Tíminn - 13.07.1958, Side 4

Tíminn - 13.07.1958, Side 4
4 TÍMINN, sutmudagmn 13. júlí 1958. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINM Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargðt* Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 1232S Prentsmiðjan Edda hf. Efling dreifbýlisins r í»AÐ var elct af stefnu- málym núverandi ríkisstjórn ar, þegar hún kom til válda, að' vinna að auknu jafnvægi í 'byggð landsins. Alveg sér- stakiega setti hún sér það markmið að vinna að eflingu atvinnulifsins á þeim stöð- um, sem höfðu dregist aftur úr. í atvinnulegri uppbygg- ingu. Slíkir staðir voru orðn ir aitt-of margir og átti það sinn þátt i hinum óeðlilega fólksflótta úr ýmsum sjávar- þorpum og sveitum. í Þjóðviljanum er þvi ný- lega lýst, hvernig staðið hef- ir verið við þetta fyrirheit á Austurlandi og þykir rétt að birta hér nokkurn kafla úr þeirri lýsingu: „ATVTNNUuppbyggingin er öruggust í sjávarþorpunum og er 'það ekki óeðlilegt, því þar var ástandið viða ugg- vænlegt. En margt hefur líka veriö gert til að efla landbúnaðinn. Einna þýðing airnest mun það vera, að ræktunarstyrkur til minni býla, þeirra, sem ekki höfðu a.m.k. 10 ha. ræktað land, var stóraukinn. Þetta muii sérstaklega þýðingarmikið fyrir Austfirðinga, þar sem mikið er um smábýli í fjórð ungnum. Þá er og þess að gæta, að aukið atvinnulíf og vaxandi velmegun við sjávar síðuna er mikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn, því vax andi eftirspurn eftir búvör- um fylgir almennri velmeg- un i kauptúnum. Til efningar sjávarútveg- inum hefur ríkisstjórnin ekki látið þar við sitja, að hlutast til um aukning skipa stólsins og eflingu fiskiðnað arins. Hún hefur ekki lagt á það minna kapp að bæta kjör sjómanna. og tryggja rekstur útvegsins. Svo er líka komið, að útgerð er orð in álitlegur atvinnurekstur; sjómennska á fiskiskipum er líklegri til að gefa meira í aðra hönd en nokkur önnur líkamleg vinna. Fiskverð hefur verið stórhækkað til hagábóta fyrir sjómenn og útgerðina. Og í lög hafa ver- ið leidd geysimikil skattfríð- indi fyrir fiskimenn. Aö- streymið í sjómannastéttina hefur líka vaxið mjög mikið, ekki aðeins til hags fyrir þjóðarheildina, heldur sér- staklega til hagsmuna fyrir þau byggðarlög, sem byggja tilveru sína á fiskveiðum, því til Títils er að eiga glæsi- legan flota, ef enginn fæst til að stíga á hann.“ ÞAÐ, sem hér er rakið, á raunar ekki fremur við um Austfirði en landið allt. Aukinn stuðningur við smá- býli og bætt kjör sjómanna koma allsstaðar að sama gagni. Atvinnuleg' uppbygg- ing hefur ekki síður átt sér stað á Vestf jörðum og Norð- urlandi en á Austfjörðum tvö seinustu árin. Þá ber síð ast en ekk-i sízt að nefna það, að tvö allstór raforkuver verða tekin til notkunar á þessu ári, annað á Austur- landi og hitt á Vestfjörðum. Þær framkvæmdir munu i framtíðinni mjög stuðla að viðhaldi og eflingu byggð- anna í þessum landshlutum, er í þessu tilliti höfðu dregist aftur úr öðrum. ÞAÐ VERK, sem núv. ríkisstjórn hefur unniö á þessu sviði, hefur líka sýnt ótvíræðan árangur. Mjög verulega hefur dregið úr fólksflutningum til Súður- nesja. Atvinna út um land hefur verið með allra mesta móti. Þær fregnir berast t.d. nú hvaðanæva utan af landi, að atvinna hafi sjaldan eða aldrei verið jafnmikil eða jafnbetri en á þessu ári. Hér er vissulega að ræða um góðan og þýðingarmik- inn árangur. Efnahagslegt sjálfstæöi þjóðarinnar í fram tíðinni toyggist ekki sízt á því, að hæfilegt jafnvægi haldist í byggð landsins og náttúruauðæfi þess verði þannig sem bezt hagnýtt. Jafnvægi byggðarinnar er líka ekki síður mikilvægt fyrir hið menningarlega sjálfstæði. Núverandi ríkis- stjórn héfur unnið mikið starf og gott á þessu sviði og náð betri árangri á skömm- um tíma en áður eru dæmi til um alllangt skeið. Þess ber íbúum dreifbýlisins ekki sízt að minnast. íbúar hinna þéttbýlli staða eiga einnig að meta þetta starf að verðleik um, lrví að það er raunar ekki síður beint og óbeint i þágu þeirra að jafnvægi hald ist í byggð landsins. Sjálfstæðisflokkurinn og veltuútsvör SKRIF Tímans um veltu útsvörin hafa nú orðið til þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn er að verða hræddur við þetta afkvæmi sitt. í Mbl. í gær er því reynt að eigna það núv. fjármálaráðherra. Fyrir Bjarna Benediktsson er það alveg sérstaklega klaufaleg vörn, því að öll þau ár, sem hann var borgar- stjóri í Reykjavík, var fjár- málaráðherrann úr flokki Sjálfstæðismanna og hefðu þá verið hæg heimatökin fyrir Sjálfstæðisflokkinn að iagfæra þetta, ef hann hefði haft nokkurn áhuga fyrir því. Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur livorki á þingi né í bæjar- stjórn flutt tillögu um af- nám veltuútsvara né bent á tekjuöflun í stað þeirra. — Hann hefur talið þau hina á- kjósanlegustu skattlagningu þangað til nú, að Timinn hefur farið að benda á órétt- mæti þeirra. Af þvi má bezt marka þann áhuga, sem forkólfar Sjálf- stæðisflokksins hafa haft fyrir réttlátri skattlagningu atvinnufyrirtækja. Bókaútgáfa í Sovétríkjunum orðin mest í heimi og athyglisverð um margt Metsö 1 ul)ækurnar í Sovétríkjun- um árið 1957 voru nitjándu aldar verk, Feður og synir eftir Turgen- jev, Kvæði eflir Nekrassov og Skopsögur eftir Saltykov, og kom iiver þeirra í 800.000 eintaka upp- iagi. Aðeins eitt nútímaverk komst nokkuð í átt við þessi, það var Btutlt saga eftir Milchail Sjolokov, Lygn streymir Don, og nefnist Ör- lög manns, fjallar um rússneska hermenn í heimsstyrjöldinni síð- ari. Þessi bók kom í 450.000 ein- tökum. Bókaútgáfan og almenningur Þess ber að geta í þessu sam- bandi, að öll bókaútgáfa og bók- 6ala í Sovótríkjtinum er skipulögð a’f tó'tóisBtjóminnii og kommúnista- iflðkfcntim og undir yfirstjórn iþeirra, og því leiðir af sjálfu sér, að stj órntnáIaástæður ráða miklu í útgáfustarfinu. Hin margum- deilda toók. Ekki af einu saman brauði eftir Dudintsev kom þann- ig aðeins í 50.000 eintaka upplagi þótt fullvist sé að tifalt stærra uppiag hefði sielzt á skömmum tima. Annað mál1 er það að þótt tyfirvöldiin geti liindrað útkomu bóka, sem þeim eru móti skapi, geta þau með engu móti fengið félfc til að kaupa bækur, er það kærir sig ekki um að lesa. Þe-ss vegna fer ekki hjá því að smekkur almennings inóli bókaútgáfuna að miklu leyti. Bóklæs almenningur ber mikla virðingu fyrir öllu prentuðu máli, og áhugi alli'a þessara lesenda hefur fyrst og fremst beinzt að bókmenntum frá því fyrir byltinguna. Þetta setur svip sinn á utigáfustarfsemina. Það er vafamál hvort sígildir höfundar, innlendir og erlendir, eiga n'oldkurs staðar í heimi öðr- um eins vinsældum að fagna og í Sovétríkjunum. Nokkur skýring iþessa er sú byfting, er orðið hef- ur í m'enningarmálum þar í landi, nú fyrst er öll alþýða manna orðin læs á bók og milljónir nýrra áhugasamra lesenda hafa bætzt í hópinn úr lægri stéttunum. Þess utan eru sovézkar mitímabók- menntir bæði leiðinleg'ar og til- breybingarlausar, eldri bókmennt- ir eru skemmtilégri og hafa mei'ra bókmenntagildi til að bera en mis- fóstur sósíalrealismans nú á dög- um. Sovétlesandinn les kannske verk nútímahöfunda einu sinni, en hann getur horfið aftur og aftur til bóka hinna klassisku höf- unda, Puskins, Turgen.jcvs, Tol- stojs og annarra. | Vinsældir sígildra höfunda Bókasöfnun er nýtt og heillandi ævintýri fyrir hina nýju lesendur í Sovétríkjunum. Það sRýrir þær vinsældir, er ritsöfn einstakra höf unda hafa átt að fagna síðasta áratuginn. Hægt er að fcaupa á- skrift að verkuin allra hinna helztu höfundá: Toistojs, Dosto- jevsldjs, Turgenjevs, Gorkis o. s. frv., útgáfum I allt frá tíu til þrjá- tíu toindum, sem komia út í stórum. upplögum. Verk ýmissa annars Sovézkur almenningur hefur lifandi ábuga á bókum. flokks höfunda frá 19. öld, njóta einnig mikilla vinsælda og koma út í stórum upplögum. Einstakar bækur nltjándualdar- höfunda njóta einnig vinsælda og seljast í hundruð þúsunda eða |jafn|vel máillljóna upplögum'/ Af yngri höfundum nfá nefna útlag- 'ann Ivan Bunin, eina Rússann, er hlotið hefur Nóbelsver'ðlaun, en verk hans seljast í slórum upp- lögum. Sígildir, vestrænir höfundar eru einnig í góðu gengi. Þetta ár komu út m. a. verk Dickens í 30 bindum (upplag 600.000 eintök), Mark Twa'ins í 12 bindum og Thomas Manns í 10 toindum. Verk eftir: Moliére, Heine, Tagore, Ca- pek og Jules Verne, seljasf ört, skáldsögur Hugos og Dumas slá öH sölumet, og Balzac fylgir þeim fast eftir. Af enslcum höfundum er H. G. Well's stöðugt mjö vin- sæll, og nokkur verk Galsworthys hlutu góðar undirtektir á árinu sem leið, komu út í 240.000 ein- tökum. Þá mlá geta þess, að ró- mantísk skáldsaga, Broddflugan, eftir Ethel Lillian Voynich, er fjallar um frelsisbarátitu ítala og kom út 1897, er enn metsölubók í Sovétríkjfuium, og liefur verið það síðustu 50 árin. f yfirlitsritum um enskar bókmenntir, er þessari skáldkonu skipað næstri á eftir Wells, Hardy, Shaw og Galswort- hy. Ameriskir höfundar ýmsir, eru einnig mikils metnir, t'. a. m. Cooper og Poe, og nýjar útgáfur komu á bókum eftitr I-Iawthorne og MelVile. Heldur dregur úr vin- sældum Upton Sinclairs, en skáld- saga eftir Frank Norris kom í 100.000 entökum. Þrjú einkenni bókmennfa- lífsins Sá, Sem kynnir sér bókmennta- líf í Sovétríiqunum, hlýtur að gefa 'gaum þremur einkennum þess, stjórnmálalegum, bókmennta íegum og sáHræðiIegum. Stjóm- málaeðlis er það, að á síðustu ár- um Itefur mjög mikið verið þýtt úr kinversku og einnig hversu mik- ið er á boðstólum af toókum eftir egypzka og arabiska höfunda 1 og ferðabókum frá Austurlönd- um. Áhugi manna á pólskum höfund um frá 19. öld er fpamur af bók- menntalegum rökum sprottinn. Rit söfn Sienkiewies, Krazsevskis, Prus og ffeiri, hafa komið út í 'stórum upplögum, og sonnettur Mickiewies eru nýkomnar í nýrri útgáfu. Einn pólskur höfundur til, nýtur vinsælda, Joseph Conrad, þótt hann tiilheyri enskum bók- menntum. Það gefur kannski nofckra hug- mynd um sálarlif rússnesku þjóð- arinnar nú á döguim að ævintýri 'fyrir fullorðna lesendur koma út í risaupplögum. Nýleg útgáfa af Þúsund Og einni nótt í átta bind- um, hefur selzt í 300.000 eintök- um. Japönsk, burmönsk og indó- nesisk ævintýri hafia selzt í meira en eini miilljón eintaika samanlagt, og þriggja binda útgáfu af rússn- neskum' ævintýrum bemur stöð- 'Ugt út i stórum upplögum. Samtímabókmenntír í Sovétrík]unum En hvaS lesa Rússai' af sínum eign sa mfimabókineimtum ? Fyrst og fremst eru til ótölulegar út- igáfur á höfuðverkum sovétbók- m'entanna, svo s’em skáldsögum eftir Sjolokov, Fadejev, Leonov, Fedin og öðrum minni spámönn- um. Askriftir eru boðnar að verk- um elztu höfundanna, Serafimot- 'i’tis, Gladkovs og fleiri. Hvert safn er í 8 bindum, 75.000 eintökum. ■ 40 ára afmæii byltingarinnar ívarð tilefni fj'ölmangra minninga- í bóka og meira eða minna sögu- | legra skáldverka, en slíkar bók- menntir yfirleit’t, eru mjög. vin- sælar i Sovétríkjunum, Sovétlesendur virðast einnig kunna að meta verk, er fjalla .uin nýlegri attourði, Grimimd, ágSeta iskál’dsögu lun fyrstu ár kommún- ismanns eítir Pavel Nilin, Pere- (FTamhald 6 7. síðu). Á nokkrum síðustu árumj hafa Sovétríkin tekið foryst- una í bókaútgáfu í heimin-j um, og 1957 varð bókaút- gáfa þeirra meiri en nokkru sinni fyrr: 30.000 verk komu út í upplagi, er nam saman- lagt 1 billión og 100 milljón- um eintaka. Mikill hluti af þessari bókaútgáfu er hreint stjórnmála- og áróðursefni — ræður eftir Krustjoff, verk Lenins í margbreytileg- um útgáfum t. d. — og í næsta sæti koma rit um tækni efni, handbækur og kennsfu- bækur. Skáldskapur, rit um bókmenntir og sagnfræði og barna- og unglingabækur nema þriðjungi allrar bókaút gáfunnar. Skáldverk frá 19. öld vinsælust af almenningi en nútímaverk í litlum metum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.