Tíminn - 02.07.1958, Side 6
6
T I M I N N, miðvikudaginn 2. jjúlí 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
Eiga 30 menn að geta stöðvaS
atvinnuvegina?
Á FUNDI Sjómannafélags
Reykjavíkur, er fjallaði um
miðlunartillöguna í kaup-
deilu háseta við skipafélög-
in, munu hafa verið mættir
um 65 menn. Af þeim munu
rúmlegur helmingur hafa
greitt atkvæði gegn sátta-
tillögunni. Ef atvinnurek-
endur hefðu samþykkt sátta
tillöguna, hefði niðurstað-
an orðið sú, að rúmlega þrjá-
tíu menn hefðu stöðvað
allan kaupskipaflotann og
valdið með því meiri og
minni truflunum á öðrum
atvinnurekstri, sem hafa
meðal annars í för
með sér verulegt atvinnu-
tjón fyrir verkamenn, sem
margir hverjir eru ver settir
en verkfallsmenn.
ÞETTA litla dæmi, sem
hér er nefnt, er ljós sönnun
þess, hve núv. vinnulöggjöf
er orðin úrelt og hættuleg.
Hún er sett við allt aðrar
aðstæður en þær sem nú eru.
Þá voru verkalýðsfélögin
vanmegna og nær aldrei
háfið verkfall, nema af ítr-
ustu þörf, eins og Vilhjálm-
ur S. Vilhjálmsson lýsti rétti
lega í Alþýðublaðinu fyrir
skömmu. Vinnulöggjöfin var
-að vissu marki sett til að
treysta þennan neyðarrétt
verkalýðsins. Nú er þetta orð
ið gjörbreytt. í skjóli úr-
eltra ákvæða vinnulöggjaf-
ar vaða nú uppi smáfélög vel
launaðra starfshópa og nota
verkfallsvopnið til að ógna
öllu þjóðfélaginu, ef ekki
er iátið undan kröfum
þeirra.
Það dæmi, að 30 sjómenn
geti stöðvaö allan kaupskipa
flotann, er engan veginn
verzta dæmið. Enn verri eru
þau dæmi, þegar mun betur
launaðir smáhópar geta leik
ið nákvæmlega sama leikinn
HÉR í blaðinu hefur oft
verið vikið að því, hve hættu
leg þess smáskæruverkföll
. eru fyrir þjóðfélagið og þó
• alveg sérstaklega fyrir hinar
vinnandi stéttir þess, er mest
- þurfa á stöðugri atvinnu að
halda. Þettá fyrirkomulag
er vissulega þegar búið að
valda miklu tjóni, en þó á
það vafalaust eftir að valda
meira tjóni, jafnvel hruni
þjóðfélagsins, ef ekki verður
fljótt úr þvi bætt.
Bezta og ákjósanlegasta
lausn þessa máls er tvímæla
laust sú, að heildar samtök
verkalýðs og atvinnurekenda
komi á sín á milli föstu
samstarfi, sem m.a. miði að
því að gera heildarsamninga
til lengri tíma, en vinnu-
löggöfin sé svo leiðrétt með
tiliti til þess, að smáhópar
geti ekki eyðilagt slík heild-
ar samkomul. með skæruverk
fölium. Við hlið hinnar föstu
samstarfsnefndar verkalýðs
og atvinnurekenda, starfi
svo hlutlaus ríkisstofnun, er
hafi á reiðum höndum á
hverjum tíma réttar upplýs-
ingar um þróun atvinnu- og
verðlagsmála og á grundvelli
þeirra vinni svo með fulltrú-
um stéttanna að því að jafna
í tæka tíð þau ágreinings-
efni, sem kunna að rísa upp.
í NÁGRANNALÖNDUM
okkar, t.d. Danmörku, Noregi
og Sviþjóð, hefur sú skipan
komizt á, að heildarsamtök
verkalýðs og atvinnurek-
enda geri kaup- og kjara-
samninga til lengri tíma. —
Hér í blaðinu var t.d. fyrir
nokkru birt frásögn Vinn-
unnar, málgagns Alþýðu-
sambands íslands, af slíku
samkomulagi, er nýlega var
gert í Noregi.
Þeim mönnum fjölgar stöð
ugt, sem gera sér ljósa hættu
þá, sem fylgir orðið hinum
tiðu smáskæruverkföllum
hér á landi. Sumir láta sér
jafnvel koma til hugar aö
reyna áð binda endi á þau
með hreinum örþrifaráðum.
Til þess kemur þó vonandi
ekki, en samt er ekki gott að
spá því, hvernig fer, ef öng-
þveiti skæruverkfallanna
heldur áfram að aukast.
Samtök verkamanna og at
vinnurekenda mega því ekki
draga það lengur að reyna
að koma heilbrigðari og far-
sælli skipan á þessi mál.
Sjálfstæðismemi og verkföllin
MORGUNBLAÐIÐ reyn-
ir nú af miklum móði að þvo
Sjálfstæðisflokkinn af allri
sekt í sambandi við verk-
föllin.
Ástæðan er sú, að meðal
óháðari kjósenda og margra
gætnari fylgismanna flokks
ins, vekur framkoma for-
sprakkanna í sambandi við
verkfallsmálin hina megn-
ustu andúð.
Kattarþvottur Mbl. mun
þó ekki nægja til að þvo þá
hreina.
Verkamannablaðið er heim
ild, sem ekki verður þurrk-
uð burtu með skrifum Mbl.
Ræður fulltrúa Sjálfstæðis
flokksins á Dagsbrúnarfund-
inum eru ekki gleymdar.
Á flestum vinnustöðvum
bæjarins eru fjölmörg vitni
um verkfallsáróður erind-
reka Sjálfstæðisflokksins.
Það dylst því engum, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
unnið að því öllum árum að
koma verkfallsöldunni af
stað, þótt hann þykist nú
hvergi hafa komið nærri og
hvetji nú atvinnurekendur
til sem minnstrar undan-
látssémi, eins'og sézt á því,
að varaformaður flokksins
átti mestan þátt í því að
stjórn Eimskipafélagsins
felldi sáttatillögu, er for-
maðúr félagsins hafði upp-
haflega boriö fram.
Fyrir Sjálfstæðisfl. vakir
nefnilega fyrst og fremst að
Danir eru fylgjandi 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi Islands og Færeyja
Hér fer á eftir orðsending
dönsku stjórnarinnar um fisk
veiðitakmörk við Færeyjar,
afhent í brezka utanríkisráðu
neytinu af danska sendiherr-
anum í Lundúnum þann 19.
júní s. I., en þar sem efni
hennar snertir Islendinga
beint og óbeint þykir rétt að
birta hana hér í heild:
Orðsendinga dönsku stjórnar-
innar í fyrra.
í orðsendingu, dags. 25. júní
1957, sem afhent var í brezka utan
ríkisráðuneytinu 27. s.m. tilkynnti
danska sijórnin, að hún óskaði
eftir ag teknar yrðu upp að nýju
samningaviöræður milli brezku og
dönsku rikissljórnanna um fisk-
veiðilandhelgi Færeyja. í orðsend-
ingu þessari var tekið fram, að
danska stjórnin væri komin á þá
skoðun, að núverandi fiskveiðitak
mörk við Færeyjar myndu, eins
og aðstæður væru orðnar, ekki
geta haldizt óbreytf til lengdar.
Ennfremur var tekig fram, að við-
urkenna yrði að yfirvöld í Fær-
eyjum gerðu sér með réttu vonir
um útfærslu fiskveiðitakmark-
anna.
í orðsendingu frá brezka utan-
ríkisráðuneytinu 19. sepí. 1957,
þar sem þessari orðsendingu
dönsku stjórnarinnar er svarað, er
m.a. bent á, að brezku stjórninni
þyki það ekki líklegf til árangurs
að hefja á þeim llma viðræður um
breyíingar á brezk-danska samn-
ingmjm frá 22. aprll 1955 og
treysti því að danska stjórnin
muni einnig komast að þeirri nið-
urstöðu, aff öllum samningaviðræð
um um breyt'ingar á samningum
beri að fresta, þar til niðurstöður
af sjóréttarráðstefnunni í Genf
lægju fyrir. Danska stjórnin og
landsstjórn Færeyja lögðu til að
svo yrði gert.
Afstaða Dana á Genfar-
ráðstefnunni.
Enda 'þótt áðurnefndri ráðstefnu
lyktaði án þess að samþykki næð-
isf með tilskyldum % hlutum
atkvæða um landhelgi eða hugsan
leg sérákvæði um stærð fiskveiði-
landhelgi, kom, þó skýrt í Ijós á
ráðstefnunni. að sú þróun, sem
greinilega hefir orðið vart á síðari
árurn og miðar að stækkun land-
heigi, á stöðugt vaxandi fylgi að
fagna. Margar þeirra tillagna, sem
fram voru bornar á ráðstefnunni,
myndu, ef þær hefðu verig sam-
þykktar, bafa ifalið í sér rétt til
mjög verulegrar stækunar á fisk-
veiðilandhelgi Færeyja.
Danska seiúlinefndin gerði það
lýðum ljóst á ráðstefnunni, a'ð
enda þótt af danskri hálfu væri
ekki fyrir hendi vilji til að styðja
almenna stækkun landhelgi fram
úr sex sjómilum, yrði þó að
lialda sig við það, að í sérstök-
uin tilfellum, þar sem einstök
ríki eða landsvæði eru landfræði
lega einangruð og íbúar þeirra
um afkomu sérstaklega háðir
sjónum, beri að veita þeim leyfi
til að hafa í gildi sérstök ákvæði
um fiskveiðilandhelgi allt að 12
sjómílur frá þeim grunnlínum,
sem landhelgi annars er venju-
lega ákveðin frá. í þessu sam-
bandi voru Færeyingar sérstak-
lega hafðir í huga.
eyðileggja vinnufriðinn og
því segir hann við verka-
menn: Gerið verkföll; en við
atvinnurekendur: Látið ekki
undan. Engin kattarþvottur
í Mbl. fær ieynt þessum
vinnubrögðum né afstýrt
þeim verðskuldaða dómi, er
þau munu hljóta hjá þjóð-
inni.
Tilmæíi dönsku síjórnarinnar til brezku
stjórnarinnar um breytingar á brezk-
danska samningnum um fiskveiðiland-
helgi Færeyja
Höfuðmál Færeyinga.
FiskveiðiLakmörkin eru í dag,
efnahagslega og stjórnmálalega,
það mál, sem mestu skiptir íyrir
Færeyinga. Lögþingið hefir verið
kallag saman sérstaklega til að
fjalla um þetta mál og yfirgnæf-
H. C. HANSEN,
forsætis- og utanríkisráðherra Dana.
andi meirihluti þess var sammála
um nauðsyn þess að færa út fisk-
veiðitakmörkin. Umræðunum í
þinginu lauk með ályktun, sem
samþykkt var af 23 þingmönnum
af þeim 27, sem þar eiga sæti.
Ályktunin er á þessa leið:
„Ákvörðun íslendinga um að
færa út fiskveiðiíakmörk sín í 12
sjómílur frá 1. sept. 1958 að
telja, hefir í svo ríkum mæli
breytt aðstæðum, að Færeyingar
verða að teljast óbundnir samn-
ingi þeirn við Stóra-Bretland, sem
gerður vgr 24. júní 1901, og gerðar
voru á nokkrar breytingar 22.
apríl 1955. Á þeim forsendum, að
Færeyingar eigi réit á landgrunn
inu umhverfis eyjarnar, ákveður
Lögþingið að færa fiskveiðitak-
mörkin í 12 sjómílur frá 1. sept.
n.k. ag telja og verði mörkin dreg-
in frá yztu skerjum og ainnesjum
og samsvarandi grunnlinum. Oll
veiði togara innan nefndra tak-
marka er bönhuð.“
Danir styðja kröfu
Færinga.
Lögmaður Færeyja hefir lagt
þessa ályktun fyrir dönsku stjórn
ina með tilliti til þess að henni
verði hrundið í framkivæimd. —
Við aíhendingu ályktunarinnar
lagði Lögmaðurinn íhina mestu á-
herzlu á það við forsætisráðherr-
ann, að fiskveiðilandhelgi Fær-
eyja yrði hin sama og við fsland.
Danska stjórnin, sem liefir full
an skilning á hinni alvarlegu að-
stöðu Færeyja, er enn sem fyrr
þeirrar skoðunar, að uúverandi
fiskveiðimörk við Færeyjar geti
ekki haldizt óbreytt. Afstaða
stjórnarinnar er stöðugt hin
sama eg á Genfarráðstefnunni.
Af þessu leiðir, að stjórnin er
sammála því viðliorfi, sem ríkj-
andi er í Færeyjíum, að fiskveiði
Iandhelgi eyjanna — í samræmi
við áðurnefnda undantekningar-
reglu — eigi að vera 12 sjómílur.
Lífsafkoma Færeyinga er í ó-
venju ríkum mæli háð sjósókn og
útfærsla fiskveiðilandhelgi. ann-
arra landa veldur iþeim sérslak-
lega miklu tjóni bæði vegna þess,
að þeirra eigin fiskimenn neyðast
til að hverfa frá fiskimiðum, sem
þeir hafa fram til þessa táma sótt'
og einnig vegna þess, -að fiski-
menn annarra þjóða, munu vænt-
anlega sækja fjölmennari en áður
á landgrurmsmiðin umlrverfis eyj-
arnar. Slík þróun mála mun valda
Færeyjum stórtjóni, þar eð ílbúar
eyjanna yrðu sviptir helzta mögu-
leika sínum til lífsbjargar.
Óskað breytinga á samn-
ingnum frá 1955.
Eins og brezku stjórninni er
kunugt, hefir danska stjórnin und
anfarið unnið að því að tillaga um
svæðisráðslefnu þeirra ríkja, seni
eiga lönd að norðanverðu Atlants
hafi, kæmist í framkvæmd og
að þar næðist sameiginleg lausn
á fiskveiðilandhelgi ríkjanna. —
Það hefir þó reynzt ógerningur
að ná almemiu samkomulagi um
stuðning við þessa hugmynd og
þær aðstæður hafa því skapazt,
að danska stjórnin hlýtur að fara
þess á leit að nauðsynlegar breyt-
ingar veröi gerðar á dansk-brezka
samningniun frá 22. apríl 1955,
um fiskveiðiiandhelgi Færeyja.
Kaupmannahöfn, 18. júní 1958.
Lítill drengur rölti einn saman næt-
urlangt inni á Þórsmörk um helgina
Flugbjörgunarsveitin fengin tif leifar, en
drengurinn fannst um sama leyti og bún kom
Nú itm helgina bar það til tíðainda inní á Þórsmörk a'ð
lítill drengur týndist. Hópur Vesmanneyinga hefur dvalið þar
inn frá nokkura daga, en heldur heim um miðja vikuna. Á
laugardagskvöldið fór hópurinn í gönguferð upp á Vaðlahnjúk
og var drengurinn þar með.
Þegar halda átti af stað heim á
leið, urðu men varir við það, að
drengurinn var horfinn. Byrjuðu
Vestmannaeyingarnir þegar að
leita að drengnum og leituðu alla
inóttina, fram undir hádegi sunnu-
dagsins. Ekki báðu þeir aðra ferða-
menn þar inn frá um aðstoð við
ieitina. Talið er, að um 300 manns
hafi verið inni á Þórsmörk um
nóttina, og það á meðal þrír til
fjórir kunnugir menn þar um
slóðir.
Á sunnudagsmorgun var símað
til Reykjavikur og Flugbjörgunar-
sveitin beðin að koma mfeð leitar-
hund sinn til að auðvelda leitina.
Brá hún skjótt og vel við og sendi
fjóra þaulvana fjaliameim með
hundinn. Þeir lögðu af stað á átt-
unda tímanum um morguninn í
(Framhald & 8 «iðuj