Tíminn - 10.07.1958, Page 9

Tíminn - 10.07.1958, Page 9
ÍÍMSNN, finuntudaginn 10. júlí 1958. 9 ekki komast ciö néinu — alls engu. ÞaÖ er ekkert að kom- ást að. Enginn skal fá aö gera frænda mínum tjón. Hann er öruggur. Og þaö verö ur hann alltaf. Hún þagnaöi til aö ná andanum en hvísl- aði síðan hásri röddu: — Eg fæ klýju við aö sjá yöur — þéi' eruö ógeðsleg skepna. Hún Þaut burtu. Hereule Poirot 'stóð kyrr um stund og staröi á eftir henni. Hann sneri hugsandi upp á yfirvaraskeggiö. Hann ' gekk inn í setustofuna, djúpt hugsi. Frú Olivera var þar fyrir. Hún leit á Poii’ot þegar hann kom inn, mældi hann út, drembileg á svip eins og hún væi'j að vii’Öa fyrir sér litla pöddu. — Sumt fólk er óþol- andi, sagði hún. Poirot leizt ekki á blikuna. Hann tautaði: ■— Fólk virö- ist ekki ýkja hrifió af návist minnj hér, ■ Hann ranglaði út og ætlaöi aö fá sér göngutúr. Hann var aöeins kominn skammt frá húsinu, þegar hann kom auga á tvær mannverur, sem óljóst mótaði fyrir, i innilegum faðmlögum. Þær hrukku við og hurfu burtu, er þær uröu hans var. Poirot sneri viö og hélt heim á leið. Einnig þar virt- ist honum ofaukið. Hann gekk fram hjá glugga Alist- airs Blunts og heyrði að hann var að lesa hr. Selby fyrir. Það virtist aðeins einn stað- ui', þar sem hann gat veriö og hann tók það ráð að flýja þangað. Hann fór upp í svefn- herbergi sitt. Hann settist á rúmstokkinn og hugsaði mál ið. Hafði honum skjátlazt eða hafði honum ekki skjátl- azt er hann taldi sig þekkja aftur rödd Julie Olivera, sem rödd konunnar í símanum. Hann rifjaði upp orö hr. Barnes um hr. Q. X 912 og hann minntist kvíðasvipsins á andliti þjónustustúlkunnar Agnesar. Heriule Poirot komst ekki aö neinni niðurstöðu. Grun- semdir hans voru fáránlegar, sagði hann viö sjálfan sig. Hann afklæddist og lagðist út af í rúmið og starði beint upp í loftið. Hercule Poirot sagði hálf- hátt og í rödd hans var undr- unarhreimur: — Getur veriö aö ég sé að verða gamall? 8. Hercule Poirot reis snemma úr rekkju, hann hafði lítið sofið urn nóttina. Veðrið var fagurt og Poirot komst i ljóm andi skap. Hann gekk niður, er hann hafði farið í bað og klætt sig. Hann gekk út í garðinn og dáðist með sjálf- ura sér að fegurö og marg- sex grunaðir saga efftir agathe christie bljeytileik rósanna. Garður- inn var stór og þegkr hann hafði gengið góðan spöl, kom hann auga á konu, sem var klædd tvídjakka. Hún hafði svart, stutt hár og talaði með skozkum hreim við garðyrkju manninn, sem augsýnilega var ekki í skapi til viðræðna, Poirot gat sér til um aö konan væri frænka Blunts, ungfrú Montressor. Hann kærði sig ekki um að trufla svo að hann læddist inn á hliðarstíg. Skammt þar frá sá hann annan garðyrkju- mann, ungan mann, sem sneri baki í hann og virtist önnum kafinn við iðju sína. Poirot gekk nær. — Góðan daginn, segði Poirot kurteislega. Niðurbælt svar frá mann- inum heyrðist óglöggt og hann varð enn álútari. Poirot varð undrandi. Hann hafði þá reynslu af garðyrkju mönnum að þeir gripu hvert tækifæri tveim höndum, sem þeim gæfist til að hvíla sig og rabba við fólk, sem um garðana gekk. Honum fannst þetta dálítið óeðlilegt. Hann stóð kyrr nokkrar mínútur og horfði á manninn, sem kepptist við vinnu sína. Honum fannst hann hlyti að hafa séð þenn- an mann einhvern tíma áöur. Eða gat það veriö að hann, Hercule Poirot, væri aö verða gamall og ímyndunarveikur. Honum hafði dottið það í hug kvalldið1 áður, en ekki viljað trúa því. Hann sneri frá og gekk burtu, en eftir skamma stund sást fagurlaga skalli gægj- ast upp undan veggnum, beint á móti garðyrkjumann inum. Þar var mættur Poirot haldinn óslökkvandi forvitni. Hann horfði nokkra stund á unga manninn en krifraði síðan eins fimlega niður aftur og hann gat. Já, það var vissulega mjög fröðlegt og athygllisvlert að Frank Carter, sem átti að vera ritari hjá einhverju fyrir tæki skyldi vera garðyrkju- maður hjá Alistair Blunt. Hann heyrði á tal Alistair og Helenu Montressor. Þau stóðu rétt hjá. — Það er mjög fallega hugs að af þér, Alistair, en ég vil heldur koma seinna, þegar þessar amerísku konur eru ekki. Blunt sagði: — Júlía er að vísu dálítið hugsunarlaus, en hún meinar ekki illt með því. Ungfrú Montressor sagði ró lega: — Mér finnst satt að segja, framkoma hennar vera algerlega óþolandi, og ég læt ekki bjóða mér slíka ókurteisi, — aldrei. Ungfrú Montressor fór. Poirot kom að Blunt, þar sem ] hann stóð og klóraði sér í höfð inu vandræðalegur á svip. Hann sagði gremjulega: — Þetta kvenfólk, ó, hamingjan góða! Nei, góðan daginn M. Poirot. Fallegt veður, finnst yður ekki. Þeir sneru aftur að húsinu og Blunt andvarpaði og sagði: —- Eg sakna konunn- ar minnar. Þegar þeir komu inn í borð stofuna, sagði hann við Juliu: — Eg er hræddur um að þú ■hafir sært Helenu. Frú Olivera sagði frekju- lega: — Þessir Skotar eru allt af svo barnalega viðkvæmir. Alistair Blunt varð dapur á svip. Hercule Poirot sagði: -— Þér hafið fengið nýjan garðyrkju mann. Það er stutt síðan, er það ekki? -— Eg held ég fari rétt meö það, anzaði Blunt, — að Burt- on fór fyrir þrem vikum og þá í’éðum við þennan. —Munið þér hvaðan hann kom? — Nei, það man ég ekki. MacAlistair réði hann. Ein- hver ráðlagði mér að reyna hann, minnir mig, mælti vel með honum. Eg er dálítiö hissa, þvi að MacAlistair er ekki ánægður með hann og vill að hann fari aftur. ' — Hvað heitir hann? — Dunning, Sunbury eða eitthvað í þá átt. — Er það mikil ósvífni að spyrja, hvaö þér borgið hon- um? Alistair virtist skemmta sér konunglega: — Langt í frá. Eg borga honum tvö pund og 15 sillinga. ■— Ekki meira? — Meira? Auðvitað ekki. Jane Olivera kom inn og hélt á blaði: •— Ýmsir hafa . ágirnd á að drepa þig, frændi. — Ó, það? Það er allt kom- ið i lag. Það er bara Archer- ton, sem alltaf er áð berjast við vindmyllur. Og hann þyk- ist hafa óskaplegt fjármála- vit. Ef við fengjum honum taumana, myndi England vera orðið gjaldþrota innan tíu daga. -— Jane sagði: — Kærir þú þig aldrei um að reyna neitt nýtt? —• Nei, vina mín, ekki ef það brýtur í bága við gaml- ar venjur. Hún stóð upp og rauk út í fússi. Alistair horfði á eftir henni. — Jane er dálítið vanstillt, sagði hann blíðlega. — Hvað an fær hún þessar grillur. — Hirtu ekki um það, sagði frú Olivera. ■— Jane er skrítin. Þú veizt hvernig stúlkur eru — þær fara í þessa leshringa og fyrirlestra, þar sem ungir menn reyna að æsa fólkiö upp á móti stjórninni. — Eg hef alltaf haldið að Jane væri ekki áhrifagjörn. — Þetta er í tízku, Alistair, það liggur í loftinu. Alistair Blunt sagði: — Það er víst rétt, þetta er í tízku. Frú Olivera reis á fætur og Poirot opnaði .fyrir henni. Hún þeyttist, út og lét sem hún sæi hahn ekki. Alistair Blunt sagði skyndi- lega: — Mér fellur þetta ekki, allir eru með eitthvað orða- gjálfur sí og æ. Allir taia um nýjan heim — betri heim, Hvað þýðir þetta, — þetta eru innantóm orð. Hann brosti fremur hörkiUega: —Kannski er ég íhaldsmaður, M. Poirot. Poirot sagði forvitnislega: — En ef þér væruð drepinn, hvað myndi ske? — Drepinn. Þaö hefur ver- i ðreynt og verður reynt, en .ur.-..\aiítúí. Hafið þér athugaft að TÍMINN flytur daglega mikið og fjölbreytt lestrar- efni, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. að TÍMINN flytur mjög mikið af innlendum fréttum úr öllum byggðum landsins. að TÍMINN leggur áherzlu á að flytja lesendum sínum hlutlausar og réttar erlendar fréttir, þar reynt er að komast hjá áróðri stórveldanna. að TÍMINN birtir greinar um ólík efni eftir marga þjóð- fræga menn. Þannig skrifa að staðaldri í blaðið tveir frægustu íþróttamenn þjóðar- innar, Friðrik Ólafsson um skák og Vil- hjálmur Einarsson um íþróttir. að 4. síða TÍMANS er vinsælasta lestrarefnið meðal unga fólksins í landinu. Ört vaxandi útbreiðsla sýnir, að í TÍMANUM finnur fólkið það, sem það vill lesa. Gerizt því áskrifendur og þá fáið þér blaðið fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Hringið í síma 1 2323, sniiið yður til næsta útsölu- manns eða sendið afgreiðslunni línu. miinillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllillillllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllillllllllllllllllllllllllli j Orðsending til félagsmanna í F.Í.B Þeir, sem tök hafa á, og vilja taka þátt í hinni ár- legu ferð félagsins með gamla fólkið, sem farin verður nk. laugai'dag, gefi sig fram við skrifstofu félagsins í síma 15659, daglega frá kl. 1—4 og eftir kl. 6 í simum 33588 og 32818. mnHMininimniiiiimiiiiimiiminiiiiiiinmnnniiiimiiiiiiiiimiiiniiiinmmmmma W/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.-.VAV.V 5 Innilegt þakklæti titl allra þeirra, sem glöddu mig á sextugsafmælinu, með heimsóknum, skeyt- um og gjöfum. Hallgrímur Ölafsson Holti luiiuiiiiuiiiiinuiininuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiimiimninnittiiv

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.