Tíminn - 19.03.1958, Side 6
6
T f M I N N, miðvikudaginn 19. marz 1953,
ERLENT YFIRLIT:
Utgefandi: Framsóknarflokkurlnn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórartmson (áb.)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöta
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 1232S.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Flugsamgöngur við Vestfirði
EINS OG skýrt hefur
verið frá hér í blaðinu, hefir
Alþingi nú samþykkt tillögu
'þeirra Sigurvins Einarsson-
ar og Eiríks Þorsteinssonar
um að fela ríkisstjórninni að
láta fara fram hið fyrsta
rannsókn á þvi, hvernig flug
samgöngum við Vestfirði
verði bezt og hagkvæmast
fyrir komið. M.a. skal at-
huga hvort hagkvæmt muni
að taka upp landflugvélar til
þessara samgangna og hvort
núverandi flugvellir á Vest-
'fjörðum geti fullnægt slík-
um flugvélum, svo sem al-
mennust not geti orðið að
flugsamgöngum fyrir þenn-
an landshluta.
FRAM að þessu hefur
flugsamgöngum við Vest-
firði verið haldið uppi með
sjófhigvélum. Venjulegir
lendingarstaðir hafa verið
Hólmavík, ísafjörður, Önund
arfjörður, Dýrafjörður, Arn-
arfjörður og Patreksfjörður.
Allar flugferöir eru að
sjálfsögðu háðar veðurfari.
En þegar lenda skal flugvél
á sjó, er auðsætt, aö ólend-
andi getur orðið vegna vinda
þótt auðvelt væri að ienda
á flugvelli í sama veðri. Af
þessu leiðir, að samgöngur
með sjóflugvélum eru mjög
ótryggar, og geta jafnvel liö-
ið svo langir tímar, að ekki
verði not sjóflugvéla, þótt
iandflugvélar geti farið ferða
sinna.
En auk þessa er viðhald
sjóflugvéla mjög kostnaðar-
samt. Þær tvær sióflugvélar,
sem enn eru í förum milli
Reykjavikur og Vestfjarða,
eru orðnar gamlar og við-
haldsfrekar og líklegt taliö,
að taka verði þær úr notkun
innan skamms tima. Verður
þá ekki um sjóflugvélar að
ræða í þeirra stað, þar sem
þær munu vera ófáanlegar.
ALLMARGAR flugbraut-
ir eru þegar komnar víðs
vegar um Vestfirði og nokkr
ar eru fyrirhugaðar þar á
þessu ári til viðbótar. Allar
eru flugbrautir þessar stutt-
ar, enda mjög erfitt og kostn
aðarsamt að koma upp stór-
um og fullkomnum flugvöll-
um þar vestra. Samt hafa
þessar flugbrautir orðið mik
ils virði við sjúfcraflug. Ef
flugbrautir þessar gætu með
nokkrum lagfæringum og
viðbótum fullnægt landflug-
vélum til almennra mann-
flutninga, væri það mikill
fengur fyrir flugsamgöngur
Vestfjarða.
Nú mun vera hafin erlend-
is framleiðsla á landílugvél-
um, er ekki þurfa lengri flug
brautir en til eru nú þegar
á Vestfjörðum. Ekkert skal
um það íullyrt, hvort flug-
vélar þessar henta íslenzfcum
staðháttum og veðurfari né
hversu hagkvæmur rekstur
þeirra kynni að vera.
ÞAÐ, sem hér hefur ver-
ið rakið, sannar vissulega
nauðsyn þess, að rannsókn
sú, sem tillaga þeirra Sigur-
vins og Eiríks fjallar um,
verði gerð sem fyrst. Ef ekk-
ert verður að gert getur veriö
orðið svo komið innan tíðar,
að sáralitlar eöa engar flug-
samgöngur verði við Vest-
firði. Þegar svo væri komið,
myndi áreiðanlega mjög
halla á Vestfirði í samkeppni
við aðra staði, sem nytu vax-
andi og batnandi flugsam-
gangna. Svo mikilvægt er
flugið orðið í samgöngum
nútímans.
Það má því ekki síðar
verða, að þessu máli sé
fyllsti gaumur gefinn og
reynt verði aö tryggja Vest-
fjörðum viðunanlegar flug-
samgöngur á grundvelli
þeirrar rannsóknar, sem
fjallað er um í tillögum Sig-
urvins og Eiríks.
„Stöðvunarstefna“
ÞAÐ ER nú farið að fær
ast í vöxt að kalla uppbótar-
stefnu þá, sem nú er fylgt,
stöðvunarstefnu. Þetta er þó
vart réttnefni, ef orðið á að
tákna það, að uppbótarkerf-
ið stöðvi dýrtíð og útgjöld.
Svo aö segja öll árin síðan
uppbótarkerfið var tekið
upp, hefur oröið að leggja á
nýjar og nýjar álögur til að
rísa undir því. Nú verður t.d.
ekki hægt aö halda því á-
fram, nema aflað sé mjög
stórfelldra nýrra tekna, ef
ekki á að verða því meiri
halli -hjá ríkissjóði og út
flutningssjóði.
Hins vegar má vel segja,
að uppbótarkerfið og sú
tekjuöflun, sem það byggist
nú á, endi fyrr eða síðar sem
stöðvunarstefna, ef oflangt
er gengið á þeirri braut. —•
Þetta gerist m.a. vegna þess,
að fjáröflun til uppbótarkerf
isins er byggð á því, að mið-
apackitillögurnar ná of
Tillögunum er þó tekið fremur vel sem grundvelli víÖtækari viftræðna
ur þarfar vörur sitji fyrir inn
flutningi. Aðrar nauðsynleg-
ar vörur sitja á hakanum.
Afieiðingin kemur nú m.a.
fram á þann hátt, að farið
er að skorta ýms hi’áefni til
iðnaðar og byggingarvörur.
Þetta hefur að sjálfsögðu
stöðvun og atvinnuleysi í för
með sér.
Þá hefur uppbótarkerfið,
eins og það er nú fram-
kvæmt, þann ókost i för með
sér, að menn hefjast ekki
handa um nýja útflutnings-
framieiðslu, þar sem hún er
ekk verðbætt. Þetta orsakar
að sjálfsögðu mjög alvárlega
stöðvun.
Þessi óheillaþróun ætti
vissuiega að geta verið mönn
um nokkur vísbending um
það, að þótt uppbótargreiðsl
ur geti átt rétt á sér að vissu
marki, leiðir það hins vegar
til ófarnaðar að ganga of
langt á þeirri braut.
EF FUNDUR æðstu manna verS
ur haldinn, eins og horfur eru nú
á, verður það vafalaust eitt helzta
dagskrárefnið að ræða um niögu-
leika fyrir meira eða minna af-
vopnað toelti í Evrópu. Fyrsta til-
lagan um iþetta, sem verulega at-
hygli vakti, var borin fram af
Anthony Eden á Genfarfundi
æðstu manna sumarið 1955. Eden
lagði hana hins vegar meira fram
til umræðu og athugunar en til
afgreiðslu, og var því ekki full-
ko'mlega ljöst, hve víðtæk afvopn
un vakti fyrir honuim á umræddu
belti eða hve breitt það skyldi
vera.
Síðan þessi tillaga kom fram,
hefir þessu máii verið haldið vak-
andi og eru það ekki sizt brezkir
jafnaðarmenn, isem liafa lýst fylgi
sínu við hana.
í SEINNI TÍÐ ihe'fir þó eink-
um verið rætt um þetta 'miái í sam
bandi við tillögu, sem Adam
Rapackfiv utan^iíkibráSlherira Pólt-
lands bar fram á þingi S.Þ. í byrj-
un öktóber síðastl. Tillaga hans
váh í meginatriðum á þá leið að
samið yrði um, að kjarnorkuvopn
yrðu hvorki geymd eða framleidd
' í Vestur-Þýzkalandi, Austur-Þýzka
landi, Tékkóslóvakíu og Póilandi.
Síðar hefir Rapaeki gert nánari
grein fyrir þessari tillögu sinni,
m.a. um eftiriit með framkvæmd
hennar. Þá hefir hann lýst yfir því,
að hægt verði að framkvæma hana,
án þess að hún þurfi að fela í sér
viöurkenningu á Austur-Þýzka-
landi sem sjálfstæðu ríki, en þeirri
mótbáru hafði nokkuð verið hreyft
gegn tillögunni að hún væri dulbú-
in tilraun til að fá Austur-Þýzka-
land viðurkennt.
Af hiálfu Tékka var sfrax lýst
yfir fylgi þeirra við þessa tillögu.
Rússar hafa einnig lýst yfir fylgi
sínu við hana.
VESTAN járntjalds hefir Rap-
acki-tillögunum verið nokkuð mis-
jafnlega tekið. Almennt er viður-
kennt, að þær séu óaðgengilegar
fyrir vesturveldin í óbreyttu formi,
þar sem þær myndu verða meira
,'til hags fyrir Rússa en vesturveld-
anna. Rússar hafa nú í þessum
löndum miklu meiri her og her-
búnað en vesturveldin og myndi
þetta misræmi aukast enn við
það, ef kjarnorkuvopn væru bönn-
uð á umræddu svæði. Banni kjarn-
orkuvopna þuríi því að fylgja tak-
mörkun á öðrurn vopnabúnaði. Þá
sé Rússum það áreiðanlega
mikið áhugamál, að Vestur-Þjóð-
verjar búi ekki her sinn kjarnorku
vopnum og verði þeir að fórna
meiru fyrir það en hér sé gert ráð
fyrir.
Þessi gagnrýni kemur jafnt
fram hjá þeim, sem vilja alveg
hafna Rapacki-tillögunum, og hin-
um, sem vilja nota þær sem um-
ræðugrundvöll að víðtækara sam-
komulagi.
ÞAÐ ERU enskir jafnaðarmenn
sem haifa tekið Rapatcki-tillögun-
um einna bezt vestan járntjaldis
og telja þær geta orðið umræðu-
grundvöll. Þeir telja hins vegar
að ganga þurfi miklu lengra en
gert er ráð fyrir í Rapacki-ti'llög-
unum. í fyrsta lagi þurfi svæðið
að verða 'stærra og sé t.d. sjlálf-
sagit að taka Ungverjaland með.
í öðru lagi ætti svo að byrja á
því að flytja allan erlendan her
burtu af svæðinu og megi hugsa
sér, að það verði gert í áföngum.
I þriðja lagi kæmi svo samkomu-
lag um, að ríki þau, sem væru
á svæðinu, féllust á takmörkun
venjulegs vopnabúnaðar og undir-
gengust jafnframt að hafa ekki
kjarnorkuvopn. í fjórða lagi kæmi
svo sameining Þýzkalands og á-
byrgð stóðveldanna á landamær-
um hins Mutlausa svæðis. Þegar
þetta allt væri komið í kring,
kæmi það fyrst til framkvæmda,
að Þýzkaland færi úr Atlantsliafs
Strauss
l bandalaginu og hin ríkin úr
Varsjárbandalaginu.
V
EINS og sést á þessu, er gífur-
I legur munur á Rapacki-tiliögun-
^ um og tiilögum enskra jafnaðar-
manna. Með tillögum enskra jafn
aðarmanna er stefnt að því að
tryggja alveg hernaðarlegt jafn-
vægi á svæðinu, en Rapacki-til-
lögurnar miða óbreyttar fremur
í hina áttina.
Afstaða þýzkra jafnaðarmanna
til Rapaoki-tillagnanna virðist
nokkuð svipuð og enskra jafnaðar;
manna. Af hálfu vestur-þýzku;
stjórnarinnar hafa tillögurnar hins '
vegar verið taldar óaðgengilegar
í óbreyttu formi, en af um'mælum
Strauss varnarmálaráðherra virð-
ist mega ráða, að stjórnin íhugi
að gera gagntilboð. Strauss lét
í það skina, að slíkt tilboð gæti
falizt í því að jafnhliða og samið
Unnið að því að ryðja
vegi í Skagafirði
Sauðárkróki í gær. — Veður hef
ir verið gott hér í dag og í gær,
logn og frostlaust, en leysing lítil
utan sólbráð. í dag hefir verið unn
ið að því að moka af vegum og er
búizt við að bifreiðar komi hingað
til Sauðárkróks úr Viðvíkursveit
og Óslandshlíð. í dag komu nokkr
ir menn með mjólk á dráttarvél-
um. G. Ó.
yrði um bann kjarnavopna á svæí-
inu yrði einnig samið um takihork-
un annarra vopna og öruggt eftir-
lit með hvoru tveggja. Þá niátti
ráða það af orðum Strauss, að það
yrði skilyrði fyrir slíku samkonv.;-
lagi, að eitthvað þokaðist áleitós
með sameiningu Þýzkalands. —
Fyrir Vestur-Þjóðverja er erfitt
að ta'ka þátt í nokkrum sl.íkucá
samningum, án þess að fá eiii-
hverja tryggingu fyrir sameininr i
landsins.
Sitthyað bendir til, að afstaTa
stjórna Bretlands og Bandaril .•
anna sé ekki fjarri þessu. Afstaía
Fra'kka til Rapacki-tillagnanna fcef
ir hinsvegar alltaf verið mjög nei-
kvæð.
Rapacki-tillögurnar hafa .va'fa-
laust mætt nokkru meiri velvi; ;a
vestan járntjalds en ella vegr.a
þess, að þær cru taldar þáttur í
þeirri viöleitni Pólverja að taka
upp utanríkisstefnu, sem sé ek'.-:i
að öllu leyti háð Rússurn. Meðan
Rússar hafa her í landinu, verð :;r
pólska stjórnin þó að fara sér
mjög gætilega í þeim efnum, svö
að athurðirnir í Ungverjalar.ci
endurtaki sig ekki þar. Þegar þessa
er gætt, er það ekki óeðlilegt, þcct
tillögur Pólverja séu Miðhcli-
ari Rússuin en vesturveldunum.
HORFUR í umræddu máli vir J-
ast nú helzt þessar: Vesturveldín
munu vafalítið hafna Rapacki-tii-
lögunum í óbreyttu forini, en
bjóða sennilega upp á víðtækari
tillögur, sem ganga í sömu átt.
Þá munu það og sennilega verða
athugað að tjaldabaki, ef 'fundur
æðstu manna verður undirbúirm
af einhverjum heilindum, hvcrt
hér sé unnt að finna einhvern
meðalveg, þar sem hvorki vestur-
veldunum eða Rússum finnist hall
að á sig. Þennan meðalveg getur
reynzt erfitt að finna, þvi að mörg
sjónarmið koma hér til greina.
Þess vegna er liæpið, að veruleg-
ur árangur náist að sinni, en eng-
in skyldi þó örVænta samt, því
að fyrstu sporin til samkomulags
eru einmitt þau, að menn ræði irJá'1
in og hug'Si þau og velti fyrir sér
mismunandi leiðum. Rapaeki-til-
lögurnar hafa að því leyti orðið
til gagns, að þær hafa komið af
stað auknum umræðum úm þetta
míál, og þeim hefir vafalaust verið
tekið vinsamlegar en ella \:egna
þeirrar sérstöðu, sem Pólverjar
virðast vera að rcyna að skaim
sér.
Þ. Þ.
mwsroft
Vor í lofti.
Á sunnudaginn steypti sunnan-
golan bláum hjúp yfir fjöllin.
Þetta voru veðramót. Frost og
snjór á bak og burt, hlýr vindur
sunnan af hafi í staðinn. Á mánu
daginn stóðu holur og lautir full
ar af leysingarvatni. Strákar á
vaðstígvélum sigldu skipi á tjörn
við vegarbrún. Gangstéttin var
auð og fyrstu krítarstrikin á
gangliellunum voru komin áður
en dagurinn var allur. Teipur,
sem hoppa „parís“ á steinlagðri-
stétt eru eins mikill vorboði og
farfuglarnir, sem koma sunnan
yfir höf. Á svona degi verður
fól-kið léttstígara. Það er aur á
götunum og bílar senda brúnar
gusur langar leiðir, ungar stúlk-
ur horia hvasst á eitir bílstjóra,
sem var nærri búin að setja blctt
á sokk eða kápu og hraöa sér
svo burt.
I Léttara skap.
En það er samt léttara yfir
fólkinu. Ætli veturinn sé nú ekki
búinn, segir einhver í strætis-
vagni og fær góðar undirtektir.
Ætli það nú etoki, en þó er vafa
laust hret eftir. Páskahretið. En
þau standa nú aldrei lengi, hret
in, þegar þessi tími er kominn
Þetta er eins og að hafa eríiðað
lengi við að komast upp á brekku
brún. Nú er þangað komið, sum-
arið er framundan, þótt enn sé
nokkra leið að fara.
Hlákan fyrir norðan.
Fyrir norðan og austan fer
lilákan iiægar. Um helgina draup
af húsþökum í kaupstöðum norð
anlands og stóri skaflinn við hús
vegginn seig sýnilega. — Þetta
nægði til þess að Iyfta brún á
mönnum. Eftir helgina lók vatn
að seitla undan snjó í brekku-
brún, og næstu daga 'verður
sennilega asabláka. En nú óska
menn etóki að hún komi oí ört.
Bezt að hún fari hægt og jafnt
um snjóinn með hægðinni. Þann
ig vinnst það bezt að lokum. Eun
er nokkur bið unz jörðin kemur
undan snjó og vegir verða færir
á ný, en ætla má að mestu erííö
leikarnir séu að baki. Stundum
vorar vel eftir svona vetur oig
jörðin kemur græn undan snjón-
um.
Farfuglarnir koma senn.
Það er sem sagt vor í loiíti
þessa dagana. Bráðum fara memí'
að svipast um eftir fyrstu far-
íuglunum. —Frcsti.