Tíminn - 24.06.1958, Blaðsíða 9
T í M B.N N, þriðjudaginn 24. júni 1958.
9
sex
grunaðir
saga eftlr
agafha christie
í áttina til hans. Hún var
mjög alvörugefin á svip: —
En þetta er allt rangt, lir.
Poirot. Það er allt rangt.
— Hvað er rangt, ungfrú
Nevill?
— Skiljið þér. Þetta getur
ekki hafa skeð. Ails ekki. Eg
á við að hann hafi gefið sjúkl-
ingi of stóran skammt. |
— Þér haldið ekki.
— Eg er alveg viss. Það
kemur að vísu stundum fyrh-
að sjúklingi verður illt af
svona skömmtum, en þaö er
þá eingöngu vegna þess að
þeir eru veilir fyrir. En ég
er sannfærð um að það er ó-
mögulegt aö hann hafi gefiö
of stóran skanimt. Það kemur
aldrei fyrir. Skiljið þér ekki,
hvað ég á við. Hr. Morley var
þaulvanur tannlæknir. Hvað
sem hann hefur verið utan
við sig, getur ekki verið aö
hann hafi óviljandi gefið of
stóran skammt. Þaö kemur
fljótt upp í vana — mjög
fljótt, hí. Poirot.. Maður tek-
ur ósjálfrátt alltaf til sama
magnið — það er orðið hálf
vélrænt, skiljið þér?
Poirot kinkaðj kolli til sam
þykkis: — Þetta áleit ég sjálf
ur líka.
— Þetta er svo stöðugt, hr.
Poirot. Alltaf sama magnið.
Það er ekkj eins og hjá efna-
fræðingum, sem alltaf eru að
gera tilraunir með mism'un-
andi efni og mismunandi
magn af hverju. Eða með
lækni, sem skrifar óteljandi
lyfseðla, hvern dag. Svona
nokkuð gætj komið fyrir þá.
En ekki fyrir tannlækni.
Poirot spurði: — Þér fóruð
ekki fram á að fá að gera
þessar athugasemdir við yfir
heyrsluna?
Gladys Nevill hristj höfuð-
ið. Hún fitlaði vandræðalega
við teskeiðina,-— Sjáið þér til,
stundi hún að síðustu upp.
•— Eg var hrædd um að gera
lilutina erfiðari. Auðvitað veit
ég að hr. Morley hefur aldrei
gert neitt svona. En það get-
ur verið að fólk hefði ekki
trúað því.
Glaydys Nevill sagöi: —
Það er þess vegna, sem ég
leita til yðar, hr. Poirot. Af
því að í yðar höndum verður
það ekkj opinbert. En mér
finnst að einhver ætti að vita,
— hvað þetta er-óréttmæt á-
sökun.
— Engan langar til aö vita
það, sagöi Poirot.
Hún starði furðu lostin á
hann.
Poirot sagði: —- Mér þætti
gaman að fá að heyra meira
um skeytið, sem þér fenguð
þarna um morguninn.
— Satt að segja, hr. Poirot,
hef ég ekkert meira uni það
að segja. Þetta virðist svo sv0?
kostulegt. Þér skiljið að það
hlýtur einhver að hafa sent
Auðvitað er það enginn ann-
ar. En Frank hefur verið svo
breyttur upp á síðkastið, svo
uppstökkur og tortrygginn.
Það var mjög slæmt að hann
missti atvinnuna og hefur
ekki getað útvegað sér aðra
enn. Það er svo vont fyrir fólk
að ganga um iðj ulaust. Eg hef
haft áhyggjur af Frank.
— Varð honum ekki bilt við
þegar hann vissi að þér voruð
farnar?
— Jú, sjáið þér til, hann
kom til að segja mér að hann
hefði fengið nýja stöðu-stór-
fína stöðu — tíu pund á viku.
j Og hann gat ekki beðið. Hann
| vildi láta mig vita strax. Og
| ég held hann hafi viljað láta
| Morley vita af því líka, því
; það hafði sært hann mikið að
j Morley virtist enga trú hafa
j á honum og hann grunaði
j Morley um að reyna að stía
okkur sundur.
Sem var satt, var ekki
— Jú, að vissu leyti. Auð-
vitað hefur Frank verið
það, sem vissi allt um mig og fiæmdur úr hverri stöðunni á
frænku mína — hvar hún fætur annari og ekki verið
byggi og allt. stöðugur í rásinni. En nú er
— Já, það hlýtur að vera allt breytt. Ég held það sé
einhver mjög náinn kunningj hægt að koma svo mörgu til
eða vinur, sem hefur sent það, leiðar með því að hafa góð
eða einhver, sem bjó í húsinu
og vissi allt um yður.
— Enginn vina minna
inyndj gera slikt sem þetta,
hr. Poirot.
— Þér hafið sem sagt engan
minnsta grun um hver getur
hafa sent það?
Stúlkan hikaði. Hún sagði
hægt: — Rétt fyrst, þegar
mér var sagt að hr. Morley
hefði skotiö sig sjálfur, datt
mér í hug, hvort hann hefði
sent það.
— Þér eigið við, að hann
hafi ekki viljað að hafa yður
á næstu grösum.
Stúlkan kinkaði kolli: — En
það virðist mjög kjánaleg hug
mynd. Jafnvel þótt hann
hefði verið búinn að ákveða
að skjóta sig. Það er vissulega
mjög kjánalegt. Frank — það
er unnusti minn — var alveg
snarvitlaus, þegar hann frétti
um skeytið. Hann ásakaði mig
um að hafa sent sjálfn mér
þetta skeyti til að ég gæti kom
izt út með einhverjum öðrum.
Eins og ég myndi nokkurn
tíma gera svoleiðis hlut.
— Er það enginn annar.
Ungfrú Nevill roðnaði: —
áhrif á fólk, eruð þér ekki á
sama máli, Poirot? Ef karl-
maður finnur að kona býst
við miklu af honum, reynir
hann að uppfylla kröfur
hennar.
Poirot stundi við. En hann
reyndi ekki að mótmæla.
Hann hafði heyrt svo margar
konur halda þessu fram.
Hann hugsaði með sér að
þetta gæti ef til vill verið satt
í einu tilfelli af þúsund.
.— Það væri gaman að hitta
þennan vin yðar að máli,
sagði hann aðeins.
— Mér þætti vænt um ef
þið hittust. En eins og er á
hann ekki frí nema á sunnu-
dögum. Hann er út á landi
alla virka daga.
— Nú jæja, vegna nýju stöð
unnar. Hvert er starfið, má eg
spyrja,?
— Ég get ekki útskýrt það
nákvæmlega. Hann er ein-
hverskonar einkaritari, býst
eg við. Á snærum einhvers
ráðuneytis, held ég. Allt sem
ég veit er að ég þarf að senda
öll bréf þangað sem hann býr
i London og þaðan eru þau
send til hans.
liiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiii!
Skemmtiferð
Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík |
verður farin miðvikudaginn 24. júní n. k. Farið f
b n
verður um Borgarfjörð. — Allar upplýsingar í |
Verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur. |
1
MniimiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiimiiiiMiiiiMiiiiiiuimimimimiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiiimiimiiiiiimm^
T ollinnf lutnings-
skýrslur
Tekin hafa verið í notkun ný eyðublöð undir toll- |
innflutningsskýrslur. Hlutaðeigendur eru bfeðnir að |
vitja þeirra í tollskrifstofurnar og verður eftir- |
leiðis ekki tekið við influtningsskjölum nema toll- |
skýrslur séu gerðar á hin nýju eyðublöð.
Tollstjórinn í Reykjavík, 23. júní 1958. =
BnfmmnuuiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuBiuiuuiuiiiiBMk
Aukin vellíðan eftir
hressandi rakstur
fæst aðeins með
því að nota
Blá Gillette*
10 blöð kr. 17.00
*Nýtt Blátt Gillette blatS í Gillette
rakvélina gefur beztan rakstur. —
Laus staða
Símastjórastaðan í Þorlákshöfn e rlaus ti lum-
sóknar.
Umsóknarfrestur til 1. júlí 1958.
Upplýsingar um launakjör og annað viðvíkjandi
starfinu veitir ritsímastjórin í Reykjavík.
Póst- og símamálastjórnin, 23. júní 1958.
Helgi GuðmundssQn,
fyrrum bóndi að Apavatni, Laugardal andadist að heimili sínu 22.
þ. in. Jarðarförin auglýst siðar.
Sigríður Jónsdóttir
Jón Helgason
Guðmundur Helgason
Föðursystir min
Ásta von Jaden, barónsfrú
lézt að heimili sínu i Vínarborg 12. þ. m.
Fyrir hönd vandamanna
Anna Pjeturss.
Þökkum af alhug öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og
hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns
Jóhannesar Jóhannessonar
sem andaðist 12. júni siðastliðinn. — Guö blessi ykkur öll.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tcngdabarna og barnabarna,
systkina og annarra vandamanna.
Sigurbjörg Ólafsdóttir.