Tíminn - 11.06.1958, Síða 7

Tíminn - 11.06.1958, Síða 7
^ÍMINN, miSvikudaginn 11. júní 1958. 7 Ræða Andrésar Finnbogasonar, skipstjóra, fulltrúa sjómanna á sjómannadaginn: Hindra verður rányrkju á fiskimiðum með út færslu fiskveiðilandhelginnar í tólf sjömílur í dag er sá. dagur, er sjó- menn hafa tileinkað sér. Slíkir dagar eru nokkurs konar áningarstaðir, þar sem litið er til baka vfir farinn veg og hugleitt hvernig hefir gengið, af hveriu megi læra og hvað eiqi að forðast. Einn- ig er á slíkri stundu reynt að skyggnast fram á veginn til að revna að koma auga á torfærur, sem á honum kunna að vera og notfæra sér reynsluna, við að fá fram hjá þeim komizt svo ekki hliótist tión af. Ef við nú lítum til baka, vantar ekki kennileitin, sem eflaust væri fróðlegt að stanza við mörg hver. Við sem erum þó innan hálfr- ar aldar .gömul munum ef.tir og höfum tekið þátt í lifsharáttunni, þar sem hún var háð á opnum toátum, sem knúðir voru áfram að mestu með handafli, eða þar sem vomi vólalaus þiiskip mjög illa útbúin og á mœlikvarða nú- tímans afar smá. Tún og engi voru að mestu ógirt og iOiIa rœktuð, húsakasbur í sveitum að mestu hla?51- grióit’' og mold, og í fcaupstöðum Iandsins lélegir timb- urkofar. Þeir yngri, sem ekki muna þann tíma, sem þessi lýsing á við munu eflaust spyrja, hvernig hefir þessi mikla breyting orðið? Hvernig hefir þessi fagra borg byggzt? Hvernig hafa tún- og engi verið ræktuð og giril? Stór og myndar- l'eg steinhús í kaiipstöðum og úti um allar sveitir landsins, vegir lagðir og brýr byggðar. Og síð- ast en eklki sízt, hvernig hafa í stað opna bátsins og liitla, og illa útbúna þilskipsins, komið þessi stóru og myndarlegu kaupskip? Togskipa- og vélskipafioti, sem að traustleika og góðum útbúnaði á vart sinn iíka annars staðar í iheiminum. Okkur er skylt að svara þessum spurningum. Það má ekki . gleymast að til þess að eplið hafi orðið til, varð að vera til epla- tré, sem fesit bafði rætur, og til íþess að eplið verði til þarf að - vera til tré, sem stendur föstum . fótum. Þetita er óbrigðuit lögmál. Endurheimt frelsisins ÞrAtt fyrir hallæri o-g undirokun þióðarinnar um aldaraðir af er- ■ lendiun aðilum, lifði sá kjarkur mieð henni að hún gat, ef hún end- urheimti fvelsi sitt, sótt það gull i greipar Ægis og móður moldar, sem naegði til að hreyta lifi henn- ar, og þetta hefir tekizt. En það tófcst fyrir það, að þjóðin sam- stillti si'g Itiil átaks og var mjög ósérhlífin, alls staðar reyndist • 'eigin höndin 'holi'ust. Það lókst að byggja innilendan verzhinarskipa- flota mannaðan ihnlendum mönn- um, sem sómir sér vel, hvar sem er á hehnshöfunuffl. Það tókst að byggja upp sjómannastétt. í öllum 'greinum, sem var sínu starfi það vel vaKÍn, að verða talin ein sú bezta í heimi. En þótt hér hafi verið drepið 'á nokkur atriði. sem sýpa-hvernig þessi breyiting mátti y.erða, hafa ýmis mý vandamál .skapázt, -aðrar þjóðir höifðu komið auga á það gU’ll, sem teyndist i.hinum-feng- sælíi fiskimiðum umhyárfls Jandið, og þar sem þar vor.ii.il, forðinni stórþjóðil’ með öiiugan fisiýskipa- flota, sem næsturn iiafa, tógað upp að ósum ánna, hefir .þetta , prðið örlagaríkt fyrir okkur,- þar. sem iþrátt fvrir þesisi vel úttoúnu. og ai'kastamiMu fiskiskip,. rpyjjist nú ekki vera hægt að afla þa,ð m-ikið, að 'staðið verði undir iieim kostn- aði. sem þarf til að láta þessi at- vinnutæki bera sig og halda uppi Hvernig verður því afstýrt, að íslenzk sjómannastétt hverfi að mestu ogsennilega sjálfstæði þjóðarinnar með? því velsældarlífi, sem hér hefir vcrið lifað að undanförnu. Hér hefir og fleira komið til. Á þessu timabili hefir verið háð ein sú ægilegasta heimsstyrjöld, sem sagan getur um þar sem ísl-and sogaðist því nær inn í miðpunkt- inn, þótt sú gæfa fylgdi, að á ’grundum landsins væri ekki bar- izt í návígi. Þó að þessi heimsum- hrót hafi að einhverju leyti orðið 'til þess að flýta fyrir uppbyggingu landsins, sköpuðust á móti ýmis þau vandamál, sem óvíst er, hvort þjóðin beri gæfu t.il að leysa, áð- ur en hún færist enn rnn skör til baka, þessi vandamál eru aðallega efnahagslegs eðlis. Hlutur framleiðslustéttanna Of margir virðast hafa misst sjónar á þeim akri, sem giefið hefir megnið af því gulli, sem notað hafði verið til uppbyggingarinnar. En að plægja þann akur hefir 'kostað og mun ahtaf kosta mikið líkamlegt erfiði og margs konar fórnir, eins og langdvaiir frá kær- um ástvinum. Hafa minna að segja af þeirri hlýju, sem tckizt hefir að skapá með tækni nútímans, því frá karli Ægi andar oft köldu, líkt og áður fyrr, og dætur hans verða ávallt viðsjál'sverðar, þá þær stí’ga sinn trjdlta dans. Hið óeðliiega ástand, sem skap- aðist við hersetuna gaf margs kon- ar tækifæri til auðveldrar öfiunar peninga, flúðu þá maxgir hið harkalega hlutskipti sitt og hafa ekki komið á sjóinn aftur, en það sem alvarlegast er, að hin þrótt- mikla æska sem hefir alizt upp eftir að velsæld þjóðarinmar jókst — hefir ekki skilað n-ema fáum prósentum miðað við það sem eðlil. hefði verið til þessara starfa og er nú svo komið að um það bil þriðjungur þeirra manna, sem á fiskiskipunmn starfa eru erlendir rnenn og fer þessi vöntun islenzkra manna ört vaxandi vegna þess, hve óeðlilega há er tala þeirra full- orðnu manna, sem eftir eru. Stækkun landheiginnar Ef við litimi fram á við, þá er það þörfin fyrir stækkun Iand- helginnar, sem fyrst blasir við. Annað er, hvernig verður séð fyrir því í tíma, að íslenzk sjó mannastét.t hverfi ekki að mestu og sennilega sjálfstæði þjóðarinn- ar með. Þessi atriði vil ég nú athuga lítillega. Öllum íslendingum er kunnugt hvað gerðist í landhelgismálinu á ráðstefnunni í G-enf. Sú staðreynd, að ekki sé neinn lagalegur réttur fyrir erlendar þjóðir, að stunda veiðar eins nærri S'tröndinni og gert hefi verið, ef viðkomandi ríki telur nauðsyn stærri landhelgi, er mjög mikih væg fyrir íslendinga. Að vertiðin í vetur 6kilaði all- sæmilegum afla miðað við undan- farin ár, má ekki blekkja neinn. Þótt ekki hafi orðið neinar veru- legar breytingar á veiðiaðferðum frá því, sem var fyrir nakkrum árum, þá hefir samt orðið gífur- leg breyting á, hvernig þeim hefir verið beitt, og tækni til þess’. Maður, sem vill hafa opin augun og athuga hvað er að gerast, sér að horfir til gjöreyðingar fiskin- um við strendur- landsins. Þetta þykj-a stór orð, en athugum þau nánar. Tökum dæmi. Ef sá, sem á varp- land, réðist á fuglinn, skyti hann eða snaraði um leið og hami kem- ur til að verpa, og, ef einhver fugl gæti ungað út sínum eggjum, þá léti hann sér standa á sama, þótt hann- banaði unganum, hversu Andrés Finnbogason. lengi mundi það varpland gefa arð? Sá, sem á laxveiðiá, og tæki upp á því, að leyfa veiði með netum allt frá ósum og til upptöku ár- innar, mundi tæpast þurfa mörg ár til að gjöreyða laxinum úr henni. Bóndi, sem tæki upp á því að drepa sér til matar kindur rélc fyrir burðinn og lömbin á hvaða aldri sem væri, mundi fljótt finna fyrir samdrætti í búi sínu. Enn skulum við hafa það hug- fast, að bótt landið einu sinni væri skógi vaxið, tókst að eyða honum. Ef við segjum að þessar líking- ar eigi ekki við, þá verðum við að afsanna það, sem við höfum þó áður sannað, að hér væru In-ygn ingarstöðvar og að fiskurinn leit- aði þangað afitur sem honum væri klakið út. Stærri fiskiskip Fyrir stríð og allt til stríðsloka var mestur hlúti bátaflotans 15— 22 brútító rúmlestir að stærð með 6—8 sjómilna hraða á klíst. Tæki voru þá engin i bátunum önnur en reimdrifin línuyinda, sama efni var í línunnr og nú er notað, en linu- lengdin allt að helmingi styttri. Þá var auk þess- sótt mjög stutt frá landi, sem gefur að skilja á ek'ki stærri skipum. Um netabát- ana var sama að segja, að þeir notuðu um það bil hálfu færri net en nú eru 'höfð, en efni í netun- um var bómull, sem talið er að hafi 5—10 sinnum minni veiði- hæfni en net þau, sem nú eru notuð og kem ég nánar að því síðar. Samt varð meðalafli á bát þá litlu minni en nú verður og á stríðsárunum talsvert meiri. Að stríðinu loknu hefst hin svo- kallaða nýsköpun. Þá voru keypt ný og stærri skip, allt að 100 brúttó rúmlestir að stærð og bet- ur útbúin, til dæmiis flest með sjál'fritandi dýptarmæli og olíu- drifinni línuvindu, auk þess mið- unarstöð o. fl. Ganghraði 8—9 sjómílur. Nú var hægt að sækja lengra en áður og afkasta meira í veiðarfæradrætti. Fyrst í stað jó'kst aflinn nokk- uð, en f'ljótlega fór að draga úr afla og hefir stöðugt hallað niður á við siðan, en heildaraflamagninu hefir verið haldið nokkum veginn •eins með því að gera stöðugt út fleiri og fleiri skip og hafa þau betur úthúin hæði að tækjum og veiðarfærum, og má segja að nýtt tæki hafi komið árlega, auk þiess orðið bylting með netaveiðina með komu nælonsins í stað hamps- ins. Minnkandi aflamagn Það sem gerzt hefir, er í fáum orðum þetta, ef við tökum línu- bátan^: Fiskurinn hvarf af grunnmiðun- um, því var mætit m'éð því að setja nýjar og stærri vélar í bátana, svo ganglirað er í dag um 10 sjó- mílur á klst. Myndaðist með því möguleiki til að sækja á fjarlæg- ari mið. Dýptarmælir var settur í hvert skip, svo og olíudrifin linu- spil, Mnulengdin var sí og æ auk- in þar til lenigra varð ekki kom- izt, og er nú svo komið að eng- inn mun gera út á línu eftir að netaveiði byrjar. En hvað hefir gerzt þar? Þar er ástandið mun alvarlegra. Sama gerðist: Aflamagnið minnk- aði. Þá kom nælonið til sögunn- ar sem eins og fyrr er sagt er margfalt veiðnara og gáfu netin þá fyrst í stað mjög sæmilegan afla og hafa gert enn, en þó með því að stórauka netadráttinn og verður ekki lengra komizt. Tals- verð brögð inunu jafnvel vera að því að ekki tekst að draga allt sarna daginn. Auk þess er kominn í skipin ifullkomnari dýptannælir en áður var, svo nú má segja að fiskurinn á vart undankomu auðið, ef skipið fer yfir þar sem hann er. Mætti líkja við það, að við léfcum okk- ur í skollaleik með bundið fyrir augu, en mættum nú leika þann leik alsjáandi. Nú er mestallur vélskipaflotinn kominn á net með þessi miklu veiðarfæri, má segja að svæðið frá Vestmannaeyjum og jafnvel allt vestur á Breiðafjörð sé girit margfaldri girðingu þessara stór- virku veiðarfæra og er þar eng- um bletti hlíft og eru þó á þessu svæði einhver beztu og óumdeil- anlegustu hrygningarsvæðin, sVo sem Selvogsbanki. Þótt hér hafi aðallega verið tal- að um mótorbáta, þá hefir sama gerzt með togarafiotann, aðeins sá munur að þeir hafa gétað sótt á fengsæl, fjarlæg, mið hluta úr ár- inu eins og t.d. við Grænland. Með þeirri tækni að geta togað með vörpunni uppi í sjó, hafa þeir fyllilega tekið simn þátt í þeim 'hættulega leik, sem framinn hefir verið á hrygnin'garstöðvunum, sér- staklega á Selvogsbanka. Það, sem gera þarf Að þessu athuguðu blandast eng- um sjómanni hugur um, að stefnlt er til fányrikjiu eða jafnvel gjör- eyðingu fiskistofnsins og er það 'því okkar krafa á þessum degi, að landhelgi verði færð út í 12 sjómilur að minnsta kosti frá nú- verandi grunnlínu. Jafnframt verði friðuð fvrir allri veiði viðurkenndustu hi’ygningar- svæðin innan þessarar línu og höfð um þau eins lítil umferð og mögu- legt er um hrvgningartímann. Því eins og kunnugt er kemur þorsk- seiðið upp á yfirborðið á þeim tíma, sem það er, það veikt, að skrúfíuisjór og oh'ubrák geta hæg- lega grandað því. , Ennfremur að algjörlega verði jbönnuð smásíldarveiði í fjörðum inni eins og til dæmis í Eyjafirði eða veiði annars smáfiskjar, þar sem hann fcemur í torfum upp að ströndinni eða inn á firði og ber- sýnilegt er að enginn stærri nýtjá fiskur er með, eins og t.d. í Keffla- vikurhöfn og fleiri stöðum. Nú er svo komið að ríkisstjórn landsins virðist hafa ákveðið að færa út fiskveiðitakmarkalínuna í 12 sjómílur og gefa út um það reglugerð. Þcssu fögnum við og vonum að ekki verði slakað þar til í neinu. Skortur sjómanna Um hitt atriðið, af hverju ís- lendingar fásit ekki til að vinna við fiskveiðarnar vil ég nú ræða fáum orðum. Það er engum vafa bundið a'ð það á rðt sína að rekja til þess, að starf við fiskveiðar er verr Iaunað en önnur störf, ef miðað er við viinnustundafjöTda, auk þess, sem vinnuskilyrði eru gjör- óMk. Gjörum samanburð á því að vinna í upphituðum vinniisöluni iðjuVeranna eða notalegum skrif- 'Stotfum rnieð þægilegum stólum eða standa á dekki veltandi skipsins stundum klakabrýnjuðu eða bað- aður í áigjöf, en eiga samt að skila miMum afköstum, því éin; ’og é'g 'ga't um líti'llegá aðan þá fæslt aflinn ekki nema með gífur- legum rveiðlarfæradrætti, og því verður efcki afkastað nema hver maður vinni af kappi. Hvíldartim- ann þarf aft að taka við þau skii- yrði að skipinu er siglt á Íullri ferð ög vi'1'1 þá verða alTóról'egt í kojunni á stundum. Dæmin eru óþrjótandi, sem sýna að sjóvinna heimtar meira framlag af mánns- ins hálfu én ilestöll landvinna, enda reyndin ólygnust. Þegar unigur maður, sem héfir farið að reyna sjómennsku, kemur að landi ög hittir félaga sinn á bryggjunni og þeir fara að bera saman bækurnar um, hvað þeir ihafi þénað á svipuðum tíma og 'hVernig 'hluitirnir hafi gengið tii. 'hvað s'á sem vann í landi hafi gert þetta kvöldið eða hitt, þenn- an sunnudag eða helgidag, se'm hinn minnist kannsike sem strangra vinnudaga eða vanlíðunar vegna óbllðs veðurfars, en þénustan svip- uð eða ef vel hefir gengið litlu meiri, hefir reyndin oftast orðið 'sú að hinn ungi maður, sem eflaust hefði getað orðið dugandi sjó- imaður hefir borið pokann sinn í land. Það er því augljóst mál, enda réftmœtt, að skapa verði meiri 'imin á tekjúöflun við þessa vinnu en fltest önnur störf í Iandi. Nú er iSVO komið að þessi mun- ur verður -ekki skapaður með því að knýja á dyr útgerðarmannsins, fiskinum er þegar skipt upp og er sjómaðurinn og útgerðarmaður- inn þar jafnir í því að þeirra hilutir eru of litlir. Það er þá hlutur heildarinnar, sem ekki má vera eins stór og hann nú er. LífeyrissjóSur Þétta er bæði nauðsyn og ‘skylda að lagfæra, þetta má gera á ýmsan háitt. Eitt af því, sém bent hefir verið á, er Mfeyrissjóð- ur fyrir sjómerm. Nú er fyrir þing- inu frwmvarp til laga um Lífeyris- sjóð (tögaraisjómanna og ber því að fagna, en ékki verður skilið af hverju hann er ékki Mtinn ná til fisfkisjómanna alnmnnf, því gagn- vart þessu vandamáli eru állir í sama báfi', hvort þeir eru á tog- skipi eða skipi.' scm vinnur með önnur Veiðarfæri. Og verður því að vona, >að hér sé ivnnið í tveim A- föngum að máli, sem skylt hefði .verið að vinna að í einu. | Þá er það 'skattfrelsi fyrir sjó- menin: með þersu i ióti getur þjóð- félagið verðjau 'ð þessa. vinnu án þess að Verði röskun á ia-una- 'grundVélli almennt. Þetta lóð yrði ef til vill það þungt á metunum, að það fengi okkar hraustbyggðu æskumenn til að leggja lirafta ■ sína fram til þessara þjoönauð- isynlegu starfa heldur en koppa að léttari ag oft lítt nauðsyniegra starfa í landi. •' Auk þéss er það fáránlc : óférð að refsa Okkar afreksmöm :m við fis'kveiðar eins og gert er rujð nú- verandi skatta'iöggjöf. Tii uö ná þes'sum afrekum þarf þaö mikið andlegt og Ííkam'l egt framlag, að ending þessam roanna tii /innu verður undir meðal'lagi, æpast mikið yfir 50—öú ára ai :r, en þá er áfrakáturinn það ryr fyrir einstaklinginn, ,aö tæpást iv von, (Framhald á 8. slöu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.