Tíminn - 26.03.1958, Page 6

Tíminn - 26.03.1958, Page 6
6 T í M I N N, iniðvikudagmn 26, inarz 1954 Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórartnsson (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan Edda hf. —------------------------------- Heildarathugun vegamálanna FYRIR Alþingi iiggur nú fróðleg skýrsla frá vegamálastj óra um framtíð- arframkvæmdir á sviði vega- mála. Þar sem hér ræðir um mál, sem marga snertir, þyk ir rétt að rif ja hér upp nokk- ur atriði úr þessari skýrslu. Vegamálast-j óri vikur fyrst að l>eim byggðarlögum, sem enn hafa ekki akvegasam- barui við akvegakerfi lands- ins, en þau eru nú þessi: 1. Vestnir-ísaf j ar ðarsýsla og nokkur hluti Norður-ísa- fjarðarsýslu. Fyrir forgöngu Eiriks Þorsteinssonar alþm. hefir verið unnið að því und anfarin ár að leggja veg, Vestfjarðarveg svokaliaðan, af Barðastrandarvegi í Vatns firði norður yfir fjöll í Dynj andisvog og kemst Vestur- ísafjarðarsýsla í samband við akvegakerfið, þegar þess um vegi er lokið. Áætlað er að það muni kosta 4,4 millj. að Ijúka þessum vegi og að þvi verki verði lokið ekki síð ar en 1961. Þá er unnið að þvi að koma umræddum hluta Norður-ísaf jarðarsýslu í samband við akvegakerfið, en áætlað er að það muni kosta alls 21 i millj. kr. og mun taka 21—36 ár að ljúka þessum vegum, miðað við núv. fjárveitingar til þeirra. 2. Árneshreppur í Stranda sýslu. Vegur þangað mun kosta 7 millj. kr. og mun taka 16 ár að Ijúka þessum vegi, miðaö við núv. fjárveitingu til hans. 3. Loörrrundarfjörður. Veg ur þangað mun kosta 3.7 millj. kr. og mun taka 37 ár að Ijúka honum miðað við núv. fjárveitingu til hans. 4. Mjóifjörður. Vegur þangað mun kosta 3.1 milij. kr. og tekur 26 ár að ljúka honum, miðað við núv. fjár- veitingu. 5. Öræfi. Veg’ur þangað mun kosta 15.7 millj. og mun taka 11 ár að ljúka hon- um miðað við núv. fjárveit- ingu. Innan þeirra héraða, sem eru í sambandi við akvega- kerfið, eru svo víða fleiri og færri bæir, sem enn hafa ekki vegarsamband, en þeim fækkar þó óðum. VEGAmálastjóri víkur svo þessu næst að þvi, að vega- samband ýmsra landshluta við akvegakerfið sé enn næsta ófullkomið. Vegir þeir, sem tengja Vestfjarðakiálk- an og' Austurland frá Þistil- firði til Hornafjarðar, eru að miMu Ieyti ruddir vegir um fjöll oa heiðar, sem aöeins eru færir 4—6 mánuði ársins. Vegurinn yfir Mýrdals- sand, sem tengir sveitirnar austan sands við vegakerfið, er aðeins ruddur götuslóði, sem oft tepnist af sandfoki á sumrin og að jafnaði af snjó á veturna. Vegasam- bandið milli Suðurlands og annarra landshluta liggur «m Hvalfiarðarveg, sem enn er að mi>k)u levti aðeins rudd gata. sem iðulega lokast af snjó, þó að þar sé raunar mjög snjólétt, eða teppist af skriðuföllum, ef óvenjulegt vatnsveður ber áð höndum. Sambandið milli Suöur- og Vesturlands annars vegar og Norður- og Austurlands hins vegar liggur um Hrútafjörð eftir vegai-kafla, sem aðeins er ruddur og teppist iðulega af snjó mun fyrr en vegur- inn um Holtavörðuheiði. Svo mætti lengi telja, en þessi upptalning sýnir, að enn eru margir veikir hlekkir í þeirri keðju, sem tengir saman vegi í hinum ýmsu lands- hlutum. ÞÁ BENDIR vegamála- stjóri á, aö nú séu akfærir vegir 7300 km., en af þeim hafi nær helmingur verið lagður fyrir stríðið. Þessir vegir voru gerðir meö ófull- komnum verkfæram og mið- aðir viö bifreiðar, sem voru í mesta lagi 3—4 tonn. Það er þvi eðlilegt, að þeir þoli illa umferð bifreiða, sem eru 6—14 smál. aö þyngd. Marg- ir þeirra upphlöðnu vega, sem byggðir voru á mýrum fyrir 20—30 árum, eru nú sokknir svo í mýrarnar, aö akbrautin, sem upphaflega var hálf'um til heilum metra hærri en mýrin, er nú orðin jaínhá eða jaínvel lægri en mýrin. Afleiðing þessa er sú, að vegir þessir eru oft ill- færir vegna holklaka á vorin og að jafnaði illfærir að vetrarlagi vegna snjóa. Gott dæmi um slikan veg er Suöur landsvegur í Flóa og Holtum. Vöruflutningar með bif- reiöum milli héraða og lands hluta fara sífellt vaxandi og jafnframt því auknar kröfur um umferðaleyfi fyr- ir stærri og þyngri bifreiðar til þessara flutninga. Þess- ari þróun veröur ekki unnt að snúa við, en afleiðingin er sú, að verja verður á næstu árum miklu fé til þess að styrkja el2ítu vegina á aðalleiðum og auk þess end- urbyggja margar gamlar brýr. VEGAMÁLASTJÓRI bend- ir svo á, að það sé nauðsyn- legt að gera heildaryfirlit um ástand vegakerfis lands- ins og hyggja á þeim niður- stöðum áætlmi um fram- kvæmdir. í slikri áætlun þarf vitanlega að reikna með mjög aukinni umferð á mörgum vegum og miða gerö þeirra við það. Fjárveitinganefnd Alþingis hefur nú gert þessa tillögu vegamálastjóra að sinni til- lögu. Hún hefir nýlega lagt fyrir Alþmgi tillögu til þings ályktunar þess efnis, að rfkis stjórnin láti gera í samráði við vegamálastjóra heildar- athugun á ástandi vegakerf- isins og byggja á þeim at- hugunum áætlun um um- bætur á vegakerfinu meö hliðsjón af þeirri þýðingu, sem viðunandi vegakerfi hefur fyrir byggð landsins í heild. Hér er áreiðanlega um mjög nauðsynlega ráðstöfun að ræða. En ljóst má vera að framansögðu, að mikil og ERLENT YFIRLIT: Moskvufðr Haramarskjölds Fær hann Rússa til aí taka þátt í störfum afvopnunarnefndar S. ? Dag Hammarskj öld, fram-, kvæmdastjóri S. þ., er um þessar mundir staddur í Maskvu og ræð- ir þar við forustumcn nRússa. í viðtali, sem Hammarskjöld átti við blaðamenn við komuna til Moskvu, lét íhann lítið uppi rnn erindið, enda 'kvað íhann, að það; myndi varla bæta fyrL- erindislok um að ræða um það opinberlega fyrirfram. Flestir blaðamenn telja I hins vegar, að aðalerindi hans til | Moskvu sé að fá Rússa til að taka að nýju þátt í störfum afvopnunar- nefndar S. Þ. Rússar hafa hins- vegar neitað því síðan í október- mánuði síðastl. að taka þátt í störf um þessarar nefndar og hafa því efcki farið fram neinar umræður um afvopnunarmál á vegum S.Þ. i að undanförnu. AFVOPUNARNEFND S. Þ. er búin að starfa i mörg ár og hefir ýmist verið skipuð 11 eða 12 ríkjum þ. e. öllum ellefu ríkjunum, sem hafa átt sæti í Öryggisráðinu hverju sinni, og svo Kanada til við- bótar, þegar það hefjr ekki átt sæti í Öryggisráðinu. Á vegum af- vopnunarnefndarinnar hefir jafn an starfað undh'nefnd, sem hefir verið sikpuð fulltrúum Bandaríkj anna, Bretlands, Frakklands, Kan ada og Sovétrikjanna. Það er í undirnefndinni, sem aðalumræð- urnar hafa farið fram. Þótt þessar umræður hafi enn ekki horið neinn beinan árangur, hefir orðið talsverð óbeinn érang ur af þeim. Málið hefir skýrst bet- ur á margan hátt og samkomulag orðið um ýmis atriði, sem ekki koma þó til framkvæmdar fyrr en á síðari stigum afvopnunarinnar, t. d. um stærð herafla. Hins vegar hefir alltaf strandað á því, að sam komulag næðist um einhver byrj unarskref. í FYRRAVOR og fyrrasumar sat undirnefndin lengi að störfum í London og horfði um skeið all- vel um isamkomulag. Þær vonir fóru þó út um þúfur, þegar á reyndi. Þegar aRsherjarþing S. Þ. kom saman upp úr miðjum scpt ember, lá fyrir þvi tillaga frá Rúss um, um að öll aðildarríki S. Þ. skyldu eiga sæti í afvopnunar- nefndinni eða 82 ríki alls. Frá Indverjum lá hins vegar fyrir til- laga um að fjölgað skyldi í nefnd inni, en ekki tiltekið hve mikil fjölgunin skyldi vera, enda skyldi það ífara eftir isamkomulagi. Vesturveldin voru hins vegar and víg fjölgun. . Það kom strax fram á þinginu, að tillaga Rússa um að hafa 82 fulltrúa í nefndinni, liafði ekki byr, því að menn óttuðust að svo fjölmenn nefnd jTði of þung í vöfum og stanf hennar of áróðurs- kennd. Hins vegar hlaut tillaga Ind verja um nokkra fjölgun í nefnd inni, allgóðar undirtektir, því að menn viðurkenndu, að skipun nefndarinnai- væri óeðlilega hag- stæð vesturveldunum. Einkum hlaut þó tillaga Indverja aukið fylgi eftir að Rússar lýstu því yfir nokkru éður en málið fcom til lokaafgreiðslu, að þeir myndu ekki taka þátt í störfum afvopnunar- nefndarinnar óbreyttri. EFTHt þessa yfirlýsingu Rússa, 'hófst mikið samningaþóf að tjalda baki og bar þar mest ó fulltrúum Indverja, Kanadamanna, Júgó- slava og Norðmanna. Vesturveld in voru mjög treg til að fallast á fjölgun í nefndinni, en létu þó smám saman undan siga. Að lok- um töldu Indv. sig hafa náð fullu saimkomulagi, sem var á þann veg, að nefndin yrði skipuð 25 fulltrúum, og fluttu þá Indland, Dag Hammarskjöld Kanada, Júgóslavía, Japan og Sví- þjóð tillögu um að nefndin yrði skipuð fulltrúum eftirtalinna rlkja: Argentína, Ástralía, Bandaríkin, Bretland, Belgía, Brazilía, Burma, Egyptaland, Frakkland, Indland, írak, Ítalía, Japan, Júgóslavía, Kanada, Kína, Kolumbía, Panama, Pólland, Mexico, Noregur, Svíþjóð, Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Túnis. ÞEGAR til. þess kom að greiða atkvæði um þessa sáttatillögu Ind lands o. fl., reis fulltrúi Rússa upp og lýsti yfir því, að stjórn hans gæti ekki sætt sig við þessa skip- un nefndarinnar. Þessi yfirlýsing Rússa kom Indverjum mjög á ó- vart, því að þeir töldu Rússa vera búna að fallast ó tillöguna, en eft- ir það munu rússnesku fulltrúarn- ir á þingi S.Þ. hafa fcngið ný fyrirmæli. Hún fjallaði á þá leið, að Rússar myndu geta sætt sig við skipun nefndarinnar, ef enn væri bætt þessum sex ríkjum í hana: Austurríki, . Bulgaría, Ceylon, Finnland, Indónesia, Súdan,. Af hállfu fulltrúa Finnlands og Austurríkis var þá strax lýst yfir, að þessi ríki óskuðu ekki eftir að taka þátt í störfum nefndarinnar vegna hlutleysisafstöðu sinnar. Atkvæði féllu svo þannig, að samþykkt var með miklum meiri- n bluta tillaga Indverja o. fl. um, að afvopnunamefndin yrði sfcipuð fulltrúum áðurnefndra 25 ríkja. Hins vegar var feld með miklum at kvæðamun tillaga um að bæta við þeim sex ríkjum, sem Rússar höfðu viljað fá til viðbótar. Fuil- trúar Rússa lýstu þá yfir þvd, að þeir myndu ekki taka þátt í störf um afvopnunarnefndarinnar, ÞESSI afstaða Rússa vakti mik il vonbrigði á þingi S. Þ. og þó al- veg sérstaklega rneðal fulltrúa hinna hlutlausari ríkja, sem höfðu eytt miklinn tíma tii að koma. á samkomulagi um þetta nnál og töldu sig vera búna að ná tilætl- uðum árangri. Með hinni nýju skipan nefndarinnar var búið að ganga mjög langt til mófes við Rússa með þ\ú að bæta við í nefnd ina fulltrúum kommúnistaríkja og hlutlausra ríkja. í nefndinni voru t. d. pólitísk hlutföll orðin hag- stæðari Riíssum en þau voru, ef fallist hefði verið á þá upphaí- legu tillögu þeirra að, haía 82 ríki í nefndinni. Afstaða Rússa benti rnjög ’til þess, að þeir kærðu sig ékki að sinni um neinar áframhaldandi viðræður um afvopnúnármiálin á vegum S. Þ. Ef til vill - stafáði þetta áf því, aö þeir töldu slíkar viðræður draga úr áhuga fyrir fundi æðstu manna. HINA nýju afvopnunarnefnd S. Þ. hefir enn verið kölluð saman vegna framangreindrar. lafstöðu Rússa. Bak við tjöldii^ hefir vafa- laust verið mikið reynt til þess að fá Rússa til að fallast frá þessari afstöðu sinni og auðveida þehn það með einhycrri jMálpniðlw.n. För Hainraarskjölds til "Sfo'siívú er vafalaust m. a. farin í .þeim til- gangi að fá Rússa til að .breyta þessari afstöðu sinni. Þá hefir nokkuð verið rætt pm það, að fundur æðstu manna yrði með einum eða öðrum hætti haldinn á vegum S. Þ. Vafalaust ræðir Hammarskjöld einnig Um það atriði við hina rússnesku valdamenn. Það myndi árpiðanlega aulca til trú á einlægni Rússa í ■ þessum efnum, ef þeir tækju að nýju þátt í störfum afvopnunarnefndar S. Þ. og kæmu þar fram nieð já- kvæðar tillögur, en drægu í stað inn úr áróðursbréfum sínum varð andi fund æðstu manna. Þ.Þ. ’&AÐSTOFAM stór verkefni bíöa framund- an á sviði vegamálanna og má þar ekki vera um neina tilslökun að ræða, ef fleiri eöa færri byggðarlög eiga ekki að biða luiekki af. Refur bóndi skrifar. Hér koma nokkrir kveðlingar sem kveðnir eru að gefnu íil- efni. Lygalaup nokkrum lýsti ég á eftirfarandi hátt: Þessi maður innir ýmsu frá, andlegum hann lyftir þungum björgum. Finnst ei meiri lygalaupur á lengdar- jafnt sem breiddar- gráðum mörguin. Eftirfarandi staka er kveðin við Jón skósmið á Akranesi, en hann er góður kunningi minn: Jóni lof ég góðum get, glöðum vinnufjörgum. Hann hefir lengi lista vel lagað undir mörgum. Næsta vísa er kveðin að morgni sl. bolludags: Verið hafa víðast hvar vegir mínir krappir. Tii að forðast flengingar fer ég snemma á lappir. Kveðið um kosningar. Skömmu fyrir hinar nýafstöðuu bæjarstjórnarkosningar kvað ég: Moð í jötu margur fær, meðan deilan harðnar. Ýmsu er lofað oftast nær undir kosningarnar. Sjaldan neinn úr býtum ber býsn af skárra tagi. Oftast reynast efndirnar illa i meðailagi. Mannaferðír Magnúsar, . Eg dvaldist í jólaleyfi mínu í Staðarsveit á Snæfellsnesi og las m. a. bókina: Mannaferðir og fornar slóðir eftir Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, sem er hin prýðiiegasta eins ög allt, er hann rítar, því að hánn er fróð- leiksmaður mikill og yandur að heimildnm. Jólaorlofi mínu lýsti ég á eftirfarandi hátt:, Mér allir vinirnir votu góðir og veittu fæði og húsaskjól. Við Manoaferðir og fornar slóðir ég fékk mér unað um þessi jói. Sitt af hverju. Eítirfarandi visa þarf ekki skýr ingar við. Oft á iciðum ágirndar, ýmsra hjörtu brjálast, Rifst ei neinn um reiturnar, Refur þegar sálast. Þessi vísa er næst kemur er fyrir stuttu k\-eðin. Oft þó kvikan æði há ei með hiki neinu. Lífsins kviku-hrönnum á held é.g striki beinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.