Tíminn - 30.05.1958, Síða 6

Tíminn - 30.05.1958, Síða 6
6 T í M I N N, föstudaginn 30. inaí 195f Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargöt* Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12333 Prentsmiðjan Edda hf. Gegn betri vitund FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um efnahagsmálin er nú oröið að lögum. Þaö var Iagt fram á Alþingi 13. maí og aifgreitt sem lög þaðan 29. maí. AJþingi hafði frum- • varpið því til meðferðar nokk uð á þriðju viku. ■ Þessi timi er vissulega svo langur, að því verður ekki haldið fram með neinum rétti, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi ekki haft nægilegt tóm til að athuga frumvarpið og gera tillögur til breyt- inga á því eða að koma fram með aiveg nýjar tillögur, ef hann áliti það til bóta, Þá gat Sjálfstæðisflokkur- inn einnig notað þær all- mörgu vikur, sem málið var í undirbúningi og athugun hjá rikisstjórninni, til þess að gera sínar eigin athug- anir til undirbúnings sjálf- stæðum tillögum, ef hann áieit síg geta lagt einhverjar slíkar tillögur fram. Þrátt fyrir allan þennan tíma, er Sjálfstæðisflokkur- inn hafði til ráðrúms og at- hugunar, bar hann engar slíkar tillögur fram. í öllum þeim löngu umræðum, sem urðu á Alþingi um efnahags- málafrv. ríkisstjórnarinnar, benti hann ekki á neina aðra lausn efnahagsmálanna en þ)á, sem fólst í frumvarpinu. VISSULEGA er engin á- stæða til þess að áfellast ‘ Sjáifstæðisflökkinn fyrir ""það, þótt hann benti ekki á aðra lausn málsins. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að þegar forkólfar Sjálfstæðis- flokksins hafa farið að virða máiið fyrir sér, gátu þeir ekki bent á neina aðra þetri lausn en þá, sem fólst í frum varpinu. Um aðra leið var ekki að ræða, er fól í sér .minni álögur, en leysti þó - úr vanda útflutningsfram- ' leiöslunnar. Önnur leið var ekki fyrir hendi, sem var lík legri að verkalýðssamtökin sgefetu sig betur við. Þetta gerðu forkólfar Sj|lf stæðisflokksins sér ijóst. Þess vegna bentu þeir ekki á neina aðra leið en þá, sem fólst í frumvarpinu. Með því viðurkenndu þeir beint og _ óbeint, að það var bezta leið- in eins og á stóð. : FYRIR þetta eru forkólfar Sjálfstæðisflokksins ekki á- lasverðir, eins og áður seg- ir. Þvert á móti er það hrós- vert, að þeir hafa komist hér að réttri niðurstöðu. Hin eðlilega afleiðing af þessu, hefði að sjálfsögðu á,tt að vera sú, að þeir hefðu veitt frumvarpinu beint eða óbeint samþykki sitt. Þá hefðu þeir brugðist við á þann hátt, er sæmt hefði . drengilegri og ábyrgri stjórn arandistöðu. . Sjélfstæðismenn brugðust hins vegar ekki við á þenn- an héXt. Þeir völdu þann kostinn, er verri var. Þeir hófu æsingafullan áróðiu* gegn ffumvarpinu í trausti þess, að þeir gætu notfært sér stundaróánægju, sem oft ris gegn nauðsynlegum ráðstöfunum eins og þess- um. Gegn betri vitund reyndu þeir þannig að grafa undan ráðstöfunum, sem þeir vissu að voru réttar og þeir voru i raun og veru fylgjandi. MARGT bendir til þess í framkomu Sjálfstæðis- manna, að þeir hafi gert þetta gegn fullum mótmæl- um samvizkunnar. Öll bar- átta þeirra á þingi gegn frumvarpinu bar á sér meiri svip yfirskynsins en alvör- unnar. Þannig greiddu þeir fyrst atkvæði gegn frum- varpinu í neðri deild við loka afgreiðslu þar. Þegar at- kvæði voru greidd um þær greinar frumvarpsins, sem fólu álögurnar í sér, sátu þeir hjá. í umræöunum treystu þeir sér ekki til annars en að viðurkenna, að ýmislegt í frumvarpinu væri til bóta. Þeir viðurkenndu líka full- komlega nauðsyn tekjuöfl- imar í þágu útflutningsfram leiðslunnar. Þeir færðu fram margir röksemdir, sem sönn- uðu nauðsyn frumvarpsins. En þegar til úrslitanna kom, brast þá kjarkinn til að gera rétt. Þá mátti sín meira ósk- hyggjan að reyna að hagnast á þeirri óánægju, sem kynni í bili að fylgja þessum nauð- syniegu ráðstöfunum. AFLEIÐINGIN af þessari framkomu Sjálfstæðisflokks ins getur orðið örlagarík. — Hinir úbyrgðaminni leiðtog- ar Sósíalistaflokksins bogn- uðu fljótt fyrir þessum á- róðri Sjálfstæðisfl. Einar Olgeirsson reið þar fyrstur á vaðið og síðan ýmsir smærri spámenn kommún- ista og Alþýðuflokksins. — Innan verkalýðsfélaganna hefir þetta sett skriðu af stað, er vel getur leitt til nýrrar verkfallsöldu. Með á- róðri sínum hafa forkólfar Sjálfstæðisfl. komið þessari skriöu af stað og róa líka enn kappsamlega undir. Vel getur farið svo, að þetta framferði Sjálfstæðis- flokksins leiði til þess, að hin nýja efnahagsmálalöggjöf beri ekki tilætlaðan árang- ur og nýjir erfiðleikar út- flutningsframleiðslunnar séu því framundan á næsta ári. En hitt er ekki víst, að gróði Sjálfstæðisflokksins verði mikill, þegar upp verður stað ið. Menn munu gera sér ljóst, að hann hefir hér snúist gegn réttu máli, gegn betri vitund, í von um stundar- hagnað og metið hann meira en hag þjóðarinnar. Ef þjóð in dæmir rétt í þessu máli, mun þessi framkoma Sjálf- stæöisfl. hvorki auka veg hans eða fylgi. ERLENT YFIRLÍT: Hvað hyggst de Gaulle fyrir? Öhæf kosningaskipan og Moskvutrú kom^iúnista hafa eyiSilagt fjór’Sa iýíSveldií — Þér inntu mig eftir svörmn við spurningum Guy Mollets. Ég vil byrja á því að svara yður, að ég hefi mikið álit iá Guy Mollet. Á slríðsárunum lagði hann allt í sölurnar til þess að berjast fyrir Fi’akkland. Við vorum þá sam- herjar. Nokkru cftir styrjöldina, hittumst við í Aiwas. Ég talaði af svölum ráðhússins þar og Guy Mollet stóg við hlið mér. Slíkar stundir gleymast ekki. Síðan höf- um við Mollet ekki sést. Hvers vegna ekki? Ég veit ekki ástæð- una. Ég hefi hins vegar fylgzt með pólitískum ferli Guy Mollets. Ég Tiefi ekki alllaf verið sammála honum í þvi, sem hann hefir gert eða reynt að gera. En ég get hins vegar sagt, að framkoma hans á undanförnum árum hefir ekki dregið úr áliti anínu á honum. — Framangreind ummæli um Guy Moliet, aðalforingja franskra jafn aðarmanna, lét Charles de Gaulle hershöfðingi falla á fundi, sem hann hélt með blaðamönnum í París 19. þ. m. Af urmnælum þess um má fastlega draga þá ályktun. að de Gaulle hefir viljað ná sam- starfi við jafnaðarmenn um vænt- anlega stjórn sína og sennil. helzt viljað fá sluðning aiira flokka. nema þá helzt kommúnista. Fyri: honum hefir bersýnilega vakað að mynda þjóðstjórn, sem væri undir persónulegri forustu hans. • ÞAÐ er áreiðanlega með öllu rangt að líkja de Gaulle við ein- ræðissinna á toorð við Mussolini* Hitler, Stalin, Knistjoff, Franco og aðra slíka. Hjá de Gaulle hefir aldrei komið fram að hann að- hyltist einræðisstefnur á borð við fasisma, nazisma eða klommún- isma. Vafalaust hefði hann getað komið fótum undir einræðisstjórn eftir styrjöldina, ef hann hefði sózt eftir því. í stað þess vann hann ag þvi að endurreisa lýð- ræðisskipulagið að nýju, þótt það fengi hins vegar aðra mynd en hann taldi æskilega. Hann hefði helzt kosið að taka upp hina banda rísku tilhögun, þ. e. að forsetinn væri valdamikill og glöggur að- skilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds, enda tryggir það form lýðræðið áreiðanlega miklu betur en þingræðið. Þótt fjórða lýðveldið franska tæki þann ■ ig á sig aðra mynd en de Gaulle i taldi æskilega, greip hann ekki í j taumana til að hindra það, held ur lét af stjórnarforustu. Síðustu árin hefir hann dregið sig að mestu í hlé, ekki haft um sig neinn flokk og ekki tjaldað neitt skoð unum sínum. Það er eins og hann hafi fundið, að til hans yrði leit- að fyrr en síðar. Charles de Gaulle TAKMAItK de Gaulle með valda tökunni er áreiðanlega ekki að koma upp einræðis'skipulagi í Frakklandi. Ifann vill hins vegar fá aðstöðu til að ráða sj'álfur miklu persónulega meðan hann fer með völd, til þess að koma betri skipan á mál Frakklands bæöi inn á við og út á við. Áður en hann hverfur úr valdasæti aftur, mun hann vilja setja Frakklandi nýja stjórnarskrá, sem tryggi landinu starfhæfa lýðræðisstjórn í fram tíðinni, líkt og hann beitti sór fyrir eftir styrjöldina. Hann virðist þannig dreyma um að brúa bil milli óstaifhæfs lýðræðisskipu- lags og starfhæfrar lýðræðisstjórn ar. Hitt er svo annað mái, hvort de Gaulle tekst þetta. Hefir hann hin réttu úrræði á höndum í Al- sírdeilunni og efnahagsmálunum og getur hann framkvæmt þau, án þess að grípa til meiri valdbeit- ingar og ófrelsis en hann sjálfur vill? Leiðir því stjórn hans ekki til einræðis í stað end urbættra lýðræðislegfa stjórnar h'átta? Þessum spurningum, get- ur reynzlan ein svarað. Hitt er sennilega rétt, að eins og á stend ur, er de Gaulle eini maðurinn, . sem virðist hafa möguleika til þess aðl geta gert Iþetta. Það veltur svo á skapsmunum hans, hyggindum og aðstöðu, hvort honum heppnast þetta vanda- sama hlutverk. EINS og horfurnar eru í dag, virðist mega fullyrða það ihiklaust, að fjórða lýðveldið franska er úr sögunni, en svo hefir stjórn kipulag Frakklands ver.ið nefnt, ;r reis upp úr rústum síðari heints tyrjaldarinnar. í sjálfu sér er :kki mikiis að sakna, þar sem 'jórða lýðveldið franska er, því ið það bar í sér dauðameinið frá tpphafi, er var kosningafyrir1- íomulag, sem skapaði tnöguleika yrir marga sundurleita flokka, er fluðu sér nteira fylgis með því sð rífa niður og ófrægja það, sem gert var, en með því að bjóða upp : jákvæða stefnu og úrræði. Þetta jerði það að verkum, að næsta 'gerlegt var að mynda starfhæfa íkisstjórn, eins og marka má á >ví, að 25 ríkisstjórnir hafa setið ið völdunr í Frakklandi, síðan tyrjöldinni lauk. Þetta fyrirkonni ag gat ekki endað nema illa, þar sm allar tilraunir til lagfæringar því höfðu líka rnisheppnast. ÞAÐ hefir svo að sjálfsögðu tjálpað til að flýta fyrir falli ijórða franska lýðveldisins, hve miklu fyigi kommúnistar hafa náð. Með því að greiða Komimúnista- flokknum atkvæði, dæimidi stór hluti þjóðarinnar sig eins og úr leik, þar sem samstarf lýðræðis- flokkanna við foringja Kommún- istaflokksins var útiiokað. Eins og stjórn Kommúnistaflokksins hefir verið háttað, hefir hann raunveru lega ekki verið franskur flokkur. Yfirstjórn hans hefir vrerið í Moskvu. Foringjar fiokksins hafa alltaf viðurkennt forustuhlutverk rússneskra komniúnista. Þeir gerðu þag nú seinast á dögunum, er þeir skipuðu sér undir merki Moskvu í deilunni við Tító og aftur kölluðu fulltrúana, er áttu að mæta á þingi júgóslafneska komm únistaflokksins. Ef franski komm únistaflokkurinn hefði lotið þjóð- legri stjórn, en ekki verið und- ir yfirstjórn Moskvu, myndi þró unin í Frakklandi hafa getað orðið allt önnur. Fyrir aðrar þjóðir er margt að læra af því, sem nú er að gerast í Frakkiandi. Dimmir skuggar hvrla nú yfir framtið lýðræðis og frelsis þar í landi. Það er von allra vina þeirrar þjóðar, sem svo oft og eft- irminnilega hefir sýnt ást sina á frelsinu, ag úr því hreti, sem nú gengur yfir, megi hún kama með traustara lýðræðisskipulag en Inm ‘4‘d 'em>{s ui,n gu ginq .iijaij ÞAÐ ER mjög vafasamt hvort de Gaulle 'hafi haft nokkuð sam- band við herforingjaklíkuna í Alsír, sem stóð að uppreisninni þar og setti skriðuna af stað, sem nú virðist ætla að enda með valda- töku hans. Þótt einkennilegt megi virðast hefir de Gaulle ekki átt neinu sérstöku fylgi að fagna með- al hershöfðingjanna. Eftir að þeir höfðu gert byltinguna í Alsír, stóðu þeir hins vegar uppi án merkisbera og vonlaust hefði ver- ið fyrir einhvern þeirra að ætla að gerast einræðisherra, án þess að því fylgdi hogarastyrjöld í Frakklandi. Þeir gripu því til ráðs að gera de Gaulle að merkisbera sínum. De Gaulle hefir hvorugt | gert ag játast þeim eða hafna lið jveizlu þeirra. Hann ætlar sér auð sjáanlega að komast til valda, ón þess að vera háður einum eða öðrum aðila. í dag veit enginn, hvort hann muni fremur eftir valdatökuna framfylgja yfirgangs stefnu hershöfðingjanna i Alsír málinu eða fara inn á friðsamiegri leiðir. Meðal þeirra, sem gera sér vonir um hið síðarnefnda, er Bourguiba, forseti Túnis. 'RAÐSrOFAA/ Það er að verða sumarlegt og grasið þýtur upp. þótt enn sé heldur þurrt. Stakkaskiptin, sem gras- blettirnir vi'ð húsin í Reykjavík hafa tekið síðustu tvo dagana, eru undraverðir. F.vrir tveim dög um var lóðin framan við Lands- bókasafnshúsið við Hverfisgötuna l. d. fölgræn og grálcit og blóm- laus me'ð öllu. En um hádegis- bilið í gær, vrar bletturinn orðinn fagurgulur af nýútsprungnum fíflum og grasiö orðið dökkgrænt. Svona geta umskiptin orðið snögg þegar komið er fram á sumar og hlýindin haía iátið bíða eftir sér. Fái jörðin nokkra vætu og hlý- indin haldist svo sem eina viku, mun landið verða fljótt að klæð- ast sumarskrúðanum. Þá gæti svo farið, að mönnum fyndist t. d. á Norðurlandi, að þeir hefðu ekkert vor lifað að þessu sinni, heldur stigið beint úr fannaveldi vetrarins imi í dýrð sumarsins. Það yrðu skemmtilega snögg um- skipti. Vestmannaeyingur hefir sent bréf í baðstofuna og kvartar sáran undan óreglulegum póstsending- um til Eyjanna. Hann segir, að pósturinn komi oítast með flug- vélum. Oft komi það fyrir, að ekki sé flugveður til Eyja dögum saman. Þá liggur pósturinn í Reykjavík og bíöur flugs, og er raunar ekkert við þvi að segja. .En svo batnar ve'ður og flúgvél leggur aí' stað til Eyja. Þá liefir auðvitað safnazt fyrir allmikill flutningur, farþegar og vörur, og er þá oft ráðgert að fara tvær eða þrjár ílugferðir til Eyja sama dag. Kemur þá oft fyrir, að pósturinn- er ekki látinn fara með fyrstu ferð, og jafnvel ekki annarri, heldur hinni síðustu. Fer svo stundum, að lendingarskilyrði spillast i Eeyjum, og ekki eru farnar eins margar flugferðir þann daginn og ætlað var. Situr þá psturinn eftir, og svo er kann- (Fiamh. á 8. gíöu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.