Tíminn - 15.02.1958, Síða 3

Tíminn - 15.02.1958, Síða 3
T í HI T'HN, laugardaginn 15. febrúar 1958. Hjónin á Hamraendum í Breiðuvík Margrét Jónsdóttir og Sigmundur Jónsson Margrét ihúsfreyja var ifædd 25. okt. 1863, að S'kammadal í Mýrdal. Foreldrar hennar voru: Jón bóndi Tómas'son og kona hans, Hólm- fríður Jónsdóttir. Voru 12 börn þeirra hjjóna, sem upp koimu-t. Margrét gifti'st Sigm. úr foreldra- húsum og fluttist með lionum cg börnum 'þeirra, að Hamraendum árið 1899, eins og fyrr segir. Eftir 8 ára íbúskap þar, voru toörn þeirra orðin 10. Mikið var því starfið isem ihvíldi 'á húsfreyjunni, að sinna þeim stóra barnahóp — lengstaf í þröngum og ónógum húsakyrunu'm. En hún reyndist viel þeim vanda vaxin, eins cg uppeldi barnanna og allur heimilisbragur bar ygitt um. A'ldrei reyndi meira á inanndóm þsirra ,'hjóna en á þeim árum— iþött starfið ó heim- ilinu yrði ehnþá umfangsmeira er fraim liðu stundir, cg börnin kcmu-.t (á fegg. Um rnargra lára skeið þuxlfti að búa til sjávar 3—4 karimann — auk þess að þjóna öl'lu heiimilisifólki og isinna þeim mikla gestagangi, sem þar var. Að sjálfsegð'u naut Margrét aðstoðar dætra sinna, eftir því sem þær kcmust upp. En dugnaður hennar cg hælfiEie'ikar til að stjóriia Btóru heimiili voru óvéfengjan'legir — eins og kvenkostir ihennar höfðu verið í aárustu fátækt frumbýlings áranna. SÍÐARI GREiN i n a u ■ n■ i i ■■■■■■ n Margrét var kona heittrúuð. Söngelsk. jnjög, og hafði mikla og skæra sópran rödd, sem liún hélt til endadægurs. Ekki þurfti hún ao gripa til bókarinnar þótt hún syngi, þvi hún kunni utanhókar alla sálma og lagboða sem sungnir vpru í hennar tíð — þar á meðal Þastíitsálmana sem hún kunni spjaida á milli, og voru henni jpjög kærirr.Á heimili hennar var það föst regla að lesa daglega hús- lestra, eða aðrar andlegar hug- 'vékjár, og syngja sálma að lokn- um lestrinum. Ilélzt sú venja ó- slitið unz útvarpið kom til sög- unnar, þá var hlýtt á messur sem útvarpað var, en Margrét tók und- ir sálmasönginn fullum hálsi, bók- ariaust, og hélt þeim vana óslitið, meðan hún hafði fótayist. Þegar ég man fyrst greinilega eftir Margréti, var hún kona um fimmtugs aldur. í hærra meðal- íagi, nett á fæti, dökkhærð, Ijós ó hörund og skipti vel litum, svo ungleg, að vel hefði mátt ætla hana langtum yngri, svo mikill þokki bg þróttur stafaði af henni. Hún var vci viti borin og máli farin, sem og bóndi hennar, en heldur örari í lund og hvatlegri, og frem- ur glaðsinna. Hún hafði hlotið ágætt uppeldi, og var prýðilega verki farin, bæði iðin og vandvirk. Ahuginn mikill að hverju sem hún gekk. Afköst hennar við tó- Vinnu þóttu afar mikil, hún lagði líka oft nótt við dag, ef svo stóð á. Margrét var mikil atorku kona og góð móðir. Hún reyndist líka mörgum vanda lausum vel — eins og góðra kvenna er háttur, og hlynnti að •ýmsum mannúðar- og félagsmál- um, svo að nokkuð sé nefnt, þá •var Margrét — ásamt dætrum sín- um og tegndadætrum — sterkur hlekkur í kvenfélagsstarfsemi sveit arinnar. Á hennar heimili var t.d. spunavél félagsins staðsett, og naut fólk þar oft mikillar fyrir- greiðslu í því sambandi. Ég hefi áð'ur vikið að gestrisni þeirra hjóna, og víst er um það, að margir komu að Hamraendum þó ekki væri brýnt erindið — en hvert s©m það var, þótti sjálfsagt að stanza þar, hafa tal af fólkinu, og þiggja greiða, sem þar var æv- inlega boðinn gestum og gang- andi. En það yrði langur listi, að telja upp öll erindi og allar gesta- komur að Hamraendum í ííð þeirra hjóna. * Ekki verður hór inargs getið frá æskuárum Margrétar — frem- ur en Sigm. bónda hennar. En víst er um það, að þau éttu við ýmsa erfiðleika að etja þar eystra á sín- um frumbýlingsárum, eins og tíð- 'arandinn var í þá daga. Hér skal þó minnzt á eitt atvik, sem örugg- ar heimildir eru fyrir. Þegar Margrét var í foreldra- húsum — þá 18 ára að aldri —, var þar í sveitinni lioldsveik kona, sem engan átti að. Hún gekk bæ ! frá bæ, en enginn þorði að taka 'hana á sitt heimili, vegna smithætt 1 unnar. Loks kom hún til foreldra Margrétar, og bað þau ásjár, en var sem fyrr, neitað um húsaskjól og aðra varanlega hjá’lp. Settist konan þá grátandi undir túngarð- inn, og örvænti um sinn hag. Þetta sér Margrét, og biður nú foreldra sína að líkna konunni og taka hana á heimilið, en þau aftóku það vegna barnanna sem gætu smitazt af þessari hræðilegu veiki, og bentu Margréti á, að slík á- byrgð gætu þau ekki tekið á sig fyrir vandalausa manneskju. Þá bað Margrét þau að lofa sér að hjúkra konunni, og kvaðst skyldi annast hana sjálf að öllu leyti. Hún væri alveg óhrædd við veik- ina, og treysti því að Guð myndi vernda sig og sína frá smitun, ef hún ferngi að gera þetta miskunn- arverk. | Létu foreldrar hennar þá til- ' leiðast, og stundaði Margrét sjalf : hina holdsveiku konu imz yfir ! lauk — en 'hún átti skammt ólif- að. Hvorki Margréti sjálfri, né 'hennar fólki varð meint af þess- ari veiki. En þsss má vel geta hér, að siúkdómar og slys, sneiddu mjög hjá heimili Margrétar, lengstaf sem kunnugt er. Engum, sem sá Margrcti, eða kynntist henni nokkuð, gat dulizt það, að hún var mikilhæf og vel gefin kona. I-Iún bar aldur sinn mjög vel. Þegar hún var níræð mát'ti enn sjá það, að hún hafði verið glæsileg og aðsópsmikil á sínum yngri árum. Enn var hún létt á fæti, sívinnandi í höndun- um, og reif í máli, og gat enn sungið af fullum þrótti — jafn- framt því sem hún vann af kappi við handavinnu sína. Þá var á- nægjulegt að eiga tal við hana — einkum um trúarleg efni, og finna að bjartsýni hennar og trú- 'artraust var enn að öll'u leyti óbug- að. Um heimili þeirra hjóna mátti segja að þar ríkti almennt eining, friður og reglusemi. Hverju verki var ællaður sinn tími, innan húss sem utan, bar allt vott um þrifn- að og nýtni, stjórnscmi og ósín- gjarnt starf, sem unnið var af þekkingu og áhuga, af verklagn- um og vinnufúsum höndum. Heim- ilið mátti einnig telja hið þjóð- legasta. Með leyfi höfundarins, Kristins Sigmundssonar. s;k)al hér tekin upp lýsing hans á æ;-;kuheimili sínu, úr grein hér í „Neista“ jan- úarblaði 1951, er nefnist „Útvarp- ið og heimilin", þar sem hann segir m.a.: „Þegar ég var barn, hlakkaði ég ekki til neins eins mikið á jólunum, eins og þess þegar pabbi las jólahstur á jóladagsmorgun- inn. Að vakna til þess að syngja jólas'álma, og hlusta á fagnaðar- íboðskap jólanna, var mér svo ó- blandin ánægja, að ég gleymi aldrei þeim hátiðablæ, sem það setti á heimilið. Enda var það æv- inlega dýrmætasta jólagjöfin sem við börnin fengum — cg oft sú eina. — . . Kvöldvakan byrjað: þegar fór að dimma, Ijós var þá ekki kveikt fyrr en tveimur tím- um eftir að dimmt var orðið. Það var kallað rökkurseta, sem hófst með því að mamma settist á rúm- ið sitt, með rokk eða prjóna, kall- aði á okkur börnin, og lét okkur setjast við hné sér, og tók til að kenna ckkur bænir og vers. Þar lærði ég í rökkrinu við hné móð- ur 'minn'ar, mínar fyrstu bænir, sem aldrei gieymast, og sem oft haía veitt mér styrk í hretviðrum lífsins. Að lokinni bænakennsl- •unni, voru sagðar sögur eöa sung- in ættjarðarljóð, þá lærði ég meirihlutann af þeim Ijóðum sem ég kann — og lögum. Síðan var ljós kveikt. Allir settust við vinnu sina, að tægj'a ull, kemba, spinna, prjóna eða sauma flík. En einn settist við að lesa sögur eða kveða rímur. Algert hljóð ríkti nema ef innt var scrstaklega eítir ein- 'hverju, sc_m laut að efninu sem ílutt var. Ég var ekki gamall, þeg- ar ég skildi aliar rímnakenning- ar, því eldra fótkið gerði sér far 'um að útskýra þetta fyrir okkur börnunum. Með svo miklum áhuga fylgdisl maður með því sem flutt var, að maður næstum táraðist, þegar sögúhetjurnar féllu, sem maður hreifst af í frásögninni. Mest voru lesnar íslendingasögur, Fornaldarsögur, og ógrynni af rímum, sem viðað var að til láns, 'hvar sem til náðist. Sjáifsagt þótti að gera hlé á lestri eða kveðskap, ef einhver þurfti að víkj sér frá, því enginn vildi eð'a niátti missa af efninu, ekki svo mikið sem eitt einasta orð — slíkifl' var áhugi fólksins. Þannig voru kvöldvökurn- ar á mínu heimili11 segir Kristinn að lokum. Hjónaband þeirra Margrétar og Sigmundar var langt og hamingju- samt. Þau höfðu mikið barnalán og voru gæfiunanneskjur á flestan máta. Bæði voru þau heilsuhraust og tápmikil, og í ríkum mæli gædd þeirri bjartsýni og trú á hið fagra og góða í tilverunni, sem alls staðar sér hil'la undir göfugt tak- marík, og sl'ær ljóma á hverja líð- andi stund. Margir mætir menn komu líka auga á mannkosti þeirra, sem hófu sig upp úr fá- tæ'kt og umkomuleysi af eigin verðleikum. Margir voru líka vin- irnir sem glöddust yfir velgengni þeirra, og sýndu þeim margan vin- áttuvott, og heimsóttu þau við Hiónin frá Hamraendum: Margrét Jónsdóttir og Sigmundur Jónsson. Bærinn á Hamraendum ýms tækifæri í því skyni. Svo sem | á 50 ára hjúskaparafmæli þeirra.! Sjölugsafmæli Sigmundar og ní-| ræðisafmæli 'Margrétar, svo að nckkuð sé nefnt. Á 60 ára hjúskap- arafmæli þeirra — en þá voru þau flutt til Reykjavíkur — urðu þau að afþakka heimsóknir, heilsu sinnar vegna — utan nánustu ætt- menna sinna. Börn þeirra Margrétar og Sig- mundar voru þessi: 1. Kristin, fædd 2. jan. 1894 í Mýrdal. Dó árið 1934. Gift Jóhann- esi Albertssyni. Þau eignuðust 3 börn. | 2. Jón, fæddur 28. okt. 1895 í Breiðuhlíð í Mýrdal. Nú faúsettur í Syðri-Tungu í Breiðuvík. Kvænt-: ur Lovísu Einarsdóttur. 3. Sigríður, fædd 18. marz 1897 í Breiðuhlíð. Gift Magnúsi Þórð- arsyni (Skaftifiellimigi). Þau eiga 2 syni. 4. Margrét, fædd 23. júlí 1898! að Saurum í Staðarsveit. Gift Sig- urgeir Albertssyni, trésmið i Reykjavík. Þau eiga 1 son. 5. Ingibergur Jónsson, fæddur' 4. ian. 1900 á Hamraendum. Verka ! maður í Reykjavík. Kvæntur Ástu Ásmundísdóttur. Eiga 2 börn. 6. Einar Eyjólfur, fæddur 18. maí 1901 að Hamraendum. Nú kvæntur Hermínu Gísladóttur og búsettur í Reykjavík. Fyrri kona hans, Elín Ólafsdóttir. Þau eignuð- ust 1 son. 7. Sigmundur Sigurjón Lárus, fæddur 1902. Dó á þriðja ári. 8. Guðlaug Petrún, íædd 11. júni 1904. Á eina dóttur upp- komna og gifta. Báðar búsettar í Reykjavík. 9. Sigmunda Lára, fædd 12. jan. 1906. Nú til heimilis í Reykjavík. 10. Kristinn Hermann, fæddur 11. ágúst 1907. Bóndi á Eyri að Arnarstapa. Kvæntur Karólínu Kolbeinsdóttur. Þau eiga 8 börn. 11. Sigurjón, fæddur 4. júní 1911. Múrari í Reykjavík. Nú kvæntur Emilíu Biering. Á eina dóttur (frá fyrra hjónabandi). Þess má geta hér, að þau lijón Sigmundur og Margrét, inunu á •ínu dánardægri hafa átt um 50 , aifkomendur á }áfi. Eins og áður hefir verið vikið að, settu hin. mörgu efnilegu og uppkomnu börn sinn svip á heim- ‘liö um langt skeið. Lengst voru þeir Jón og Einar heima, af bræðr- unum — enda hjuggu þar um ;keið' samt'ímis þeim foreldruin -ínum. En Guðlaug og Lára, lengst aí þeim systrunum. Þessi 4 börn voru foreldrum sinum mest sam- tíða, þar til þau brugðu búi. Þá voru og fóslurdætur þeirra hjóna þar alllengi flestar, eftir að þær ; komust á legg. Og af þeim léngst, i Jóna Sigurðardóttir, sem þau höfðu alið upp að ölhi leyti 6em sitt eigið barn. Jóna er nú grft og búsett í Borgarnesi. Önnur fóstur og barnabörn sein þau hión ólu upp, að meira eða minna l'eyti, voru þessi: Gréta Jó- hannesdóttir, frá 5 ára aldri (dótt- ir Kristínar). Berta Herberfcsdóttir, sem ólst upp á heimilinu hjá Guðlaugu móður sinni. Þorsteinn, sonur Einars, sem ólst þar upp 'hjá þeim og föður sínum, eftir að mójðir hans dó. Árið 1938, hóf Einar búskap á Hamraendum, móti föður sinum. Jörðin, með hiálendum, var þá orð- in s'tórbýli. Einar var þá nýkvænt- ur ungri og efnilegri konu, Elínu Ólafsdóttur frá Hafnarfirði. Haust' ið 1943 gerðisl sá sorgaratburður, sem mör'gum er minnisstæður, er Einar missti konu sína, frá ung- um syni þeirra, í sjóslysinu með m.s. Hilrni, sem fórst meö allri óhöfn. Auk Elínar, drukknaði með skip inu, hér úr hreppi, Kristín Magn- úsdóttir, húsfreyja á Aruarfelli, og fóstursonur hennar, Trausti Jóhansson, 7 ára giamall. Eftir fráfall Elínar var eigin- lega lokið sjálfstæðum búskap Ein- ars — enda þótt þeir bræður, Jón og hann, byggju á jörðinni ásamt foreldrum sinum, þar til Einar fluttist þaðan alfarinn, vorið 1954. En þá brugðu gömlu hjónin einn- ig ibúi, og fluttust til Rcykjavíkur, eftir 59 ára búskap í sveit — þar af 55 ár á Hamraendum. Ekki var það öilum sársauka- laust, að þau hjón skyldu Hytja ;frá Hamraendum í lifanda lífi- En hér kom sem oftar fleira til greina en þeirra eigin vilji. Heilsa þeirra — einkum Sigm. var orðin á svo völtum fæti, að nauðsvn þótti bera til, að hann gæti notið læknis- hjálpar og hjúkrunar. En sKkt er allt hægara um vik í Reykjavik en á fámannu heimili úti á la-ndi. Og þar sem Sigurjón sonur þeirra og kona hans, sem húsett voru í Reykjavík, buðu þeim til siín, þóðu þau það boð. Enda reyndist svo, að h;iá þeim nutu þau bæði þeirr- ar beztu aðhlynningar sem hægt var að láta þeim í té. Síðustu vik- urnar sem Siigim. lifði. dvaldist 'hann í sjiikrahúsi, cg andaðist þar 1. nóv. 1955, ifullra 83 ára að aldri. Ekki varð Iangt á milli þeirra hjóna, Margrét andaðiist þann saima vetur, á heimili sonar síns og t'engdadóttur, og naut aðhlynn- ingar þeirra til hinztu stundar. Hún lézt þann 18. febr. 1956 á þriðja árinu yfir nirætt. Bæði voru bau ihjón jarðsung- in í Revkjavík (Sigm. 9. nóv., Mar- grét 27. febr.) af sr. Þorgrími Sig- urðssyni á Staðarstað, fyrrverandi sóknarpresti þeirra. Einnig talaði (Framh. á 3. siðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.