Tíminn - 02.07.1958, Síða 12

Tíminn - 02.07.1958, Síða 12
VEÐRIÐ: Austan gola í nótt, en breytileg átt á morgun. Skýjað. HITI: í Reykjavík var 14 stiga hiti kl. 21 í gærkveldi. Á orður- og Aust- url.andi var 7—10 stiga hiti, en 12—1G stig sunnan lanðs. Miðvikudagur 2. júlí 1958. Aíaska verður 49. fylkið í Bandaríkjum Norður-Ameríku Ný fylki hafa ekki bæízt við síðan 1912. Landið keypt af Rússum 1867. Washington, 1. júlí. — Alaska hefir af Bandaríkjaþing'i fengið inngöngu í Bandaríki Norður-Ameríku og verður 49. fylkið í sa'nbandinu. Nýtt fylki hefir ekki gengið í sambandið síðan 1912 að Nýja Mexíco og Arizona fengu inngöngu. Öldungadeildi.n samþykkti frum- v.arp þessa efnis s.l. nótt með 62 atikvæðum gegn 20. Áður hafi full- trúaderldin samþykkt frumvarpið. Nú mun Eisenhower forseti undir- ri'ta frumvarpið, sem þá Verður að Iögum og loks fer fram um það atkvæðagreiðsla í Alaska, en eng- inn éfi er talinn á því, að yfirgnæf andi Hluti íbúanna. sem eru nú um 200 þús. muni viilja ganga í ríkja- saínbandið. Stærsta fylkið. Þegar Alaska verður formlega gengið í sambandið verður það lang stærsta fylkið, næstum tvisvar sinnum stærra en Texas, sem nú er stærst. Flalarmál Alaska er álíka og Spánar, Frakklands og V-Þýzkalands samanlagt. Það verð ur lika fámennasta fylkið, þótt íbúum hafi fjölgað örf á seinustu árum. Af um 200 þús. íbúum eru 33 þús. Eskimóar, Indíánar og svo nefndir Aleutar. Breytingin. Aöal breytingin fyrir Alaska verður sú, að fylkig sendir nú tvo fulltrúa til öldungadeildarinnar og einn til fulllTúadeildarinnar. — Hingað til hefir landsstjórinn ver ið útnefndur af Bandaríkjaforseta. en fylgisstjórinn verður nú kjör- (Framhald á 2. síðu). Þessar myndir eru frá síldarsöitun á Dalvik, en þar heflr verið saltað mikiö í sumar, og mun síldarsöltun þar vera orðin um 6 þús. tunnur. Tvær sölt- unarstöðvar eru á staðnum. (Ljósm,: Loftur Baldvinsson.) Annir við sildarsöltun á Dalvík Islandsmeistarar í bridge íslandsmótinu í bridge lauk um miðjan sl. mánuð með sigri sveitar Halls Símonarsonar, Reykjavík. Hlaut sveitin 15 stig af 18 mögulegum og þremur stigum meira en næstu sveitir. Hér sést mynd af sigurvegurunum. Fremri röð frá vinstri: Viihjálmur Sigurðsson, Hallur Símonarson og Símon Sím- onarson. Aftari röð: Stefán J. Guðjohnsen, Jóhann Jóhannsson og Þorgeir Sigurðsson. Þetta er í annað skipti, sem Vilhjáimur, Stetán og Jóhann hljóta íslandsmeistaratitil í sveitakeppni, en hins vegar í fyrsta skipti, sem Símon og Þorgeir taka þátt í íslandsmótinu. Þeir eru yngstu menn, sem oröið hafa íslandsmeistarar í bridge. Hægrimenn í Alsír andsnúnir de Gaulle NTB—Teleroma, Austur-Alsír, 1. júlí. De Gaulle koni í dag flugleiðis til borgarinnar -Tele roma í Austur-Alsír. í fylgd með houum eru meðal annarra Guy Mollet og Malraux upplýsinga- málaráðherra. Á flugvellinum tók Raoul Salan hershöfðingi og æðsti yfirmaður allra máiefna í Alsír á móti de Gaulle. Búizl er við, að móttökur de Gaulle verði ólíkt daufari að þessu sinni, en er liann var ú ferð í Alsír fyrir mánuði síðau. Öfga- fullir- hægrimenn, sem óttast frjálslynda stefnu de Gaulie, eru taldir vinna gegn honum eftir mætti. Þykir þeim einna verst, að hershöfðingjnn muni senni- lega halda uppteknum hætti og virð.a velferðarnefndina að litlu sem engu og jafnfrantt fara mjög óljósum orðum um þá stefnu, sem liann liyggst fylgja fram í Alsír. Barizt um efnahags- aostoo vio onnur ríki Tveir fundir Framsóknarmanna í Eyjafirði haldnir um næstu helgi Framsóknarmenn í Eyjafirði efna til tveggja almennra sjórnmálafunda um næstu helgi. Verður annar fundur- inn haldinn að Árskógsskóla laugardagskvöldið 5. júlí og hefsi kl. 9 síðd. — Hinn fundurinn verður að Frey- vangi á sunnudaginn 6. iúlí og hefst kl. 2 síðd, Framsögumenn á fundum þessum verða alþingismenn irnir Bernharð Stefánsson og Skúli Guðmundsson. Nýr flugvöllur tekinn í notkun við Stykkishólmi í gær Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmi. í gær var tekin í notkun nýr flugvöllur skammt frá Stykkis- hólmi. Er völlurinn ein braut, 470 metra löng og 25 metra breið. og liggur á að gizka 3km. frá kauptúninu. Völlurinn var vígður meg þeim hætli að tvær litlar flugvélar sett- usf á ;hann. Var flugmálastjóri, Agnar Kofoed Hansen, og fúll- trúi lians, Hau'kur Classen, í ann- arri, en Björn Pálsson flugmaður í hinni. Tók hreppsnefnd Stykkis- hólms, sýslumaður og ihéraðslækn- ir á móti gestunum á flugvellin- um. Flugmennirnir létu svo um mælt að brautin væri vel unnin og á góðum stað. Eftir að völlurinn og umhverfi lians liafði verifj skoðað, bauð hreppsnefnd gestum til hádegis- verðar að hótel iSigurðar Skúla- sonar. Þar tóku íil máls Ólafur Guðmundsson sveitarstjóri, Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri, H.tnrik Jónsson, sýslumaður og Ólafur P. Jónsson, héraðslæknir. Þessi flugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til sjúkraflugs, en Björn flugmaður Pálsson lét þess getið að 'hann hefði einnig hug á því að taka upp fast'ar ferðir til Stykikshólms. Verður ákvörð- un 'í því máli væntanlega tckin innan skamms. Enn bréfaskipti um fund æðstu manna NTB—Wáshing.ton, 1. júlí. í dag voru afhent í Moskvu svarbréf vesturveldanna við seinasta bréfi Nikita Krustjoffs, varðandi fund æðslu manna. Bréf þessi eru næst- rnn samhljóða. Seinasta bréf Krustjoffs var óvægilega orðað og krafizt var skýrra svara, hvort vesturveldin kærðu sig yfirleitt nökkuð um fund æðstu manna. Kyrrahafsríkin vænta fleiri ferðamanna WaShington, 1. júlí. Sextán ríkj- um eða lendum í Kyrrahafi, verð- ur veitt tæknileg og fjárhagsleg aðstoð frá Bandaríkjunum til þess að geta tekið á móti ferðamönnum. Á þetta að verða góður stuðningur við þjóðarfbúskap þessai-a ríkja. Meðal þessara ríkja eru: Japan, Indónesía og Ástralía. NTB—Washing'ton, 1. júlí. Bandaríkjastjórn býr sig undir harðvítugan bardaga til þess að koma í veg fyrir, að Banclarikja- þing samþykki endanlega að lækka fjárhagsaðstoð við erlend ríki um 872 milljónir dollara frá því, sem stjórnin fór fram á. í gær samþ. fjárhagsnefn fulltrúadeildarinnar að mæla með slíkri lækkun. Dull- es iýsti yfir í dag, að með þessu væri öryggi Bandaríkjanna stefnt í beinan voða. Eisenhower forseti hefir hvað eftir annað pereónulega brýnt fyrir þingleiðtogum, að fjár- hagsaðstoð þessi sé einn helzli hyrningarsteinninn undir öryg-gi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu þeirra yfirleitt. Á morgun mun hann hefja fund sinn með hlaða- mönnum með því að ræða þetta mál sérstafelega. V ör uskipta jöf nuður óhagstæður um 27 millj. í maí Samkvæmt yfirliti Hagstofu ís- lands vai'ö vöruskiptajöfnuðurinn í maí óhagstæöur um 27,5 millj. kr. Inn voru fluttar vörur fyrir 126,7 millj. en út fyrir 99,2 mill. í sama mánuði í fyrra var vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæöur um 59,4 millj. 'kr. Til maíloka þ.á. hefir vöruskiptn jöfnuöurinn oröið óhagstæðhr um 216,7 millj. kr. Inn voru fluttar vörur á þessu tímabili fyrir 580 millj. en út fyrir 363,3 millj. í maílok í fyrra var vöruskiptajöfnuð'urinn óhagstæð'ur um 65,9 millj. Netlumar blómgast, eítir Harry Mart inson komin út hjá Alm. bókafélaginu í dag kemur út á vegum Almenna bókafélagsins Netlurnar blómgast eftir sænska skáldið og rithöfundinn Harry Martin- son. Er það „júlí-bók“ félagsins. Tíetlurnar hlómgast er ein af 'kunnustu bókum þessa sænska rit snillings. Ilún kom fyrst út í Svi- þjóð árið 1935 og var þegar þýdd á mörg tungumál. Má segja, að ■með þessari þók liafi Martinson getið sér þann orðstír og viiisældir, sem hann heíur notið æ síðan að verðleikum. Sviar líta á liann sem einn af mestu núlifandi rithöf- undum silnum, og á hann nú sæti í sænsku akademíunni. Netlurnar blóingast fjallar um fyrstu tólí árin í lífi munaðarleys ingjans Marteins Ólafssonar, sem er enginn annar en Harry Martin- son sjálfur. Þegar hann er sex ára deyr faðir hans, og skönui síðar 'hverfur móðir hans til Ameríku frá fimm börnum, sem hún lætur hreppinn um að annast. Þar hrekj- ast þatt milli lægstbjóðanda. Áður en Martinson lit'li er tólf ára, hefur 'hann verið á fimm heimil- um. Hann fær í sig, en fer alger- lega á mis við allan skilning, sem hvert harn hungrar og þyrstir eftir. Netiujrnar þlómgast er viður- kennd svo ft'ábær sálarlífslýsing barns í nauðum, að hiin eigi að 'því leytý fáa sína Mka. Karl ísfeld rithöfundur hefur þýtt verkið á íslenzku.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.