Tíminn - 22.05.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.05.1958, Blaðsíða 12
Vettrið: Norðan stinningskaldi, léttskýj- að með köflum. Hitinn kl. 18: Reykjavík 6 st., Akureyri 2 st., New York 21 st., London 12 st. París (15 st., Kaupm.h. 12 st., Stokkh. 12 st. I’órsli. í Faekiey 5 Fimmtudagur 22. maí 1958. Þrastahreiður í Pósthúsglugganum1 Heildarvörusala Kaupfélags Borg- firðinga varð 65,7 millj. kr. s. 1. ár Mikið er að snúast þessa dagana að baki Pósthússins. Smiðir hafa unnið að því að brjóta þar niður veggi og endurbyggja bakhluta hússins. í vetur skildu þeir eftir litla spækju efst í gluggahorni bakdyramegin. Hvílir annar endi spækjunnar á járngrindinni, sem er fyrir glugganum að utanverðu, en hinn á þverpósti hornrúðunnar. í vor komu þrastarhjón og byggðu hreiður á spækjunni, og unnu þau hin rólegustu að hreiðurgerðinni, t>rátt fyrir barsmíðar og umgong. Nú eru ungarnir skriðnir úr eggjum og hjónin eru á fleygiferð allan daginn með maðka handa þeim í nefinu. (Ljásm.: Tíminn.) Skozkí smiðurínn hefir játað á sig átta morð En ekki víst, a<S játningin sé fullgilt réttargagn. Þetta er eitthvert mesta mortimál, sem uppi hefir veri? í Stóra-Bretíandi Skozki trésmiðurinn Peter Manuel, sem er 91 árs að aldri og liggur undir ákæru um átta morð játaði afbrot sín í ná- vist foreldra sinna og nokkurra lögreglumanna þegar eftir að hann var handtekinn. Kom þetta fram við réttarhöldin í Glasgow í dag. _______________ f yfirlýsingu, sem Peter Manuel ihefir sjálfur skrifað undir, játar hann morð þriggja ungra stúlkna, þriggja kvenna, eins pilts og eins manns á fullorðins aldri. Síðar hefir Manuel fullyrt, að ihann væri saklaus, og verjandi hans sagði því að ekki væri full- sannað, að hún hefði verið gefin Lýsti morðunum af nákvæmni. í játningunni hefir Manuel lýst því allnákvæmlega, hvernig hann, ihinn 1. janúar árið 1956, fylgdi Anne Knieland, 17 ára gamalli lieim frá dansleik. Á leiðinni hratt hann henni út í skurð, en henni tókst að forða sér. Manuel elti hana, og þegar hún fór að kalla, barði hann hana í höfuðið með barefli, þar til hún andaðist. í játn ingunni hefir hann einnig gert all- Ijósa grein fyrir hinum morðun- um sjö, sem hann hefir á sam- vizkunni. Skipverji á Agli SkalSagrímssyni slasast AKUREYRI. — Það slys vildi til á mánudagsnóttina, að skipverji á Agli Skallagrímssyni, Eiður Valdimars'son, skarst afar illa á hendi. Skipið var statt á Hjalteyri. Eiður var fluttur til Akureyrar í sjúkrabíl, en síðan var fengin flugvél með hinn slasaða mann til Reykjavíkur til frekari læknisað- gerða. Jarðarför Guðmund- ar Ólafssonar í dag í gær fór fram á Akranesi kveðjuathöfn um Guðmund Ólafs- son, kennara frá Laugarvatni. í dag kl. 4,30 fer jarðanför hans svo fram frá Fossvogskirkju. Brjóstlíkan af Guð- mundi Karli Péturs- syni AKUREYRI. — Stjórn fjórðungs- sjúkraihússins á Akureyri hefir látig gera brjóstlíkan af Guðmundi Karli Péturssyni yfirlækni. Var líkanið afhjúpað á miðvikudaginn var í sjúkrahúsinu. Jónas Jakobs- son gerði myndina úr gibsi. Síðar verður hún stevpt í eir. Slys á Sjálandi KAUPMANNAHÖFN, 21. maí. — Stórslys varð í nótt á Mið-Sjálandi, er herflutningabifreið á mikilli ferð ók á tré við veginn. 17 her- menn meiddust og voru lagðir inn á sjúkrahús — Aðils Erlendar fréttir í fáum orSum □ Forsætisráðherrar Varsjárbanda lagsins koma saman til fundar í Moskvu á laugardag. □ Ek'ki þvkir vænlegar horfa en áður um lausn verkfalls strætis- vagnastjóra, og annarra verk- fallsmanna í Bretlandi. □ Bretar hafa smíðað farartæki, sem er eins konar millistig milli flugvélar og loftskips. Á það að fara með um 80 mílna hraða á klukkuslund og geta farið alveg niður að sjávarfleti. Meg- inatriðum um gerð þessa tækis er enn haldið leyndum. □ í tvo daga hafa staðið yfir. ó- eirðir í indverskum stálsmiðju- bæ, og hafa lögreglumenn skot- ið á verkfallsmenn, er efndu til óeirða. □ Brezkur her á Kýpur gerir nú gangskör að því að leita hermd- arverkamanna, sem talið er að hafizt við á óbyggðum hluta eyjarinnar. Mikill liðsafli er að þessum starfa. □ Marokkóbúar hafa skorað á Frakka að flytja allan franskan her úr landinu. Samkvæmt samn ingi, sem gerðtir var fyrir tveim árum, er Marokkó fékk sjálf- stæði, hafa Frakkar rétt til að hafa þar herstöðvar. Her þeirra þar er nú 35 þús. manns. Mikiar framkvæmdir á vegum félagsins Aðalfundur Kaupfélags BorgfirSinga var haldinn í Borg'- arnesi dagana 7. og 8. maí 1958. Á fundinum voru maettir 64 fulltrúar frá öllum 16 deildum félagsins, auk þess stjórn framkvæmdastióri og endurskoðendur félagsins. Fundar- stjóri var Sigurður Snorrason, Gilsbakka. í upphafi fundarins minntist. varafcrmaður félagsins, Jón Stein j grímsson, sýsli’.maður, tveggja; srmvinnumauna, er látizt hcfðu síðan á síðasta aðalfundi, þsirra Guðmundar Jónssonar á Hvítár- bakka, forman.ts kaupfólagsins og Sigurðar Jakcbs'sonar bónda á Varmalæk. Heiðruðu fundarmenn minningu beggja þessara manna með því að rísa úr sætum. Miklar framkvæmdir Úr reikningum félagsins. fyrir árið 1657 og skýrslu Þórðar Pálma- sonar, kaupfélags'stjóra: Framkvæmdir: Stór viðbót var byggð við eldra frystihús félagsins, fest var í þeirri framkvæmd um 3,8 millj. króna. í frystihúsinu er nú hægt ag geyrna 35—40 þúsund dilkaskrokka og auk þess 160 lest ir af annarri vöru. Þá var lckið við sláturhúsbyggingu að Görðum í Kolbeinsstaðahreppi og lítilshátt ar unnið við húsgrunn hins vænt- anlega verzlunarhúss kaupfélags- ins í Borgarnesi. Til bygginga var varið alls um 4,1 millj. króna. Vörusala: Vörusala félagsins á árinu var s'em hér segir: Mi'llj. kr. Aðkeyptar vörur fyrir 24,9 Sala í kjötb. og brauðb. 3,4 Mjólk og mjólkurv. 23,2 Aðrar búsafurðir 14,2 Kærir Libanonstjórn til öryggisráðs- ins vegna íhlutonar Araba? Ástandi'ð í landinu aí batna. Líklegt, aft Che- hab hershöfftingja veríi næst falin stjórnar- myndun NTB—Beirut, 21. maí. —Líbanonstjórn sakaði í dag enn einu sinni Arabíska sambandslýðveldið um umfangsmikla í- hlutun um innanríkismálefni ríkisins. Chamoun forseti sagði, að Egypt.ar og Sýrlendingar væru að reyna að koma í kring róttækum breytingum á stefnu þjóðarinnar til samræmis við sína eigin. Engin uppreisn gæti átt sér stað í Líbanon án manna og vopna frá Sýrlandi. að réttlæta mætti bandaríska í- Chamoun sagði, að Libanon- hlutun samkvæmt Eisenhower- menn væru ákveðnir í að lialda kenningunni svonefndu. Hann sjálfstæði sínu, og myndi verða réðist ha, ðlega að Dulles utanríkis ákveðið innan sólarhrings, hvorl ráðherra, sem á þriðjudag sagði íhlutunin yrði kærð til Oryggis- ráðsins. fullar sannanir fyrir þvi, að Ara- bíska sambandslýðveldið hefði hlutast til um óeirðirna.’ í I.iban- on. Ivvað hann slík ummæli til- Arabar veitast að Dulles. Forstjóri upplýsingaskrifstofu bæfulaus með öllu. Arabiska sambands'lýðveldisins í Kaíró, sakaði í dag Bandaríkin um saimsæri með Libanon í því skyni að skapa slíkt ástand í landinu, Astandið að batna. Ástandið í Libanon hefir batnað Framhald á 2. síðu. Alls. 65,7 Slátrað var í sláturhúsum félags ins 35013 kindum eða 6327 íleiri enn árið áður. Meðal kroppþungi dilka haustið 1957 var 15,65 kg. Mjólkursamlagið tók á inóti 5.657.331 lítrum af mjólk ó árinu og er það 962.799 litrum meira en árið áður. Meðalfitmnagn mjólk ur var 3.632%. Á bifreiðastöð K.B. voru starf- ræktar 16 vöruflutningabifreiðir og seldi stöðin flutninga á vörum og fólki ásamt benzínsölu fyrir 3,3 millj. króna á árinu. Innstæður í Innlánsdeild K.B. voru í árslok 1957 kr. 9,5 millj. eða 2,1 millj. krónum hærrl en í ársbyrjun. Innstæður félagsmanna í stofn- sjóði námu í árslok 1957 kr. 4,4 millj. kr. Fastiláðnir menn hjá félaginu eru um 70, en allar launagreiðslur hjá félaginu voru 7,1 millj. króna á árinu. Félagsmenn í árslok voru 1180. Kaupfélagsstjóri ræddi í }ok Skýrslu ginnar um ástand og' horf- ur í viðskiptair.'álum og um fyrir- hugaðar framkvæmdir félagsins, meðal annars um væntanlega verzl unarhúsSbyggingu í Borgarnesi, en grunnur undir hana hefir þegar verið byggður. Sigurður Guðbrandsson mjólkur- bústjóri ræddi um rekstur Mjólkur samlagsins og verðlag á mjólkur- vörum. Framhald á 2. síðu. Málmur fluttur frá Meistaravík í ágúst KAUPMANNAHÖFN, 21. maí. — Þrátt fyrir fallandi verðlag í blýi og sinki á heimsmarkaðinum, hef- ir Nordisk Mineselskap ákveðið að láta skipa út framleiðslu nám- unnar í Meistaravík á Austur- Grænlandi í ágúst eða sept-ember, þegar er færar verða siglingar gegnum ísinn. Þá munu 22000 smá lestir liggja reiðubúnar til send- ingar. Af því magni hefir helm- ingurinn verið Sendur til Banda- ríkjanna, með hinn helmlnginn verður siglt til Evrópu til bræðslu, og ef til vill verður sumt af því lagt upp sem birgðir. ■— Aðils. í gærmorgun mátti sjá, aS bifreiSar höfðu verið óstöðugar á Hafnarfjarðarveginum. Skammt sunnan við Foss- vogslækinn hafði vörubifreiðin, sem myndin sýnir, stungizf út af veginum. Timbur var á paili, og hafði það stungizt fram um framrúðuna. Bifreiðin hafði komið sunnan veginn og farið austur af honum. — Og rétf sunnan við Fífuhvamm í Kópavogi hafði fólksbifreið farið út af, og sést hér á myndinni. Var það skammt frá ^tlaði að liota þetta emþætti sem brúnni yfir Kópavogsósinn. - Ljósm.: Sv. Eiðsson. | stökkpall til póljtískra metorða. Stassen beið ósigur NTB—FÍLADELFÍU, 21. mai. — Hinum kunna bandaríska stjórn- málamanni, Harold Stassen, tókst ekki að ná útneí'ningu republik- anaflokks'ins sem frambjóðandi hans við fylkisstjórakjör í rSkinu Pennsylvaníu. Kjör um þetta fór fram í gær, og sýna niðurstöður þess, að Stassen fékk nær 280.000 atkv. en keppinautur hansj Ai’thur MeGonicle, fékk yfir fimm hundr. þús. atkvæði. I Kjörsókn var lítil. Talið er að Stassen hafi beðið ósigur við at- bvæðagreiðsluna vegna þess, að þann er ekki íbúi ne ættaður úr þessu fylki, og talig var að hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.