Tíminn - 13.05.1958, Side 12

Tíminn - 13.05.1958, Side 12
Veðrið: JNorðan og norðaustan kaldi, létt i.kýjað, frost 2—4 stig í nótt. Hitinn: f Reykjavík var 4 stiga hiti kl, 21, víðast 2—4 stig sunnan l'ands en um frostmark nvrðra. Þriðjudugur 13. maí 1953. Nehru að barnaleikjum Blóðugir bardagar háðir í Lib- anon og olíuleiðslur stórskemmdar Kjötskortur í Lund- únum innan fárra daga NTB—London, 12. maí. Strætis vagnabílstjórar í London hafa nú verið eina viku í verkfalli og engar horfur á sáttum. Kjöt- skortur vofir yfir liöfuðborginni, þar eð 20 þús. kjötiðnaðarmenn við kjötvinnsiustöðina í Smitli- field hafa Jagt niður vinnu, en atvinnuveitendur sögðu þeim öll úm upp samstundis og reyna að ráða nýja. Macmillan forsœtis ráðlierra kvaddi stjórnina til aukafundar í kvöld -til að reyna að forða verkfalli járnbrautar- starfsmanna, en það vofir yfir. Strætisvagnabílstjórar reyna nú að fá starfsmenn neðanjarðar- járnbrautanna í Lundúnum til þess að gera samúSarverkfali, en óvíst er enn livort það tekst. Nehru forsætisráðherra indlands hefir yndi af a8 leika sér við barnabörn sín. Þarna sjást tveir drengir i höfrungaleik viö afa sinn. Þingkosningarnar í Grikklandi: Vinstrismnaður flokkur studdur af kommúnistum jók mjög fySgi sitt- NTB-Aþenu, 12. maí. — Flokkur Karamanlis, Radikaliflokk- urinn, hefir unnið hreinan meiri hluta þingsæta í þingkosning- unum í Grikklandi. Talningu er ekki enn lokið að fullu, en Radikaliflokkurinn, sem fór áður með stjórn landsins, hefir fengið um 41,7% af greiddum atkvæðum og' 174 þingmenn af 300, sem kjörnir eru. Hefir flokkurinn bætt við sig 10 þing- j sætum. | fengið 24,4% af greiddum atkvæð um. Frjálslyndir töpuðu. Frjálslyndiflokkurinn, sem áður var nærst stærsti flokkur þingsins hefir tapað verulega fylgi og hefir nú 20,7% af greiddum atkvæðum. (Framhald á 2. síðu). Mesta athygli í sambandi við fcosningarnar hefir þó' vakið, að nýr fiokkur, E.D.A., sem studdur er af kommúnistum, en flokkur þeirra var bannaður fyrir mörg- um árum, hefir unnið mikinn sig- ur og er nú næst stærsti flokkur þingsins. Hefir hann hingað til Dulles gerir fremur lítið úr tilslök- un Krustjoffs um sérfræðingafund Krnstjoff féllst á aí sérfræíingar ræíJi bann viS vetnissprengjutilraunum NTB-Washington, 12. maí. — John Foster Dulles sagði við fréttamenn í dag, að Krustjoff hefði stigið „smáskref“ í átt- ina til þess að viðurkenna viðhorf vesturveldanna í afvopnun- armálinu. í bréfi sínu til Eisenhowers féllst Krustjoff á, að .sérfræðingar kæmu saman til þess að fjalla um tæknilegan undirbúning að stöðvun tilrauna með kjarnorku- og vetnis- vopn. Krustjoff sagði í bréfi sínu, að ihann gerði þetta nauðugur, en þar leð hann sæi, að Eisenhower legði é þetta mikla áherzlu, vildi hann ekki halda máiinu til streitu og Foma þannig ef til vill í veg fyrir að banni við tilraununum yrði kom ið á að sinni. Hann hélt því fram, íið mál þetta ætti að ræða á fundi seðstu manna og eftir að þeir hefðu komið sér saman, yrði það fengið í hendur sérfræðingum, enda léki á þvi enginn vafi, að fullkomlega væri unnt að fylgjast irneð því á tæknilegan hátt, að bann inu væri franífylgt ai öllum aðil- trm. Hófleg bjartsýni. Dulles kvað það gleðilegt, að Krustjoff skyldi fallast á sjónar- mið Eisenhowers um þetta atriði, en bertti á að hér .væri aðeins urn bannið við kjarnorkutilraununum að ræða. Vesturveldin teldu hins vegar, að slík rannsókn sérfræð- inga á hinum ýmsu þátfcunr afvopn- unarmálsins ætti að fara fram senr fyrsta skrefið í samningaviðræðunr. Talsmenn ríkisstjórna vesturveld anna í Evrópu eru varkórir í dóm- um um bróf Krustjoffs. en láta þó í ljós ánægju sína og telja. að e£ til vill muni fleiri góð tíðindi á eftir fýlgja. -j} — Æptu ókvæðisorð um Coty forseta NTB—París, 12. nraí. Uppgjafa hermenn frá Alsír fóru í dag kröfugöngu unr götur Parísar. Mót mæltu þeir hvers konar undan slætti við uppreisnarmenn og kröfð ust miskunnarlausrar baráttu gegn þeirn. Fréttaritarar segja að nokkur ókyrrð sé á hugum rnanna i höfuðborginni. Ofstækismenn til hægri og vinstri fóru um helgina um götur borgarinnar og æptu ókvæðisorð um Coty Frakklands forseta. íhaldsmenn óttast nú, að Pflimlin hyggist láta undan og hætta Alsírstyrjöldinni við fyrsta tækifæri. Titó býr sig undir baráttuna við Kreml NTB—-Belgrad, 12. maí. Einsætt þykir nú, að Sovétleiðtogarnir hyggist taka upp harðvítuga bar áttu gegn Tító. Sennilega verði fyrsta skrefig að svipla Júgóslafa þeirri efnahagsaðstoð, sem til stóð að þeir fengju frá Rússum. Tító hefir undanfarið dvalið á Brioni- ey, en hvarf til Belgrad í dag. Mun hann fyrsl kveðja saman 15 manna ráðuneyti silt, en síðan verður sennilega fulltrúasamkundan kvödd saman. Er almennt álitið, að sambúð ríkjanna sé mi álíka fjandsamleg og hún var. er verst blés í valdatíð Stalíns upp úr 1948. Sameining íraks og Jórdaníu hlýtur Tugir manna drepnir, herlið og brynvagnar reyna að kæfa óeirðirnar NTB-Beirut, 12. maí. — Miklar óeirðir, verkföll og æsingar hafa gripið um sig í Libanon, þar sem annars ríkir meiri ró en í öðrum Arabaríkjum. Orsökin er andstaða gegn því, að núverandi forseti Camille Chamoun, verði endurkjörinn for- seti landsins í þriðja sinn, en til þess þarf stjórnarskrárbreyt- ingu. staðfestingu Bagdad. 12. maí. Þingið í írak hefir nú ehdanlega samþykkt frum varpið um sameiningu íraks og Jórdaníu. Fer frumvarpið nú til Feisals konungs til undirskriftar. Næstu daga er Husein Jórdaníu konungur væntanlegur í heimsókn til Bagdad. Er þá búizt við. að rík isstjórnir beggja rikjanna biðjist lausnar og síðan verði mvndiið ný sameiginleg ríkisitjórn fvrir bæði rlkin. Jórdanía heldur þó á- fram að hafa sjálfstjórn um mörg sérmál sín og Hussein heldur kon ungstitli. Upptök óeirðanna eru þau, að siðast liðinn fimmtudag var rit- stjóri eins dagblaðsins, sem studdi andstæðinga stjórnarinnar, myrt- ur. Ilófut þá strax óeirðir bæði í Beirut og hafnarborginni Tripoli. Olíulei'ðsla stórskemmd. I dag var mikil olíuleiðsla, sem liggur til Tripoli stórskemmd og mun viðgerð taka langan tíma. Var skemnídarverkið unnið á leiðsl- unni skamml frá landamærum Sýr lands. í Beirut byggðu óeirðasegg ir götuvígi í dag og létu ófriðlega. í borgunum hefir verið lýst yfir allsherjarverkfalli og segir nú að því verði ekki aflétt nema forset inn segi af sér, en áður var krafan aðeins um að hann byði sig ekki fram að nýju. &tjórnin hefir boðið út her- liði og heldur þa'ð uppi gæzhi á götum í stærri borgutn lands- ins, stutt af brynvörðum bif- reiðum. Þá hefir verið sett út- göngubann í sumuni borgunum frá sólarupprás til sólariags. Bandaríski sendilterrann í Beirut liefir lagt fyrir banda- ríska borgara að fara ekki út fyrir dyr. í gær var kveikt í húsi því, þar sent bókasafn bandarísku " upplýtsingaþjónust- unnar er og' brann það ’til ösku. 16 drepnir í Tripoli. Einna verstar liafa óeirðirnar verið í Tripoli, olíuhafnarborg við Miðjarðarliafið. Þar voru 16 manns drepnir í óeirðum um helg ina, 100 liggja særðir á sjúkrahús um. í Beirut varð mikil sprening í gærkvöldi í miðhluta borgarinnar skammt frá lögreglustöðinni og þinghúsinu. Enginn mun hafa far izt, en skemmdir urðu nokkrar á húsum. Nasser rær iindir. Ýmislegt þykir benda til, að óeirðir þessar séu öðrum þræði runnar undan rifjum áróðurs-j rnanna frá Nasser og fylgismönn um hans, sem vilja sameiningtt Libanons við Arabiska lýðveldið. j í kvöld var maður nokkut', sem áður var aðalræðismaður Belga í Sýrlandi, og kunnur er að stuðn ingi vig hugmyndina um stórríki Araba, handtekinn við landantæri Libanons og Sýrlands. Var hann með allmiklar birgðir vopna. skot færa og sprengna í bíl sínum. Landamæraverðir settu hann í varðhald. íslandsmeistararnir sigruðu í gærkvöldi kepptu dönsku hand knattleiksliðin frá Helsingör við íslandsmeistarana úr Ármanni í kvennaflokki, og sigruðu Ármanns stúlkurnar með 24:17. í kat'la- flokknum kepptu Danmerkur- meistararnir við F. H. og sigruðu með 33:24. Fyrstu leikir Dananna voru á laugardagskvöldið og kepptu þeir þá við gestgjafanna. Úrslit urðu þatt að dönsku stúlkurnar unnu KR-stúlkurnar 16:14, en jafntefli varð í karlaflokknum, 24:24. Annað kvöld keppa dönsktt gest irnir viö ÍR í karlaflokki en við blandað lið úr Fram og Þrótti í kvennaflokki. .vAúK Kjarnorka og kven- hylli sýnt á Akranesi Leikfélag Akraness hefir undan- farið sýnt gamanleikinn Kj-arnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðar- son í Bíóhöllinni á Akranesi við mjög góðar undirtektir 1-eiidnis- gesta. Leikstjóri er Þorl'eifur Bjarnason. Tjón af eldi í Blesugróf í gær var slökkviliðið kvalt að E-götu 6 i Blesugróf. Þar st'óð eld- ur út um glugga á timburhúsi, en þó tókst fljótt að slökkva. Miklar skemmdir urðu samt á húsi óg inn- búi. Eigandi hússins er Óskar Guð- mundsson. Kviknað mun hafa út frá kynditæki. Þá fór slökkviliðið einnig til að slökkva sinuelda í görðum. Ágætir fundir Framsóknarmanna á Akranesi og í Hafnarfirði Framsóknarfélag Hafnarfjarð ar liél't almennan flokksfund s. 1. sunnudag. Skúli Guðmundsson, alþingismaður flutti fróðlegt og ýtarlegt framsöguerindi unt stjórnmálaviðhorfiö og fyrirhug aðar ráðstafanir ríkiss'tjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Var ræðu hans ág'ætlega tekið. Umræður tirðit fjöriigar og tóku til máls auk iframsögumanzis Magnús Finnbog'ason, Vilhjálmttr Sveins son, Jón Björnsson, Eiríkur Páls son og Guðmundut' Þorláksson, sem einnig var fundarstjóri. Fundurinn stóð lengi. Framsóknarmenn á Akranesi efndu 'til' fundar s. I. siinnudag. Frantsögu á fundinum ltafði Páll Þorsteinsson, alþm. ræddi hann þróun cfnaliagsmálanna síðustu árin og það sem framundan væri í þeim málum. Var ræða hans mjög fróðleg og ítarleg. Auk framsögumanns tóku þess ir til ináls: Þórhallur Sæmunds- son bæjarfógeti, Daníel Ágústín usson, bæjars'tjóri, Guðmundur Björnsson, kenttari, Bjavni Th. Guðmundsson, skattstjóri, Krist ján S. Jónsson, verkamaður, Ki'istján Jónsson, skatts’tjóri og Ellert Jónsson bóndi, Akrakoti. Var fundur þessi ágætlega lieppnaður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.