Tíminn - 27.04.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, sunmidaginn 27. apríl 1958. Úfgefandl: Framsóknarfloickwrlnig Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Mraiixesis (tk.) Skrifstofur í Edduhásinu vi8 Undargð&B. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 1K3M (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Aígreiðsluatml 1237$. Prentsmiðjan Edda ÍLt StóriSja og erlent fjármagn ÞEOAR umræöurnar um landlrelgismálaráðstefnuna í Gerrf og efnahagsvandamál- in hér heima fyrir, standa sem hæst, er settur fundur hér í Reykjavík, sem hefir þaö hlutverk aö fjalla um möguleika á þungavatns- framleiðslu á íslandi. Efna- hagsmálin og landhelgismál- ið eru stórmál og nátengd. Nauðsynlegt er að ræöa þau og skoða frá öllum hliðum. En þaö má aldrei gleymast, að þriðja stórmálið er líka á dagskrá, þótt hljóðara hafi verið um það. Það er aukin hagnýting náttúruauðlinda landsins og stóriðja á þeim gruiKlvelli. Þær umræður, sem nú eru að hefjast hér í Reykjavik um þungavatns málið, eru af þessari síðast- töldu grein framtíðarverk- efnanna. Þær opna sýn til nýrra möguleika og áður ó- þekktra. Þær minna á, að vatnsaflið og j arðhitinn eru orkugjafar, sem framtíö þjóðarinnar mun byggjast á í vaxandi mæli, jafnhliða því, sem undirstaða hinna gömiu atvinnugreina er gerð traustari með verndun fiski- miðanna og nauðsynlegum lagfæringum i efnahagskerfi þjóðartxúsins. Þær undirbún ingsviðræður, sem nú fara fraan hér, skera ekki endan- lega úr um framtíð þessa máls. En með þeim er því þokað áleiðis. Einn þáttur þessa mikilvæga máls er þar með kominn nokkuð á veg. En fieiri bíða rannsóknar og úrlausnar. í TENGSLUM við þessi mál er spurningin um erlent fjárma<gn, og þá aðstöðu, er yið viljum veita tii þess að það létti undir í þeirri upp- byggingu, sem við viljum kejipa að. Um þessa hlið máisins hefir lítið verið rætt. Hér er rikjandi mikil tor- tryggni gagnvart erlendu kapitali i landinu og aðstöðu sem það kynni að skapa. En þaö hefir lítið verið útskýrt, að ýmsar nágrannaþjóðir hafa langa reynslu í þessum efmtm og hafa búið svo um hnútana að erlent fjérmagn Irefir reynst afigjafi í sókn til betra lifis, án þess að þvl fylgdu nokkrir verulegir ann markar. Hér í blaðmu birt- ust nýlega úrslit skoðana- könnunar í mörgum löndum eimnitt um þetta efni. Hún sýndi að meirihluti í ná- lægum löndum telur erlent fjármagn til heilla í atvinnu legii uppbyggingu, enda er þá svo um hnútana búið, að innlend stjórnarvöld hafa tögi og hagldir í þeim skipt- um, jatfnhliða sem þau tryggja, að þeir, sem fjár- magnið leggja fram, hafi í senn öryggi og sæmilegan arð. Það hlýtur að reka að því að íslendingar verða að gera þetta dæmi upp og á- kveða, hvort þeir vilja leggja út á þá braut að efla hér stóriðju, með því að fá er- lent fjármagn til að vera lyftistöngina. Raunar er aug ljóst, að verulegt átak í þessu efni, verður ekki gert nema lagt verði út á nýja braut að þessu leyti. Innlend fjármagnsmyndun er alls- endis ófullnægjandi til að standa -undir stórfelldum framkvæmdum í sambandi við stóriðju, og beint lánsfé til slíkra framkvæmda mundi torfengiö. Þá er þriðja leiðin sú, að mynda félagsskap við erlenda aðila, sem yfir kapitali ráða, til framkvæmdanna, með þeim tryggingum á báða hóga, sem samkomulag yrði um. Þessa leið hafa ýmsar þjóðir farið með góðum árangri, t.d. Norðmenn. Ætti að vera tiltölulega auðvelt að rata rétta leið í þessum efnum méö leiðsögu þeirra, sem langa reynslu hafa að baki. Um þessi mál hefir svo lít- ið verið rætt og ritað hér, að upplýsingar eru af skorn- um skammti. Liklega yrði það því notadrjúgur undir- búningur til að auka hagnýt ingu náttúruauðlinda lands- ins, ef unnt væri aö upplýsa þetta mál og auka skilning á þvi, að þarna er leiö sem nauösyn ber til að rannsaka og liMegt er að sé fær til gagns fyrir alla. VITASKULD er ekki um það að ræða, að fjármagn frá öðrum löndum muni streyma inn í landið undir eins og okkur þóknast að opna dyr í hálfa gátt. Til þess að erlent fjármagn, sem við þin’fum mjög á að halda, leiti til okkar, þurfum við að koma fjárhags- og efnahags málum okkar sjálfra í fast- ara og öruggara horf en gilt hefir hér um skeið. Óvissa um þróunina í innlendu efna hagslífi, umfram það, sem óumflýjanlegt er og sam- bærilegt við það sem annars staðar gerist, mundi stífla þessa farv^gi þótt aðrar að- stæður væru fyrir hendi. — Málið er því margbrotið og vandasamt. FUNDURINN, sem hér er hafinn um þungavatnsfram leiðslu, er óbeint tengdur þessum málum. Hann leiöir hug manna frá hinum al- memiu efnahagsmálaumræð um og landhelgismálinu, meðan þar er upprof, að möguleikum nýrrar uppbygg ingar, að aukinni fjölbreytni atvinnuveganna og traustari efnahagsafkomu. Hann getur því orðið til- efni til að taka öll þessi mál á dagskrá. Vísindamenn og tæknifræðingar þjóðarinnar hafa bent á ýmis atriði. Þar eru til dæmis möguleikar á stóriðnaði við stærstu fall- vötn landsins, þar er hag- nýting hveraorku til efna- vinnslu úr sió og af landi, vinnsla verðmætra bergteg unda og sitt hvað fleira. — Þegar rannsóknum lýkur og fullnaðarniðurstöður liggia fyrir, er lióst, að fiármasn til framkvæmda skortir. Þá er að velja hina beztu leið. Að lokinni kynnisför til Bandaríkjanna Dr. Victor Urbancic var nýlega kominn heim úr kynn- isferð tii Bandaríkjanna, sem hann fór í boði utanríkisráðu neytisins í Washington, er hann andaðist. Hann vann að því síðustu dagana, sem hann lifði að semja grein um ferð- ina, er hann ætlaði að senda Tímanum til birtingar. Hon- um entist ekki aldur til að Ijúka við hana. En frú Mel- itta Urbancic hefir eigi að síður góðfúslega látið blað- inu hana í té. Þessi síðasta blaðagrein dr. Urbancic fer hér á eftir: Nýkominn hekn eftir tveggja niánaða dvöl í Bandaríkjunum á vegum Department of State og Committee on Education, verð ég að þakka báðum þessum stofnun- um hjartanlega fyrir þessa mjög athyglisverðu og áníEgjuríku ferð. Ég fór fyrst og fremst til að kj’nna mér leikhúsmál þar fyrir vestan, eða í New York, því að allt, sem ég eá á þessu sviði, gerðist í New York, að einni sýningu í svo- nefndu „interracial“ theatre í Cleveland burtséðri. Óperur á skiljanlegu máli Meðan ég var þar, var einmitt eifct atriði mikið tii umræðu: á sviði Metrópólítan-óperu eru nú orðið 50% af söngvurunum banda- rísikir, og er ekfci hægt að ganga framhjá óskum óperuunnenda á neinu sviði. Yfirleitt er því svo varið, að fólfc vill miklu fremur láta sýma sér þætti úr óperum á ensfcu, þar sem það getnr fylgzt með því, sem gerist. Hafa jafnvel svo háttsettar stofnanir sem Metro- politan hætt við að ráða franska söngvara til að syngja á frönsku og láta nú meira að segja syngja sumar Mozart-óperur á ensku. Þanig eru a.m.k. nokfcrir forráða- menn mjög hlynntir því að setja á svið góðar enskar sýningar, sem oftast vantar, eins og t.d. dr. Fred. Fall í Washington, Kurt Adler í San Francisco og mr. Boris Gold- ovsky í Boston. Sá síðast nefndi hefir bent á það sem höfuðatriði, að hver söngvari verði a.m.k. að skilja hvert orð, sem hann segir, þá verði sýningin lifandi, — ann- ars sé það vitleysa að fcenna banda aiskum söngv’urum að syngja á máli, sem hvoifci þeir skOja til fulls né heldnr fólkið. Þannig eru llka aliar sjönvarpssýningar óper- anna á ensku, en af þeim sá ég aðeins „Rigoletto“. Sýningar á Broadway Þær sýningar, sem ég bafði sér- staklega gaman af að hlusta á, voru aðallega „musical“ sýningar. Af þeim onörgu sýningum, sem þar var úr að veljá, sá ég fjórar: „West-Side Story“ eftir Bemstein, „My fair lady“, „The musicman is in town“ og „The Coromation of Poppea'*. AUar þessar sýningar hafa iþað sameiginlegt, að dansinn er þar svo ■mikill, að við getum varla hafizt handa um að gera nofcfcuð slífct hér, enda eru léik- ■stjórar þeirra oftast dansstjórn- endur. Alveg sérstök var sýningin á balletti Menottis í City Centre Opera, „The unicorn, the gorgon and the manticore", en þar er kór í gryfjunni, sem syngur með sýn- ingunni, og er verkið mjög skemmtilegt. Þvi miður heyrði ég ekki neina sýningu á óperum, sem eru aefðar í sfcóliim utan New York, en ég sá ágætar æfingar, t.d. á „Ariadne“ í Juilliard skól- anum í New York. Ennfremur heyrði ég hljóm- sveitir í flestum borgunum og mun hér aðeins nefna tvær: í Palo Alto í Kaliforníu, þar sem konsert meistarinn G-loria Val lék Beethov- en-konsertinn undir stjórn hljóm- ■sveitarstjórans Sandor Salgo, og í Julliardskólanum í New York, þar sem Olegna Fuschi lék einleik í 3. píanókonsert Bartoks undir stjórn Jean Morels. Dr. Victor Urbancic segir frá kynnum af auí- ugu menningarlífi vestan hafs Dr. VICTOR URBANCIC Hljómsveitirnar Af hinum frægari hljómsveitum Bandaríkjanna bevrði ég þær allra frægustu, og mundi þá ef til vill veita Cleveland-Orchestra undir stjórn G. Szeil 1. sæti, en strax ■þar á eftir Philadelphia-Orchestra undir stjórn Ormandy. Einnig var Bernstein ágætur í túlkun á „Vor- hél>gi“ Stravinskys, og kunningi íslendinga, Robert Shaw, sem túlk aði bæði nýtt verk eftir Yardou- mian og Weber-tilbrigði Hinde- miths. Af frægustu hljómsveitar- Stjórunmn eru enn rnargir útlend- ir: 4 eru ungverskir, 2 bandarískir, 2 spánskir, 2 ítalskir, 2 austur- rískir, 1 franskur og 1 tékkneskur. Eitt er það atriði, sem mér finnst vert að minnast á, en það er, 1) að hin fræga „bandaríska“ uppsetning hljómsveitar var ekki notuð af þeim hljómsveitarstjórunum Kube- lik, Ormandy, Szell og WaLter, en hljómsveitir þeirra eru einmitt með frægustu bandarískum hljóm- sveitum, og 2) að hijómsveitir þessara sömu stjórnenda voru ekki upphækkaðar, þannig að áhorf- andinn sá aðeins fiðlurnar úr saln- um! Sérstaklega gaman fyrir mig var að kynnast ágætum organleikur- um, sem eru smám saman að kynna sér þær nýjungar og breytingar, sem menn giera hér. Þegar eru fcomnir fram nofckrir organsmiðir, sem fara nýjustu leiðir, eins og t.d. Campholt í Cleveiand, Shlick- er í Buffaio og Otito Hofmiann í Austin, Texas. Hér verð1 ég sér- slaklega að þakka þær ágætu leið- beiningar, sem hinn bandaríski organleikari Power-Biggs lét mér í té, en hann er öllum íslending- urn vel kunnur af tónleikum sín- Aim hér. Rætt um ísland Það varð cfcki hjá þvi komizt, að ég yrði beðinn um að kynna mönn- um nokkuð ísland í Bandaríkj- unum, og verð ég að þakka íslenzka sendiráðinu i Washington sérlega fyrir að lána mér bæði kvikmynd og tónband af íslenzkum þjóðlög- um, en þetta tvennt notaði ég við fyrirlestra, sem ég hélt í Wash- ington (2), Philadelphiu (2), New York (2), Chicago og BLoomington. I Oakland á vesturströndinni (Framhald á 8. siðu) 'BAÐSromA/ Rínarlög og stökur. GUÐMUNDUR Jósafatsson skrif- ar: „Siðastliðinn laugardag blust- aði ég á söng Karlakórs Reykja- víkur í Gamla bíói, og mun ekki hafa verið einn um þá aödáun. Þá sögu ætla ég að flestir er þar voru inni mundu staðfesta. Þó kom þar fram atriði, sem bæði vakti undrun mína og gremju. Þegar kórinn söng rimnadanslög Jóns Leifs og söng „Ætíð finn ég ylinn í ómi sumra braga“ — fór mér eins og smalamanni Þorkels háks að ég undraðist ... — Eg fór að leita í söngskránni. Jú — um það var ekki að villast, þar stóð það svart ú hvítu, að svona hefir Þorsteinn ErJingsson kveð- ið. í einfeldni minni rengdi ég þetta, jafnvel þó að ég hefði þetta fyrir framan mig. En á sunnudaginn barst mér í hendur skilagrein fyrir því hvernig stæði á þessu. Þá birtist í Þjóðviljanum greinarkorn eftir höfund lagsins, sem á að vera svar til Björns Franzsonar, er hafði vítt til'tækið í Þjóðviljanum. Játar Jón Leifs þar að hafa „orkt“ upp visu Þor- steins. Hann kveðst hafa „sam- ræmt hugsunina við áherzlu lags- ins með því að tónsetja þannig.“ En hann bætir svo við í auðmýkt: „Einhver betri úrlausn kann að vera möguleg/ Það er raunar furðulegt litillæti af manni, sem hefir hlotið „opinber verðlaun fyrir að hotna vísur“, aö því er hann vitji með því gefa til kvnna að þessi nýja útgáfa visunnar eigi ekki rætur að rekja ,að ó- tíndu dusilmenni í ljóðagerð. En tilgangurinn var að „heiðra skáld ið“, segir Jón. Og sæmdin sem Þorsteini er veitt, er ekki skorin við nögl. Jón tekur eina af feg- urstu vísum hans — og er þá ekki skammt til jafnað, — og rek ur í hajia ótelgðan hortitt, svo ótelgðan að hann lætur ekki nægja að afskræma hugsun vís- unnar, heldur grípur hann og til þess að' afstuðla hana, — hleður liana l\rti, sem Þorsteinn mun hafa verið fiestum skáldum við- kvæmara. — Sér er nú hver heið- JOn SEGIR: „Rimnalag og vísnr eiga að vera ein heild.“ Taltvert er til í þessu. Og því verður ekki neitað, að honum virðist ekki alls varnað' i þessu eftit. Hann hefir fundið að vísan átti ekki heimá undir þessari lagasyrpu hans, og þvi tekið það ráð, að hengja hana þar á hartitt. En það rélt- lælir ekki að henni sé troðið þar inn sknrmskældri. — Gerir aff- eins misbyrmingu hennar marg- þættari og alltaf á sömu lund. ■— Jón segir enn: „Vísa skál'dsins var auðsjáanlega ekki ort við lag“. Athyglisverö staðhæfing af (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.