Tíminn - 27.03.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.03.1958, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, fimmtudaginn 27. msúrr, lí)5fc Skíðamót á Húsavík HÚSAVÍK. — Skíðamót Iléra'ðs- samtoands Þingeyinga var haldið á Húsavík dagana 22. og 23. þ.m. Keppt var í bruni, svígi og göngu fyrir 15—17 ára þátttakendur. — Veður var óhagstætt þessa daga og varð að fresta stö.kk-keppni þess vegna. Einnig varð að fresta 15 fcm. göngu, þar sem þátttak- endur úr Mývatnssveit gátu ekki mætt vegna ófærðar, en þaðan voru langflestir keppendur skráð- ir t gönguna. Úrslit í torun*: Gisli Vigfússon, íþróttafél. Vöfsungur, 38,3 sek.; Óttar Viðar, umf. Gaman og alvara 44,2 sek. og Dagbjartur Sigtryggs- son, Völsungur, 45,4 sek. Svig: Gísli Vtgfússon, 75,2 sek., Dagbjartur Sigtryggsson, 75,8 sek. og Bjarni Aðalgeirsson, Völsúng- ur, 87,4 sek. 10 km. ganga 15—17 ára: Atli Dagbjartsson, 48,02 min., Tryggvi Harðarson, 48,05 mín. og Jón Gísla son, 48,46 mín.; allir úr Lauga- skóla. Þ.F. ijlllitlUllllllllllllllillllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiliilllilliiiiliililliiniiiiiiliiilliiiiiiiliiiiiiiiniiiiiiii Höfum kaupendur að Jepputn | IE , i og ymsum öðrum tegundum bila. BÍLASALAN, Laugavegi 126, sími 19723. s Geymið auglýsinguna. I -1 ■ i niiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm iiniiflliiiuiiiniiiiiiiiiiiiiEimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinfiiiiiiiiitiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | Góð jörð | helzt á Vesturlandi óskast. Nákvæm lýsing, verð | og greiðsluskilmálar, sendist í pósthólf 708. lunHiiiiiiiiiiiiuiiiiimmuiimimiiiiimmiiiiiimimiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiimnniimmimiiiiiiiiimiiiiiiiii wmiiiiiiuuiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiuiuiiiiiiiuiiiiiniuiiuiiiiiiuiiiiimmua Jörð til dbúðar Nýbýlið Fellsás í Breiðdalshreppi, S-Múlasýslu, er 1 Jaust til ábúðar í næstu fardögum. Jörðin er afbragðs fjárjörð, 5 km. frá kaupstað, | sveitarsími. Tún 5 ha. véltækt 12—18 ha. þurrkað | land. Á jörðinni er nýbyggt íbúðarhús úr steini, | dieselrafstöð 4% kw. . 1 Auk þessa verður selt, ef um semst, Farmall traktor diesel ásamt öðrum vélum og bústofn. | Umsóknum sé skilað til ábúanda jarðarinnar fyrir | 30. apríl. Árni Stefánsson, Fellsási. t= E 9 IHÍIIII(IIIIIIIIIIIIIIHIIIIItlll|ltllil!lll!llllllf|||||||||||llll||||||||||||||||||||||IIllllllllílillllllllllll|||||||||!llllllll|||||||||l Vettvangur æskunnar (Framh. af 5. síðu.) hverri grein, bæði ljósmyndir og teikningar, auk þess sem ein opna er ihetguð myndum úr félagslífi stúdenta. Félag frjálsfyndra stúdenta hef- ir færst mikið í fang með þessari útgáfustarfsemi, enda kostnaður við allt slíkt mikill, en „frjálslyhd ir“ hafa ekki látið neitt aftra sér, enda er málefnið gott og í von um að þeim gangi allt í hag á þessum vettvangi sem öðrum, óskum við þeim allra heilla á komandi tímum í baráttu við öfgar íhalds og komm únista. Bcekur oq hofunbor Á víðavangi (Framhald af 7. síðu). inn vafi leikur á því, að það er einhver foringi kommúnista, sem þarna hefir verið á ferð með penna sinn. Þetta er hótun, scm samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn- inni eiga að skilja. Þeir eiga að gera grein fyrir því, að komniún- istar hafa hættulegt vopn, sem eru verkalýðsfélögin og sú bar- átta, sem þau geta efnt til. Með gfein þessari sýna komm- únistar annars einkum eitt. Þeir eru sem fyrr staðráðnir í að láta verkalyðsfélögin þjóna hagsmun- um sínum og húsbændanna aust ur í Moskvu, en hirða ekki — frekar en áður — um liagsnium þjóðarinnar, þegar þeim býður svo við að horfa.“ í tiiefni af þessari hugvekju Vísis niætti gjarnan spyrja. Hvaða liagsmunum eru forkólfar Sjálfstæðisflokksins að þjóna, þegar þeir beita sér nú íyrir kaupkröfum og verkfölium innan verkaiýðsfélaganna? Hér liggur fyrir skýr yfirlýsing annars aðal blaðs Sjálfstæðisflokksins um það, að með því er ekki veri'ð að þjóna hagsmunum almenuings. Hvaða hagsmunum er þá verið að þjóna? Erlent yfiriit tFramhald af 6. síðu). og margra blaðamanna, sem oft hafa gagnrýnt Nixon áður. Þeir viðurkenna nú, að Nixon hafi í seinni tíð oft sýnt, að hann haf til að bera raunsæi og áræði, sem séu nauðsynlegt forseta Banda- ríkjanna. Ef Nixon tekst að treysta þetta álit áfram, getur hann reynzt demókrötum erfiður við- ureignar í forsetakosningunum 1960, en fullvist má nú telja, að hann verður þá forsetaefni repu blikana. Þ. Þ. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiimiiiiiimin Símanúmer okkar er 2 3 4 2 9 Hárgreiðslusfofan Snyrting, Frakkastíg 6 A, iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiin Þorsteinn Jónsson frá Ilamri: EíniSegt Ijóðskáld í svörtum kufli, Helgafell 1958. Þessi ungi menntamaður hefir lagt til atlögu við tind andans, og ég fæ ekki betur sóð en honum sækist allvel — þrátt fyrir erfiði og dulda hættu. Skáldið hefir skynjað að íífi'ð er „spor við þrep hins dauða“. Og við 'hrífumst af sporfimi hans í bröttum kliíum. — Augu sléttunnar fylgja honum eft- ir, og að eyrum hennav berast orð in af vörum skáldsins. Þessi und- arlegu, dularfullu orð, sem gefa hlútunum líf: Ég er að hugsa um andvarann þegar hann þaut um þurra blásna mela; auðn, einstaka hæð og laut, andar á sveimi, raddir; gráir sandar, gamlar vörður, héla á steinum; stund var síðan þú fcvaddir. Það er engin ástæða til að óttast um þcnnan unga fullhuga — hann mun spy-rna við broddum á réttúm tíma — réttu augnabliki, leiðin er ströng — torfærur margar, óg tind ur andans er hans lokatafcmark. Kristján RÖðuls. Stórmyndin „Stríð og friður“ fnim- sýnd í Tjamarbíói á páskum í gær var fréttamanni Tímans boðið að sjá stórmyndina, Stríð og friður. Eins og nafnið bendir til, er myndin gerð eftir einhverju mesta og sígildasta skáldverki heimsbók- menntanna eftir rússneska skáldjöfurinn Leo Tolstoj. Skáld- verkið Stríð og friður kom út á íslenzku fyrir nokkrum ár- um í þýðingu Leifs Haraldssonar. Það er Tjarnartoíó í Reykjavik, sem hefir fengið kvikmyndina til sýningar. Mun myndin verða frum sýnd á annan í páskum. Aðalatriðin. Geysilegur . mannfjöldi kemur fram í þessari mynd, enda nær hún yfir mikið svið, þótt enginn kost- ur sé að fylgja skáldverkinu nema í aðalatriðum. Eins og venjulega vöktu ýms umsvif við töfcu hennar mikla aöhygli og allur kostnaður við þau umsvif sagður gífurlegur. Hinu verður ekki neitað, að þetta er með skynsamlegustu stórmynd- um, sem hafa verið teknar, skrauti hvergi ofaukið og farið prýðilega með aðalefni skáldverksins. Vænt- anlega verður nánar gotið um þessa mynd síðar hór í blaðinu. ++*+/+***** HJÖRTUR PJETURSSON • b tv 03 BJARNI BJARNASON viðskiptafræðingár löggiltir endurskoðendur Austurstræti 7 Símar okkar - eru 1 30 28 og 2 42 03 Minning: Friðrika Þorgnmsdóttir Fædd 24. febrúar 1877, dáin 29, janúar 1958. i Fækkar nú óðúm þeim fulltrúum líSinnar aldar, sem fæddusf i lágreistum býlum ög skortinum kynfitusf, er fábreyttir dagar og frostnætUr langar og kaldaf viö fegurðarþyrsta og ijóðeiska æskuna minntust. Sú kynslóð var harðgerð og hafnaöi uppgjöf og kvíða — helkuldinn, myrkrið og þreytan var tímabundin — því fannst henni sjálfsagt að verjast í vökinni — og biða, unz vorið kæmi og opnaði lokuðu sundin. Þú óxt upp úr jarðvegi aldar, sem fátt hafði að bjóða íslenzkri lágstéttarkonu — en heimtaði mikið. Þú laugaðir hug þinn í heiðríkju sagna og Ijóða, — en hendurnar matreiddu, saumuðu og þurrkuðu af rykið. Hugur þinn leitaði, hógværa, fáorða kona, um hæðir og víddir, er mannlegri sjón eru duldar; kennt var þér ungri að ávaxfa sjóð þinna vona í eilífðarveðdeild — og stofna hvergi til skuldar. Dáði ég löngum þitt öryggi og elnbeitta vllja. — hve auðvelt þér reyndlst að hughreysta, milda og sefa, og hæfileik þinn tií að rekja til rótar og skilja ranghverfu mannlífsins — þola og fyrirgefa. Augu þín horfðu með hreinu og diarflegu bliki _<• mót himinsins Ijóma og jarðlífsins vandamálum, og það var sem illgirni og öfund af teið þinni viki, ofar þú Stefndir í fylgd með göfugum sálum. Samúð og skilningur orðum og athöfnum réði, alúð og hófstilfing leysfu úr margs konar vanda, dálítill erfiðisárangur vakti þér gleði, þú annarra launa ei krafðist þér sjálfri til handa. Hlédræga kona, þó sagan ei nafnið þiff nefni, þá nýtur þín framtið, þú studdir að samtíðar vonum, að mannúðin sigri, að minningin fram á við stefni; — mannkynsins traust er á vitrum og göfugum korium. S. B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.