Tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.04.1958, Blaðsíða 6
T í MIN N, fimmtudaginn 10, apríl 1958 6 , Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Simar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðsliusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. -------------------------------------------- -- - ---- Innvortis eða útvortis? MORGUNBLAÐINU fer stundum eins og hómópat- amrni í Þórðar sögu Geir- mundssonar. Það læzt ekki vita lif andi ögn um það, hvað gengur að sjúiklingnum. „Er það innvortis eða útvortis?“ spyr hómopatinn og Gröndal læbur bæði Þórð og Odd í Fólagsgarðinum láta sem þeir hafi ekki minnstu hug- myrad um það. Maðurinn er að eðlisfari hraustur. Þótt hann hafi látið í sig tunnu- sefck af sætabrauði, „basil- isteus úr overheadmjöli frá gróssera Guðnasen og finn- gálkn úr gerpúlveri frá Kryger“ kemur það ekki máli við þá. Hraustur skal hann vera, og sjúkdómurinn, „sem gengur með ógurlegum skell- um og skruðnmgum“ einn ó- skaplegur leyndardómur. MORGUNBLAÐIÐ stend ur gáttað eins og hómopat- inn. Það þykist sjá að eitt- hvað ami að í efnahagsmál- um og þjóðarbúskap og læt- ur eins og það sé einn „tor- kennilegur sjúkdömur“ og í meira lagi óvæntur. Þjóðar- líkaminn var sem sé ákaf- lega hraustur og vel upplagð ur um það leyti, sem Ólafur Thors skildi við hann síðast. Búskapurinn var „blómleg- ur“. Hvaða undarlegu óhljóð og skruðningar eru það þá, sem berast að eyrum i dag? Morgunblaðinu dettur ekki í hug að setja það í samband við fyrra lífemi. Það er bara eittíhvað tilfallandi, líklega ákoma frá vondum mönum, sem tóku við stjórn úr hendi Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar. „Þáð lítur út eins og það ætli aö verða dúr- klöb“, sagöi hómopatinn og ráðlagði meðöl samkvæmt þvl. Sjúkdómsgreining Morg- unbiaðsins er einmitt úr þeirri skúffu. ÞEIR, SEM lesa skrif Morgunbl. um „blómlega bú- íð“ hálfu öðru ári eftir strandið, segja e. t. v. við sjálfa sig sem svo: „Blómlegt bú? Hvernig má það vera? Var ekki talað um strand? Var ekki strandkapteinninn þjóðfræg persóna?11 Það er eins og jafnvel hjartaprúð- ustu íhaldsmenn rámi eitt- hvað í þetta. En þeir lesa sér ekkert til um þetta í Mbl. Þessi blaðsíða þjóðarsögunn ar er þar ekki til frekar en ævisaga Bería fyrir finnst í rússn. alfræðioröabókinni. — Erfiðleikarnir í dag eru bara „tilfalllandi“, og eiga sér eng . ar rætur í fortíðinni segja . hómópatar íhaldsins. SJUKDOMUR Þórðar Geirmundssonar var aö lok- um rakinn til mataræðisins og hagfræðileg rannsókn þj óðarlikamans rekur vand- ræðin til atburða og at- hafna liðsins tíma. Maginn þolir ekki tunnusekk af bakkelsi og hagkerfi þjóðar innar ekki þá meöferð, sem það fékk i stjómartíð íhalds ins. Saga um strand veröur ekki afmáð, þótt takist að koma skipinu af skerinu. — Ef farkosturmn hefir lask- azt við strandið, segir þaö til sln. Menn sjá þetta líka og- viðurkenna ef þeir staldra við og ihuga það. Um stjórn- arskiptin síðustu var fyrir- sjáanlegt fjárþrot hjá ríki og atvinnuvegum. Útveginum var haldið gangandi um sinn með loforðum um upphætur, en enginn eyrir handhær til að innleysa loforðin. Þaö varð hlutverk þessarar stjórnar aö taka á sig þá víxla. Framkvæmdamálin voru stöðvuð. Sementsverk- smiðjan, sem nú er senn aö hefja framleiðslu var alger- lega peningalaus og stöðvuð í miðjum klíðum. Raforku- framkvæmdirnar úti um land voru raunverulega stöðvaðar, enginn eyrir var tittækur til áö hefja Sogs- virkjunina. Lán úr fiskveiöa- sjóði og ræktunarsjóði voru veitt upp á framtiðina, í trausti úrlausnar síðar. — Þannig var umhorfs á öllum sviðum. Þj óðarbúskapurinn var kominn í strand, vand- ræðunum var velt yfir á framtíðina og yfir á heröar þeirra, sem tóku við stjórn. SJÚKDÓMURINN var því ekkert leyndarmál um stjórn arskiptin. Hann var öllum augljós. Það er því ekkert merkilegt, að hans verði vart í dag og ýmsir heyri tor- kenniiega skruðninga og skelli. Það er aðeins eðlileg afleiðing þess, sem á undan er gengið. Þegar Mbl. spyr eins og hómópatinn: Er þaö innvortis éða útvortis, er emg inn meöalgreindur íslending ur í vandræðum með að svara spurningunni. Sjúkl- ingurinn hefir hvorki dottið eða verið barinn. En hann hefir „gróteskar innantökur" af skiljanlegum ástæðum. — Og um fjas Mbl. um „blóm- legt bú“ hæfir ekkert betur cn þessi orð úr Þórðarsögu; y „Putt, hér ducar ekkert sniksnak“. Skrafið um blóm- ann og hreystina fvrir hálfu öðru ári er ekkert nema ómerkilegt snakk og áróður. Þokast aS réttu marki í Gení ÞAÐ MÁ TELJA einna augljosastan árangur af ráð- stefmunni um landhelgismál in í Genf, að Bretar hafa á nokkrum vikum þokast úr 3 mílna landhelgi í 6 mílur og hefði það þótt ótrúleg saga um það bil, sem löndunar- bannið var sett. Raunar þyk- ir þetta ótrúleg saga enn í dag. Brezk blöö votta, að hin nýja afstaöa brezku stjórnarinnar hefir komið gersamlega á óvart. Þetta undanhald Breta sýnir þó, að nú þokast að réttu marki i landhelgismálinu. Það sýnir líka, að í viðskiptum stór- veldis og smáriiús má rétt- lætið sín stundum minna en ERLENT YFIRLIT: Utanríkisráðherra á f jórða áratug Josel Bech hefir mjög aukiÖ álit Lúxemborgar á alþjóðlegum vettvaisgi NÝLEGA var sagt frá því í út- lendum blöðum, að Josef Bech, forsætis- og utanríkisráðherra í Luxemburg hefði óskað eftir að láta af störfum sem forsætisráð- heri'a, en myndi verða utanríkis- ráðherra áfram. Ástæðan til þess, að Bech óskaði aftir að losna við stjórnarforustuna, var ekki sögð sú, að iieilsa eða aldur væri honuni að meini, enda þótt hann sé orðinn 71 árs, heldur vekti það fyrir hon- um að geta gefið sig einhliða að utanríkismálum og þó einkum þeim þætti þeirra, sem snertu auk- ið samstarf Evrópuþjóða á sviði efnahagsmála og stjórnmála. Þótt yfirleitt hafi ekki iborið mikið á Bec'h á 'sviði alþjóðamála, nýtur hann þar mikils trausts þeirra manna, sem mestu ráða. Því veldur Ihin milda reynzla hans og farsæl stjórn á utanríkismálum Luxemburg. Beeh hefir nú verið léngur samfleytt utanríkisráðherra cn nokkur annar maður í Evrópu eða samfleytt í 32 ár. Hann tók þátt í störfum Þjóðabandalagsins gamla á annan áratug og hann hefir tekið þátt í störfum Sam- einuðu þjóðanna, Atlantshafs- bandalagsins og Evrópuráðsins frá upphafi. Hann hefir og tekið mik- in þátt í hinum ýmsu efnahágs- samvinnustofnunum, er hafa ris- ið upp í Vestur-Evrópu eftir síð- ari heimsstyrjöldina. Vegna þeirr ar miklu reynzlu, sem Bech hefir öðiast, og þess álits, sem hann nýt ur, er jafnan mikið tillit til þess tekið, sem hann hefir íram að færa. Hann gætir þess líka vei, að hann er fulltrúi litils ríkis og 'hefir sig því -ekki í frammi, nema hann haíi eitthvað sérstakt til mál anna að leggja og eftir að hafa hlustað vandlega og kynnt sér það, seim aðrir höfðu haft fram að færa. Mál sitt flytur hann lika þannig, ag það styggi helzt eng- an. uðu þar með harðri hendi. Öflug mótspyrnuiireyfing reis gegn þeim en þeir 'bældu hana m. a. niður með því að flytja fjölda fólks úr landi. Talið er, að Þjóðverjar hafi flutt um 30 þús. mann frá Luxem 'burg 'á stríðsárunum cða meira en 10% íbúanna. JÓSEF Bech er fæddur 17. febrúar 1887. Faðir hans rak lít- inn banka og hafði því aðstöðu til að styrkja son sinn til náms. Bech stundaði laganám bæði við há- skóla í Sviss og París og hóf mál- ■flutning að loknu námi. Fljótlega sneri hann sér þó alfarið að stjórn málunum. Hann var fyrst kosinn á þing 26 ára gamall og hefir átt þar sæti síðan. Á þingi varð hann brátt einn af leiðtogum kristilega fiokksins. Hann varð ráðherra fyrst, er hann var 34 ára gamall. Fimm áruni síðar varð hann for- sætis- og utanríkisráðherra. Hann hefir verið utanríkisráðherra stöð- I ugt síðan og oft forsætisráðherra. |Á stríðsárunum dvaldi Bech er- ekki um ráð fram. Dugnaður og hyggindi hans hafa líka hlotið al- menna viðurkenningu í . Luxem- burg. Hann er manna alþýðlegast ur i viðmóti. Venjulegast gengur hann á morgnana tii stjórnarskrif stofunnar og heilsar þá fjölda manna á leið sinni. Hann hefir alla tíð lifað' óhrotnu Tífi og bor ist litið á. Áður fyrr stundaði hann golf og veiðar í tómstundum sín- um, en nú hefir hann lagt hvort tveggja að mestu á hifluna og fer nú helzt í gönguferðir út um sveit ir, þegar hann tekur sér hvíld frá störfum. Hann heilsar þá upp á fólkið, sem er að vinna á ökrum SÍnum,*og dregur það etoki úr persónulegum vinsældum hans. A síðari árum hefir hann lagt stund á að safna gömlum málverku :n og á hann orðið gott málverka- safn. Bech er kvæntur maður og á tvo uppkomin börn, son og dótt- ur. Heimilislif hans hefir verið mjög gott og hefir oft verið gest- kvæmt á heimili hans, því að flokksbræður hans hafa vanið þar mjög komur sínar. Heima fyrir er Bech sagður hrókur alls fagnaðar og segir þá oft ýmsar kýmnisögur. Bech þykir léttur og þægilegur sainkvæmismaður. Á RÁÐSTEFNUM leggur Bech ekki mikig til niála, eins og áður segir, en hins vegar er vel tekið eftir því, sem hann segir. Hann telur oft kjark í þá, sem gerast óþolinmóðir, og hvctur menn til að gefast ekki upp, þótt ferðin gangi stundum hægt í því sambandi minnir hann stundum á sérstaka hátíðagöngu í Luxetn- burg, setn fer þannig fram, að menn ganga fimm skref áfram og síðan þrjú til baka. Þegar illa hefir horft, hefir Beeh stundum sagt lausnarorðið. Þatmig íeit t. d. út fyrir það, að Kol- og stál- bandalag Vestur-Evrópu' myndi LUXEMBU31G er annað minnsta ríkið, sem tekur þátt í alþjóðleg- um samtökum, næst á eftir íslandi. Það hefir hehningi fleiri íbúa en ísland eða utn 320 þús, en er marg fallt minna að flatarmáli eða utn 2590 ferkm. Luxemburg er hins- vegar auðugt land, því að þar eru miklar járnnámur og landbúnað- arskilyrði góð. Landið er mjög vel ræktað og iðnaður er þar á háu stigi, m. a. alhnikill stáliðnaður. Atvinnuvegirnir ’bera þess merki, að þjóðin sé dugleg og framtaks- söm. Þingið í Luxemburg er skipað 52 þingmönnum eins og Alþingi íslendinga. Ráðherrar eru h.ins- vegar tveimur fleiri en hér. Þing- menn eru kosnir til sex ára, en þó þannig, að helntingur þingsins er kosin með þriggja ára millibili. Eftir kosningarnai* 1954 höfðu kristilegir sósíalistar 26 þingsætr, jafnaðarmenn 17 þingsæti, demó- kratar 6 þingsæti og kommúnistar 3 þingsæti. Undanfarið ‘hefir samsteypustjórn kristilegra sósíal- ista og jafnaðarmanna farið með völd. Luxemburg fylgdi lengi vel hlut leysisstefnu og var því til árétting ar ákvæði í stjórnarskránni um hlutleysi landsins. Þrátt fyrir her- nám landsins í fyrri 'heimsstyrjöld inni, var hlutieysisstefnunni fylgt áfram. Árið 1948 var hlutleysisá- kvæðið fyrst numið úr stjórnar- skránni, svo að landið gæli gerzt aðili að varnarbandalögum. Reynsl an í síðari heimsstyrjöldinni hafði breytt viðhorfi þjóðarinnar til hlut leysisstefnunnar. Þjóðverjar her- riániu landið vorið 1944, og stjórn- lendis, ásamt ríkisstjórninni, eða á meðan landið var hcrnumið af Þjóðverjum. Bech er sæmilega máli farinn, en þó ekki ræðuskörungur. Hann hefir einkum unnið sér traust með hinni hógværu og hlýlegu fram- komu sinni. Menn gera sér ljóst, að þar er maður á ferð, sem rasar stranda á ósamkomulagi um það, hvar aðalstöðvar þess skyldu iverða. Hvernig væri að hafa þær í Luxemhurg til bnáðabirgða, sagði þá Bech. Á þetta var fallist. En allar horfur eru nú á, að bandalagið muni hafa varanlegt aðsetur þar. (Framhald á 8. síðu). 'SAÐsromN valdið. — Þegar stórveldi lieimta 12 mílur tala Bretar um 6; þegar smáríki talar um 4 mílur er það sett í j bann. Ráðstefnan í Genf I minnir m.a. á þessa stað- 1reynd. Auglýsingar í útvarpinu. PÉTUR sendir þennan pistil: — „Um páskana heyröi ég æsilegar augiýsingar í útvarpinu. Þær voru frá tímariti um flugmál. Hefir amerísk flugvél _ misst kjarnorkusprengju yfir íslandi? spurði útvarpið fyrir hönd tíma- ritsins. Spurningin er lieldur fjarstæðukennd. Hér eru engin kjarnorkuvopn í Iandinu og verða ekki. En hvorki útvarpið né tíma ritið svöruðu spurningunni. Þau eftirlétu hlustendum að glíma við gátuna. í annarri tilkynningu frá sama tímariti var æsileg frétt um ferðalag í sundurskotnum fiugvélarskrokk yfir íslenzkri byggð. Eg er ékki að hneyksl- ast á þessum auglýsingum í sjálfu sér. Sölumaður hefir smurt kryddinu heldur þykkt á. Það er allt og sumt. En þessi hi-yliingslestur varð til þess að beina athygli minni að reglugerð inni um útvarpsauglýsingar. —■ Varla finnst skrýtnara plagg á voru iandi. Er þá langt jafnað. Bann á sjálfsögðum hlufum. ,.í ÞESSARI reglugerð er bann- að að nefna orðið dans. Það er ámóta synd og að nefna gengi í Þjóðviljanum. En það má „skemmta“ í samkomuhúsum hringinn í kring um l’and, og hljómsveitir Kalla og Jonna mega „Ieika“ til eyrnagamans fyrir unga fólkið. Útvarpið út- breiðir þennan vísdóm af stakri alúð fyrir eitthvað um fimm krónur orSið og leggur þannig sinn skerf fram til almenns vel sæmis og mcnningar. Það er líka bannað í þessari reglugerö að dagblöðin fái ;að birta auglýs- ingar í útvarpi ef í þeim er fjalL að um efni'blaðanna. Af því gæti hlotist hroðalegt hlutleysisbrot. Þannig gæti Tíminn til dæmis ekki auglýst það í útvarpi að blaðið í dag flytti fréttir og myndir af því að amerísk flug- vét hefði raunverulega' misst kjarnorkusprengju yfir íslandi. En tímarit um flugmál getur lát ið útvarpsþul margendurtaka spurningu um, hvort amerísk flugvél haíi gloprað niður kjarn orkusprengju rétt við nefið á okkur og 'látið óíðan vera að svara spurningunni.“ Hjákatlegar aðfarir. „ÞETTA ER dæmaiaust 1 hjákát- legt. Auðvitað á að afnema þetta lieimskuiéga auglýsingabann. Ef menn vilja greiða 5 kirónur fyr- ir orðið eiga þeir að fá að gera það innan almennra reglna lun orðbragð og velsæmi. Ilitt er .fá ránlegt, að láta tímarit sem Pét ur og Páil gefa út fá lausan tauminn í útvarpinu, en setja dagblöðin, sem öll þjóðin les, í bann. Eitt á yfir alla aö ganga.“ Pétur telkur upp hanzkann fyr- Ir blöðin með myndarskap og er furða, hversu lengi þau liafa ver- ið þögul um þetta skammtaða óréttlæti útvarpsins. —Finrmr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.