Tíminn - 01.04.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1958, Blaðsíða 1
42. árgangiM”. Reykjavík, þriðjudaghm ,1. apríl 1958. 75. Wað. Þá skein sól í heiði Þessar myndir af hinum ungu sJúdentum tók Edvard Sigurgeirsson á Akureyri á fögrum sumardegi í Lysti- garSi Akureyrar. Það var 17. júní í fyrra, á skólaslita- degí Mermtaskólans á Akur- eyri, ocs ungu mennirnir eru þarna nýkomnir frá athöfn- inní meö stúdentshúfurnar á kollinum í fyrsta sinn, og blóm í hnappagatinu. Fagn- aS var merkum áfanga á ævibrautmni, en „nú reikar harmur í húsum og hryggð á |rjóðbrautum", er beir eru hprfnir burt á svo svipleg- an hitt. Bragi Egilsson Geir Geirsson Jóhann Möller • * Ragnar Ragnars 4 stúdeniar fórust í flugslysi á Oxnadalsheiði Cessna-flugvélin, sem saknað var, fannst mölbrotin skammt frá þjóðveginum á sunnudaginn Cessna-flugvélin, sem týndist á Iaugardagskvöld- ið, eins og skýrt var frá í sunnudagsblaftinu, fannst snemma á sunnudagsmorgun á OxnadalsheitJi. Haf Öi hún rekii't á snævihakitf landiÖ og mölbrotna'8. Fjór- ir ungir menn, sem meí> vélinni voru, fórust allir. Ein af flugvélum Flugfélags fslands fann fíakií, en leit- armenn úr Flugbjörgunarsveit Akureyrar komu aíS fiakinu litiu síSar og fluttu líkin í Bakkasel og síftan til Akui eyrar. Stúdentarnir, sem fórust, voru þessir: Bragi Egilsson frá Hléskógum í Höfðahverfi, nemandi í læknadeild Háskóla íslands, Geir Geirsson, stúdent, frá Djúpavogi, hann stýrði flug- vélinni, var skráður nemandi í lagadeild, en hafði í hyggju að gerast atvinnuflugmaður, Jóhann Möller, Reykjavík, nemandi í læknadeild, og Ragnar Ragnars, Siglufirði, nemandi í læknadeild. Séð vesfur ÖxrtadalsheiSi á sunnudaginn. Flugvélarflakið liggur á hvoifi við rætur Heiðarfjalls. Líklegt er að . það biE þ&r sem þjóðvegurinn er. En hann er allur hul-eins snert jörð áður. — (Ljósm.: Erlingur Davíðsson). inn djúpri fönrt. Förin á myndinni eru eftir beltisdráttarvélina, sem leitarmenn Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri notuðu til flutninga. Þegar myndin er tekin eru þeir farnir á brott með lik hinna ungu manna, en flakiS og merkin í snjónum eru eftir fil vitnis um hið hörmulega slys. Flakið af Cessna-flugvélinni í skaflinum á Öxnadalsheiði siðdegis á sunnudaginn. Vélin er mikið brotin og sam- an þjjöppuð. Annar vængurinn af. Spölkorn frá er djúp gryfja í fönnina þar sem hún nani fyrst við jörðu með aflr, en enr» lengra rák í snjóinn, þar sem hún hefir aðein ssnert jörð áður. — (Ljósm.: E Davíðsson) rlingur iÞrír hinna ungu manna voru 20 ára, einn 21 árs. Þeir voru allir bekkjarbræður friá Men.ntaskólan- um á A'kureyri og stúdentar vorið 1957. Erindi þeirra norður var að heimsaakja skólann og taka þátt í sikémimtifevöldi nemenda; senni- lega hafir einn iþeirra ætlað heim í pásfeafrí ivm leið. Átti að lenda kl. 6.40 Flugvélin, kennsluflugvél frá flugskólanum Þyt, gerð Cessna— 172, ný og vönduð vél, lagði upp f:*á Reykjavife laust fyrir kl. 5 og' stýrði Geir Geirsson vélinni. Ilann hafði einkafiugmannspróf, og var langt kominn að ljúka at- vinnu'fl ugm a nnspróf i. F1 ugtíni i norður var áætlaður 1 klst. og 45 mínútur, og lendingartími á Akureyri kl. 6.40. Á Akureyrar- flugvelli fóru menn að svipast um oftir vélinni um það leyti. En tíminn leið cg ekki kom flugvélin. Varð brátt ljóst, að eitthvað var að. Var þegar tekið að grennslast um ferðir vélarinnar og kom í ljós, að hún hafði farið fram hjá Ytri-Kotum í Norðurárdal á eðli- legitm tíima og stefnt á Öxnadals heiði, en ekki hafði orðið vart við hana í Bakkaseli, hinum megin iheiðafinnar. Lanst fyrir fel. 9 var ákveðið að hefja leit. Uin kl. 10 lagði flugbjörgunarsveit Akureyr ar af stað, og' um svipað leyti lagði Douglas-flugvél Flugfélags íslands upp með leitarmeivn úr Flugbjörgunarsrveitinni í Reyfeja- vik. Fóru þeir til Sauðárkróks og héldu þegar á bíluim inn Norðurár dal. Þrír leitarflokkar frá Akureyri Þrír leitarfiokkar lögðu upp frá Akureyri, alls 45 manns. Hafði Tryggvi Þorsteinsson leitarfor- ingi Flugbjörgunarsveitarinnar yf irstjórn á hendi, og var fyrir þeiin fiotkiki, sem fór á Öxnadalisbeiði og konv að flakinu. Annar flo'kk- ur, 11 menn undir stjórn Jóns Sigurgeirssonar frá Helluvaði fór á Hörgárdalsheiði, og þriðji filoikk urinn, undir stjórn Ríkharðs Þór- ólfssonar lagði á Hólafjall o-g Hóia dal. Flokkarnir skiklu menn eftir í byggð til aðstoðar, og voru all- ir nijög vel útbúnir nveð sjúkr.v- gögn og tæki. Læknir var vneð i förinni og fór hann með Öxna- dalslieiðarflokknum og kom með fyrstu mönnum að flakiuu á sunnudagsmorguninn. Mikil ófærS í Öxnadal Leitarmenn höfðu stóra og kraftmikla bíla, en ferðin sótíist seint enda versta ófærð. Þurfti að ýta og moka á löngum köflum. Var mjög til baga við þetta björg unarstarf að enginn snjóbíll er til á Akureyri eða í Eyjafirði. Ekki er hægt að kalla atofært á bílum lengra en að Engimýri. Þar fengu leitarmenn beltisdrátt arvél hjá Ásgríimi Ilalldórssyni bónda á Hálsi og var hún notuð til flut.nings fram að Bakkaseli. Voru leitarmenn á ferðinni látlaust alla nóttina og hröðuðu ferð sinni þó sem unnt var. Komu þeir í Bakkasel um kl. 6,30 á sunnudags moi'gun. Var þá fréttin urn fund (Framhald á 2. eíðu). timar TÍMANS eru Rltstjórn og skrlfstofur 1 83 00 BlaSamenn eftlr kl. 19: 18301 — 18302 — 18303 — 18304 í blaðinu í dag: Don Juan var andlega sjúkur, bls. 4. Eftirleit að Vatnajökli, bls. 7. Erlent yfirlit, bls. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.