Tíminn - 22.07.1958, Qupperneq 6
6
mmm —
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKUMM
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur i Edduhúsinu vi3 Lindargöta
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18303, 18304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12333
Prentsmiðjan Edda hf.
Gunnreifir togaraeigendur
ENSKA útvarpið skýrði
frá því nú um helgina, að
birt hefði verið ályktun sú,
er samþykkt var á fundi tog-
araeigenda frá sjö löndum,
sem haldinn var í Haag fyrra
mánudag. Fundur þessi var
haldinn til að ræða um út-
færslu fiskveiðilandhelginn-
ar við ísland, og sóttu hann
fulltrúar frá Bretlandi,
Frakklandi, Danmörku, Vest
ur-iÞýzkíalandi, Hollandi,
Belgíu og Spáni.
Samkvæmt frásögn enska
útvarpsins var ályktun fund
arins á þá leið, að togarar
frá umræddum löndum
myndu halda áfram eftir 1.
september, eins og áður að
veiða innan 12 mílna svæðis-
ins, og jafnframt myndu eig
endur þeirra fara fram á það
við rí'kisstjórnir sínar, að
þær veittu togurunum her-
skipavernd til þessarar iðju,
ef þess þætti þurfa.
HÉR 1 blaðinu hefur áð-
ur verið sýnt fram á það, hve
lítilvægir væru fyrir Breta
þeir hagsmunir, sem þeir
hefðu af því að veiða áfram
innan 12 mílna svæðisins, ef
miöað er við veiðar þeirra á
undanförnum árum. Af um-
ræddum sjö þjóðum, hafa þó
Bretár mestra hagsmuna að
gæta hér. Reiknað hefur ver
ið út, að veiðar Englendinga
á íslandsmiðum svari til
þess, að þeir afli þar 4,4 kg.
á hvern íbúa í Englandi
(þessi meðaltala lækkar, ef
Skotar eru teknir með), en
nær 2/3 hlutar þessa afla
er fenginn utan 12 milna
svæðisins. Næstur kemur
hlutur Vestur-^Þjóðverja, en
láta mun nærri að afli þeirra
á íslandsmiðum nemi 3.8 kg.
á hvern íbúa Vestur-Þýzka-
lands. Næstir koma Belgíu-
menn með 2.4 kg., þá Danir
og Hollendingar og ná þeir
ekki y2 kg. á hvern íbúa.
Hjá Spánverjum og Frökk-
um er aflinn hlutfallslega
ennþá minni.
Til samanburðar má geta
þess, að íslendingar afla til
jafnaðar á íslandsmiðum
2664 kg. á hvern ibúa (allar
framangreindar tölur eru
miðaðar við meðaltal áranna
1P52—55), og má með þess-
um samanburði bezt gera sér
Ijóst, hversu stórkostlega
miklu meira þeir eru háðir
þessum veiðum en hinar
þjóðirnar.
ÞEGAR á þetta er litiö,
mun enginn efa, hvor aðil-
inn* það er, íslendingar eða
togaraeigendur frá löndun-
um sjö, sem hafi hagsmuni
og rétt sín megin í deil-
unni. fslendingar eiga alla
afkomu sína undir því
að rányrkjunni á íslandsmið
um verði afstýrt, þjóðirnar
sjö myndu hins vegar ekki
finna neitt til fyrir því, þótt
auðn yrði á íslandsmiðum
eftir að togarar þeirra væru
búnir að njóta góðs af rán-
yrkjunni. íslendingar eru
hér að verja frumstæðustu
hagsmuni sína. Erlendu tog-
araeigendurnir eru að verja
óverulega hagsmuni sína, er
nær engu skipta afkomu við
komandi þjóða.
Öll reynslan sýnir, að það
er ekki síðar vænna fyrir ís-
lendinga að tryggja sér tólf
mílna fiskveiöilandhelgi, þar
sem veiðitækni fleygir nú
mjög fram í heiminum og
allur dráttur í þessum efn-
um býður aðeins heim stór
auknum og afkastameiri
veiðum á miðunum.
ÞAÐ er bersýnilegt af á-
lyktun hinna erlendu togara
eigenda, að þeir líta hvorki
á hinn siðferðislega né laga-
lega rétt í þessu máli. Þeir
einblína einhliða á vopna-
valdið. Það er haldreipi
þeirra. Helzt er senniílega
vonað, að íslendingar beygi
sig fyrir hótunum, en nægi
það ekki, verði ofbeldi hik-
laust beitt. Sennilega gerðist
það þá í fyrsta sinn í verald
arsögunni, aö fiskveiðar
væru stundaöar undir vernd
herskipa! Slíkt ofurkapp
leggja hinir erlendu togara
eigendur á rányrkjuna viö
ísland.
Hitt er svo eftir að sjá,
hvort ríkisstjórnir þessara
þjóða eru jafn fúsar til þessa
leiks og togaraeigendurnir
eru. Allar eru þessar þjóðir
aðilar að Atlantshafsbanda-
laginu, nema Spánverjar.
Viö undirritun Atlantshafs-
sáttmálans hafa þessar þjóð
ir lýst andstöðu sinni gegn
vopnuðum árásum og vopn-
aðri ihlutun og lofað hver
annarri gagnkvæmri hjálp
gegn slíkum ágangi. Vopnuð
íhlutun þessara þjóða inn-
an íslenzkrar fiskveiðiland-
helgi væri hiö freklegasta
brot gegn anda Atlantshafs
sáttmálans. Ef Bretar, Frakk
ar, Hollendingar, Belgíu-
menn, Danir og Vestur-Þjóð
verjar, beittu vopnuðu of-
beldi innan íslenzkrar fisk-
veiðilandhelgi, væru þessar
þjóðir raunverulega að aug-
lýsa það frammi fyrir öllum
heiminum, að Atlantshafs-
sáttmálinn væri í augum
þeirra hreint sýndarplagg,
sem ekkert væri meint meö.
RIKISSTJÖRNIR viðkom-
andi landa ættu því vel að
íhuga gang sinn áður en þeir
fara að ráðum togaraeig-
enda og beita hervaldi til að
brjóta niður eðlilegan rétt
íslendinga. Með því væru
þær ekki aöeins að beita ís-
lendinga ofríki, heldur jafn-
framt að fótumtroða hinn
háleita anda og tilgang At-
lantshafssáttmálans og að
grafa þannig grunninn und
an tiltrú og virðingu vest-
rænna þjóða.
íslendingar trúa því ekki,
áð ríkisstjórnir viðkomandi
landa láti togaraeigendur
leiöa sig til slíks óhappa-
verks. Og íslendingar munu
ekki láta hrekja sig frá þeim
rétti að fá tólf mílna fisk-
veiðilandhielgina viöúr-
kennda, enda mun það mál
eins og öll réttlætismál, reyn
ast sigursælt áður en lýkur.
T í M I N N, þriðjudaginn 22. júlí 195S(
ERLENT YFIRLIÍ:
Sigur uppreisnarmanna í írak
Fyrir vesturveldin þýíir ekki annað en a<S sætta sig vi<S orftinn hlut
HELDUR hei'ur nú dregið úr
hinni skyndilegu og miklu stríðs-
hættu, sem hlossaði upp við bylt-
inguna í írak fyrir rúmlega viku
síðan. Mesta striðshættan í sam-
handi við hana var fólgin í þvi,
að í kjölfar hennar fylgdi borgara
styrjöld, þar sem annar aðilinn
væri studdur af vesturveldunum,
en hin.n af Egyptum og Rússum.
Til slíkra atburða hefur hins veg-
ar ekki dregið, vegna þess, að
byltingarmenn hafa nær strax
unnið fullan sigur, eða a.m.k. virð
ist alll benda til þess. Samkvæmt
seinuslu fréttum virðast þeir bæði
hafa herinn og þjóðina að baki
sér.
Þótt Bandaríkjamenn og Bretar
hafi enn ekki viðurkennt hina
nýju stjórn, virðist margt benda
til þess, að iþeir muni gera það
fyrr en síðar. Af hálfu þeirra hef-
ur það líka komið glöggt fram,
að þeir hyggi ekki á innrás í írak
til þess að steypa byltingarstjórn-
inni úr sessi. Af ‘hálfu hinnar nýju
stjórnar virðist líka kappkostað
að gefa þeim ekkert tilefni til þess,
t.d. hefur hún lýst yfir því, að
hún muni halda alla gerða samn-
inga við veslurveldin, þar á meðal
alla samninga varðandi oliuna.
Ef þannig heldur áfram, sem
nú liorfir, hefur því stríðshættan
liðið hjá, hvað þennan atburð
snertir, a.m.k. í svipinn. Þetta ber
þó ekki að skilja þannig, að ást'and
ið sc að verða friðvænlegra í hin-
um nálægari Austurlöndum. Það
heldur áfram að verða ófriðvæ.n-1
legt þar, meðan ekki nást sættir
milli Araba og Oyðinga, og án
slíks samkomulags mun ófrið-
arhæltan vaxa í sama hlutfalli
og Arabar eflast.
^ MJÖG eru fregnir ósammála
um það, hvort byltingin í írak
hafi átt sér langan aðdraganda
eða ekki. Vafalausf hafa vissir
menn þar gengið lengi með bylt-
ingaráform í huganum. Hitt er
hinsvegar sennilegt, að þeir hafi
afráðið byltinguna með mjög litl-
um fyrirvara og byltingin því kom
ið gömlu stjórninni algerlega á
óvart. Það virðist hafa ráðið meslu
um þá ákvörðun byltingarmanna
að láta nú til skarar skríða, að
Feisal og Nuri es Said voru með
fyrirætlanir um að senda herlið
til Libanon og skakka leikinn þar.
Það mæltist ekki vel fyrir í írak,
að Aröbum yrði þannig teflt fram
gegn Aröbum. Bylt’ingarmenn hafa
því talið sig £á tækifæri til að
skerast í leikinn.
Vegna þess, hve byltingin var
gerð snöggf og óvænt, hefur and-
staðan orðið mjög lítil. Til veru-
legra bardaga virðist ekki hafa
komið nema við konungshöllina,
þar sem þeir voru felldir Feisal
konungur og Abdul Illah ríkisarfi.
Nokkrir hershöfðingjar virðast
hafa ætlað að tefla hersveitum
sínum gegn uppreisnarmönnum,
en verið afvopnaðir af liðsmönn-
um sinum. Almenningur virðist
strax hafa verið á bandi uppreisn-
armanna, a.m.k. í Bagdad.
ÁSTÆÐiAN til þess, að bylt-
ingin hefur heppnasf svo fljótt
og fullkomlega, er án efa fólgin
í því, að .bæði herinn og þjóðin
eru á bandi arabisku þjóðernis- og
einingarstefnunnar. Feisal og Nuri
es Said hafa verig taldir standa
í vegi hennar og þótt of hlið-
hollir vesturveldunum. f samræmi
við þelta, hefur það orðið fyrsta
verk hinnar nýju stjórnar að gera
varnarsáttmála við sameinaða ara
biska lýðveldið (Egyptaland og
Sýrland) og að undirbúa brottför
íraks úr Bagdadbandalaginu svo-
nefnda.
Af hálfu hinnar nýju ríkisstjórn
ar hefur hins vegar verið yfirlýst,
að hún muni halda alla samninga,
er hafa verið gerðir við vest-
rænu olíufélögin. Þetta er af mörg
Abdul el Kassem
um ástæðum skiljanlegt. Nuri es
Said var búinn að ná all hagkvæm
um samningum við olíufélögin og
allt myndi fara í handaskolum,
a.m.k. eins og sakir standa, ef
ráðast ætti í þjóðnýtingu þeirra
nú. Olíuframleiðsla íraks er líka
ekki svo mikil, að vesturveldin
geti ekki komizt af án hennar, ef
þeir fá áfram olíu frá Kuweit,
Saudi-Arabíu og íran, en öll þessi
lönd framleiða hvort um sig meiri
olíu en írak, og Kuweit þó mest.
Afkoma íraks er mjög háð því,
að olíusalan til vesturveldanna
haldist, og mun það að sjálfsögðu
hafa sín áhrif á viðhörf hinnar
nýju stjórnar.
ENN er ekki séð, hver verð-
ur stefna hinnar nýju stjórnar í
innanlandsmálum, því að hún hef
ur lítið látig uppi um það. Vel
má vera, að byltingarmenn séu
ekki sjálfir sammála um hana,
heldur sé það fyrst og fremst þjóð
ernisstefnan, sem hefur tengt þá
saman. Ástæða er hins vegar til
að ætla, að fordæmi Nassers verði
hér haft til fyrirmyndar eins og
á fleiri sviðum. Þjóðmálastefna
Nassers virðist sú að þjóðnýta að-
eins viss stórfyrirtæki, en treysta
að öðru leyti á einkaframtak og
samvinnu. í landbúnaðarmálum
hefur Nasser fylgt þeirri stefnu,
að skipta upp stórjörðunum, láta
bændur hafa umráðarétt og einka
rekstur á jörðum sínum, ea hvetja
þá til sem allra mestrar samvinnu
um notkun véla, sölu afurða, inn-
kaup o.s.frv. Að þessu leyti eru
stjórnarhæUir Nassers mjög sniða
ir eftir vestrænum fyrirmyndum,
þar sem beitt er jöfnum höndum
einkaframtaki og samvinnu. SteLia
hans í innanlandsmálunum 'er
fjarri því ag vera kommúnistísk.
ÞAÐ VIRÐIST bersýnilegt, að
hinn „sterki" maður hinnar nýju
stjórnar i írak, sé forsætisráð-
herra hennar, Abdul Karim el
Kassem. Haon er hersíhöfðingi á
fimmtugsaldri og gat sér mikið
frægðarorð f styrjöldinni við ísra-
el. Hann hélf þá bardögum áfram
við ísrael alllöngu eftir að íraks-
stjórn var búin að fyrirskipa
vopnahlé. Síðaa þá hefur bann
verið íalinn einn ósáttfúsasti fjarid
maður Gyðinga. Hann hefur notið
mikilla vinsælda þeirra hermanna,
sem hann hefur stjórnað, veg’aa
dugna'ðar, stjórnsemi og hugrekk-
is. Hann er trúmaður mikill og hef
ir jafnan lifað mjög einföldu og ó-
brotnu lífi. Hann hefur um all-
langt skeið verið talinn mjög gagn
rýnin á stjórnarhættina í Irak, og
talið fámenna valdaklíku auðgast
allt'af mikið á kostnað fjöldans.
Opinberlega hefur hann ekki sig
að stjóKimálum fyrræn nú.
Annar áhrifamesti maður stjórn
arinnar er sennilega Najifo el
Rubaii, sem er formaður hins nýja
ríkisráðs og þvi raunverulega for
seti landsins. Hann er þekktur
sem mikill námsmaður og gott
skáld. Menntun sína hlauf hann
að verulegu leyti í Bretlandi, en
hefur síðan verið mjög anddirezk-
ur í skoðunum.
BYLTINGIN í írak varð mik-
ið og óvænt áfall fyrir þá stefnu,
sem vesturveldin hafa fylgt í mál-
um Arabalandanna undanfarið, en
hún byggðist m. a. á þvi, að hægt.
væri að halda Aröbum klofnum
með því að tefla írak frain gegn
Egyptalandi. Sú stefna hefur nú
beðið algert skipbrot, eigis og
hún hlaut lika að gera fyrr eða
síðar. Og það sýnir, að þessi þi'ó-
un mun halda áfram, að furstin.n
í Kuweit fór á fund Nassers um
helgina, en fyrir Breta væri marg
fallt meira áfall að missa olíuna
í Kuweif en í írak, því að bæði
er framleiðslan meiri þar og Bret-
ar meh'a bei.ut háðir henni.
Margt bendir nú til þess, að
stjórnmálamenn vesturveldanna
séu að byrja að rétta við eftir
áfall það, sem uppreisnin í írák
CFramhald íi 8. siðu)
UÐSTOMN
„FerSamaSur", sem verið hafði á
hestamannamótinu á Þingvöllum
um helgina kom á ritstjórnar-
skrifstofur blaðsins í gær og bað
um að eftirfarandi pistill yrðí
birtur í baðstofunni. Ekki vilja
heimamenn í baðstofunni leggja
neinn dóm á það, sem þar kemur
fram, en hér á eftir fer svo grein-
in:
„Hestamannamótið á Þingvöllum um
síðustu helgi var mikið auglýst,
enda fór svo, að landsmenn hóp-
uðust til Þingvalla í þúsunda tal'i,
en vaí'asamt er, að allir, sem
þangað komu hafi liaft mikla ó-
nægju af förinni, og eitt er víst,
að pyngja þeirra var miklu létt-
ari eftir þá för en áður.
Að vísu er vitað, að kostnaður við
slíkt mót hlýtur að vera mikill,
en með þeim fjölda, sem reikna
mátti með að kæmi á mótið,
hefði verið hægt að stilla verði
meira í hóf en gert var. Aðgang-
ur inn á svæðið kostaði 50 kr.
fyrir fullorðna og 25 kr. fyrir
börn og þótti mörgum nóg, svo
ekki sé meira sagt.
En verð á veitingum keyrðl þó úr
hófi fram. Mjólkurlítirinn kost-
aði 14 krr, kaffiboltinn 7 kr., ,gos:
drykkjaflaskan 10 kr., svo nokk-
ur dæmi séu tekin. Og verð á
sígarettum kórónaði þó allt. Cam-
el-pakkinn var seldur á‘1'5 kr,, og
í því sambandi væri gaman að
beina þeirri spurningu lil réttra
aðila )nx>rt slíkt sé leyfilegt, þar
scm hámarksverð er á sígarett-
um.
Ekki skulu bér nefnd fleiri dæmi
máli mimi til stuðnimgs, en af
þeim má þó greinilega sjá, að
ekki var aílt með felldu. Þegar
hestamenn halda næst landsmót
sitt, ættu þeir að sníða þessa van-
kanta af mótinu, því slík okur-
starfsemi á ekki rétt á sér.“
Svo mörg eru þau orð ferðamanns,
og látum víð þá staðar numið í
baðstofunni i dag.