Tíminn - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.04.1958, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, þriðjudaginn 1. aprtt'1958, Útgefandl: Framsóknerflokkurm* Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þrtr»min»ii« (ib.) Skrifstofur í Edduhúsinu vi3 Lindargötm. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusfml 12338. Prentsmiðjan Edda hi. Endurreisn biskupsstólsins í Skálholti «av ÞVÍ BER að fagna, að fyrir Alþingi hefur nú verið lögð tillaga um að toiskup landisins hafi aðsetur í Skál- holti. Tillagan er fiutt af 14 ■þingmönnum, sem eru úr öll um flokíkum þingsins. Sjálf- sagt er að búast við því að tillagan njóti almenns þing fylgis, j>ótt fiutningsmenn- irnir séu ekki fleiri og engin annarleg sjónarmið fái nú truiflað framgang hennar. Slik tillaga dagaði hins veg- ar uppi í fyrra, enda þótt hún væri þá flutt af þingmönnum úr öllum flokk um. Slíkt má ekki endurtaka sig nú. Meginrökin fyrir flutningi biskupsstólsins að Skálholti em tvö. Önnur eru þau að veita Skálholti aftur forna virðingu sína og varðveita tengtslín við söguna. Hin eru þau, að tryggja þjóðkirkj- uimi fomstumann, sem ekki sé of bundin skrifstofustörf- uim og ýmsu vafstri í höfuð- staönum, heldur geti sem ræst hélgað sig hinni and- legu leiðsögn kirkjunnar. FLUTNINGSMENN áður- nafndrar tillögu segja í greinargerð fyrir henni, að góðlu heilli hafi nú veriö haf- ist handa um endurreisn Skálholts með byggingu veg- legTar kirkju þar og myndar legs Ibúðarhúss. Það sé vel fariö, að svo hafi verið á málum haldið við endurreisn stáðarins, að sá húsakostur, sem þar hefur verið reistur, gæti hæft hinu tigna em- bætti biskupsins yfir Íslandi. ÖH nútímaþægindi eru fyrir hendi á staðnum: Vegir í all- ar áttir. Brú yfir hið mikla fljót Hvitá; sími, raforka, jarðhiti. Læknir búsettur hið næsta. Fjölbyggt og frjósamt hérað umhverfis. Fjarlægð frá höfuðstað íslands tæp- lega tveggja tíma akstur í -biíreiö. Ró og tign íslenzkrar náttúru hvílir yfir staðnum, og sögulegar minningar vakna þar við hvert fótmál. FLutningsmenn. minna á hvemig stofnun biskupsstóls í Skálholti bar að höndum. ■ Gisur ísleifsson biskup lét reisa kirkju í Skálholti, þrít- uga að lengd, og vígði hana Pétri postula. Hann lagði kii-fkjunni til mörg gæði, bæði í löndum og lausafé, og kvað á síöan, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, með- an ísland væri byggt og kristni má haldast. Þær fram kvæmdir, sem undanfarið hafa verið gerðar í Skálholti, gera það mjög vel kleift að farið verði eftir þeim fyrir- mælum, er fylgdu gjöf Giss- urar biskups. Hinar kirkjusögulegu minn ingar, segja flutningsmenn ennfremur, sem tengdar erú Skálholti, og sú lind guðs- trúar og mennta, sem þaðan streymdi, var aflvaki is- lenzku þjóðarinnar um dimm ar aldir ánauöar og öreiga- mennslu undir útlendu valdi; þar sem kirkjan var hin guölega móðir þjóöarinnar og hennar ljós í lágu hreysi. Við slíka háborg rslenzkr- ar menningar sem Skálholt var á liönum öldum hefir þjóðin skyldur að rækja — skyldur við fortíðina og við sjálfa sig í nútíö og framtíð. ÞÁ SEGJA tflutnings- menn að telja beri vízt, að með tíð og tíma byggi þjóð in upp á hinum sögulega stað fjölþætt menntasetur, eftir því sem þörf þjóðar- innar krefur og geta leyfir. En byi'junin hlýtur að verða sú, að flytja biskup hinnar íslenzku þjóðkirkju í Skál- holt og gefa staðnum þann- ig aftur þaö líf og þá tign, sem hann áður hafði í vit- und kynslóðanna. Konungs- tilskipun frá 29. apríl 1785 kvað svo á, að biskupsstóll- inn skyldi færður frá Skál- holti og settur niður í Reykja vik. Konungstilskipunin er í raun og veru freklegt brot gegn sögulegTi hefð og grund vallarrétti kirkjunnar, eins og Gissur biskup lagði hann með góðu samþykki allra í uphafi hinnar kristnu kirkju sem stofnunar hér á landi. Skylda Alþingis til að gera fyrirmæli Gissurrar biskups gildandi aö nýju er því aug- ljós. Og telja má víst, að sögúþjóðin, sem byggir þetta þetta land, mundi fagna. slikri ráðstöfun af hendi hins aldna löggjafarþings. GREINARGERÐ sinni Ij úka flutningsmennirnir meö þessum oröum: „Skálholt er í sögu og sam- tíð eign allrar þjóðarinnar. Ný vegsemd Skálholts eyk- ur frama hennar og getur orðiö kirkju landsins nýr afl vaki og stutt og eflt andlegt lif og siöræna menningu komandi kynslóða. Nú, þegar farið er að sjást fyrir endann á þvi, að lokið verði hinum miklu bygging- um i Skálholti, kirkju og biskupssetri, þá þykir flutn- ingsmönnum þessarar til- lögu orðið meira en tíma- bært að Alþingi ákveði, að biskup Iandsins hafi aösétur í Skálholti.“ Það er vissulega orðið tíma bært að endurreisa biskups- stólinn í Skálholti. Næsti biskup íslands á að verða Skálholtsbiskup. Þegar aö því kemur, aö rétt þykir að hafa biskupsembættin tvö, á hinn biskupinn að sitja á Hólum. Vel mætti hugsa sér, að Hólar yrðu aftur biskups setur, þegar 900 ár verða liðin frá stofnun biskups- stólsins þar. Meö þessu móti verða böndin ekki aðeins hnýtt við sögu fyrri kyn- slóða, heldur kirkjunni sköp uð tra/ustari andleg leiðsögn, sem hún og þjóðin munu sannarlega þarfnast á þeim timum sem eru framundan. ERLENT YFIRLIT: Eftir kosninguna í Torrington Nær Frjálslyndi flokkurinn oddastöðu í brezka þinginu? í ERLENDUM blöðum er nú imikið rætt um úrslit aukakosn- ingarinnar í Torrington-kjördæmi, sem fram fór á fimmtudaginn var, og lauk með sigri frambjóðenda frjálslynda flokksins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1929 sem frjáls lyndi flokkurinn vinnur þingsæti í aukakosningu. Þar sem frjáls- lyndi flokkurinn hefir að undan- förnu aukið mjög fylgi sitt í auka ikosningum, hefir sigur hans í Torrington mjög eflt þá spá- dóma, að flokkurinn kunni nú að rísa upp aftur og ná verulegri á- hrifastöðu í brezkum stjómmálum. Það kemur að vísu ekki til í ná- inni framtíð, að flokkurinn nái meirihluta á þingi, en hitt er ekki útilokað, að hann geti náð odda- aðstöðu þar. Að því vun hann lí’ka vafalaust stefna í næstu kosningum. VIÐ NÁNARI athugun verða þó varla dregnar neinar ályktanir um þetta af úrslitunum í Torring- ton. 'Frjálslyndi flokkurinn hafði þar að mörgu leyti góða aðstöðu. Torrington er bændakjördæmi, þar sem flokkurinn hefir löng- um haft sterkar raatur. Þegar hann bauð þar seinast fram, fékk hann um 10 þús. atkv. Rétt fyrir aukakosninguna nú, lækkaði ríkis- stjórnin verð á landbúnaðarafurð- um, og hlaut fyrir það verulega andúð bænda. Við þetta bættist svo, að frambjóðandi Frjálslynda flokksins reyndist mjög snjall á- róðursmaður, en studdist auk þess við frændsemi og forsögu, er dró að honum athygli kjósenda. Frambjóðandi frjálslynda flokks ins var Mark Bonham Carter, 36 ára gamall bókaútgefandi í Lond-1 on. Móðir hans hefir lengi verið | einn helzti leiðtogi Frjálslynda ílokksins, en faðir hennar var Asquith, sem var um skeið for- sætisráðherra flokksins. Systir Bonham Carters er gift Jo Gri- mond, þingmanni Orkneyja og núv. formanni þingflokks Frjáls- lynda flokksins. Eftir að hafa stundað nám í Eton, gekk Bonham Carter í herinn, og barðist í einni frægustu hersveit Breta á stríðs- árunum. Þjóðverjar tóku hann höndum, en honum tókst að sleppa úr gæzlu þeirra og varð frægur fyrir. Síðar varð hann góðkunn- ingi Margrétar prinsessu og voru þau um skeið orðuð saman. Af þeim ráðahag varð þó ekki, því að Bonham Carter giftist nokkru. síð ar fráskildri amerískri konu. Bonham Caríer hefir einu sinni áður boðið sig fram til þings. 1945, og hlaut þá allmikið fylgi. í kosn ingabaráttunni nú þótti hann sýna, að hann hefði erft marga helztu liæfileika móðui-afa síns sem stj órnmálamaður. ÚRSLIT aukakosningarinnar í Torrington voru ekki aðeins óhag stæð fyrir Éhal/Lflokkinru, sem missti þingsætið, heldur lika fyrir Verkamannaflokkinn, sem lækkaði verulega í atkvæðamagni, þrátt fyrir 10% meiri kosningaþátttöku nú en 1954. Úrslit aukakosninganna, sem fram haífa farið í Bretlandi undan farið, bera þess merki, að veruleg óánægja ríkir nú með báða aðal- flokkana. Þessi óánægja veldur sennilega mestu um fylgisaukn- ingu Frjálslynda flokksins. Það er annars ekki óalgengt, að brezk- ir kjósendur láti slíka óánægju í ljós í aukakosningum með því að fylkja sér þá um ýmsa smáílokka. í almennum þingkosningum snúa þeir hins vegar yfirleitt baki við smáflckkunum og skipa sér í sveit- ar aðalflokkanna. Sú reynsla veld ur því, að Frjálslyndi flokkurinn verður nú að taka sigrum sínum með hóflegri bjartsýni. EF niðurstaðan yrði sú, að Frjálslyndi ftokkurinn hefði svip að fylgi í næstu almennum þing kosningum og hann fær nú í auka 1 ’l... ' * > ' Mark Bonham Carter kosningunum, myndi það örugg- lega hafa í för með sér ósigur íhaldsflokksins. Frjálslyndi flokk urinn fær nú fylgi sitt aðallega frá honum. Tækist Frjálslynda flokknum hins vegar ekki að vinna þingsæti að sama skapi, myndi þetta örugglega tryggja sigur Verkamannaflokksins. Eins og nú horfir, byggjast sigurhorfur Verka mannaflokksins meira á þvi, að fylgi andstæðinga hans sundrist þannig en að hann auki raunveru lega fylgi sitt. íhaldsmenn byggja nú vonir sín ar á því, að þeir kjósendur, sem nú kjósa Frjálslynda ílokkinn, komi til þeirra aftur í næstu kosn ingum. Ef svo yrði, myndu úrslit þeirra geta orðið tvísýn. Frjáls lyndi flokkurinn treystir hins veg ar á það, að í mörgum kjördæmum verði frambjóðendur hans taldir sigurvænlegri en frambjóðendur íhaldsflokksins og þvi muni and sósíalstar fylkja sér um þá til að hindra sigur Verkamannaflokks- ins. Úrslitin í Rochdale og Torring ton styðja þessar röksemdir þeirra. Á þennan hátt gera þeir sér vonir uim að geta fengið oddaaðstöðu á þingi. SIGUiRHORFUR Frjálslynda flokiksins í næstu almennum þing kosningum munu að sjálfsögðu fara mjög eftir þvi, hvernig hann hagar stefnu sinni og vinnubrögð- um fram að þeim. Eftir kosninga- sigra hans að undanförnu, mun flokknum verða gefinn miklu meiri gaumur en áður. Því er ekki að neita, að stefna flokksins virðist að ýmsu leyti nokkuð óljós. í innanlandismiálum telur hann sig mjög andvigan vax andi íhlutun og höftum rfkisins og vilja efla frelsi og framtak einstaklinganna á allan hátt. í þess um áróðri gengur hann jafnvel öllu lengra en íhaldsftokkurinn og í sumum tilfellum lengra en raun sætt er. Þá hefir flokkurinn tekið það upp i stefnuskrá sína, að koma á hlutdeild verkafólks í arði og rekstri fyrirtækja, og virðist sú stefna háns eiga fylgi að fagna. í utanríkismálum leggur hann mikla áherzlu á gott samstarf lýð ræðisrikjanna, en telur það vera nú bundio of einhliða við víg- búnaðinn. Grimond sagði nýlega í ræðu, að hann hefði takmarkaða trú á fundi æðstu manna, því að allt benti til, að það myndi laka langan tíma að ná samkomulagi við Rússa. Þess vegna ættu um- ræðurnar ekki að snúast svo mjög um slíkan fund, heldur bæri lýð ræðisríkjunum fyrst og fremst að snúa sér að því að éfla sitt eigið samstarf á sviði stjórmnála, menningamriála og efnahagsmála. í sambandi við kjarrrorkumálin- vii’ðlist FrjáPtslytndi fiokkurinn helzt aðhyllast þá stefnu, að Bret ar afsali sér þeim og láti Banda ríkjunum einum eftir af vestur veldunum að hafa þau með hönd iun. Bretar geti betur fullnægt hluta sínuan í hinum sameiginlegu vörnum með þvi að sinna öðrum þáttum þeirra. ÞÓTT það hafi rnikið að segja fyrir Frjálslynda fickkinn, að hann geri stefnu sína ljósari og raunhæfari en hún virðist á rnörg lun sviðum rni, gctur það þó serini lega reynzt honurn þýðingarmcst, að forustumönnum flokksins tak ist að vinna sér álit og traust. Brezkir kjósendur virðast ekki sið ur miða val sitt við persónur en stefnur. Báðum aðalflckkunum há ir það nú, að þeir eiga ekki neina sérlega viðunkennda eða vinsæla foringja. FrjáMynda ftakknum er (Framh. á 8. síðu) 7?AÐSrOFAN Hundahald í Reykjavík er bannað. Ýmislegt má að Reykjavík finna en að einu leyti hefir hún þó skarað fram úr öðrum höfuð- borgum og sýnt á sér mcnningar- brag meiri en al'dagamlar stór- borgir útlanda. Yfirvöldin hafa bannað hundahald í bænum. Bæj arbúar hafa látið sér það vel líka og ekki annað að hoyra cn allir væru ánægðari. Reykvíkingar eru ennþá það miklir sveitamenn að að þeir vita hver er hinn rétti staður hundsins, sveitin og eng- inn annar. Þar kemur hundurinn að gagni og þar unir hann sér bezt, sveitin er hið upprunalega umhverfi liundsins, hann á ekki heima í borgum og bæjum frem- ur en sauðkindur og kýr. Fínar frúr með hund í bandi. Nú upp á síðkastið liefir þess orðið v*rt að fóik er farið a spóka sig hér á götum með hunda í bandi og jafnvel laushlaupandi. Einkanlega eru það virðulega frúr ,sem tekið hafa upp á þess- um ósið og eru sýnilega stoltar af því. Vér vitum ekki betur en að hundahald sé bannað í lög- sagnarumdæmi bæjarins en samt fær fólk að spásséra óáreitt með dýr sín um göturnar. Erlendis er mikið um hunda á götum stór- borga og fylgja þeim ails kyns ó- þrif og sóðaskapur, sem ekki er þröf að lýsa nánar hér. Þar eru hundar jafnvel í meiri metum en mannanna börn, sérstök vísinda- grein að ala þá upp, sérstakt mataræði fyrir hunda, þó að fólk verði að láta sér nægja það sem að kjafti kemur, þar geta menn rakið ættir hunda sinna iangt aft ur x aldir, þótt þeir viti engin deili á sinni eigin ætt, þar eru sérstakar stofnanir, sem sjá um að baða hunda, snyrta þa og snurfusa eftir nýjustu tízku, og eru oft hreinustu pyndingar- stofnanir. Hundarnir eru gej-mdir í hlýjum stofum á mjúkum þúð- um; þeir missa fljótt hið upp- runalega eöli sitt og verða ekki annað en geðlausir og leiðinleglr kjölturakkar eliegar sálarlífs- ástand þeirra snýst upp í hreina geðveiki. Það eru ill örlög einum hundi að veslast þannig upp í umhverfi, sem er andstætt allri hans náttúru. En fólk spyr ekki um það, því er mest í mun að geta státað af ættstórri skcpnu og hreinræktaðri, hundurinn er í stórborgum lítið annað en virðing artákn, er gefur til kynna hvar rnenn eru staddir í þjóðfélagsstig- anum likt ag bíiar, loðfeldir og klúbbmerki. Það er illa farið, ef hér á nð viðgangast sá ósiður að teyma veslings dýr í bandi um stein- lagðar stéttir o-g malbikaðar göt- ur. Við skuhxm vona, að yfir-völd- in sjá sóma sinn í þvx aö koma f veg fyrir að hundaástin breið.ist hér meir út en er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.