Tíminn - 04.03.1958, Blaðsíða 8
8
Attræður: Þorsteinn H. Sveinsson Kjarval
Áttræður er í dag Þorsteinn H.
Sveinsson Kjarval. Hann er fædd
ur 4.marz 1878 á Efri-Ey í Meða'l
landi.
Fáir myndu geta trúað því að
að sá maður væri áttræður orðinn,
svio unglegur er hann. Hann er mik
ill ferðagarpur, fer næstum viku
lega í ferðalög um landið, þegar
verður og færi gefst. Ferðast ihann
um fjöll og firnindi, klifrar kletta,
gistir í fjallamannakofum eða tjöld
um á öræfum og uppi við jökulræt
ur.
Fer hann einnig oft í smærri
ferðir /hér um suðvesturland, geng
ur á fell og heiðar, á Snæfellsjö'k
ul, Esjuna -og víðar. Sýnir það að
hann er ennþá frár á fseti. Hann
var líka smali á unglingsárum sin
um og voru þar hamrahelti, fcletta
stallar o. fl. að glíma við. Fjöllin
gerðu hann framsækinn og eins og
hann segir sjálfur: „Áflog voru
mér á móti skapi, en áflog við
sjálfa náttúruna voru í senn lær-
dómsrík o,g nausynleg til þjiálfunar
huga og handa.“ Náttúran étti hug
hans allan. Hann stundar Iíika mik
ið sund. Var hann fyrstur þeirra
sem syntu á ísafirði í fyrsitu Norð
■urlandasundkeppninni, þá hátt á
sj'Ctugsaldri.
Þorsteinn Kjarval er skarpgáfað
ur maður og hefir fráhært minni.
Þó hann hafi ekki gengið skólaveg
inn, er hann, vel sjólfmenntaður,
ritíær vel og góður hagyrðingur.
í hverju méilefni sem ber á góma,
hefir hann oft í fórum sínum vísu
eða Ijóð á takteinum, ort af ein-
hiverju góðskáldinu. í ættartölu Jó-
hannesar Kjarvals, saminni af Sig-
fúsi Johnson, bæjarfógeta í Vest-
mannaeyjum, segir að margir
beztu og 'göfugustu menn landsins
iséu í þeirri ætt. Eru þar margir
gáfumenn, skáld og listamenn.
Ættartala þeirra er líka í ævisögu
Þorsteins Kjarvals, færð í letur af
■ Jóni G. Jónatanssyni raímagnsverk
fræðingi. Kom fyrri hlutinn af ævi
sögu hans út árið 1954, en seinni
Mutinn er ókominn og vona ég að
hans verði ekki langt að bíða. Það
er ein af áhrifaríkustu ævisögum
sem ég hef lesið. Hún lýsir á ó-
þreifanlegan hátt öllum lífsaðstæð
um þess tímatvils sem hún gerist á.
Sumir bræðra hans hafa orðið
þekktir menn, þó frægastur sé iist
málarinn Jóhannes Kjarval.
Þorsteinn Kjarval hefir verið
. mikill veiðimaður alla sína ævi.
, Hefir hann sjálfsagt erft hana af
föðurnum, sem að hans sögn var
afbragðsveiðimaður og þurfti oft
að sækja björg í bú úr láði og legi,
. til að bjarga búinu og barnahópn
um frá sárustu neyð. Þórsteinn
byrjaði á unglingsárunum að veiða
. silung hér í ám og vötnum. Um
tvítugs aldur fór hann á fisikiskip,
fyrst á árabát, og .síðar var hann
mörg ár á fiskikútterum á skútu
öldin, sem fiskimaður og stýrimað-
ur. Einnig nokikur ár á enskum tog
urum. Þess á milli veiddi hann lax
og fugla úx Lundey og Akurey og
seldi neytendum í Reykjavík.
Eftir að Eldeyjar Hjalti fyrstur
manna haifði numið Eldey, tók Þor
steinn hana á leigu i 4 ár. Ætlaði
að veiða þar súluunga, áður en
þeir yrðu fleygir. Einu sinni ó
þessum 4 árum varð komizt upp í
eyna og náðust þá um noikkur
hundruð ungar, en hinir voru
flbgnir. Heimurinn á ef íil vill að
þakka þessari brimasömu ey, að
súlan er ekki útdauð eins og geir
fuglinn.
Þorsteinn hefir alltaf verið nokk
uð einrænn. Hann hefir ekki
„bundio bag'ga sína sönru hnútum
og samferðamenn“. Eins og áð-
ur er sagt, var hann noifckur ár ó
enskum togurum. í landlegum í
Hull fór hann venjulega í göngu
ferðir út úr borginni, iðkaði sund
eða skoðaði sötfn o. fl. Þegar fé-
lagar 'hans og landar, sem þá voru
margir á enskum togururrí
skemmtu sér á bjórstofum og öðr
um gleðistöðum. Þá urðu
margir þeirra þurfandi fyrir fé,
þegar lifnaður þeirra hafði komið
þeim í vandræði, og sneru því
margir til Þorsteins um lán, svo að
pyngja hans léttist talsvert og
sjaldan varð vart endurgreiðslu.
Um 1925 fluttrst Þorsteinn Kjar
vel vestur að Skutulsfirði. Reisti
hann bú undir Kirkjubólshlíðum
gegnt ísafjarðarkaupstað. Kallaði
hann bæinn Kjarvalsstaði og stund
aði þar landbúnað; en þó mest
veiðar. Kom oft suður til Reykja-
víkur með veiðina og seldi hana
þar.
Árið 1951 fluttist hann aifarinn
til Reykjavíkur, og var sá fyrsti
sem settist að í Hrafnistu ásamt
konu sinni Ingibjörgu. Svo vona ég
að þú eigir eftir að klífa mörg
fjöll og synda ála áður en æviskeið
þitt er á enda runnið. Með kærri
kveðju. Eym.
Brú yfir BorgarfjörS
(Framhald af 7. síðul.
ness og Akraness myndi, .þegar
hrúin væri komin, aðeins taka 30
—40 mín. Það er mjög líklegt,
að samstarf þessara kaupstaða geti
orðið náið, bæði við uppbyggingu
þeirra svo og í atvinnumálum. -—
Borgnesingar sækja neyzluvatn
isitt suður fyrir Rorgarfjörð. Vatns
ieiðsla þeirra liggur á botni Borg
arfjarðar, og þótt þetta hafi tekizt
í hálfan annan áratug án stór-
feRdra óhappa, er hinu ekki að
neita, að þessu fylgir veruleg á-
hætta, sem er óhyggjuefni í vax-
andi kauptúni, ef bilun kæmi fram
á vatnslaiðslunni að vetrarlagi eins
og fyrir hefir komið, og ísalög
hömluðu viðgerð. Þegar um er að
ræða eitt af frumskilyrðum manna
svo sem neyzluvatnið er, þá ber
að koma í veg fyrir allar truflanir,
svo sem kostur er. Það væri Borg
mesingum míkils virði, ef hægt
væri að sameina þetta tvennt, betri
samgöngur og meira öryggi um
neyzluvatn, en sú sameining feng-
ist með brúnnni. Þá fná benda á
það, að ekki getur liðið langur
tími, þar til endurnýja þarf brúna
á Hvítá hjá Ferjukoti, vegna þess
að bifreiðar verða stærri en breidd
hennar leyfir. Þegar að því kemur
að það verk þarf að leysa, er mikil
mauðsyn, að rannsókn sú, sem hér ■
or ráðgerð, liggi fyrir, svo að hægt
verði að meta, hvort ekki er ráð-
legra að brúa Borgarfjörð, eins
og hér er rætt um, en að endur-
nýja brúna hjá Ferjukoti Ef ’til vill
má gera ráð fyrir þvi, að nokkurt
frjósamt land mundi koma upp
meðlfram Hvitá við þessa aðgerð-
Framfaramál, sem
nauðsynlegt er að afhuga
Hér að framan hefir verið gerð
nokkur grein fyrir því, sem mælir
með því að framkvæma þessa
brúargerð. Hinu er ekki að nería,
að hér er um mikið mannvirki að
ræða. Vegalengdin er 1,8—2 km.
landa á milli. Aftur á móti er efni
sem nota þarf til að þrengja fjörð
inn, nærtækt í Hafnarfjalli og
vegalengd að firðinum stutt. Það
er Ijóst, að kostnaður við þetta
mannvirki er mikill og verkinu
verður ekki komið í framkvæmd
nema með lánsfé. Hins vegar virð
ist ekki úr vegi að láta sér koma
til hugar, að gjald verði tekið af
þeim ökutækjum, sem um brúna
fara, og á þann hátt mætti endur-
greiða einhvern hluta kostnaðar-
ins. Ljóst er svo hitt, að mikið
mundi sparast í brennsluefni og
hjóibarðasliti þeirra fjölmörgu
bifreiða, sem um brúna fara, auk
verðmæts tíma. Hér er um að
ræða, a.mk. fyrir allt Vesturland
og jafnvel fleiri, mikið hagsmuna
miál, sem nauðsyn ber að verði at-
hugað af kostgæfni og gerbygli
!og að engu hrasað.
T í M I N N, þriðjudaginn 4. marz 1958.
Á víðavangi
(Framhald af 7. síðu).
segja, að fylgistap Alþýðuflokks-
ins getur tæplega talizt mikið
leyndarmál, efóir að öll blöð
landsins hafa frá því skýrt og
formaður flokksins lýst því í út-
varpi umbúðalaust. Hitt er svo j
annað mál, að Sjálfstæðisflokk-1
urinn steig mjög í vænginn við ■
Alþýðuflokkinn og svolitill von-1
arneisti hafði kviknað í brjósti i
hans um völd á ný, eða að
minnsta kosti stjórnarslit, sem I
Sjálfstæðisflokkurinn þráir mest
af ÖIlu. Sjálfstæðisfl. og blöð j
hans gerðust auðvitað sjálfboða j
liði í því að reyna að spilla sam
starfi vinstri flokkanna og vildi j
gera sér fótfestu í ummælum j
Dags um kosningarnar.
Með því að rangfæra og slíta
uinmæli úr samhengi, rang-!
herma þau og endurprenta þau
þannig nógu oft, átti að rnega!
tylla tá á nýjar vonir. Þeim j
fannst þetta lífsnauðsynlegt j
vegna flokksstjórnarfundar Al- j
þýðuflokksins, sem síóð fyrir dyr-
um. Sá fundur samþykkti ein-
róma traust á stefnu ríkisstjórn-
arinnar og birti hana opinber-l
lega. Sá, sem bjó til fótfestuna1;
af óskhyggjunni einni saman,
missti fótanna og fékk byltu. —
Morgunblaðið hefir nú týnt á-
liuga sínum fyrir flokkss'íjórnar- j
fundi Alþýðuflakksins og hefir;
tæpast á hann minnzt. ,,Þar með
er draumurinn búinn“.
Um síðara atriðið, umsögn
Dags um Alþýðubandalagið, var
þess óskað þar, að það losaði
sig við kommúnistakjarnann og
yrði ábyrgur verkalýðsflokkur.
Skulu þau ummæli fúslega end-
urtekin, hvort sem þau verða til-
efní að nýju gosi eða ekki.
Þá er ekki úr vegi að minn-
ast örlítið á Óþerrisholu Sjálf-
stæðisflokksins hér á Akureyri.
Hún samanstendur af blaði
flokksins hér á staðnum og einn
lg fréttaritara Morgunblaðsins,
sem vegna háttsemi sinnar ætti
raunar að vera „stikkfrí" í sóma
samlegum ummælum.
Hinar fúlu gufur Óþerrishol-
unnar þóttu gefa vísbendingu um
veðráttuna. Því er ekki til að
dreifa hjá flokksblaði íhaldsins
á Akureyri. Að visu rýkur öðru
hvoru, en aldrei fyrr en nokkru
eftir gos í höjuðstoðvunum. Jafn
vel Óþerrisholan bregzt hlut-
verki sínu.
I Jörð óskast
Hefi kaupanda að jör'ð austan fjalis. |
Áhöfn og véiar mættu fylgja. |
= ' 5
| SALA OG SAMNINGAR, |
Laugavegi 29. — Sími 16916. I
= 1
«UlliIIIIIIIIIilIiIll!lllllllIIII!IIIIIillillillIIIIIIillllIIIIIIIIIIIIIll!IIII||IIIIIIlllimimillllIIIII!IIIIIIIII!IiliIlllIIIill!illl!IH
Sz —j
| Að gefnu íilefoi |
skal á það bent, að óheimilt er að reisa býggingar 1
á sumarbústaðaiandi bæjarins án leyfis bygginga- =
1 nefndar. =
I Reykjavík, 1. marz 1958. §
| Byggingafulltrúi.
uiiiimiiiiiiimmiiiiimiiiiiiiiimmiiimiiiMiiiiMiiiiiimniiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimjiuiiiiiiiiiimS
s 'É
| Auglýsing |
um mjólkurflutninga á Snæfellsnesi
= =
Tilboð óskast í mjólkur- og vöruflutninga úr Stað- I
arsveit, Miklaholtshreppi og Eyjahreppi til Borgar- I
ness frá 1. maí n. k.
Tilboðum sé skilað til Eiðs Sigurðssonar, oddvita, 1
I Lækjarmóti, fyrir 20. marz n. k.
Símstöð: Hjarðarfell.
iáininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍR
!lllllllllllMIIIIIIIIIIMIIIIII!lllinil!lllllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIIHIIIIIimilllll!llllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Við undirritaíir, sem höfum statúð að verzluninni Val-
björk h/f, Laugavegi 99, höfum lagt þá verzlun niíSur, en hún
verður aftur opnutf aí Laugavegi 133 undir nafninu Oftdvegi h/f.
VitS fietta tækifæri viljum viÖ þakka okkar mörgu vi^skiptamönn-
um fyrir ánægjuleg viðskipti og bendum þeim á a$ framvegis geti
þeir snúiS sér til hins nýja fyrirtækis, sem tekið hefir asér a‘ð
afgreKa Jiær pantanir, sem fyrirliggja.
Baldur OuHmundsscrt
fh. Valbjarkar h.f
dóhamt Ingitttarsscn.
Opnum nýja húsgagnaverzlun
í dag á Laugavegi 133 undir nafninu ÖNÐVEGI h/f. Höfum þar
á botSstólum allar tegundir húsgagna í giæsilegum húsakynnum.
Aðalsöluumboð fyrir Valbjörk h/f, Akureyri.
Bafdttr Guómundsson Jón Hallur.