Tíminn - 13.05.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.05.1958, Blaðsíða 7
rí-M-I-NN, þriðjudaginn 13. maí 19i8. 7 í lofti: I Tveimur hrossum bjargað > Kíúkkan hálfellefu árdeg- is, daginn eftir öskudaginn var ég kallaður í síma. Það var Sigurjón Sveinsson bóndi í Bakkakoti í Vesturdal. Hann bað mig að fara í leitarflug með Birni Pálssyni um Hofs- afrétt. Hann hafði hringt um morguninn og ætJaði að vera á Sauðárkróki um hádegi. Ég sagðist vilja gera þetta, þótt ég væri óviðbúinn að . fara að heiman, en mér var samt um og ó. Ég kunni ekki við að auglýsa það fyrir sveit- inni að ég þyrði ekki að fljúga, því almenningur hefir jafnan tahð hvers konar hræðsiu til ræfildóms. Hann Leifur er á leiðinni, sagði Sig- urjón, þú ferð með honum í jepþanum til Sauðárkróks. Ég bað um vatn og fór að raka mig, því ekki þótti mér viðeigandi að fara skeggjað- ur inn í eilífðma, ef svo skipaðist. Eg var ekki búinn að raka mig þegar 'Leifur kom og þó sagði Sigurður bróðir minn að við mund um nausnasí komast út eftir í tæka tíð, þri áð 'hann var nýlega búinn að fara á jeppa til Sauðárkróks og var á fjórSa tima. Vegurinn frá Varnnahiíð til Sauðárkróks var ófær,.en farið austur yfir Hólminn og út Bkmduhlíö, sem er miklu lengri teið. Góður undirbúnirtgur Klukkan var sjö mínútur yfir ellefu þegar við Leifur lögðum af stað. Yegurinn var seinfarinn, hvergi foein fyrirstaða, en sums staðar a?oru svro djúp hjólför að kúlan strauk býnginn. Lítið frost var og daginn áður hafði gert blota svo vatn i4 á veginuni hér og hvar, einkum 4 'Blönduhlíð og Hegranesi. Leifur hraðaði föf eins og hann þorði, en nakkrir meinleysislegir vatnspyttir gerðu okur ónotalegar skfáveifur. Þó kastaði tólfunum á austur-eyiendinu. Þar skall jepp- inn ofau í svo djúpan vatnspytt að allt ‘sem í honum var tók loft- köst. Eg fékk högg á lærið og höf- uðið. Þetta var góður undirhúning ur, hugsaði ég. Eftir þetta gekk ferðin sæmilega á leiðarenda. Og við vorum iá undan áætlun, ekki 6 mínútian eins og Bretar, þegar þeir gerðu innrásina í Frakkland, heldur heilan klukkutíma. Við höfðum verið rétta tvo tíma á leið inni. Þýzkt stál Eg faraðaði mér inn í flugaf- greiðsluaa hjá Valgarði Blöndal. Björn Pálsson var þar og búinn að bíða eitthvað. Hann sagði til sín og ég virti fyrir mér þennan fræga mann, sem ekki virtist vita það sjálfiuyen bauð sérstaklega góðan þokka við fyrstu sýn. Þá förum við, .sagði Björn. Árni Blöndal spurði um flugáætlun. Björn tók upp bort, Mið-Norðurland og Mið- ísland. J-ú, leiðin lá inn að Hofs- jökli austanverðum, nálægt 111- viðrishtrjúkum og tíminn tvær klukkustundir. Síðan gengum við lit á vígvöllinn, en enginn ró eða öryggistil£inn.ig var innra með mér. Eg þdkkti engan flugmann, nema drengiun hann Skúla frænda minn en þó. vildi. ég ekki. fremur vera i flugvél hjá öðrum en Birni Páls- syni, vegna þess trausts, sem hann nýtur með mönnum. En leið Björns lá »þó inn í eilífðina eins og annarra. Og Ámundsen fórst í leitarflugi, eftii- frægðarfarir sín ar um heimskautalöndin. Eg fór að liugleiða, hvað ég hefði með mér, sexn að gagni mætti koma ef slys bæri að höndum. Eg ihafði gamlan vasabníf með þýzku vöru- merki. Annað hafði ég ekki. Um langan tima höfðu menn haft mikl ar mætur á stáli og mér fannst ég vera stór í allri minni smæð, þó ég væri ekki grár fyrir járn- um. Flugmeistarinn sagði: þarna er hross, og það var orð að sönnu Hjá kofanum vií Orravatnarústir hímdu tvö hross af þremur, sem þeir leituÖu Björn Pálsson hjá vél sinni, nýkominn úr Græniandsferð. „Bara sætin og svo einhverjir vængir". „Harmabrautin" Veður var kyrrt og sólskin, en þó ekki alveg heiður himinn. Við stigum upp í flugvélina og hún rann mjúklega af stað eftir vell- inum. Ekki fann ég þegar hún losnaði, og svo hækkaði hún flug ið smátt og smátt, með stefnu beint inn héraðið. Eftir litla stund var hún komin í mikla hæð að mér fannst. Það fór svo vel um mig að á betra varð ekki kosið. Þetta var eins og í mjúkri sæng hjá konu. Það var munur eða í jeppanum. En þetta er ekki nema hálf sagan. Hins vegar var svo hin óhugnanlegi ótti, sem erfitt er að segja frá. Þessi gínandi hæð niður á jörðina og mér leið því verr sem fjær dró frá jörðinni. Eg vildi vera sem næst henni úr því sem komið var, alveg and- stætt því sem skáldið kveður um skýið: „Hraðfara ský flýt þér og flý frá þessum brautum harma. Jörðu því hver of nærri er, oft hlýtur væta hvarma“. Þessi ótti hjá mér var ekkert einsdæmi, þri að hann hefir fylgt mannkyninu frá upphafi. Menn eru liræddir um líf og limi eða sitt hvað annað, sem oftast snertir þó lífið á þessari jörð. Það er svo undarlegt að menn vilja ganga eftir þeim „brautum harma“ og hýrast í þeim táradal, helzt eilifð ina alla. Horft út á vænginn Hræðslan kom í hviðitm. Stund um leið hún frá. Eg fór þá að hugsa um annað. Mér gat. ekki dulizt hin dásamlega útsýn yfir héraðið. Við vorum yfir eýlendinu sem var samgönguleið feðra minna á hálum ísum. Eg hugsaði til þeirra og sá þá í anda, akandi gangandi og ríðandi. Það sá ekki á dökkan díl að heitið gæti að slóðir sæust greinilega, eftir menn ög hesta og jeppa, og svo voru þessi beinu strik sem blöstu við. Það var vegurinn, gh-ðingar hér og þar og ruðningar upp úr vélgröfnum skurðum, sem örlaði á upp úr snjónum. Þegar kom fram yfir Tungusveit var snjórinn ekki eins mikill og við sáum féð sem var á beit skammt frá bæjum. Þá benti Björn mér á hross, sem sáust greinilega uppi á Efribyggð og mundu þau vera í allt að 5 km. fjarlægð, en leit þessi var gerö ag þremur hrossum, sem vantaði frá Bakkakoti. Allt í einu spurði Björn, hvar minn bær væri. Hann er nú hérna, sagði ég og benti niður. Þú ert með mikið í ræktun, sagði Björn. Ég jiátaði því án skýr- ingar, en sálarástand mitt var þá þannig, að ég kærði mig ekki um að tala meira cn ég þurfti. Svo leit ég út á vænginn, hvort hann væri ekki dottinn af. Nei, hann stóð þarna stöðugur og óhagganlegur eins og klettur í hafL Yfir Kvikindislæk Litlu síðar spurði Björn, hvort við ættum ekki að líta á þennan dal í .suðvestri. Ekki taldi ég þörf á því, hann væri svo nærri bæjum. Björn Egilsson á Sveinsstöðum í Skagafirði er lesendum Tímans kunnur af greinum, sem hann hefir skrifað í blaðið undanfarin ár. Hér lýsir hann björgun tveggja hrossa úr hagleysu á Hofsafrétt. Fyrst leitaði Björn hrossanna úr flug vél, én að því búnu fór hann gangandi og sótti þau. Við þessa hrossaleit héldust í hendur galdur nýs tíma og svo reynsla fyrri kyn- slóða og brást hvorugt. Frásögn þessi er gott mannlegt piagg um mót nútíðar og fortíðar ritað af þeim, sem hefir skýra sjón og lifir tímaskilin áhorf- andi og þátttakandi x senn. Björn Egilsson Þetta var Gilhagadalur. Síðan var flogið fram með veslurbrúnum Goðdalakistu og eftir nokkrar mín- útur var komið að Jökulsá vestari, þar sem hún fellur i miklu gljúfri eft.ir dal, sem heitir að vestan Goð- aaladalur, en að austan Hofsdalur. En sem við vorum yfir gljúfrinu skeði hið óhugnanlega, sem ekki hafði koxnio fyrir áður í þessari ferð. Flugvélin tók að' hallast á vestari vænginn eða hægri væng- inn og minn vængur vísaði ofan í 'gljúfrið. Ég sagði ekki neitt, en ekki þykir mér ólíklegt að nafni minn hafi séð á mér angistarsvip- inn. Þetta 'stóð ekki lengi, sem bet- ur fór. Vélin rétti sig við eins og bátur, sem tekur dýfur og flaug hátt yfir Kvikindislæk og síðan var komið yfir Miðhjutará, sem var auð, encia er hún svo köld að hana leggur aldrei. Miðhlutará er við af- réttarmörk og hér byrjaði leitar- svæðið. Aðrennsli hennar er stutt og kernur hún úr Miöhlutardrög- um. Hitalindir öræfanna Við vorum yfir Vestaradragi og sagði ég þá, að annað drag væri hér austar, sem þyrfti að sjá yfir. Björn gerði sínar ráðstafanir, því að hann var sérstaklega þjáll leit- armaður og flugvélin lagðist á vænginn hastarlega1. Ég varð und- arlega ruglaður og á erfitt með að gera grein fyrir þessu. Þetta var einna líkast því, þegar ég var að fara yfir Svartá á barnsárum og níér fannst hosturinn fara með flughraða á móti straumnum. Frá Mið.hlutardrögum var stefna tekin á Ásbjarnarvötn yfir gróður- laus öræfi austan við Sátu og Ás- bjarnarfell. Ég .þekkti þau vel, en nú var form þeirra annarlegt og þessir vinir mínir voru nú undar- lega lágúkrulegir. Um morguninn var heiðskírt að sjá suður til öræf- anna, en nú var hér kafskýjað og dimmt yfir, þó úrkomulaust væri og kvrrt. Skyggni var því ekki eins gott og út yfir héraðinu, þar sem sóls'kinið var og nú vax’ð mér það ljóst, að á lítiili stundu var hægt að fijúga úr einu veðri í annað. Fellin í kringum Ásbjarnarvötn mörkuðu afstöðuna, annars var ekki hægt að .sjá hvar þau voru, því ekki sá á dökkan díl, nema steina, sem stóðu upp úr snjónum á hæstu m'elum. En svo kom kenni- leitið. Það var kvísl, sem fellur í Vötnin að sunnan. Hún var auð. Þessi kvisl kemur undan hraun- garði og er varla meira en hálfur kílómetri á lengd. Hinar auðu kvíslar, þessar dökku rákir í snjó- breiðuna hingað og þangað, vöktu athygli rnína. ískalt uppsprettu- vatnið bræddi stöðugt af sér snjó og krap um hávetur. Þetta voru eins konar hitalindir öræfanna. Þarna er hross Frá Ásbjarnarvötnum var flogið ' austur með Rauðhólum að norðan. Þá sáum við auða kvísi og voru 'það upptök Syðstukvíslar, sem } fellur norður i Hraunþúugii. Ég ■ tal-di rétt að fljúga niður með henni og var það gert, en frá Hraunþúfugili var sveigt vestur i yfir Landfell og norður yfir Lamb j árdal og Fossárgijúfur, sem ligg ' ur ofan. i Vesturdal framarlega. Þarna eru tvö eyðibýli, sagði Björn i og voru það Þorljótsstaðir og Stafn. Þá var .sveigt inn með aust urbrúnum dalsins, sem heita þar Runubrúnir. Litlu síðar gat ég sýnt Birni gangnamannakofa á Klaustrum. Og áfram lá leiðin suðaustur meg Runugili og Rumt'- kvísl og var þá aftur komið inn yfir hálendið. Þegar við vorum. komnir suður fyrir vestan Reyðar fell sá ég kofann við Orravatna- rústir og hafði augun á honum um stund og var að hugsa um. hvort það stæði hross vestán undir honum. Þá rauf Björn þögnina; og sagði: —- Þarna er hross og mun hann hafa séð hross, sem stóð sunnan og vestan við kofann, er>. ég var ekki búinn að koma auga undir kofanum, bætti ég við. Það á þau. Og þarna er annað var ekki um að villast, að þarna. voru tvö hross, en ekki gáturn. við horft lengi á þau, því að áður en varði var flugan komin suður yfir Vestri-Polla. Flugmeistarinn. sveigði þá til baka til þess að sjá þau betur. Enn var mikið óséð af leitarsvæðinu og var nú farið í vestur frá kofanum, yfir Mið- kvíslar, sem voru auðar, síðan. tekin stefna á Illviðrishnjúka yf- ir Bleikálupolla og Svörturústir. Niðri á jörðinni til hægri handar var strik frá norðri til suðurs. Það var varðgirðingin. Gamall óvinur Þegar komið var inn með III- viðrishnjúkum að vestan, taldi ég ekki þörf á að fara lengra, því að þar er gróðurlaust með jöklinum. Þó tók Björn knappa beygju fyrir nyrzta hnjúkinn og flugvélin lagð ist á vænginn. Ég missti eðlilega. skynjun og sýndist mér vera sjór þar sem átti að vera land. Ég nláði mér þó fljótt eftir þetta áfall og nú var flogið norðaustur ýfir Vest ur-Bug, en þar er graslendi mikið- Jökulsá-eystri var auð, þar sem hún fellur austur frá Illviðris- hnjúkum, en þegar lengra kom gat ég ekki áttað mig á því um stund, hvar hún l'á undir. Mér varð á að líta til suðausturs, hvort ég sæi. Laugarfellshnjúkinn og hann var á sinurn stað og ekki þurfti ég lengi að bíða eftir því að sjá Polla- gílið, sem tekur við Jökulsá i aust ur frá Orravatnarústum. Síðan var flogið með Jökulsá norður 1 yfii- Keldudalsmúla. Hún fellur á þessu svæði í djúpum dal og eru þár örnefnin Pallar og Jökuldalur. Þag var ónotalegt að horfa ofan í dalinn, hæðin var svo mikil. Þarna að austan verðu í dalnum var Foss'á. Ilún var mér að illu kunn. frá.fyrri tíð, aldrei minni en á miðjar síður og stundum meira Hún er örmjótt fossfall og hvít til að sjá. Nú laút hún lágt og ég var ekki upp á hana kominn. Aðhaíd konunnar Yfir Keldudalsmúla var sveigt inn með Keldudal og' Keldudalsdrögum allt að Reyðar felli og síðan til norðvesturs yfir Giljamýrar og Giljamúla og þú sagði ég flugmeistaranum að nii væ'ri þetta búið og þá fórum vicí að tala saman. Björn spurði, hvort ekki væri daglfeið frá byggð til. hrossanna. Jú, það var það. Hann sagði áð það þyrftu að vera vanir menn, sem færú þessa ferð og hafa góðan. útbúnað. Ég játaði því. Það yrðu að vera sannkölluc? hraustmenni. Svo fór ég að reyna að fræða flugmanninn. — Þetta er Vestur dalurinn, sagði ég. — Hérna eru Goðdalir fyrir neðan okkur og" Bakkakot hinumegin við ána. Svo er Austurdalurinn yfir fjallið ab' sjá. Og þar er „konan í dalnum“, sagði Björn. Ég sýndi honum þá aðhaldið hennar, Merkigilið. Kristileg jafnaðarstefna Á meðan á leitinni stóð, fann ég lítið til hræðslu, ég hafði iítið næði. til að vera hræddur og svo var | flogið lágt. En þegar kom út yfir byggðina í allmikilli hæð, kom óttinn enn á ný. Það var ekkeri: þ\d til fyrirstöðu, að véliri gæti bilað. Alls konar vélar voru alltaf að bila. Þetta var heldur ekkert skip. Bara sætin og svo einhverjir vængir. Mér fannst við svífa í lausu lofti. En Björn flugmaður var víst ekkert hræddúr. Hann var hinn rólegasti og talaði í radíó. Svo tók hann upp bréfpoka, þar sem voru tvö stykki af ávöxtum. Hann helgaði sér kristilega jafn- aðarstefnu og rétti mér annað. Þetta voru perur, beztu ávextir í (Framh. á 8. síðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.