Tíminn - 22.05.1958, Qupperneq 9

Tíminn - 22.05.1958, Qupperneq 9
rÍMI'NN, fimmtudaginn 22. maí 1958. E = E I C= = 1 Þrettánda stúlkan I | Saga eftir Maysie Greig | uniilllli!teill!lllll!lll!l!!!liui!lili!llliliiuuiiu!ujmuui!iilll!!!!illlil!lllll!! llllllllllillllllllllllllllimilllimilllllllllllllllllllllllilllillllllllllimilimiíni hann, virtust þeir hafa þver- öfug’ áhrif . Hann sá að Ijós var-í íbúð- inni og þegar hann opnaði heyrði hann raddir og þeklcti að það voru nióðir hans og Rósalind. Hann varð næstum glaður, þegar hann heyrði að hún væri þarna. Hann var svo þreyttur eftir vonbrigðin að hann kærði sig kollóttan um ailt. Hann var eins og lít- ill drengur, sem hefir verið ó- þægur, og er strax farinn að hugsa um ný skammarstrik í stað þess að hegöa sér vel aftur. — Blessaðar og sælar, hvernig hefir ykkur liðið? — Jón, hvar hefurðu ver- ið? Rödd móður hans var á- sakandi og hún reyndi að leyna óttanum, sem hún hafði þjáðst af eftir að hann fór. Hafði hún sagt of mikið. Hafði hún aðeins gert hann enn þrjózkari? Hún hafði sagt að hún væri þreytt eftir ferðina, en strax og hann var farinn hafði hún fundíð til eirðarleysis og ó- róa. Jón gat ekki verið þeklct ur fyrir að láta hana vera eina fyrsta kvöldið eftir kom una — þegar allt kom til alls hafði hún ekki sagt svo mikið — að minnsta kosti ekki nleira en hver móðir hefði sagt í hennar sporum. Hún saknaði manns síns og óskaði að hann hefði veriö kominn svo að hann gæti sagt henni hvað hún ætti að gera, þó að hún innst inni vissi að það hefði varla verið mikil hjálp í honum. Henni létti ó- segjanlega þegar Rósalind hringdi og spurði, hvort hún mætti líta inn augnablik. Hún var komin innan stund arfjórðungs og heimtaði að frú Carfew fengi sér eitt glas af sherry með hénni og pant- aði síðan kvöldverð handa henni á fyrsta flokks veitinga stað. — Þú ert afskaplega góð við mig, Rósalind. Frú Carfew brosti dauflega. Bara að það hefði orðið þú í stað' Klöru — þá hefði ég veriö ánægð. En . . . hún dreypti á sherrýinu. — Eg held að hann giftist henni nú ekki. Hún sleppir honum ekki fyrr en í fulla hnefana, sagði Rósalind og yppti sínum fögru öxlum. Því slcyldi hún gera það? Eg trúi því yarla að ungfrú Klara Wislow hafi noklcru sinni fyrr ratað í það að maður jafn auðugur og Jón hafi beðið hennar. — Þú heldur sem sagt að það séu auöæfi hans sem freista hennar, spurði frú Carfew. Rósalind brosti hálf vand- ræðaiega. —- Eg veit að Jón er lag- legri en aðrir menn. Eg trúi því persónulega aö engin kven maður geti staðizt töfra hans en þegar um er að ræöa stúlkukind. jeins og Klöru þá eru þaö vanalega peningarn ir sem eru sterkasta aðdrátt- araflið. — Það er lang sennilegast, sagði frúin, ég hef bara aldrei ' iitiö á málin frá því sjónar- miði. Ef ég byöi henni nú . . . heldur þú . . . En hún þagnaði í miðju kafi eins og hún skammaðist sín fyrir uppástunguna. Litlu seinan hélt hún áfram; —Eftir því sem Jón sagði mér í kvöld er hann mjög ást- fanginn af henni. En ég er viss um að tilfinningar hans í hennar garð mundu breytast eitthvað ef hann kæmist að raun um eitthvað miður gott í fari hennar. — Hún hefir sézt kýssa Al- bert Ashton, sagði Rósalind. — Eg sagði honum frá því, sagði frúin stutt í spuna. Rósalind hvessti augun: — Heldurðu að það hafi verið skynsamlegt? — Nei, sagði frú Carfew seinlega, ég er hrædd um að það hafi ekki verið skynsam- legt. Jón er bæði rómantískur og þrjózkur. Þegar Rósalind sá Jón birt ast. í dyrunum spratt hún á og hrópaði: „Þú kemur eins og kallaður.“ Hún brosti blíð- lega og bætti við: — Eg hélt að ég þyrfti að leggja af stað alein en nú getur þú fylgt mér heim, er það ekki? — Hefurðu þá enga samúð með þreyttum fótum mínum, spurði hann og brosti til henn ar. — Hreint ekki, vinur minn. Til hvers heldurðu að ég hafi beðið til miðnættis. — Þið eruð góðar saman, sagi hann, alltaf er þetta kvenfólk eins. En hann hafði gengizt upp við orð hennar. Vitundin um það að Rósalind hafði beðið hans til miðnættis og óskað eftir að sjá hann, gladdi hann mjög. Klara hafi ekki veriö ánægð að sjá hann. Hann sannfærði sjálfan sig tun að allt látbragð hennar hefði bent til þess að hún væri hon um öskureið vegna þess að hann hefði hleypt upp þess- um viökvæma fundi þeirra • Ashtons. En Rósalind . . . hann virti hana fyrir sér hvar hún stóð í bjarma aringlóðar innar með eirrautt hár og fag urskapaðan kropp. Hvílíkir litir. Rauði kjóllinn, rafperl urnar og 'hálsinn, sterkmál aðar varir. Klara líktist las- legri vofu í samanburði við þessa kynbombu. Hann fékk sér staup þó að hann hefði enga iys.t á því, og klukkustundu seinna sat hann í næturklúbb með Rósalind án þess að gera sér fulla grein fyrir hvernig það hefði viljað til. Seinna rifjaðist upp fyrir honum að hann hefði sagt henni að sig langaði ekkert í rúmið og hún hefði sagt að svo væri sér einnig farið. Þá hefði hún sagt: — Ættum við þá ekki að líta inn á „Eld fuglinn“ í svo sem klukku- tíma. Hann greip tækifærið fegins hendi því sízt af öllu vildi hann vera einn. Andrúmsloftið á „Eldfugl- inum“ var leyndardómsfullt og lokkandi. Ljósin voru byrgð, tónlistin lágvær og töfr andi, borðin smá og langt á milli þeirra. Stöku sinnum voru ijósin slökkt með öllu og mjóvaxinn álfakroppur ijós- hærður söng tælandi söngva í skini sviðsljóss. — Hér er himneskt, finnst þér það ekki, andvarpaði Rósalind. — Er það? anzaði hann og brosti, ég vissi ekki að nætur klúbbar væru á himnurn. En það er vitaskuld athugandi. — Ó, kjáninn þinn. Hún beygði sig fram og snart handlegg hans. — Eg á við að hér sé himn eskt af því að þú ert hér. Hvernig gerðist þetta eigin- lega Jón? — Eg veit ekki hvað þú ert að fara. — Eg á-við okkur . . . einu sinni hélt ég . . . ég var sann færð um . . . heldurðu í raun og veru að Klara elski þig? Nú var nóg komið Hann hló. Hann hló bitrum hlátri. En hann svaraði engu. — Heldurðu að hún elski þig? Æ, Jón minn, þetta er meiri flækjan. Hugsaðu þér aö hún skuli frekar vilja Ashton. Hann hnylcklaði brúnir. — Helduröu að hún hafi á- huga á honum? —- Elskan, það var alveg greinilegt um kvöldið á Shor eham. Eg lief líka heyrt um þau í annað skipti . . . jæja ég ætla nú ekki að fara aö tala af mér en mér þykir svo und ur vænt um þig. Hún þagnaöi og þaö var grát hljómur í rómnum. Þó vonbrigðin væru sár gat hann ekki að sér gert en aö grípa í hönd hennar. — Þykir þér í rauninni vænt um mig, Rósalind — Ó, vertu ekki að spyrja mig um það . . . eða ertu ekki hamingjusamur? — Hamingjusamur? Hann hió enn. Hún mjakaði sér þéttar að honum og hvíldi höfuðið viö öxlina á honum. — Þú þarfit ekki að svai’a mér, hvíslaði hún, hugsaðu þér bara að þú værir frjáls, vinur minn. í rökkurbjarmanum dans- aöi Néd Franklin og kona hans framhjá borði þeirra. Hann bar kennsl á Jón og Rósalind og varð furðu lost- inn. Hann varð ekki aöeins undrandi, heldur reiður .... Honum þótti svo vænt um Klöru að hann varð bálreið ur aö sjá þessi skötuhjú. Og skyndiiega varð honum ljóst hversvegna hún var svona ó- hamingjusöm og hversýegna hún hafði sárbænt hann um að senda sig til Englands aft ur. Fram að þessu hafði hann ekki ráðið við sig hvað væri bezt að gera í málinu en nú sá hann frarn á að annað var ekki hægt að gera. Samt sem áður vonaði hann að kona hans hefði ekki séð þau saman. En hjá því varð þó ekki komizt. — Ó, elskan, sagði hún. Eg er hrædd um að framundan sé enn eitt óhamingjusamt hjónaJband. Jón Carfew og vinkona þín, Klara. Eg hef 9 ffiimiiiiiiiiiiiiinranmmmimiimmmminniiiimiiiiiiinimiiininmniimiiiiiinimiiBnifmmmmmmmw K- gsa | Kostakjör | Veljið að eigi nvild úr neðantöldum skemmtibókum. | | Afsláttur fer eftir því hverju pöntun nemur, eða: 200 I | kr. 20% afsl. 300 kr. 25% afsl. 4—500 kr. 30% afsl. | Útlaginn. Pearl Buck. Hugstæð og hrífandi skáld- fj 1 saga um ást og baráttu. 246 bls. ób. kr. 24,00, ib. kr. I | 34,00. | Ættjarðarvinurinn, e. Pearl Buck. Ein bezta og við- I I lesnasta saga þessarar frægu skáldkonu. 385 bls. ób. | | kr. 37,00. | Borg örlagana. Stórbrotin ástarsaga e. L. Brom- § | field. 202 bls. ób. lcr. 23,00. | Nótt í Bombay, e. sama höf. Frábærlega spennandi | | saga frá Indlandi. 390 bls. ób. kr. 36,00. Dalur örlaganna. Heimsfræg og ógleymanleg skáld- | | saga e. M. Davenport. 920 bls. ób. kr. 88,00. Ævintýri í ókunnu landi. Sönn frásaga um mann | | sem dvaldi langdvölum meðal villts og framandi þjóð- 1 | flokks. Margar myndir. 202. bls. Ib. kr. 28,00. 1 Njósnarinn Císeró. Heimsfræg og sannsöguleg njósn- § | arasaga. 144 bls. Ib. kr. 33,00. | Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga frá tímum | | Fcrn-Rómverja. 138 bls. ib. kr. 25,00. | Leyndarmál Grantleys e. A. Rovland. Hrífandi, róm- = | antísk ástarsaga. 252 bls. Ób. kr. 25,00. Dularfulla stúlkan. Óvenjuleg og heillandi ástarsaga 1 | e. Rowland. 162 bls. Ób. kr. 14,00. | Við sólarlag, e. A. Maurois. Ein vinsælasta saga þessa | | fræga höfundar. 130 bls., ób. kr. 12,00. | | Smyglararnir frá Singapore, e. M. Toft. Spennandí | | leynilögreglusaga. 130 bls. Ób. kr. 12,00. | | Ástin sigrar allt, e. H. Greville. Ástarsaga, er öllum | | verður ógleymanleg. 226 bls. Ób. kr. 15,00. | Kafbátastöð N.Q. e. D. Dale. Njósnarasaga, viðburða- | | rík og spennandi. 140 bls. Ób. kr. 13,00. Hringur drottningarinnar af Saba, e. R. Haggard, 1 | höf. Náma Salomons og Allans Quatermain. Dularfull og i | séi-kennileg saga. 330 bls. Ób. kr. 20.00. | | Órlaganéttin, e. J. E. Priestley. Sagan ber snilldar- I | handbragð þessa fræga höfundar. 208 bls. Ób. kr. 14,00. I | Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x við þær bækur, § j§ sem þér óskið að fá. M I Nafn...................................... I = 0 EE | Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík | imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiminiiiiiiiiimniiÍH imrammmimnniinimiiiimmiiiiiiiuiiiiiiiiiiiinimiiniiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimnraBa Rafmyndir hf. Lindarg. 9a, sími 10295 iiiiiuiiiiiiiiiiiiiinimniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiinniiiiiiiiiniiiimmnuiiH VAV.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.W.VV !■■■■■! f: Vön skrifstofustúlka \ s óskast. Hátt lcaup. Umsókn, ásamt upplýsingum \\ um menntun og fyrri störf og meðmælum, sendist í; blaðinu merkt „Trúnaðarstarf“. í V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.WW.V ÞOKKUM INNILEGA auSsýnda samúS við jarðarför Svavars Þjóðbjörnssonar, Sandgerði, Akranesi. Aðstandendur,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.