Tíminn - 27.04.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1958, Blaðsíða 9
TÍ siíMuttlagiuti 27. a^iíl 155*. 9 Þrettánda stúlkan Saga eftir Maysie Greig 22 Frú Carey var lítil og -þreytu leg kona, en afar vingjarnleg. Hún samþykkti fúslega, að Klara fengi herbergið'. Litlu siðar fór Klara aftur 'til Jekrffstofui^nar o-g- nú í prýðilegu skapi. í kvöld myndi hún segja frú Franklin ,.aö hún hefði fengið sér herbergi og fljúti þaðan á morgun. Hún þóttist vita að frú Frank lin yrði fegin, en Ned Frank- lin mundi sjálísagt mótmæla. En síðar um kvöldið, þegar hún og hr. Franklin sátu í bílnum á leið heim og hún sagð’i honum frá því, sagöi hann aðeins: — Það er fyrir- tak, Klara. Eg er fegin að heyra að þér hafið útvegað yður gott herbergi. Þá flytjið þér náttúrlega á morgun? — Já. Það er að segja, ef það hentar yður og frú Franklin. Hann horfði andartak í augu hennar, en leit svo und an. — Já, já, vitanlega hent- ar það okkur. Og' satt að seg.ia finnst mér það góð hugmynd. Hann ræskti sig vandræða- lega. Hún var undrandi. Þessi orð voru ólík honurn sem allt- af hafði verið svo vingjarn- legur og gestrisinn. Hafði hún verið of uppáþrengjandi? Hvernig gæti það verið þar sem hún hafði aðeins dvalizt á heimili hans einn einasta dag. Kvíði og einmanaleiki sótti aftur að henni og hún óskaði nú, að hún hefði beðið frú Carey um að fá að flytja sti-ax í dág, þá hefð'i hún ekki þurft að 'fafa aftur til heim- ilis frú Franklin. Frú Franklin og Júdit sátu báðar úti á svölunum, þegar þau komu. — Þú kemur seint hrópaði frú Franklin til manns síns,— þú verð'ur að skipta um föt. Veslings Albert skilur sjátfsagt ekki, hvers vegna við erum ekki komin. — Ég er hræddur um að ég geti ekki komið með, sagði hann. Eg er neyddur til að vinna- í kvöld og auk þess á ég von á nokkrum þýðingarmikl- um símtölum. Þið verðið að afsaka fjarveru mina við Ashton og segja að ég vilji gjarnan koma seinna. — Ef þú þarf að vinna, pabbi, viltu náttúrulega aö Klara verði þér til aðstoðar, skaut Júdit inn í létt á brún. — Nei, það vil ég alls ekki, sagði hann snöggt. Ég vil að Klara fari með ykkur og skemmti ser. Jæja, þá ættúð þér að flýta ykkur upp og skipta um föt. Við erum begar orðnir allt of seinar, sagöi frú Franklin 'þurrlega. Klara óskaði að hún þyrfti ekki að fara með. Ilún var dauðþreytt, en henni fannst hr. FfankHn vilja aö hún færi og tautaði: ég verð tilbúin eft- ir nokkrar mínútur, frú Frank lín. Hún flýtti sé upp í her- bérgiö sitt og meðan hún skipti um föt reyndi hún að hugga sig með að ekkert væri aö en samt . . . en hve hún hún yrði fegin þegar hún losn- aði héðan og flytti til frú Carey. Albert kom út til að taka á móti þeim og henni datt aftur í hug, hversu fríður hann væri. Hann þrýsti höiid hennar og sagði lágt: Það er mjög ánægjulegt að þér gátuð kom- ið', ungfrú Wislow. Ég er ákaf- lega glaður vegna þéss. Klara gladdist við hina vin- gjarnlegu kveðju hans og þeg- ar þau komú' iiíh í stofuna var hún komin í ágætis skap. Nokkrir vinir hans voru þar fyrir. Stofan var blátt áfram, en smekkleg búln húsgögnum og á Ijósmáluðum veggjunum hékk fjöldinn allur af hesta- myndum. Ashton bauð gestum sínum glas af vermouth og siðan var snæddur kvöldverður. Eftir máltíðina fluttu gest- irnir sig út á svalirnar, því að veður var rnilt og tunglið varp- aði skærri birtu á umhverfið. Vinir Alberts voru alúðlegir við' Klöru ög aúðheyrilega boðnir til acf.hitta hana og bjóða hana velkomna til Bandarikj anna. J-ienni þótti vænt um, hvað fólkið var vin- gjarnlegt og fanhst hún nú í fyrsta sinn eftir komuna til Whashington vera velkomin. Hún var Albert Ashton þakk- lát og varð honum enn þakk- látari, þegáf 'hann kom til hennar skömmu síðar og spurði hana lágum rómi, hvort þau ættu að koma og líta á hesthúsin hans. Hún tók boð inu og þau gfihgu hlið við hlið út að hesthúsunum. Albert kailaði á hvern hést með nafni og þeir stungu snoppunni út um giugganáeog hann klapp- aði þeim blíðlega. Svo snéri hann sér að Klöru og brosti blíðlega. — Já, þettg, eru nú börnin min. Ég mun sakna þeirra, þegar ég verö sendur burtu. Ég mun einnig sakna hússins, hélt hanh áfrani. Það hefur alltaf verði beimili mitt. Hér er ég fæddur, faðir minn er fæddur hér afi minn og lang- áfi og svo framvegis. Finnst yður það skrítið, ungfrú Wislow? — Já, aö' sumu leyti, svaraði hún hægiátlega. Ég héit að fölk byggi ekki á söftiu stöð- um kynslóð fram af kynslóö hér í Ameríku. Ég hélt að hér breyttist allt næstum ár hvert og fólk væri' sífellt að ílytja sig úr stað. Ert mér þykir vænt um að þér sögöuð mér þetta. Það er eins og landfð hér minni mig þá meira á mitt eigið land en ég hélt til að byrja með. Hér er mjög fagpjt. — Fellur yður hér? spurði hann ákaft. Það gleður mig að heyra. Mig langaöi einmitt til að yður félli hér. Undarlegt, finnst yður ekki, — því aö ég hef aldrei ýður hitt fyrr en i gj ærkvöldi. En ég hef hlakkað til að hilía ýúur i allan dag — j á, ég hef verið eftirvænting- arfullur eins og skólapiltur. Nú finnst®5ð.ur ég ágengur? '— Neiv-swaraði Klara blátt áfram. Það4innst mér ekki. Hann tók um hönd hennar og þrýsti hana fast. — Mér-þykir vænt um að yður finnstég ekki of ágengur. Og nú le.yfið þér mér ef til vill að segjá dálitið meira, fyrst ég er-byrjaöur. Ég vona aö þér leýfið mér að hitta yður oft á næstunni, og ég vona að okkur muni geðjast hvoi't að öðru, Klara — eruð þér mót- fallnar því að ég kalli yður Klöru? Mig langar til að bind- ast konu áður en ég fer og mig langar til aö henni þyki vænt um mig. Skiljið þér, mig lang- ar svo að vita af einhverjum, sem ég get hugsað um með'an ég er í burtu. En ég er auðvitað of fljótur á mér, en sannleik- urinn er að ég hef aldrei hitt konu, sem ég hef orðið veru- lega hrifinn af. Að minnsta ekki fyrr en nú ... Hann þagði og þrýsti hönd hennar fastar. — Nei, . . . byrjaði Klara en þagði síðan og vissi ekki hvað hún átti að segja. Það var engin ástæða til að honum félli ekki við hana — og henni við hann . . . nema hugsunin um dökk augu og kaldhæðnis- legt bros . . . ó, hve hún þráði innilega að geta gleymt hon- um. . . . Hann beið litla stund en sagði siðan: Er það einhver annar, Klara? Eruð þér kannski trúlofaöar? — Nei, ég er ekki trúlofuð . . og það er enginn annar, svar- aði hún ofurlítið hranalega. — Ég hef verið of fljótur á mér. sagði hann afsakandi. Ég hefði ekki átt að segja allt þetta nú í kvöld — en, en þér eruð svo falleg þar sem þér standiö þarna í tungsljósinu, svo . . . svo heillandi og fersk. Og hann beygði sig skynd- ilega niður að henni og kyssti hana blíðlega á munninn — svo blíðlega og frekjulaust að hún gat ekki reiðst honum. — Þér megið ekki vera reiö, ég gat ekki annað . . . KomiÖ þér . . . Hann tók undir hand- legg hennar . . . við verðum að fara aftur til gestanna. Skömmu eftir að þau Albert komu inn aftur, lýsti frú Franklin yfir- þvi að þær yrðu að fara heim. Konurnar þrjár voru þögular á heimleiðinni. Klöru fannst hún örmagna á sál og líkama.Svo margt hafði gerzt þennan stutta tíma síð- an hún kom. Hún gekk beint upp til hei'bergis síns, en þegar hún ætlaði að fara að’ afklæða sig var barið að dyrum. Það var Júdit. Hún var föl og örvæntingar- svipur á andliti hennar. Fyrsta hugsun Klöru var, að einhver hefði skyndilega veikzt og stúlkan væri komin * til að sækja hana. — Er nokkuð að, Júdit, spurði hún. — Og þér spyrjið, hvort nokkúð sé að', sagði Júdit. Hún hló hálfkæfðum hlátri. Þér spyrjið, hvort nokkuð sé að, endurtók hún. Þér — þér spyrjið um það — eftir það sem þér hafið gert í kvöld. — Hvað hef ég gert í kvöld? spurði Klara undrandi. Júdit skipti litum og augu hennar skutu gneistum. — Ég vissi að þér værúð hræsnari, hrópaði hún. Ég vissi svo sem að þér mynduö reyna að.láta eins og ekkert væri, en ég sá til ýðar — sá yður og Albert niðri hjá hest- hiisunum. Ég sá, að hann kyssti yður. Yður gagnar ekki, að þykjast ekkert skilja. Ég sá til yðar. Ég sá, hvernig þér reynduð að tæla hami frá mér, WW/A\\W.V.V.W.V«V.V,,.V.-IVV.V.WAV,,.V.V.V.*J Happdrættisskuldabréíin kosta aðeins með 134 krónum Fyrsti útdróttur vinninga í happ- drættisláninu fer fram 30. apríl. Verða þá dregnir út vinningar í flugfargjöldum að upphæð Á næstu 6 árum verða dregnir út vinningar í happdrættisláni Flugfélagsins að upphæð samtals hr. 1,8 miUjpnir k Tryggið yður happ- i drættisskuldabréf / strax í dag / Látið ekki happ úr hendi sleppa W.'.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.W.V.V.VAVWAVAVja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.