Tíminn - 25.02.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.02.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, þriffjudaginn 25. ffrbrúaf ! 1958L ERLENT YFIRLIT Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) SkrifstoXur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. Draumurinn og aítakan RITSTJÓRI AlþýðublaSs- ins, Helgi Sæmundsson, hef- ir .haft þann sið um nokkurt skeiö aö birta ööru hvoru greinar eftii* sig undir fyrir söigninni: Sendibréf til séra Jóns. í greimmum er jöfn- um h-öndum blandaö saman gamni og alvöru og mun líka ætlun ritstjórans, að ýmisJegt, sem þar kemur tfram, sé ekki tekið of hátíð- iega, eins og lika sjálí fyrir- sögnin er nokkur vísbending m í .seinustu viku, birtist ein þessarar greina í Alþýðu- blaðin'U og var þar m. a. sagt frá draumi, sem hafður er eftir draummanninum sjálf- um. Draumur þessi væri vart í frásögur færandi, ef ekki væri um að ræöa eftirmál þau, sem risiö hafa út af hon um. Vegna þeirra þykir hins- vegar rétt að rifja hann upp í aðaldráttum. Hann hefst þannig, aö draummanninum þótti, að Bjarni Benedikts- son væri orðinn einræðis- herra á íslandi og kæmi Hitler sjálfur í heimsókn til hans. Bjami fagnaði honum vel og dansaöi í kringum hann. Draummaðurinn ósk- aði þá eftir að fá rifill og vlssi hann ékki fyrr til en að vojinið var í höndum hans. Ðraummaðurinii miðaöi síð- an byissunni á þá Hitler og Bjarna, en kallaði svo áður en hann hleypti af: Hvorn á ég að sfcjóta fyrst? Við þaö var draumurinn búinn. hAÐ veröur að segja um draum þennan, að hann er hvorki neitt merkilegur né gamansamur, og hefir Helga oftast tekist betur í Sendi- bréfum til séra Jóns. Þrátt fyrir þaö benda öll merki til þess, aö draumurinn ætli að veröa mjög sögufrægur. Síðan hann birtist í Sendi bréfinu til séra Jóns, hefir Bjarni Benediktsson endur- puentað hann ekki sjaldnar en þrisvar sinnum, og helg ar honum loks allt Reykjavik urbréf Morgunblaðsins á sunnudaginn. Þetta Reykjavíkurbréf Bjarna á vafalaust eftir að þykja hiö merkilegasta, þeg- ar fram líða stundir, því aö þaö mun þykja góö lýsing á sálarástandi þess manns, sem nú ræður mest ríkjum í Sjálfstæðisflokknum og- virö ist í vaxandi mæli ekki sjá annaö en sjálfian sig og finnst því, aö íslenzk stjórn- mál snúist nú ekki um ann að meira en eigin persónu. Um langt skeið hefir ekki sést grein á prenti, þar sem gremarhöfundiu- nefnir sjálf an sig oftar. Öörum þræöi er svo greinin merkilegt dæmi um misheppnaða tilraun til aö fela fortíðina. BJARNI skrifar Reykjavík urbréfiö bersýnilega öðrum þræði til aö upphefja sjálfan sig og gera sig aö píslarvætti, en hinum þræömum til aö af neita öllu sálufélagi viö Hitler. Rök hans fyrir því síö arnefnda eru einhver hin furöulegustu, sem vitað er um, en þau eru einkum þessi: 1. Ómögulegt er, að draum- maöurinn hafi getað séð Bjarna dansa í kringum Hitler, því aö Bjarni kann alls ekki aö dansa! 2. Rétt er, að Bjarni stund aði stjórnfræðinám í Þýzka- landi 1930—32, en á þeim tíma sótti hann aöeins tvo nazistafundi og heyröi Hitler emu sinni tala og var ekk- ert hrifinn af. 3. í ágústmánuði 1939 skrapp Bjarni til Berlínar og hitti þar Þjóðverja, sem ver- iö hafði sem stúdent á ís- landi. „Hann hafði orö á því, aö leitt væri, aö honum heföi ekki verið kunnugt um komu Bjarna, þvi aö þá hefði hann getað boðið honum að vera viöstadda aftöku, sem fram haföi farið þá um morgun- inn. Manninum var þökkuð einstök hugulsemi en tjáö, aö gesturinn heföi hug á flestu ööru meira en aö vera við slíkar athafnir.“ Þetta er þá allar sannanir Bjarna fyrir því, að hann hafi ekki hallast neitt aö nazismanum og geta þær vissulega ekki fátæklegri ver iö. Og hversvegna skyldi vin ur hans hafa harmaö aö geta ekki sýnt honum aftökuna, ef hann hefði taliö Bjarna mjög frábitinn nazismanum? ferðalög framundan Fer Nixon til Moskvu og Mikojan til Washington? í BYRJUN síðastl. viku var af- hent í Moskvu siðara svarbi’éf Eiscnhowei-s forseta til Bulganins forsætisráðhen’a Sovctríkjanna. í bréfi 'þessu endurtekur Eisenhower aö hann muni ekki skorast undan að taka þátt í fundi æðstu manna, ef hann sé nægilega undirbúinn og því nokkur von um árangur af störfum hans. Hann tekur jafn- framt íram, að hann telji áfram- haldandi bréfaskriftir ekki líklegar til að bæta neitt fvrir því, að sam- komulag náist um fundinn, heldur verði í stað þeirra að snúa sér að undirbúningi ihans eftir venjuleg- um diplomatiskum leiðum. Eisen- hower gerir það ekki að skilyrði, að fundur utanríkisráðherra verði haldinn á undan fundi æðstu manna, en tekur hins vegar fram, Bandaríkjanna ekki aðeins í þeim tilgangi að afla sér þar tæknilegr- ar þekkingar, heidur engu síður til að kynnast viðhorfi bandarísku þjóðarinnar til utanríkismála, og þá sérstaklega til friðannálanna. Flestir af forustumönnum Sovét- ríkjanna eru alveg ókunnir Banda- ríkjunum og hafa að því, að ég óttast, alrangar hugmyndir um' þau. Það skiptir áreiðanlega miklu fyrir bætta sambúð þjóðanna, að þessi misskilningur verði leiðrétt- ur. ÉG GET fullvissað yður um það, segir Eisenhower ennfremur í síð- ara svarbréfinu til Bulganins, að slíkum áhrifamiklum leiðtogum í Sovétríkjunum yrði vel tekið í Bandarikjunum og þeim veitt að- staða til að afla sér allra þeirra ripplýsinga og þekkingarí sem þeir óskuðu eftir um stjórnmál og stjórnai'skipun Bandaríkjanna. f þessu sambandi, segir Eisen- hower, hefi ég ekki aðeins nútíð- ina í huga, heldur einnig framtíð- ina. Við megum' ckki gleyma ungu kynslóðinni, sem bráðiega fær ábyrgðina á herðar sínar. Unga fólkið hér og í Sovétríkjunum þarfnast áreiðanlega meiri gagn- kvæmrar þekkingar. Skipti á 20—- 30 stúdentum, sem nú eru að hefj- ast, eru lítið spor í rétta átt. Ég mun síðar skrifa yðnr nánara um þetta atriði sérstaklega. MIKOYAN NIXON að Dulles muni taka þátt í undir- búningi íundarins, hvaða leið, sem verði farin. Þetta er óbeint svar Eisenhowers við aðdróttunum 1 garð Dulles, sem komu fram í síð- ara bréfi Bulganins til forsetans. Þar var gefið í skyn, að Dull’es væri dragbítur í þessum málum. Afleiðingin varð sú, að forustu- menn úr báðum aðalflokknm Bandaríkjanna lýstu stuðningi við Dulles. j IIJÁ MÖRGUM þeim blaða- mönnum, er rætt hafa um síðara svarbréf Eisenhowers, kemur fram sú skoðun, að mikilvægasta atriði þess fjalli um gagnkvæmar heim- sóknir amerískra og rússneskra stjórnmálamanna. Eisenhower seg- ir í bréfi sínu, að í ræðum Krust- joffs og hréfum Bulganins hafi komið fram mi’kill misskilningur á viðhorfi og stefnu Bandaríkja- manna. Ilann segir, að bréfaskipti séu ekki likleg til að eyða þessum misskiíningi og vilji hann því benda'á aðrar leiðir, er hann telji vænlegri til árangurs. Væri það ’t. d. ekki, segir forsetinn, liklegra til að útrýma misskilningi og tor- tryggni, ef áhrifamiklir forustu- menn í Sovétrikjunum kæmu til - - • í GREIN, sem James Peston skrifar í „New York Times“ síðastl. föstudag, segir hann, að Eisen- hower hafi hér ekki aðeins haft stúdenta eða þingmenn í huga, 'heldur menn, sem gegndu þýðing- armestu trúnaðarstörfum á stjórn- málasviðinu. Þessar upplýsingar Reston þykja mjög merkilegar, því að hann er talinn hafa öllu betri sambönd að tjaldabaki en nokkur annar blaðamaður í Washington. Bandarikjastjórn hugsar sér ekki, segir Reston, að gagnkvæm- ar heimsóknir áhrifamikilla stjórnm'álmanna komi í stað- inn fyrir fund æðstu manna, held- ur hjMpi þær til' að bæta samhúð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í framtíðinni. Hátfcsettur amerískur embættismaður hafi sagt nýlega, að I tilgangurinn með samningum jþeim, sem nýlega var gerður milli jríkjanna um gagnkvæmar heirn- 'sóknir, hafi ekki eingöngu verið sá að skiptast á bændum og verk- fræðingum, heldur að fá því til vegar komið, að hinir áhrifamestu menn Iandanna heimsæktu hvorir aðra og kynntu scr ástandið með eigin augum, enda myndi, slíkt vænlegast til að eyða misskitningi og greiða fyrir meiriháfctar ákvörð- unum. • -■■...«: RESTON segr, að það'hafi m. a. komið til athugunar í.þessú sam- bandi, að Nixon varaforseti heim- sæki Sovétríkin,- er hann fer í hina ráðgerðu ferð sina til Evrópu á þessu ári. Endanlega mun þetta 'þó ekki ákveðið enn, en athyglis- vert er, að þegar Rússar skiptu ný- lega um sendi'herra í Washington, var það eitt síðasta verk fráfarandi sendiherra að kveðja Nixon á skrif- stofu hans, og eitt fyrsta verk nýja sendiherrans að heimsækja Níxon. Það er mjög sjaldgæft að sendi- 'herrar heimsæki þannig varai'or- setann. Reston segir, að það hafi einnig 'komið til orða, að Fi’ed -A.-Seaton innanrikisráðherra og James P. Mitchell verkamálaráðherra færu í fer'ðalag til Sovétríkjanna. Þá 'segir liann, að það hafi kemið til orða að Anastas I. Mikojan, vara- forsætisráðheri’a Sovétríkjanna færi í heimsókn til Bandaríkjanna. Einnig mun hafa verið rætt eitt- i hvað um. Svernik, en hann er nú af mörgum tal- inn líklegastur eftinnaður Bulg- anins. Þetta er m. a. ráðið af því, að Svernik fær í kosningum þeim, sem bráðlega fara fram til þings Sovétríkjanna, þing'sæti það, sem Bulganin hafði áður í Moakvu, en Bulganin er Iátinn bjóða sig fram í Kákasus. ! Vafalítið er það, að yrði úr ferða- lögum þeim, sem hér ræðir um, gæti það orðið til þess að draga úr spennu og viðsjám milli Ba-nda- ríkjanna og Sovétrikjanna, þótt það*hljóti hins vegar að taka sinn tíma, að sambúð þessara aðalstór- veldanna komist í æskilegasta horf. 1 Þ. Þ. ’&AQgrorAN Fyrirspurnir til Bjarna BJARNI Benediktsson þarf vissulega aö koma með meiri og vlðtækari sannanir, ef hann ætlar að hreinsa sig af nazismamim, en þær sem haiin ber á borð í Reykjavík- urbrétfinn á .sunnudaginn. Hann játar, aö hafa byrj- aö atfsfcipti sin af stjórnmál um fljótlega eftir heimkom- una frá Berlín. Þessvegna væri gott, ef Bjarni vildi skýra nánar eftirfarandi breytingar, er urðu á starfs- háfctum Si álfstæðisflokks- ins um líkt leyti: 1. Hversvegna gerði Sjálf- stæðisflokkurinn bandalag viö nazista í bæjarstjórnar- kosningunum 1934, þegar Bjarni var frambjó'ðandi í fyrsta sinn? 2. Hvers vegna stofnaði Sjálfstæöisflokkurinn litlu síöar málfundafélög Sjálf- stæöisverkamanna eftir þýzkri fyrirmynd? 3. Hversvegna geröi Sjálf- stæðisflokkurinn ránfugls- merki aö flokksmerki sínu etftir þýzkri fyrirmynd? 4. Hversvegna byrjaði Sjáilfstæðisflokkurinn aö hafa sérstök hátíðahöld 1. maí eftir þýzkri fyrirmynd? 5. Hversvegna lagði Mbl. blessun sína yfir framferöi nazista 1 þinghúsbrunamál- inu og tók aö öllu leyti undir áróður þeirra í sambandi við það? Þessar spurningar geta ver margfalt fleiri, þótt hér veröi numiö staöar aö sinni. Staöreyndirnar sýna, að naz istavinnubrögð Sjálfstæð- isflokksins hefjast einmitt um líkt leyti og Bjarni ger- ist einn af forustumönnum hans, nýkominn heim frá Þýzkalandi. Til þess að af- sanna samhengiö þar á milli, þarf Bjarni vissulega aö færa sterkari rök en að hann kunni ekki aö dansa og aö hann hafi ekki viljað sjá af- töku f Berlín! Þessvegna veröur þess beöiö með for- vitni, hvernig hann svarar framangreindum spurning- um. ASgangur ókeypis. SÍÐUSTU DAGA hefir veður- blíðan verið með fádæmum mikil hér á Suðurnesjum svo engu er líkara en að vorið sé í nánd. Og þó segir almanakið oklkur að enn sé tími þangaö til græn nálin gægist upp úr snjónum o,g lömb in bregði á lleik millt þúfnakolla. Margir nutu góða veðursins með því að halda út úr bænum í átt til fjalia með skiði um öxl. En þeir eru þó alltof margir, sem enn hafa ekki lært að meta úti- veru og náttúrufegurð, ódýrustu þarf ekki að kaupa aðgöngumiða dýrum dómum fyrir það að horfa nautn sem menn eiga völ á. Það á fagran fjallahringvhiminbiáma og merlandi mjöll. í mesta lagi þarf maður að kaupa farmiða með Steindóri fyrir nokkrar krónur, þeir sem ekki eiga sjálf ir hjóilaganda tii að þeysa á burt úr drunga bæjarins til að njóta góða loftsins um eina helgi í faðmi fjallanna. Ýmis félög, ferða íélög og íþróttafélög stuðla að ferðalögum og eiga þakkir skilið fyrir að tengja manninn við nátt úruna. Yfirleitt eru margir menn sem ekki koma auga á hin- ar einföldustu nautnir lifsins vegna margs konar gervímiufria, sem ætið fyitgja borgarlegri menn ingu og þjóðfélagsháttum. Forn vísa íslenzk hijóðar á þessa leið: Ef að þín er lundin hrel'ld, þessum hlýddu orðum: Gakktu með sjó og silbtu við cld svo kvað völivan foiðúnt. Vikan notadrýgri til vinnu. Þeir, sem eyða öllum helgum við brennivínsdrykkju,' spii, dans og ofát ættu að hugleiða' þessi fornu spekiorð og athuga hvort þeir geti fundið til dýpri unáðar við þessar einföldu nautnir. Og má þá vera að mánudagurínu og vikan öll verði mörumm nöta- drýgri til vinnu og afkastá en elia. Apvetningur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.