Tíminn - 16.03.1958, Page 6

Tíminn - 16.03.1958, Page 6
6 T131INN, sunnudaginn 16, marz 1958» Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (riitstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðsiusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. —-— ----------------------------------------------— ---------------- Frákast kennisetninganna SÚ SAGA er sögð um prófessor nokkurn í París, að hann hafi lagt sömu spuminguna fyrir nemend- ur sína við próf ár eftir ár. Þegar að þessu var fundið og spurt, hvort nemendur kynnu ekki svörin nú orðið utanað, svaraði hann, að því færi fjarri. Spurnmgarn- ar eru þær sömu og í fyrra, en svörin hafa breytzt sagði prófessorinn. Þannig er þró- unin á öld hraða og kjarn- orku. Það, sem var talið gott og gilt svar og fullnægjandi skýring fyrir fáum árum, er alrangt í dag. Hér er ekki eimmgis um að ræða vísinda niðurstöður heldur llfca hug- myndir um þjóðfélagsmál. Um þessar mundir er stjórn Repúblikana í Bandarikjun- um að hefja opinberar fram kvæmdir í stórum stíl til að draga úr atvinnuleysi. Síðast þegar Repúblikanar voru við völd, var það trú þeirra að lögmál viðskiptalífsins mundu eyða atvinnuleysi og vandræðum af sjáifu sér. — Stjómin hélt að sér höndum og kreppan skall með fuilum þunga á almenningi. Þannig hefir viðhorfið breytzt bar. f hinum kommúnistíska heimi hefir líka orðið mikil breyting. Bókstafstrúin hef- ir efcki staðizt Jífsreynsluna. Rás fcímans hefir breytt kenn ingunum. Það er dáiítið dæmi um breytt viðhorf, að Halldór Laxness lýsir kommúnisma nú sem 19. ald ar kreddu, vaxinni upp úr brezku iðnbyltingunni, færðri í letur af þýzkum Gyð ingi, sem var búsettm- í Lond on. í fróðlegri grein, sem skáldið ritar í danska blaðið Politiken nú 11. marz, lætur hann uppi þá skoðun, aö marxismi hafi mikið aðdrátt arafl sem kenning á bók, en svo fjúki af honum skraut- fjað'rirnar þegar ríkisvaldið fer að framkvæma hann sem rétttrúnaðarkerfi. Játningar festi við slíkar aðstæður leið ir beint til einræðistrúar. Slífc skilgreining á kreddu- vísmdum marxismans úr þessari átt hefði þótt saga til næsta bæjar hér á landi fyrir nokkrum árum. En þannig breytast svörin þeg- ar fcíminn líður. Kennisetn- ingakerfi, vaxið upp úr jarð vegi iðnbyltingar i Bretlandi á 19. öld, leysir aúðvitað ekki vandamál fólksins á ofan- verðri 20. öld. Þeir, sem sner- ust til marxistískar trúar af lesfcri fræðibóka fyrir mörg- um árum, standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að fragðikerfið dugar ekki; svör in eru ekki þau sem bókin segir, held'ur skráir lífið og reynslan og ný vísindi allt aðra útkomu. 'ÞAÐ ER staðreynd, að í hinum frjálsa heimi, þar sem skoðanir fá að mótast, án bess að ríkisvaldið búi þeim ákveðinn farveg, hefir fólkið smátt og smá.tt fjar- lægst Kennisetningarnar til hægri og vinstri. Hin skefja- lausa samkeppni einstakl- inganna, án tillits til heildar innar, á sér nú formælend- ur fáa. Leiðsaga ríkisvalds- ins í efnahagsmálum er ekki lengur talin goðgá né sósíal- istísk kredda eins og dæmin í Bandaríkjunum sanna nú. En á hinu leitinu er ekki talið sjálfsagt að felia at- hafnir manna inn í kenn- ingakerfi sósíalista þár sem áhangendur sósíalisma fara þó með völd. í kommúnist- ískum rikjum er fráhvarf frá algerum ríkisrekstri, en í löndum lýðræðisjafnaðar- manna er ásfcundúð sam- vinna við einkaframtakið og frjáls samtök. Framfcvæmd kennisetninganna, eins og þær voru settar fram upp- haflega, er raunar ails efcki lengur á dagskrá. ÞESSI þróun er uppörvandi fyrir aillt frjáishuga fólk. Hún eykur bjartsýni um batnandi heim. Engir gleðj- ast meira yfir henni en sam vinnumenn. Frákast kenni- setningannia er líklegt til þess að beina æ fleira fólki á hina þriðju leið í þjóð- félagsmálum, leið samvinnu og bræðralags. Samvinnu- huersjónin vill efla athafna- frelsi einstaklinganna og tryggja aðstöðu þeirra til að njóta verka sinna. Uppsker- an á að vera eins og til hennar er sáð, en ekki á kostnað náungans eða heild arimiar. Þrátt fyrir mörg vixlspor á liðnum árum þok- ast í þessa átt hér í okkar þjóðfélagi. Þar gætir mjög áhrifa Framsóknarfiokksins og samvinnustefnunnar. En sumar verstu torfærurnar, sem nú eru á vegi þjóðfélags ins, mundu löngu að baki ef hugsjón samvinnunnar hefði verið enn öflugri og ýmis vandamál framleiöslunnar við sjóinn hefðu verið leyst með svipuðum hætti og bændur hafa leyst sín sam- búðarmál. Þetta sjá og viður kenna sífellt fleiri lands- menn. En hægar hefir geng ið að þoka málum áieiðis en efni standa til, vegna þess að dagleg úrlausnarefni at- vinnugreinar, sem er í vanda stödd, torveMa að ný stefna sem erfiði kostar, sé skýrt mörkuð. Leiðin sú er þá fal- in á bafc viö hið gráa grjót dvrtíöarmála og annarra hversdagslegra viðfangs- efna. SPURNINGARNAR blasa við augum allra landsmanna eins og nemenda á prófi í skóla. Margir, sem héldu að kennisetningin væri svarið, sjá nú, að svo er ekki. Þeir leita nýrra úrræða. Á slík- um tímamótum er ástæða tii þess fyrir samvinnumenn að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Þróunin styöur þeirra lifsskoðun. Blökkumenn í Bandaríkjunum taldir eiga betri ævi nú en nokkru sinni fyrr Sko'ðanakönnun sýnir, að þetta álit er almennt og útbreytt í mörgum löndum S. I. haust fluttu heims- d. voru ökki nema 6% imanna með blöðin ýtarlegar fréttir af at- barnaskólamenntun sem vissu um 7 ö akvarðamr 'hæstarettar og 1 oðr burðum þeim, er gerðust í um löndum fór tala þeirra ekki yf Little Rock, sem urðu sakir (Úndantekning í Noregi: 44% manna sem emgongu hofðu þess að Faubus fylkisstjóri barnaskólamenntun höfðu heyrt beitti sér gegn friðsamlegri ura ákvarðanir hsestaréttar). sambúð hvítra manna og þel dökkra. er dæmigerð fyrir þessa skiptingu: „Álítið þér að hlutur blökkumanna í Bandaríkjunum ha:fi versnað síð Harmleikur þessi yfirskyggði ail ar fyrri lákvarðanir hæstaréttar tU að koma á friðsamlegri sambúð kynþáttanna að fólk um víða ver öld lilaut að trúa því að hlutur blökkumanna í Bandarikjunum færi sí versnandi. Staðreyndirnar sanna aftur á móti að í 11 af 12 löndum þar sem skoðanakönnun fór fram í Evrópu Suður-Ameríku, og Austurlöndum voru stórir hópar tmanna, alit frá 30% til 60% seíf álitu að blökíku menn eigi við betri kjör að búa nú en fyrr. Norðmenn sannfærðastir. Norðmenn eru sú þjóð sem sann færðust er um batnandi kjör blökkumanna en ef til viil er það þó enn athyglisverðara að tii tölulega tnikill huti Indverja á- ítur að blökkumenn í Bandaríkj unum hafi bætt kjör sin að miikl um mun. Fátt fólk utan Frakklands trúir því að réttur blökkumanna hafi rýrnað á síðari árnm. Þó voru stór ir hópar í Brazilíu og Belgíu allt að því helmingur sem ekki lét uppi neina skoðun á málinu. Alheimsskoðanakönnin spurði einnig sama fólk hvaða vitneskju það hefði um ákvarðanir hæstarétt ar um réttindi blökkumanna, „Vitið þér til þess að hæstirétt ur Bandaríkjanna hafi tekið nokkra ákvörðun varðandi kyn- þáttavandamálið og ef svo er, vit ið þér hvers eðlils þessi ákvörðun var?“ Vita þa3 er gerst heflr Vlta ekki % % Noregur . . 52 48 Kanada . . .... 39 61 Bretiand . . 39 61 Indland . . 38 62 Þýzkaland . 36 64 Ítalía .... 33 67 Mexíkó . . . • « . • • 31 69 Austurríki . ...... 30 70 Brazilía . . . . • » 23 77 Japan . . . 17 83 Belgía .... 15 85 Vissu ekki úrskurð hæstaréttar. Norðmenn vissu manna mest um úrskurði hæstaréttar. Þar vissi 'helmingur spurðra um nýleg an úrskurð þar sem stefnt var að fulikominni samMð hvítra manna og þeldökkra. í flestum hinna land anna var hundraðstala þeirra sem vissu um þetta efni 30—40 nema í Belgíu, Brasilíu og Japan þar sem 80% manna höfðu ekki minnstu hugmynd um þessa úr- skurði. En þeir sem á annað borð vissu um viðleitni hæstaréttar til að koma á jafnrétti kynþáttana í skólum, voru fremur á því að kjör blökkumanna færu batnandi. Menntamenn vita betur. Skólaganga spurðra virtist mun meiri meðal þeirra sem vissu um ákvarðanir hæstaréttar og þess- vegna eru menntamenn líklegri til að halda því fram að réttindi blökkumanna hafi aukizt. í hverju landi var helmingur há- skólamenntaðra, í Noregi 00%, manna sem vitneskju höí'ðu um ákvarðanir hæstaréttar í mannrétt indamálum blökkumanna. Þar á móti hafa flestir s©m ekki hafa lok ið nema barnaskólaprófi enga hug mynd um þetta efm. í Belgíu t. 31enntamenn sjá framfarir. Á sama hátt voru háskólamennt aðir menn í öillum löndum nema Fraklandi og Japan líklegir til að álíta að blökkumenn í Bandaríkj unum væru á góðum vegi með að öðlast aukin mannréttindi í fram kvæmd, en þeir sem eingöngu létu í Ijóis " ”im bo+i'j at- aöfffu notið barnasfcólamenntunar létu í ljos nicii. vaxa uaxi |Jcu.a at- riði. Niðurstaðan frá Austurríki ustu ár eða staðið í stað?“ Barnaskóla- menntun s § 11 O E Háskóla- menntun % % % Batnandi 23 43 58 Versnandi 5 8 7 Við sama 25 27 25 Veit ekki 48 22 10 100 100 100 Afstaða Indverja athyglisverð. Viðhorf Austurlandaþjóða í þess um máluni virðast sénsta'klega at- hyglisverð. Yfirleitt er afstaða Ind verja svipuð og Evrópumanna. 48%. álitu að blökkumenn njóti vaxandi réttar; meðal háskóla- (Framh. á 8. síðu). Er hagur ameriska blékku- mannslns att batna efa Br* ttand Kanada 49% 1::::as'%|::::::|p»4% l 48 11* IndLand 48% T5%V nm,i. . Italia S! fWJ íwm::: óÚitíLr: Kððfl & mití áfiii Þýikol.ind :: I 9% M«x(kó i S3Ó Auíturrlk! 17°. m 1 Brazllía 34% 7% 25%T - - f34°Pf 15 r': Bölgfa ■■■hm vl49% [ 33% Ja?wrt Frakkland 30% Á SKOTSPÓNUM í undirbúningi er flugferð með skemmtiferðamenn til Ítalíu um páskana. .. .einnig ferð til Vínarborgar. . . . Meðal Ítalíufara munu verða nefndarmenn í fjárveiting- arnefnd Alþingis. .. .Það er Flugfétag íslands, sem býð- ur þeim þátttöku.... aðrir farþegar í vélinni verða al- mennir túristar. . . .Ætlunin er að haída til Rómar, Na- pólí, Caprí og fleiri staða. .. .skoða sögulegar minjar og fagurt land. . . . A. m. k. einn fjárveitingarnefndarmaður hefir áhuga fyrir að hitta páfa. .. .Mun þegar hafa lagt drög að því, með aðstoð Jóhannesar Hólabiskups að fá að ganga fyrir hans heilagleika. .. Þetta er Pétur Otte- sen, þingmaður Borgfirðinga. .. .Uppi er orðrómur um að Gísti J.‘ Ástþórsson, ritstjóri „Vikunnar“ muni senn taka við starfi hjá Alþýðublaðinu. . . Uppi hefir verið nokkur undirbúningur að stofnun nýs blaðs í Reykjavík . .. Hefir Hilmar Kristjánsson í Hafnarfirði haft forustu í málinu . . hingað til mun hafa strandað á því, að ekki hefir tekizt að útvega hæfa starfskrafta til að hleypa blaðinu af stokkunum . en áhugamenn þessir teija sig hafa fjármagn sem tryggi útgáfu í eitt ár a. m. k.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.