Tíminn - 30.05.1958, Page 8

Tíminn - 30.05.1958, Page 8
e T f MIN N, föstudaginn 30. maí 1958. Blesastaðahjónin Guðmundur Magnússon 80 ára og Kristín Jónsdóttir kona hans 72 ára, áíttu bæði afmæli í maimán- uði síðast liðnum. Þannig líða árin fyrr ea varir. Við, sean höfum verið næstu ná- granaar og samtíða Guðmundi á Hiesastöðum, eigum bágt með að átta okkur á að hann sé orðinn áttræSur, þessi síungi, bjartsýni og startsglaði maður, sem alltaf hefir séð möguleifcana framundan, en þeíta er þó staðreynd, því fæddur er Guðmundur hinn 11. maí 1872 að Votumýri á Skeiðum, élst þar upp í stórum systkinahóp við fremur þröngan kost eins og al- gengast var á þeim tíma víða um byggðir landsins. Mun fljótt hafa komið í ljós að hann hugði að tak- áist mætti að bæta kjör sinnar sasptíðar og annarra með dugn- áði og áræði. Hann sá þegar í æsku þá möguleika til bættrar að- staöu, sem samtíðarmenn hans jafnvel ekki komu auga á og töldu skýjsborgir og eins konar dirfsku. Það lót G<uðmundur ekki á sig fá, því ungur að árum og fullur stór- hugs réðst hann í að kaupa jörð- ina Blesastaði með lélegum húsa- kosti og setti þar saman bú eigna- Jaus, en þrunginn æskuþrótti, bjartsýni og sannri lifstrú. Mun lumum bafa verið það nokkur hvöt að þessi jörð hafði verið í eigu ættmenna hans um alllangt skeið og lönd æskuheimiiis hans og Blesastaða lágu saman. Kom brátt í Ijós tryggð hans við sínar æsku- stöðvaa-, sem hann hefir aldrei horfið frá, en lagt alla sína lífs- orku í að umbæta og þeir sem nú koma að Bessastöðum eftir 50 ára búskapartíð Guðmundar, gætu vaj’la undrazt yfir þótt nokkurn tíma hefði þurft íil að framkvæma allt það, sem þar verður séð, bæði að húsakosti og allri ræktun, sem er óvenju mikil á einum og sama stað. Allar framkvæmdir bera ljós- an vott um stórhug þann, er ríkt hefir á þessum stað. Þess skal strax minzt að Guð- mundur var ekki einn að verki. Stærsta lífslán hans var, að hann j hlaut að lífsförunaut hina ágæt- ustu roannkostakonu þar sem j Kristín Jónsdóttir frá Vorsabæ var sem jafnan hefir staðið við hlið hans með hinni mestu prýði, því ^ liún hefir til að bera þann innri mátt, að stækka hann og styrkja í hverri raun, því ekki varð hjá því komizt að oft hlaut að reyna , á krafta þeirra hjóna beggja. Sam- 1 eiginlega greiddist vel úr öllum vanda, sem að höndum bar, og fuilyrSa má, að Kristín átti þar sinn góða þált, því að með skarp- skyggni sinni, víðsýni og sfnum góðu gáfum, tókst henni að leysa vandann á þanu hátt sem bezt mátti fara hverju sinni, og allt blesaðist vel. Iíverri hugsjón var framfylgt eftir ýtrus'tu kröftum, og lánið -virtist alltaf vera með. I-Jeim- ilið óx og stækkaði ár frá ári. Börn þeirra hjóna eru 13 á lífi. Allur þessi hópur er hið mannvænleg- asta fólk, dæturnar prýðilegar hús- freyjur, bræðurnir miklir athafna- menn, og hafa nú tveir þeirra fyrir allmörgum árum tekið við áfram- haldandi viðreisnarstarfinu á Bles-astöðum, sem þau Guðmundur og Kristín höfðu lagt grundvöll- inn að. Búa þeir nú hvor um sig einhverju stærsta búi sveitarinnar, hafa uppbyggt fyrirmyndarheimili, ásamt sínum ágætu konum og eiga stóran barnahóp í uppvexti, er það mikill styrkur hverju sveitarfólagi þegar svo vel tekst til, sem hór hefir verið lýst. Börn þeirra Guðmundar og Kristínar eru nú búsett víðsvegar á landinu, og munu barnabörn þeirra vera orðin yfir fjörutíu, og er þessi fjölskylda því orðin býsna stór, mest er þó um vert, að allur þessi stóri hópur er hið mesta myndar- og mannkosta- fólk, sem mikils má af vænta í framtíðinni Af þessu verður auðveldlega séð hversu veglegt starf þau Blesa- staðahjón hafa innt af hendi, hug- ur og hönd hafa fylgzt að á liðnum starfsárum — og — enn starfa þau, enn hafa þau bú til umráða, þó að starfskraftar séu eðlil. þverr andi, en vissulega geta þau nú litið 'til baka yfir gæfuríkan starfs- dag. Eigin orka þeirra beggja hef- ir verið lögð fram, og með henni hafa þau unnið stóra sigra sjálfum sér og öðrum til heilla og bless- unar. Ég, sem þessar sundurlausu og fátæklegu línur rita, sem hafði verið hugsuð afmæliskveðja, vil að lokum þakka ykkur hjartanlega liðnu árin. Oft hefi ég gleði notið með ykkur í hópi ástvina ykkar. í sorg minni var einnig gott að sækja styrk til ykkar. Þú, vinkona mín Kristín, horfir oft á fagurt sólarlag í hinni ytri náttúru. Ég bið þess að þið, kæru hjón, Baðstofan (íFramhald af 6. síðu). ske ekki flugfært tii.Eyja næstu tlaga. Þetta þykir oklcur Eyjabúum léleg þjónusta, segir enn fremur í bréfinu. Okkur finnst það vera hið minnsta, sem ætlast má til, að póstur sé jafnan látinn fara með fyrstu flugferð, sem fellur, eftir að hann berst á afgreiðslu til sendingar, og að út ai' því bregði alls ekki. Þess skal getið, segir bréfritari að lokum, að af- greiðsla flugvélanna hér, í Eyj- um er fram úr skarandi góð og fljótvirk. Þá hefir ríkisúfvarpið sent baðstóf- unni reglugerð um rekstur útvarpsins, en þar eru m. a. ákvæði um íyrirkomulag inn- heimtu á afnotagjöl'dum útvarps- ins. Mun þetta sent í tilefni af aðsendu bréfi, sem birtist hér í baðstofunni í vikunni sem Jeið, um þau mál, og var nokkuð hvat- skeytlegt í garð útvarpsins. Reglugerð þessi er gefin út og staöfest 18. apríl 1958. Verður því ljóst af henni, að útvarpið hefir gefið út póstkröfur um innheimtu afnotagjaldanna áður en sú reglu- gerð kom út, sem mælti fyrir um þessa innheimtuaðferð. Einnig voru auglýst hvað eftir annað í útvarpi þau viðurlög og dráttar- vextir, sem reglugerðm heimilar, áður en reglugerö þessi hafði ver- iö gefin út eða staðfest. Það er því engin furða, þótt nokkurrar óánægju útvarpsnotenda gæti og þeir efist um, að útvarpið hafi hér með öllu lögl’ega og heiðar- lega að farið gagnvart. viðskipta- mönnum sínum, og þvi sé vafa- mál, hvort þeim beri aö greiða dráttarvextina, sem er sektar-fé, á lagt eftir reglugerð, sem ekki hafði séð dagsins ljós eða tekið gildi. — Hárbarður. Guðnvundiir og Kristín, megið sam- eiginlega njóta Ikvöldsólarinnar, sem kærleiksgeislar mannlífsins og alverunnar nái að skína í gegn- um. Lifið heil! Hjartans þökk fyrir dáðríkt og heillavænlegt starf! G. K. Æskulýðsheimili templara (Framhald af 4. síðu). í bókasafninu eru um 1600— 1700 bindi. Bókavörður var eins og áður Bjarni Halldórssan, skrif 1 stofustjóri. Lesflokkur. | I veíur starfaði lesflokkur úr st. Brynju nr. 99. í heimilinu. Voru það 6 námsmenn. úr M.A.. Fengu þeir bækur hjá æskulýðshcimil’- unni. Formaður losflokksins var inu og höfðu íundi sína, í. lcsstof- Steingrímur Ingvars9on. Vonandi er þetta visir að meiri swipaðþi j.starfs.emi. Stjórn Æskulýðsheimilisins vár í vetur skipuð. eftirfarándi mön»- um: Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnússon, Stefán Ág. Krist- jánsson, Jón Kristinsson og Guð- mundur Mikaelsscn. NYKOMIN Saxófónar (alt) Trompettar Klarinettar Trombönar Signalhorn Tvær ge.rðir. Verð kr. 418,00 og kr. 466,00. Tronmiusett, með; öllu tilh. Litlar trommur, stakar, með trommustól. Rúmbukúliu’ (Maracac) Bíokkfiautur Píanóhannóníkur Hnáppaharmóníkur Tronunukjuðar Trommuburstar Gítarstrengir Trompettolía Harmóníkuskólar og nótur Þýzkar munnhörpur, margar gerðir margar gerðir, tvöfaidar og krómatiskar o. fl. Verzlunin RIII Njálsgötu 23 — Sfmi 17692 ;vuvvvw,w.,.,.,.v.,,v.,,v.,,v.,.v.,AW.WA,.v.v.y.,"«v.,.v.,.v.w,v.,.v,v.vcv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.w,v,v.v.v.v%‘.v.vViV.,.v.,.v,*; l Dagskrá fyrir hátíðahöld vegna 50 ára f afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar j; LAUGARDAGUR 31. MAÍ Kl. 14.00 Vígsla húss Bæjar- og héraðsbókasafnsins í Hafnar- firði. Kl. 14.00 Barnaskemmtanir í Bæjarbíói og Hafnarfjarðarbíói. Kl. 15.30 Knattspyrnukeppni milli úrvalsliða frá knattspyrnu- ráði Rvíkur og knattspyrnuráði Hafnarfj. á knatt- spyrnuvellinum. Dómari Guðjón Einarsson milli- ríkjadómari. Kl. 16.00 Bæjar- og héi'aðsbókasafnið í Hafnarfirði og sögu- sýningin opnuð almenningi. Bæjarkeppni í sundi milli Neskaupstaðar og Hafn- arfjarðar í Sundhöli Ilafnarfjarðar. SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ, SJÓMANNADAGURINN Sameiglnleg dagskrá með sjómartnadagsráði. Kl. 10.00 Hátíðaguðsþjónustur í þjóðkirkjunni og fríkirkjunni Kl. 13.00 Bæjarbúar safnast saman til skrúðgöngu frá ráð- húsinu. 13.30 Skrúðgangan hefst. Gengið verður um Vestui’götu, Vesturbraut, Kirkjuveg, Hellisgötu, Hverfisgötu, Lækjargötu og Strandgötu að hátíðasvæðinu sunn- an í’áðhússins. — Þar fer fram eftirfarandi: 1. Setning: Form. hátíðanefndai’, Kristinn Gunnarsson. 2. Lúðrasveit Hafnarfj. leikur, stj. Aibert Klahn. 3. Ræða: Bæjarstjóri, Stefán Gunnlaugsson. 4. Karlakórinn Þrestir syngur, stj. Páll Kr. Pálsson. 5. Ræða: Fulltrúi sjómanna, Sigurjón Einarss. skipstj. 6. Þrír aldraðir sjómenn heiðraðir. 7. Fimleikar kax'la: Fimleikaflokkurinn Ernir. 8. a) Kappróður. b'1 Handknattleikur KR — FH c) Reiptog. Kl. 17.30 Hátíðafundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í Bæjai'bíói. Kl. 20.15 Fi'amhald útihátíðahalda. 1. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. 2. Afmælisræða: Þingm. Hafnfii'ðinga, Emil Jónsson. 3. Kai'lakórinn Þrestir syngur, stj. Páll Kr. Pálsson. 4. Afhending verðlauna vegna afmæliskeppni. 5. Einsöngur: Frú Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona. 6. Aihending vei'ðlauna vegna sjómannadagsins. 7. Einsöngur: Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. 8. Glímusýning: Ungmennafél. Reykjavíkur, stjómandi Lárus Salómonsson. 9. Tvúsöngur: Þuríður Pálsdóttir og Guðm. Jónsson. 10. a) Þjóðdansar: Þjóðdansafél. Reykjavíkur, stjórn- andi Heiga Þórarinsdóttir. b) Fimleikar kvenna: Fimleikafél. Björk, stjórn- andi Þoi'gerður Gísladótth’. 11. Dans á Strandgötunni. Aðgangur að öllum dagskráratriðunum er ókeypis, ennfremur kaffiveitingar í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 15—18. Alþýðuhúsinu, Góðtemplarahúsinu og NEFNDIN. •'WA'.V.W.V.V.V.V.W.VAV.V.'.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.’.V.V.'.V.V.V.V.'.V.V.'.V.V.-.V.V/.V.V.V.'.'.W.V/.V.V.V.V.V.^

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.