Tíminn - 12.06.1958, Qupperneq 7

Tíminn - 12.06.1958, Qupperneq 7
riMINN, fimmtudaginn 12. júní 1958. 7 Því miður eru fáar sagnir um æðarvörp og nytjar þeirra fyrr á öldum en þó hnýtur í því að mikill muni æðarfug! hafa verið hér við land á landnámsöld. Endur og æðarfugl voru þær fugla- tegundir, sem mestur var fengur í. Um slíkt er getið og sveit þar við kennd, eins og Andakíll og bújörð eins og Æðey. Svo gæfur var fuglinn, að ganga mátti að honum og má geta nærri, að landnámsmenn hafi notfært sér fugla og eggjatekjur, eftir því sem hægt var. Þar sem búpeningsstofn sá er þeir komu með var aðeins fáir einstaklingar og varð því að bíða allinörg ár eftir fjölgun og riotum. Bólar á friðun Þar sem fyi-st er vitað um mann lega aunhirðu æðarvarps, var í Viðey 1230. Þá voru Viðeyingar búnir að finna það út, að hyggi- legra var að hlynna að fuglinum en drepa 'hann miskunnarlaust. — Höfðu meira upp úr eggjum og dún (Dúnn var ein tegund grá- vöru) en að éta stofninn. Og þar bólar á friðun þessarar fuglateg- undar, því að Viðeyingar semja við Ásgeir prest í Gufunesi, að greiða honum 1200 silfurs eða láta hann hafa „Þerney“, ef hann láti af að drepa æðarfugl á nesinu. Prestxrr fcaus eyna. En þetta gjald mun hafa verið sem næst 60 þús. kr. í vorum peningum. Viðey hefir verið kjörland fyrir æðarfugl. Vaxin þéttum, lágum birkiskógi og viðjum. Ég gizka á, að á þeim tíma hafi verið þar ekki minna en 1000 pd. varp eða 30 þús. hreiður og eggja- tekja 80—90 þúsund egg árlega, því gamli siðurinn var að skilja aðeins eftir 1 -eg-g. En æðurin er svo trygg, að liún situr á einu eggi allan útúngunartímann, í mánuð. Það hefir því ekki verið af tómri anannúð að borga Asgeiri presti þessa upnæð. í Þorfinnssögu Karlsefnis er frá því sagt, að þeir kouiu á ey eina þar sem ekki varð stigið niður fæti fyrir æðarfugii. Þeir nefndu hana Straumey, sem er í mynni St. Lawrenz-flj'óts. Svo sunnarlega er •enginn æðarfugl nú. Ilefir honum verið eytt og hann flúið utan byggð og ránum á sama hátt og hér. Kjörmaturinn er kræklingur Ég hefi sagt .frá þessu með það í huga að ‘sýna fram á að marg- falda megi æðarfuglastofninn, án þess að ábuskortur eða aðrir af- komumöguleikar standi þar í vegi. Kjörmatur hans er kræklingur sem vex á öllum skerjum kring- um landið. Hann étur einnig síid og síli, kafar ágætlega og er fleyg- ur vel, sem sagt ákaflega vel út búinn af hendi náttúrunnar. Margir ágætír menn hafa á und- anfömum 200 árum skrifað um æðarvarp og ræktun þess. Þeim kemur öllum saman um eitt, að tooma megi iupp æðarvarpi á flest- lim jörðum, er að sjó liggja. Af þessum ritgerðum er langbezt sú, er Eyjólfur Guðmundsson á Eyja- bafcka á Vatnsnesi, Varp-Eyjólfur, reit í 4. árgang Andvara. Eftir íhonum eru liöfð þau ummæli að hann gæti komið til æðarvarpi frammi á heiðum, ef hann vildi. Efalaust hafa þessi skrif orkað Æ5ur á hreiðri Ólafur Sigurðsson, Hellulandi: Mögulegt að koma upp æðarvarpi á flestum þeim jörðum, er að sjó liggja Þaí er þjócífélagslegur skatSi og skömm aí bessi hugþekka og aríívænlega atvinnugrein falli niíSur a$ miklu leyti vegna vanhinSu og vankunnáttu þvi, að ýmsir. atbafnamenn komu upp æðarvörpum og er mór kunn- ugt um ýmsa þeirra. Má þar til nefna Friðrik á Mýrum í Dýra- fírði, er kom upp varpi, sem svo fór niður í næstu'm ekki neitt eftir lát hans. En nú hefir dragnaðarmaðux-inn Gísli Vagnsson haft það upp aftur á ótrúlega skömmum tíma. Eitt árið bættust við hjá honum 1000 hreið- ur. Stofninn þrefaldaðist á 3 órum Fi-á Hólmum í Reyðarfirði er svipaða sögu að segja. Eftir að Eskifjarðarbær fékk jörðina Hólma til afnota, gekk æðarvarpið mjög til þurrðar. Þar hafði verið um 200 pd varp, en var komið niffur í 30 pd. Á Eskifii-ffi var gamall maður, sem lengi ihafði hirt varpið á Hólmum í tið presta þar. Hann biður Ólaf Sveinsson- forst.jór'a Á- fengisverzlunarinnar, sem þá var á Eskifirði að hafa áhif á það, að ihann mætti passa varpið á Hólm- um. Ólafur kom því svo fyrir, að karlinn fékk að passa varpið í 3 ár, þá var það komið upp í 90 pd. Hvað hafði skeð á þessum varp- jörðum? Ekki gat fuglinum fjölg- að svo hi-att af uppeldi, að þre- falda stofninn á 3 árum. Hér rísa margar spurningar. Hvar var fuglinn? Og hvað var hann að gera? Lifði hann kannske við söng og þyt og gleði og gaman, og hugis- aði ekki til búskapar og barneigna? Ég vil segja sögu af tveim bændum, sem komið hafa upp hjá Æðaryarp þarf mikla hirSingu ef gefa skal góSan arð. sér ágætu æðarvarpi frá grunni, sinn með hvorum hætti. Pétur Jónsson, faðir þeirra Haf- staðar-bræðra Björns og Sigurðar, var fæddur og uppalinn í Lóni í Viðvíkursveit, þar sem er varp gott. — Hann hyi-jaði búskap á Ytri-Brekku í Akrahreppi og var. 'hreppstjóri þar á dögum Bólu- Hjálmars, en hreppstjórar voru þá tveir. Iíinn var Páll Þórðarson og var sá sköllóttur. Um þá sagði Bólu-Hjálmar: „Höfðu á sér heift- arvímur Harðkjaftur og Skalla- grímur.“ Þegar Pétur var roskinn oi-ðinn, fluttist hann að Hofstöðum og feeypti þá jörð — og þá byrjar hann á að rækta æðarvarp. — Hann tók tvenn hjón úti í Lóns- hölma og 'athugar að hafa réttan maka með kollunum, flytur þau isvo í hripum fram í lítinn hólma í tjörn á Hofstaðaeyjum. Býr þeim snotur hreiður og hvolfir hripun- um yfir. Á hverjum degi vitjaði hann um b-au til að gera þau mann vön og sýna þeim að hann hefði ekkert illt í huga með þessum iflutningi. Eftir viku tók hann hrip- in ofan af þeim, enda voru fugl- arnir þá orðnir gæfir og rólegir og unguðu út eggjum sínum. Árið eftir fékk hann 6 hreiður í hólm- ann. Eftir ekki ýkjamörg ár var feomið þarna 30 pd æðarviarp, var þá hólminn þéttsetinn. Þetta varp hélzt óbreytt alla búsfeapartíð þeirra sona hans og áfram meðan það fólk var þar, sem kunni og nennti að hirða varpið. En 10— 12 árum eftir burtflutninig þessa fólks, var varpið komið niður í efeki neitt. Það skiplir um, lwer á heldur. Fuglinn er mannkær Hinn bóndinn var Steinn hrepp- tjóri á Hrauni á Skaga, sem er nýlátinn. Hann friðaði dálítið nes >n:eð góðri girðingu, gerði þar hreiður og annan útbúnað. Hann fékk íyrsla árið 3 kollur en nú er þar með álitlegustu æðarvörp- um í sýslunni. Þangað leitar fugl- inn sem hann finnur frið og ör- yggi og hann er einkennilega mamnkær. Svo einmitt þarf að koma þar óft. Enda var það siður í stærri varplöndum að roskinn ma&ur eða ltona dveldu í varpinu yfir varpíímann í kofa og dútluðu ! við varpið og hirtu dún. Á Illuga- stöðum á Vatnsnesi var áður varp í smáhólma skammt frá landi beint undan bænum. Eyri var á móti hólmanum og rann þar niður læk- ur. Oft sat fugl á eyrinni og fór bóndinn að gera þar hreiður. Það þarf ekki að orðlengja það, að fuglinn færði sig smám saman úr hólmanum og á eyrina og svo á- fram upp með bæjarlæknum og nú er varpið þéttast beint á móti bænum hinum megin við 1-ækinn. Bæði æðarfuglinn og bændurnir vita að lækurinn er á landamerkj- unum. Þarna finnur fuglinn og metur öryggi og vernd. Hvergi var vai-pið þéttai-a en í kringum kofann, enda jafnvel ireni í hon- um. í Vigur á ísafjarðadjúpi verpti fuglinn út um alla ey. Á síðustu áratugum liefir hann fært sig stöðugt nær bænum. enda er varpið þar með blóma og vaxandi. Um átthagatryggð og vanafestu tfuglsins vil ég segja þessa smá- sögu. Hvítasunnuhret mikið gerði eitt >sinn sem oítar á Norður- og Vest- urlandi. Setti þá sv'o mikinn snjó niður á Æðey að víða varð snjó- lagið metersþykkt. Sólskin og still- ur komu strax eftir liretið. Hávarp- tími stóð yíir, og verptu kollumar sem óðast ofan á snjóinn. Við þessu var ekkert ,hægt að gera, en þegar snjórinn þiðnaði, brást það ekki að æðurin lenti með eggin sín og dún niður í hreiðri — efalaust sínu gamla hreiðri. Með hrafninn er vitað, að hann rænir eggjum úr æðarvöi-pum og ber þau burtu og grefur útum haga. Varp- Eyjólfur segist hafa séð hrafn bera 30 egg úr varpi á einni nóttu. En það bregzt ekki að hrafninn grefur þau upp aftur vorið eftir. Slíkt hefi ég mjög oít séð og eru iþau þá oi’ðin osti lik. Þetta er hvorki þefvisi eða minni, heldur >er fuglinn útbúinn einss og leður- blakan og laxinn nieð eins konar radar. En þetta gerir hrafninn til að hafa egg handa urigum sínum að vísu. Aðgerðir ríkisvaldsins Hvað hefir svo ríkisvaldið gert fyrir æðarvarpsræktina? Það er fljótsagt: Það eru friðunarlögin og lög urn eyðingu svartbaks og hvorutveggja lögunum slælega frám fylgt. Ég vil bera héf saman tvær greinar ihlunninda — Lax- og sil- ungsveiði og æðarvörpin. Með því að leggja til grund- i vallar framtal lilunninda í búnað- I (Framhald á 8. síðu) A víoavangi „Að tyggja upp á dönsku" f Alþýðumanninum á Akur- eyri, birtist nýlega forustugrein undir þessari fyrirsögn. Greinin liefst á þesa leið: „Jónas Hallgrímsson, listaskáld iS góða, rilaði eitt sinn linyttna háðsgrein um eftiröpunarliáti þeirra, sem éta skoðanir og lífs- venjur huigsunar- og gagnrýnis- laust upp eftir öðrum, haldi þeit' aðeins að það séu leiðandi skoð- anir og venjur. Eftiröpun þessa kallaði hann „að tyggja upp á dönsku“ eftir þeim sið fávísra Reykvíkinga þá að tyggja mat sinn með fram- tönnunum, svo sem jaxlaskemmd ir Danir gerðu af nauðsyn, en fávizkan hugði fínt. Því miður eru of margir enn í dag andleiga skyldir hinum fávísu Reykvíkingum á dögum Jónarar, að tyggja eins og þeir sjá þá tyggja, er þeir lialda sér fremri, án þess að hugleiða, hvf þeir týggja svo. Þá vantar sjálfstæðar skoðanir, vantar andlega sjón- skerpu til þes að sjá lilutina mcð eigin augum.“ Tuggan úr Mbl. Alþýðumaðurinn segir enn- fremur: „Þessa dagana t. d. „tyggja mjög upp á dönsku“ ýmsir þeir, sem taka andlegt fóður sitt sera einvörðungu úr hendi skriffinna Morgunblaðsins. Efnahagsmálaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar eru hinn mesti ó- skapnaður, ritar Morgunblaðið. Tyggjendur endurtyggja. Þær munu leiða af sér nýja dýrtíðarskrúfu, segir Morgun- blaðið. Tygigjendurnir endurtyggja. í liaust verður allt kotnið á ný í strand, messar Morgunblaðið. Og þá mun allur almenningur gerast kjósendur Sjálfstæðis- flokksins, fullyrðir Morgunblað- ið. Allir verða kjósendur Sjálí- stæðisflokksins, taka tyggjendur undir.“ Það, sem tyggjendur vita ekki Þá segir svo í igrein Alþýðu- mannsins: „En séu þessir góðu menu spurðir, livað þeir hafi helzt við úrræði ríkisstjórnarinnar að at- Iiuga, kunna þeir engu að svará. því að það hefir Morgunblaðtð ekki skýrt fyrir þeirn. Og ekkert vita þeir heldur, hvað fremur hefði átt að >gera í efiii'.iliagsmáluiiuin, því að ekkert orð hefir staðið um slíkt í Morg- unblaðinu. Enn síður geta þeir rökstult þá skoðun, að kjósendur hljóti að flykkjast næst í raðir Sjálf- stæðisflokksins, því að slíkl hefir Morgunblaðið aldrei rökstutt, svo að venjulegum mönum megi vera skiljanlegt, því aö ekki tjó- ar að benda á skelegga stefnu flokksins í efnahagsmálum. Hún hefir nefnilega hvergi birzt.“ Grein Alþýðumannsins lýkur svo á þessa leið: En Morgunblaðið veit sínu viti, sem iðkendur þess „tyggja upp á dönsku* ‘sjá ekki við: Það vill, að efnahagsráðstaf- anirnar mistakist, þó að þjóðar- vandi igeti slafað af. Og tuki-t því að tyggja vantraustið í nægi- Iega marga og fá þá til að jórtra það með sér, þá veit það nokk i von til, að óskir sínar rætist. Og takist því að gera vantrausí-' ið að andúð og síðar andspyrmi, ykist vonin enn. Og síðast cn ekki sízt: taki -t því að telja drjúguin hópi ein- feldninga trú um, að k.iösenda- skriðan hlaupi í næstu kosning- um að verulegum hluta iil Sjáif- stæðisflokksins, þá mun flokkur- inn alltaf fislca nokkra >orská á þann öngulinn, að þmga'ð leitar (Framhalu á 8. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.