegu konunni, sem er eins og blóm í barmi mann- sins, og verður honum í senn æskuást og ellistyrkur. Caro ræskti sig og sagði. Skál fyrir Súsönnu Barrman. Þú hlýtur að skilja, að ég varð vandræðaleg, því að ég haf-ði ekki búizt viö þessu, og ekki aðrir heldur. Ström for stjóri birtist ekki í þetta sinn með flöskuna og vindlakass ann, og það lá nærri að ég saknaði hans. En það kom annar í hans stað, lítill, rang eygður náungi í samkvæmis fötum. Hann kvaðst heita Andermark. Eg hef aldrei hitt svona háværan, sjálfglaðan og lítinn mann. Það var engu líkara en hann teldi sig þurfa að hrópa til þess að láta vita af því að hann væri til. Okk- ur Hinrik gazt báðum illa að honum. Hann sagði okkur margar sögur af því, hvernig hann hefði gefið hinum eða þessum á kjaftinn eða lækkað rostann í mönnum — þá rétti ég honum einn yfir borðið — þá gekk ég á milli og sagði: Hingað og ekki lengra. Svona voru sögur hans. Kæra Bricken, fyrirgefðu að ég er að þylja þetta upp fyrir þér. En mér leiddist og ég varð að segja einhverjum það. Satt að segja langaði mig mest til að yfirgefa hóp ... ■ Hjólbarðar inn og fara heim eins og fyrra sinnið, en ég sat á mér, vildi ekki spilla gleði þeirra. Vinur minn, eafnvörðurinn, var því miður ekki í hópnum, og enginn virtist gefa mér verulegan gaum nema litii pattinn hann Andermark. En ég býst við, að áhugi hans hafi verið viðskiptalgs eðlis, hann hefir kannske langað til að selja okkur eitthvað. En mér leiddist, fannst ég vera utanvelt'U við glaðværðina, Hinrik sinnti mér litið, og mér fannst ég vera öðrum til leiðinda. Nú skaltu ekki halda að allt verði að snúast um mig, ef mér eigi að lika. Það er aðeins svo, að ég hef ætíð verið svo mikið utanveltu í líf inu, og nú langar mig til að skemmta mér cg vera með í gleði fólfcs. Og hvað heldurðu að ég haifi tekið til bragðs? Eg ákvað að drekka mig fulla og vita hvort ég gæti ekki orðið eins létt í lund og þau hin. Og þegar Caro sagðist þvi miður ekfci eiga annað en viskj og það væri varla drykkur handa ungum konum eins og mér, þá svaraði ég: — Bless- uð vertu, það er einmitt það j bezta. Og svo rétti ég áköf! fram glasið. Eg drakk eins og ég gat, en ég varð samt ekki ölvuð og ekki sérlega kát heldur,. En ég hugsaði með mér: Drekki Hinrik, þá drekk ég líka. Eg hef gert það fyrr og skotið ættinni skelk í bringu. Og ég veit, að hann átti það til að súpa hraustlega á meðan hann var á ekkilsár unum. Hann átti þá oft dapra daga, og ég' ásaka hann ekki fyrir það. En Bricken ég þyk- ist hafa séð merki þess síðustu mánuðina að hann ætil að fara að drekka aftur. Það á ég bágt með að þola, því aö Hinrik verður önugur við mig þegar hann hefir átt í ónotum við Ottó. En ég er varla nógu umburðarlynd, Bricken, og svara honum í sömu mynt. Þá fer hann oft út og kemur ekki heim fyrr en um miðnætti, I og hefur þá oftast fengið sér í staupinu. 1 Bricken, við liöfum aðeins verið gift i eitt missiri. Hvernig heldurðu, að þetta fari? Hvers vegna fórstu burtu frá mér, svo að nú hef ég engan til þess að leita ráða hjá? Hvernig var þetta þegar þú varst nýgift? Þú kannt kannske öruggt ráð í þessum vanda. En það segi ég þér al- veg satt, að fari Hinrik að drekka sig í hel, þá get ég gert það líka. I Þegar við fórum heim frá Caro, var Hinrik orðinn dapur og svartsýnn. Hann kvað' sorgir sínar margar og þungar en ég sýndi honum hvorki skilnig né samúð. Hann sagði að ég væri sem óskrifað blað og þar á ofan setti ég mig á háan hest gagnvart vinum hans. En þetta væru allt góðir strákar og listamenn. Þá sagði hann, að þegar hann reyndi að ræða málin í alvöru við mig, svaraði ég jafnan háðsyrðum. Ég átti enga samúð og var kaldlind, það fannst honum að minnsta kosti. Ástin var ekki það eitt að sofa saman sagði hann, 750x14 590x15 760x15 550x16 600x16 700x17 825x20 1000x20 1100x20 | Bílabúð S. í. S. | | Kringbraut 119. — Símar 19600 og 15099 I i i M«llllinilllllllllHIIIHIIIUIIIIIIHIHilUIIIIIIIIIIIUIIIIIIIlllllIllll!illlUlllIIiaiIUII(UIHiHllllllllllilUailllIUnilHBfl V.VW.V.V*.V.V.V.VV.,A\W.VAVAW.W.ViVW(VIAMI Áskriftasími Tímans er 1-23-23 '.VVV'AVVV.VV.VVVVVVV.VVV.VVVV.VVVVVVVVVVVVVA'V Innilegar þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Vilborgar Jónsdóttur, Halakoti i Hraungerðishreppi. Kristinn Helgason, Svanhildur L. Kristvinsdóttir, Fjóla Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Ormur Helgason og barnabörn. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur minnar Kristínar Þórarinsdóttur kennara frá Bolugnarvík. Sérstaklega vil ég þakka Jóhönnu Björns- dóttur og hennar fólki, og Þórunni Eiríksdóttur og fólkinu á Ránar- götu 1 og öllum sem hjúkruðu henni í veikindum hennar svo og samstarfsfólki hennar við Melaskólann. Fyrir mína hönd og systkina minna. Sigurður Þórarinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.