Tíminn - 06.03.1958, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 6. nnare' 1958.
Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323.
Prentsmiðjan Edda li.f.
Furðuleg árás Þjóðviljans
á Vilhjálm Þór
í TILEFNI af því, að
fyrstu ársreikningar seðla-
bankans voru undirritaðir í
fyimdag, hafði bankinn boð
fyrir ráðherra, bankastjóra
og bankaráðsmenn. Við það
tækifæri flutti Vilhjálmur
Þór aðalbankastjóri ræðu,
þar sem hann m.a. rakti fjár
málaþróun seinustu ára á
mjög glöggan hátt og dró
saman áð lokum nokkrar
megiimiðurstöður. Þessar
niðurstöður eru:
„í FYRSTA lagi er nauð-
synlegt að leiðrétta með ein-
hverjum hætti það misræmi,
sem nú er á milli verðlags
á ísliandi og í öðrum lönd-
um, svo aö hægt sé að af-
'nema styi’kj akerfið og korna
atvinnuvegum landsins á
heilbrigðan grundvöll. Verð-
lagsmisræmið skapar einnig
stóraukna eftirspurn eftir er
lendnim gjaldeyri og á þann-
íg sinn þátt í vaxandi gjald-
eyrisörðugleikum.
í öðru lagi er nauðsynlegt
að endurskoða fjármála- og
f j árf est inga r ste f n u ríkis-
sjóðs og opinberra aðila. Það
er nauðsyniegt, að aftur
verði upp tekinn hallalaus
ríkisrekstur, það er einnig
nauðsynlegt, að komið sé í
veg fyrir, að sú saga endur-
taki sig í mörg ár, að ráðizt
sé í mikilýæg-ar framkvæmd-
ir, áður en fjármagn er
tryggt til þeirra, en afleið-
ing þess hefir orðið, að geysi-
legt fjármagn hefir festst
um lengri eða skemmri tíma
í 'hálfgerðum framkvæmd-
ura, en jafnframt hefir verið
reynt að forðast enn meira
tjón á því sviði með lán-
tökum eða jafnvel með pen-
ingaþenslu.
í þriðja lagi verður að leita
Ieiða til að auka sparnaðar-
viðleitni almennings, til
þess að meira fjáiimagn
myndist í þj óðfélaginu á heil
brigðan hátt, bæði til að
standa undir rekstrarfjár-
þörf atvinnuveganna og til
að standa straum að veru-
legum hluta af fjármagns-
þörf rikisins og opinberra að-
iia vegna nauðsynlegra fram
kvæmda. Vænlegasta leiöin
í þessu efni og sem reynzt
hefir vel í löndum, sem hafa
átt við svipuð vandamál að
etjia og íslendingar, er verð
trygging sparisjóðsinn-
stæðna og útgáfa tiltölulega
stuttra ríkisskuldabréfa með
verðtryggingu, sem annað
hvort gæti miðast við vísi-
töiu, við gulltryggingu eða
við verðTag ákveðinna vöru-
tegunda."
ÞESSAR niðurstöður Vil-
hjálms Þór hafa orðið Þjóð-
viljanum tilefni til sérstakr-
ar árásar á hann og læzt
blaðið þar tala í nafni ríkis-
stjómarinnar og verkalýðs-
ins. Þaö er því óhjákvæmi-
legt að leiðrétta þau skrif
þess.
ERLENT YFIRLI7
Kvennaglíman í Kelvingrove
Urslit aukakosningarinnar fiar getur haít mikil áhrií á brezk stjórnmál
Stefna ríkisstjómarinnar
er sú, aö tryggja næga at-
vinnu og framfarir. AÖ sjálf
sögðu greinir menn nokkuð
á um það, hvaöa leiðir séu
vænlegastar að því marki. í
áramótaræðu forsætisráð-
herra kom það glöggt fram,
að hann taldi óbreytta
styrkjastefnu óheppilega og
voru niðurstöður hans mjög
svipaöar og Vilhjálms Þór.
Sama kemur einnig fram í
nýloknum ályktunum aðal-
fundar Framsóknarflokks-
ins og þetta kom einnig fram
í ályktun flokksstjórnar-
fundar Alþýðuflokksins. Það.
er þvl ljóst, að meirihluti
ríkisstj órnarinnar er svipaðr
ar skoðunar og Vilhjálm-
ur Þór varðandi þessi mál.
Um afstöðu verkalýðsins
er það að segja, að kosning-
ar, sem fram hafa farið í
verkalýðsfélögmium að und-
anförnu, benda ekki til þess
að styrkjastefnan eigi þar
fylgi að fagna. Úrslit þeirra
verða ekki talin hagstæð fyr
ir þá, sem eindregnast halda
fram óbreyttri styrkjastefnu.
ÞAÐ MÁ vera öllum Ijóst,
að útflutningsframleiðslan,
sem atvinnulífið byggist svo
mikið á, getur ekki þrifist,
ef mikill verðmunur er hér
og erlendis henni í óhag. Úr
þessu hefir verið reynt að
bæta síðan 1951 með vax-
andi uppbótum, sem fjár
hefir verið aflað til með á-
lögum á þær vörur, sem koma
lítið inn í framfærsluvísitöl-
una. Að sjálfsögðu er þetta
ekkert annað en óbein geng-
islækkun.
Því er hins vegar ekki að
neita, að styrkjastefnan get-
ur átt fullan rétt á sér að
vissu marki, en er lífca jafn
hættuleg atvinnuvegunum
og launafóliki, ef henni er
beitt úr hófi fram.
Svo langt er nú komið á
þessari styrkjabraut, áð hún
er ófær lengur, nema tekinn
sé upp stórum víötækari '
tekjuöflun en áður. Dómur
allra hagfróðra manna er
lika sá, að hún sér oröin
háskasamleg í óbreyttu
formi m. a. meö tilliti til
nýr-ra atvinnugreina. Hér
gildir því að finna ný úr-
ræði og nýjar leiðir, sem væn
legastar eru til að tryggja
næga atvinnu og framfarir,
en afstýra stöðvun og at-
vinnuleysi. Árás eins og sú,
sem Þjóðviljinn gerir á Vil-
hjálm Þór í gær, bætir sann
arlega ekki fyrir lausn máls-
ins.
Þeirri fjarstæðu þarf ekki
að svara, að Vilhjálmur Þór
hafi ekki málfrelsi vegna
þess að hann sé bankastjóri
seölabankans. Hvarvetna
annars staðar er það einmitt
talin skylda manna í svip-
uðum störfum að veita al-
menningi og stjórnarvöldum
upplýsingar og leiðbeining-
ar um efnahagsmálin.
ÚRSLIT auka'kosningar þeirrar,
sem nýl'ega fór fram i Rochdale
í Brctlandi, vöktu mikla athygli
vegna hins stórtfelda ósigurs
istjórnarflokksirrs. Ef úrslit fleiri
aukakosninga í Brellandi verða á
þennan veg, mun það mjög veikja
aðstöðu stjórnarinnar og jafnvei
geta leitt til almennra þingkosn
inga áður en kjörtímahilið er á
enda.
Af þessum ástæðum beinist. at
hygli manna í Bretlandi nú mjög
að einu af kjördæmum G-Jasgow
borgar, Kelvingrove, en þar fei
fram aukakosning 13. þ.m. Auka
kosning þessi orsaikast af þ.í, að
þingmaður kjördæmisins, Sii
Walter Elliot, lézt fyrir skömmu
Það vekur aukna athygli á auka
kosningunni í Kelvingrove, að
lengstum hefh- munað litlu á fylg;
aðalflokkanna þar. í seinustu ltosn
ingum var munurinn tæp 3000
atkvæði.
HINN nýlátni þingmaður kjör-
dæmisins, Sir Walter Eliot, var
þingmaður þess samfleytt frá 1924
til 1945 og aftur fná 1950. Hann
var maður mikilhæfur og gegndi
ýmsum ráðherrastörfum á árun-
um 1932—1940, en vék þá úr ráð-
herrasessi vegna- þ-css, að hann
'hafði verið mikill fylgismaður
Nevelle Camberlains og átti því
ekki upp á pallborðið hjá Chur-
chili. í þingkoisningunum 1945
féll hann með 88 atkvæða mun,
en vann svo kjördæmið aftur 1950
með 1224 ákv. mun. í kosningun-
um 1951 hélt hann kjördæminu
með 1431 atkv. mun og 1955 með
2888 atkv. mun. Hér er átt við
atkvæðamun hans og þess fram-
bjóðenda, sem fékk næst flest at-
kvæði, er jafnan hefir verið fram
bjóðandi Verkamannafl. í seinustu
þingkosningum voru frambjóðend
ur aðeins tveir, en oft hafa þeir
verið fleiri og var Elliot þá stund-
um kjörinn, þótt hann hefði haft
minnihluta atkvæða að baki sér.
Talið er, að Elliot hafi átt veru
legt persónulegt fylgi í kjördæm-
inu og því vafasamt, að hann hefði
haldið því, ef hann hefði þurft
að styðjast við flokksfylgið ein-
samalt. Þetta gerir úrslitin að sjálf
sögðu tvísýn nú.
Álit það, sem Walter Eliot naut,
má nokkuð dærna af því, að á
árinu 1933—’36 var hann rektor
háskólans í Aberdeen, en síðan
1947 liefir hann vcrið rektor há-
skólans í Glasgow. Þar hefir ný-
lega verið kjörinn eftirmaður hans
Richard Butler varaforsætisráð-
herra.
ÍHALDSMENN hafa nýlega val
ið ekkju Walters Elliots til þess
að verða frambjóðenda sinn í
Kelvingrove. Hún er komin af
þekktum ættum, hefir lengi tekið
þátt í opinberum málum og gengt
ýmsum trúnaðarstörfum í lands-
smatökum íhaldsmanna. Þrjú síð-
ustu árin hefir hún verið ein af'
aðalfulltrúum Breta á þingi S.Þ.
og látið þar allmikið til sin taka
i fólagsmálanefnd þingsins. Hún
er mjög vel kunn í Kel'vingrove,
því að hún aðstoðaði mann sinn
oft í kosningum þar. Síðan ákveðið
var að hún yrði frambjóðandi
íhaldsfilokksins í Kelvingrove, hef
ir hún leitazt við að ná persónu-
legu sambandi við sem fiesta kjós-
endur þar og mut. heimsótt fjöl-
margar húsmaeður.
Venkamannaflokkurinn hefir nú
valið frambjóðenda sinn og varð
kona fyrir valinu, frú Mary Mc
Alister, sem hefir um nokkurt
skeið verið bæjarfulltrúi í Glas-
gow og hefir getið sér gott orð
fyrir framgöngu sína í félagsmál-
um. Hún hefir í kosningabarátt-
unni einkiun látið innanlandsmál
til sín taka og m.a. deilt á ríkis-
stjórnina yrir stefnu hcnnar í
húsnæðismáliun og verðlagsmál-
um. Alveg sérstaklega hefir hún
deilt á riikisstj'öí/aina fyrir að
leyfa hækkun húsaleigunnar.
MaSnrlnn á miSri myndinni er Macmillan forsætisráSherra Breta. ÞaS
skiptir miklu fyrir hann, aS flokkur hans hatdi velli i Kelvingrove.
FRJALSLYNDI flokkurinn hef
ir ekki frambjóðanda; í Kelvin-
grove, enda hefir hann ekki haft
feljandi fylgi þar um langt skeið.
Sennilegt þykir, að fylgismenn
hans muni kiósa frú Elliot, því að
ýmsir ættmenn hennar hafa verið
áhrifamenn í Frjálslynda flokkn-
um. Verkamannaflokknum kemur
það því áreiðanlega verr, að Frjáls
lyndir skuli ekki bjóöa fram.
Það kemur þeim þó enn verr, að
Óháði verkamannaflokkurinn, sem
nokkuð bar á fyrir síðari styrjöld
ina, en talinn hefir verið liðinn
undir lok, hefir ákveðið að bjóða
fram í Kelvingrove. Frambjóðandi
hans er kennari, William Park
að nafni. Allt það fylgi, sem hann
kann að fá, cr beinn frádráttur
frá Verkamannaflokknum.
Þá getur það veikt aðstöðu
Verkamannaflokksins nokkuð, að
nokkur ágreiningur hefir risið
upp í honivm Vegna afstoðunnar
til kjarnorkuvopna. litið brot
í flokknum hefir risið upp geg:i
þeirri stefnu, sem var mörkuð á
flokksþinginu í haust. , íFIokks-
stjórnin hefir tekið fast I taum
ana og virðist horfur á, að klofn
ingsmenn láti því tindan síga,
þrátt fyrir það'getur 'þessi fclofn-
ingur veikt flokkinn eitthvað og
fælt óh'áða kjóseridur fná hon-
um.
EF íhaldsflokkurinn i-heldur
þingsætinu í Kelvingrove^ mun
stjórnin telja það sigur fyrir sig
og stefnu sína. Fari hiris .vegar
svo, að flokkurinn missi. þingsæt
ið, er það nýr ósigur ‘fýrií stjórn
ina og mun ýta undir þá trú, að
henni verði efcki fært að sitja
kjörtimabilið til enda. Þess vegna
er eðlilegt, að aukakosnirigin í
Kelvingrove sé veitt veruleg at-
bygli. Þ.Þ.
g'AÐSroMAtg
Afgreiðsla innflutnings-
og gjaldeyrisleyfa,
K. J. skrifar: „Þrír þingmenn
hafa lagt til’ að rikisstjórninni
verði heimilað að koma upp af-
greiðslu fyrir innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi utan Reykjaví’kur.
Þetta mál vekur mikla athygli úti
um land, mun meiri athygli en
það vekur í Reykjavík, ef marka
má dagblöðin. Þau segja fátt um
þetta frumvarp. En með því væri
réltlætismáli hrundið úleiðis. Ao-
staða almennings gagnvart gjald-
eyrisyfirvöidunum er rnjög n:is-
jöfn, allt eftir því, hvar menn
búa. í Reykjavik er auðvelt að
hafa dagieat samband við þau
yfirvöld, úu unt land er það erf-
itt. Simtöl ná aldrei sama tilgangi
og persónuleg samtöl, bréfaskrift
ir hafa takmarkað gildi á fslandi.
Það er nefnilega landlægur ósið-
ur hér á landi að svara ekki bréf
um fyrr en seint og siðar nteir,
ef þeim er þá uobkurn tíma svar-
að.
Það væri eðlilegt að gjaldeyris-
yfirvöldin hefði umboðsskriístofu
í öðrum landsfjórðungum. Með
þeim hætti væri stefnt að því að
jafna aðstöðuna og auka réttlæt-
iö. Vonandi er, að frumvarp þre-
menninganna á Aiþingi verði vel
tekið.
í framhaldi af þessu æbti að at-
huga ,hvort fleiri stofnanir rikis-
ins eigi ekki að bæta fyrirgreiðsl-
una úti um landið, t. d. húsnæðis
málastjórn. Það er mjög erfitt fyr
ir fólk að þurfa að sæíkja alla fyr-
irgreiðslu hennar til Reykjavíkur,
og ekki sanngjarnt. Umboðsntenn
í fjórðungunom gætu þar bætt úr
skák. K. J.“
Hr kunnáttu í um-
ferðarreglum áfátt. ,
BÍLSTJÓRI sendir þennan
pistil: „Er kunnáttu þorra manija
í umferðarregium áfátt? Þessi
spurning vaknar ef menn veita
umferðinni athygli.- Það I er al-
gengt að sjá umferðareglur þver-
brotnar, en enginn skiptir sér af
því. .Eg skai taka dæmi. I-Ii ing-
braut er aðalbraut og greinilega
merkt sem slík. Bílstjórar al:a
rakleitt út á hana frá vinstri, þótt
annar bíil sé þcgar kominn út á
hana og t. d. staddur á milli
brautanna og að því kómin’n að
beygja inn á vinstri akbraut. En
bíllinn, sem er utan aðalbrautar-
innar fer inn á hana eins og hann
eigi réttinn af því að hann kem-
ur frá vinstri. Ég tel að umferða-
merkið ,jst.anz, aðalbraut" ráði
þarna og bíilhm á aðalbrautinni
eigi skilyrðislaust réttinn. Eg hefi
séð leigubilstjóra taka sér rétt-
inn með þessum hætti og kann
því sérstáklega illa." Lýkiur þár
pistlinum í dag. Finnur.