Tíminn - 16.03.1958, Síða 7

Tíminn - 16.03.1958, Síða 7
TÍMINN, suiHindaginn 16. marz 1958. 7 — SKRiFAÐ OG SHRAFAÐ - Sagan um „brask“ Regins og leyfi varnarmálanefndar - Hnn hefir nú verið afhjépnð sem hrein lygasaga - Áðalriisljéri verSiir lítill karl á Álþingi - Hin nazistiska sagnagerS Mbl - Fjandskapurinn í garð samvinmifélaganna - Olík viðhorf blaðanna til efnahagsmálanna - Ályktun, sem er bændastéttinni til sóma - Fordæmi sem aðrar stéttir mættu veita athygli Laiigardaginn 22. februar síð- aist/liSitm gat að iesa stóra fyrir- sögn á útsíðu Mbl., er hljóðaði á þessa ieið: Stórfeldasta braskmál, sem um getur, er nú í uppsiglingu í grein þeirri, sem fylgdi þess- ari fyringögn, segir fyrst, að und- anfarið feafi verið flutt allmikið af vörum friá Keflavíkurflugvelli í vöruskála, som h. f. Reginn, dót't- urfyrirtæki SÍS eigi í Silfurtúni. í framhaldi greinarinnar segir síðan: „Þessi einstæðu og furðulegu viðskipti, sem þarna voru á úpp siglingu í stöð döttunfyrirtækis SÍ'S voru þannig til komin að h.f. Reginn tókst að fá heimild Varn- armáladeiJdar sem lýtur utanrík- isráðherra, til vörukaupa af varn arliðinu og verkfræðifirmum þess. Svo stendur á að Vilhjálmur Ámason löigfræðingur Sambands ísl. samvinnufélaga er fu'lltrúi h. f. Regiirs í stjórn íslenzkra aðal- verktaka, en hann er bróðir Tóm asar þess, sem er deildarstjóri í varnarmáladeild. Er því Jjóst að beinar götur Iiafa legið á milli dótturfyrirtækis SÍS og Varnar máladeildar og er það vafalaust skýringm á því, að svo auðsótt var að £á leyfi til að stofna til þess brasks með varnarliðsvörur, sem fara átti fram frá Silfurtúni, enda skyldi h. f. Regin-n annast sölu vörunnar." í framhaidi greinarinnar segir ennfmnur: „Þeir aðilar, sem að þessu standa og þá sérstaklega h. f. Reg inn, sem hefir haft allan veg og vanda af málnu, munu hafa talið mjög mikla hagnaðarvon í sam- bandi við þessi viðskipti, þar sem um er að ræða vörur, sem nesna vafalaust .mtlljónatugum að verð mæti. Var 'liér um að ræða vöru flokka, sem skipta hundruðum og eru þar á meðal margar verðsnikl- ar og eftirsóttar vörur.“ „Milijónatuga hagnaftur” Þá er því haldið fram, að h. f. Reginn hafi keypt vörur af varn arliðinu fyrir miklu hærra verð en Sölunefnd setuliðseigna hefði gefið fyrir þær. Segir um það á þessa leið í ’ áðumefndri grein Mbl: „Hins vegar mun h.f. Reginn Iiaf'a fest kaup ’á vörumnn við miMu hærra verði en gerzt hefir í viðskiptu-m milli Sölunefndarinn ar og varnarliðsins, en afleiðingin er sú að eyða verður verðmætum dol'laragjaldeyri, umfram það sem annars hefði orðið. Hefir Varn- arm-áladeildin sýni'lega ekki horft í gjaldeyriseyðslu, þegar Iiún veitti leyfi sitt ti'I þessara einstæðu viðskipta um leið og hún gefuri leýíshafanum mlljóna- eða millj | óna-tuga hagnað, sem af þessuml viðskiptum getur orðið. Þess skal getið að hér munl vera um að ræða Iangstærstu við skipti, sem farið hafa fram milli varnarliðsins og íslenzkra aðila, svo hér er ekkert smáræði á ferð inni.“ Þannig hljóðaði þá þessi saga urn h. f. Reginn, sem birtiist í Morgimblaðinu 22. febrúar s. 1. o;g skrásett hafði verið af engum öðrum en sj'álfum aðalritstjóra blaðsins, Bjarna Benediktssyni. „Þa<S stendur óhaggalS... . ” Næstu daga hélt hann áfram aö skrifa í bLaðið í þessuin tón og haimraði stöð.ugt á því, að h. f. Reginn hafi hér fengið leyfi Varn armálanefndar til' stórfelldrar braskstarfsemi eftn* að hafa gert óhagstæð kaup við varnarliðið. Þann 25, ferbúar sagði t.d. aðal- ritstjóriun á þessa leið: SNJÓÞUNGUR VETUR: Harðindi um mikinn hiuta landsins valda vaxandi erfiðleikum. Einn mestu/ sn,opungi mun vera á Norðausturlandi. Þar eru miklir samgönguerfiðleikar og er orðinn skortur á olíu, kolum og öðrum nauðsynjum í mörgum sveitum. Þessi mynd var tekin úr flugvél yfir Akureyri fyrir nokkrum dögum. Þegar húsunum sleppir, sést ekki á dökkan díl. Kiettabeltin i Vaðlaheiði eru hulin snjó, íshroði er á Pollinum. „Það stendur eftir sem áður ó- haggað að hér er um að ræða mesta vörubrask, sem stofnað hef ir verið til og að það var Reginn h.f., sem hafði al'la forgöngu um það mál. Það er ennfremiu* óhagg að, að hér ætlaði Reginn h.f. sér að komast fram hiá Sölunefnd varnarliðseigna og ná stórkostleg- um hagnaði, sem annars hefði runnið í ríkissjóð, auk þess sem ekki var horft í þá gjaideyris- eyðslu, sem af þessu vörubraski leiddi." Ástæða væri til að rífja upp íleiri slík ummæli aðalritstjórans, en þessi nægja til þess að sanna þær fuilyrðingar hans, að h. f. Reginn hafi verið húinn að fá leyfi til stórfelldra sölu á vörum frá Keflavíkurílugvelli og að þetta leyfi hafi verið óeðlilega fengið vegna tengsla milli s'tarfsmanna Regins og varnarmálanefndar. í skjóli þess hafi svo vérið undir- búið hið stórfelldasta brask í þágu Samhands íslenzkra samvinnufé- laga. Skýrsla uvanríkís* ráðherra 'WMM. Til þess að geiw .'.anga sögu stutta, skal næst vikið að þvi, er þetta stóra „hneyfeslismál“ að dómi aðalritstjórans, bar á góma á Al- þingi 14. þ.m. Tilefni þess að m'álið kom til umræðu þar, var tillaga frá Einari Olgeirssyni þess efnis, að skipuð skyldi sérstök nofnd þingmanna til að rannsaka verzlunarviðskipti íslendinga við varnarliðið og verktaka þess. Eftir að Einar Olgeirsson hafði mælt fvrir þessari tillögu, kvaddi utanríkisráðherra sér hljóðs og gaf ítarlega skýrslu um þessi mál. 'Meginkjarninn í upplýsingum þessum var þessi: Tvö íslenzk fyrirtæki, Sameinað- ir verktakar og íslenzkir aðalverk- takar fengu leyfi til þess á síðastl. hausti að flytja nokkra vöruaf- ganga af Keflavíkurflugvelli gegn því að sjálfsögðu að greiða af þeim full aðflutningsgjöld. Leyfið sem Sameinaðir verktakar fengu, var byggt á þvi, að þeir voru að hætita starfrækslu á vellinmn, en afgangarnir voru eingöngu af vör- um., sem félagið hafði .jálft flutt inn eða keypt með leyfum við- komandi stjórnarvalda. Leyfið ti3 íslenzkra aðalverktaka var sum part byggt á því, að þeir höfðu með fullum leyfum keypt inn timbur, sem ekki reyndist allt not hæft á vellinum, þegar til kom, og að þeir höfðu fyrir til'hlutan utanríkisráðuneytisins keypt bragga á vellinum af amerískum verktökum, sem eru nú farnir það an, og höfðu ekki þörf fyrir ýmsa notaða murii, er fylgdu bröggun- um, eins og rúm, dýnur, ísskápa og fl. Það gilti .jafnt um leyfið til Sameinaðra verktaka og ís- lenzkra aðalverktaka, að þau voru veitt fyrir afgöngum á vörum, sem þeir höfðu keypt með leyfum og samþykki íslenzkra stjórnarvalda, og heyrðu því ekki undir hin venjulegu viðsfeipti varnarliðsins og Sölunefndar varnarliðseigna. Þá upplýsti ráðherra að Samein- aðir verktakar höfðu flutt út af vellinUm vörur fyrir 600 þús. kr., en Islenzkir aðalvérktakar fyrir 216 þús. kr. Að gefnu tilefni eða vegna blaðaskrifa, færi nú fram athugun á því, hvort þessir aðilar hefðu misnotað leyfin nokkuð. Aíalritstjórinn vertSur lítill á Alþingi Þegar utanríkisraö'ncrra hafði loikið skýrslu sinni, var auðséð að veruleg eftirvænting var hjá þing hekni. Aðalritstjóri Morgunblaðs ins, Bjarni Benediktsson, á nefni- lega sæti á Alþingi og er óspar á að vera þai* bæði margmáll og stórorður. Nú átti hann upplagt tækifæri til að reifa hið mikla hneyksUsmál, sem hann hafði skrifað mest um undanfarna daga, Reginsmálið. Nú gat þessi vígreifi baráttumaður hinnar ,,liörðu“ stjórnarandstöðu, látið ljós sitt skina og flett ekki aðeins rækilega ofan af braski SÍS og dótturfyrir- tækis þess, heldur sagt utanríkis- ráð'herra rækilega til syndanna fyr ir að láta varnarmáladeildina veita Reginn leyfi til hins stórfelda brasks, sem Mbl. hcfir skrifaö mest um. Það brást ekki að vanda, að Sjarni kveddi sér hljóðs og kæmi í ræðustólinn me'4 íangið fullt af Morgunblaðinu. Það gat gefið till kynna, að nú ætti að lesa upp úr því áhriíamestu greinarkaflana um Reginshneykslið. Eftirvænt- ing á svip sumra íhaldsþingmanna, eins og Ingólfs á Hellu, var líka augljós. En útkoman varð hins vegar sú, að það var enginn sigurglaður bar- áttumaður ,,harðrar“ stjórnarand- stöðu, er birtisit í ræðustólnum á Alþingi að þessu sinni. Það var en-ginn völlur á ræðumanninum, sem þarna flutti mál sitt, heldur var hann ósköp hógvær og mjúk- máll. Yfirleitt taldi hann að varn- armáladeildin og ráðherra hefðu gert afllt rétt, og á Reginsheykslið var ekki minnzt einu orði. Það var ekki hinn orrusluglaði aðalrit- stjóri, sem talaði á Alþingi, held- ur ósköp lítill karl’, sem vissi skömmina upp á sig og reyndi því að fara sem gætilegast. Lygasögur afhjúpaÖar Hver var ástæða þess, að Bjarni Benediktsson minntist ekkert á Regin í sambandi við umræðurn- ar á Alþingi eftir að hann var bú- inn að halda því fram vikum sam- an í blaði sínu, að Reginn hafi með ósæmilegum hætti fengið leyfi varnarmálanefndar til stórfelld- asta vörubrasks í þágu SÍS? Á- stæðan var einfaldlega sú, að alit, sem Bjarni hafði skrifað um Reg- in í Mbl., var til'hæfulaus lygi, sem Bjarni treystis't ekki til að standa við á Alþingi. Það var lygi, að Reginn hefði fengið leyfi til að flytja vörur af Keflavíkurvelli. Það var lygi, að Reginn hefði keypt vörur af varnarliðinu og or- sakað með því stórfellt gjaldeyri's- tap. Það var lygi, að Reginn hefði flutt nokkrar vörur af Keflavíkur- flugvelli. ÖH skrif aðalritstjórans um hið „stórfellda hraskmál" Regins og SÍS voru þannig ein saanfeld lygasaga að öðru leyti en því, að íslenzkir aðalverktakar höfðu fengið vöruhús Regins til afnota um stund. Á því eina at- riti er cll lygasagan um hið „stór- fellda brask“ Regins byggð. Menn standa hér frammi fyrir inákvæml'ega sömu haráttuaðferð- um og nazistar heittu í áróðri sín- um, þegar Hitler var að brjótast til valda. Lítið atvik, er notað til þess að bú:1 til stórkustleeustu Lvga -ögu. Hiklaust er hamrað á henni, þótt hún sé strax afsönnuð. ÞaS ii* ekki gefizt upp við ósannindin 'yrr en í fulla hnefana, eins og Ijarni Benedifctsson neyddist loks til við umræðurnar á Alþingi í íyrradag. Þetta er svo ennfremur gott dæmi um það, hve taumlausuin lygaáróðri er nú beitt gegn sam- vinnuhreyfinigunni. Fyrir sam- vinnumenn er sannarlega ástæða til að vera vel á verði gegn starfs- háttum eins og þeim, sem Bjarni Ben. hefir beitt í þessu máli. i Umræður kla<$anna um eínahagsmálin Allmikið hefir verið rætt um efnahgasmálin að undanförnu. í þeim umræðum hafa komið fram þrjár meginstefnur. Mbl. hefir haft a'llt á hornum sér og lýsit ástand- inu á hinn versta veg, en þó forð- azt að benda á nokkrar leiðir ti| úrbóta. Þjóðviljinn hefir hins vegar látið eins og allt væri í bezta lagi og lítið eða ekkert þyj-fti að gera. til úrbóta. Tíminn og Alþýðu- blaðið hafa hins vegar lýst bæði kostum og göllum. Þau hafa sýnt fram á, að núv. stjórn hafi tekizfi að gera ýmislegt, sem stefnir í rétta átt, en fjarri fari samt því, að enn sé búið að lækna hið sjúka efnahagskerfi, er hún tók við. Þannig muni óhreýtt uppbótar- kerfi, ásaim't 'hinum þungu ál’ögum, er fylgja því, reynast óheppilegt til frambúðar fyrir afkomu át- vinnuveganna og almenntngs. Almenningur in-un við nánari at- liugun vafalaust gera sér Ijóst, hver þessai*a þriggja stefna muni vera' ábyrgust og hyggilegust. Ótrúlegt er, að það reynist Sjálfstæðismönn- um gott til framdráttar að tala illa urn ástand efnáhagsmálanna, því að höfuðorisakir þess, hvernig komið er, er að rekja til stjórnar- tíma þeirra. Það mun og ekki bæta úr skák, þegar þeir geta nú ekki fremur en áður bent á leiðir til úrbóta. Aðstandendum Þjóðvilj- ans munu og varla reynast það sig- urvænlegt að telja allt hafa batn- að við það, að flokksmenn þeirra komust í 'stjórn, þótt enn hafi ekki orðið teljandi breyting frá þeirri stefnu, sem áður var fylgt og þeir töldu þá bæði óalandi og Ófei*iainrii. Almenningur mun áreiðanlega íreysta þeim bezt, sem segja jafnt kost og löst og hafa kjark til að benda á raunhæf úrræði, þótt þeim kunni að fylgja einliver á- reynsla í þili, en þó rniklu minni en sú, sem biði framundan, ef ekk- ert væri að gert. llykiun, sem er bænda- stéttinni til sóma Búnaðarþing, sem hefir verið hér að störfum að undanförnu, hefir nú afgreitt margar merkileg- ar tillögur, sem sagt hefir verið frá hér í blaðinu og mun sumra þeirra getið nánar síðar. Að sjál'f- sögðu er erfitt að fella dóm um það, hvaða ályktun þess heri að' teljast mikil'vægust, en hér skat hins vegar ekki hikað við að tel.jai 'samþykkt þá, sem það gerði um óþurrkalánin, til mests sóma fyrir bændastéttina. Með samþykkt þess* ari hafnaði Búnaoarþing kröfu um að bændur á Suðvesturlandi færu fram á eftirgjöf á óþurrkalánunum i stað þess að sælta sig við þá af- greiðslu, að lánin yrðu greidd Bjargráðasjóði og gætu þannig aft- iu* komið bænda^téltinni að not- um. Á þeim uppbóta- og eftirgjafa- tímum, sem nú eru, hefði vel mátt búast við því, að þessi krafa félli í góðan jarðveg. Búnaðarþing hafn aði henni hins vegar eindregið með (Framh. á 8. síðu). .

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.