Tíminn - 26.07.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.07.1958, Blaðsíða 6
6 T í IVII N N, laugardaginn 26. júlí 1958. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. L------------------------------------------ Hernaðaráætlun Sjálfstæðismanna og Alhýðusambandsþingið MORGUNBLAÐIÐ kvart- ar mjög undan því, að blöð stjórnarflokkanna skuli ekki hafa skrifað margar og lang ar greinar um ríkisstjórnina og störf hennar, í tilefni af því, að tvö ár eru nú liðin síðan hún kom til valda. — Vafalaust vita þó ritstjórar Mbi. vel, að tveggja ára af- mæli er ekki álitið neitt meiriháttar afmæli og það sízt af öllu í sögu þeirra, sem vonast er til að eigi langa lífdaga fyrir höndum. Hitt er hins vegar skiljan- legt, að forkólfar Sjálfstæð isflokksins telja árin síðan ríkisstjórnin kom til valda, því að svo tekur það ber- sýnilega á taugar þeirra að verla utan ríkisstjórnar. Um verk ríkisstjórnarinn- ar er það annars að segja, að þau tala sínu máli betur en nokkur skrif fá gert. At- vinna er nú mikil og at- ylnínuhopfur sjal,dan tjetrf víða um land: ' en einmátt nú. Verulega hefir líka dreg ið úr hinum óeðlilega öru fólksflutningum til SUður- nesja síðan nýv. stjórn kom til valda. Aðstaða sjávarút vegsins hefir verið mjög bætt í valdatíð hennar, fiski skipastóllinn aukinn og kjör sjómanna bætt, svo að nú þarf minna að treysta á Færeyinga en áður. Land- búnaðurinn hefir fengið ýmsar umbætur, t. d. að- stoð við stækkun hinna minni búa aukin. Sements- verksmiðjan hefir verið fullgerð og unnið er af kappi við nýju Sogsvirkjunina. — Þannig hefur aldrei verið unnið öllu kappsamlegar að uppbyggingu atvinnulífsins en einmitt nú, ÞAÐ kemur mjög glöggt fram í afmælisskrifum Mbl., að forkólfar Sjálfstæöisfl. eru stórlega farnir að óró- ast í útivistinni og finnst hún tjþrsýnilbga orðijn miklu lengri en þeir gerðu sér vonir um i fyrstu. Svo öþolinmóðir eru þeir nú orðnir, að þeir gera það orðið uppskátt, að þeim finnist alltof langt að bíða eftir reglulegum kosning- um og úrskurði þjóðarinnar þá. Þeir verði að komast strax í stjórn. Þannig skrifar einn af foringjum flokksins á þá leiö í Mbl. í gær, að nauðsynlegt sé að „þjóðin taki nú strax í taum ana og reki tætingsliðið úr stjórnarráðinu" og síðan segii- hann ennfremur: „Það er hin mesta nauð- syn, að þessi rauða óláns- stjórn hröklist frá völdum hið allra bráðasta og bezta ráðið til þess er björgun Al- þýðusambandsins úr klóm kommúnista nú við næstu Alþýðusambandskosningar. Sjálfstæðismenn og Alþýðu flokksmenn verð'a nú að standa þétt saman um þessi björgunarmál“. HÉR sjá menn þá hern- aðaráætlun, sem forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru bún ir að leggja og koma á í veg fyrir að þeir þurfi að hryggj - ast á þriggja ára afmæli út- legðar sinnar. Það á ekki að vera að bíða eftir þingkosn- ingum og reyna að vinna sigur í þeim, enda mun það ekki þykja sigurvænlegt. Það á ekki að vera að hugsa neitt um það að koma ríkisstjórn frá eftir þingræðislegum leiðum og með löglegum hætti. Það á að ná yfirráð- um í verkalýðshreyfingunni og þau á að nota til að hrekja ríkisstjórnina frá völdum, sennilega með því að beita verkfallsvopninu nógu vægðarlaust eða kannske með enn ofsafyllri ráðum. ÞETTA eru þá hernaðar áætlunin, sem forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru nú að leggja og reyna að gleðja sig yfir í útlegð sinni. En hvað er það svo, sem þeir hafa upp á að bjóða, ef hern aðaráætlunin gengi aö óskum. „íslenzk efnahags- mál“, segir Mbl. i gær, „eru alltof erfið til þess að ráðið verði við þau nema með mikl um átökum og að þar ráði samstillt og sterk stjórn“. — En Mbl. talar ekkert um að öðru leyti, hver eigi að vera úrræði þessarar sterku stjórnar. Eiga þau að vera gengislækkun, eins og Gunn ar Thoroddsen heldur fram, eða eiga þau að felast i því að gera blátt áfram ekki neitt, eins og helzt virðist stefna Óláfs Thors og Bjarna Benediktssonar? Eða eiga þau að vera eitthvað enn annað? Hætt er við að Sjálfstæðis flokkurinn verði að gefa glögga skýringu á þessum atriðum áður en honum tekst að fá verkalýðssam- tökin til þess að gera stjórn- arbyltingu undir forustu sinni og lyfta honum til vailda. Og þrátt fyrir það, þótt þessar skýringar fengj- ust, er hætt viö, að þeir verði nokkuð margir verkalýðs- sinnarnir, sem hugsa sig um tvisvar áður en þeir afhenda Sjálfstæðisflokknum lykla- völdin að því að stjórna „sterkt“. Það er nefnilega ekki alveg víst, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn myndi allt- af eftir alþýðustéttunum fyrst, þegar svo væri komið. GOTT er, að menn hafa nú kynnst hernaðaráætlun- um þeim, sem forkólfar Sjálfstæðisflokksins eru að hughreysta sig við á tveggja ára afmæli útlegðarinnar. Þær gefa glöggt til kynna, hve lýðræðissinnaðir þeir eru og hve vandir þeir eru að vopnum í valdabarátt- unni. Þær koma ekki á óvart neinum þeim, er hafa fylgst með því að undanförnu, hve kappsamlega Sjálfst.fl. hef- ur reynt að ýta undir verk- föll og vinnustöövanir. Harðstjórn nazista á stríðsárunum skapaði austurríska þjóðernisvitund Wien í júlí.1958. í júlíbyrjun hófust í Bad Kissingen viðræður með austurrísk-þýzku samninga- nefndinni, og í Vín fylgjast menn af miklum áhuga með gangi þeirra. Síðustu árin hefir samband Þýzkalands og Austurríkis verið betra en nokkru sinni fyrr hin tutt- ugu ár sem liðin eru síðan Hitler innlimaði Austurríki í Stórþýzkaland sitt. Og í Vín leggja ráðamenn af ýmsum ástæðum rika áherzlu á að þessi góða sambúð haldist og vildu ógjarna að hugsanleg- ur ágreiningur í þessum við- ræðum yrðu til að spilla henni. Gannar Leistikow ræíiir í þessari grein um hiS nýja Austurríki sem til hefir ortJrö eftir styrjöldina Viðræðurnar snúast um kröfur þær er Austurríki vill gera í sam- bandi við nýja þýzka löggjöf um bótakröfur þeirra, er ofsóttir voru og hraktir frá heimilum sínum á valdadögum nazista. Þessar kröfur mætti kalla annan hluta mála þeirra, er varða samMg landanna þau sjö ár, er Austurríki var hluti Stór-Þýzkalands. Fyrsti hluti var samningur sá, er undirritaður var í fyrra eftir næstum fjögurra ára samningagerð um að Austurríki skilaði aftur hluta þeirra þýzku eigna, er upptækar voru gerðar í stríðslok. Stefánskirkja er einhver fegurst bygging Vinar. í styrjöldinni var eldur lagöur í kirkjuna, en síðan var hún endurreist svo að enn gnaefir turn hennar yfir þök borgarinnar. Þótt anenn búist við því í Vín, að einnig þessar viðræður dragist á langinn, er það ekki vegna þess að nokkur efist um góðan vilja ráðamanna í Bonn. Aftur á móti| er vafamál hversu langt Þjóðverj-, ar geta gengið til móts við þessa' fyrrverandi landa sína án þess að skapa öðrum þjóðum fordæmi þannig að þær geri svipaðar kröfur. Ýmsar ástæður eru til þess að Austurrikismenn leggja nú áiherzlu á að halda góðri sambúð við Þjóð- verja, bæði fjárhagslegar, en Aust- urríki hefur miklar tekjur af vest- ur-þzkum ferðamönnum, og af öðr- um toga spunnar. Sambúð land- anna er nú fyrst að færast í eðli- legt horf eftir að hafa leikið frá æðisgenginni sameiningárkennd til ■biturs öiaturs í stríðslok. Og allir óska þess að gagnkvæm virðing og vinátta megi haldast milli þessara þjóða, er eiga sér svo margt sam- eiginlegt. Þjóðernisleg vakning „Eitt getum við þakkað Hitler", sagði auslurrískur embættismaður á dögunum, „og það er þróun aut- urrískrar þjóðerniskenndar”. Þessi kenning heyrist oft, og eitt hið fyrsta, er ferðamaðurinn tekur eft ir í Austurríki í dag, er einmitt þessi nýja þjóðerniskennd. Fyrir þrjátíu árum var eitt hið einkennilegasta í fari Austurríkis- manna, að næsta fáir þeirra vjrt- ust ala föðurlandsást í brjósti. Att- hagatryggð var rík í einstökum landshlutum, en föðurlandsást manna Ibeindist að !hinu horfna stórveldi, Austurríki-Ungverjaland. Menn hörmuðu endalok keisara- dæmisins, en fæstir gátu vakið með sér neina hrifningu yfir „'ltumpfösterreich'1, smáríkmu, sem eftir var. Hinn nýi þjóðfáni sást sjaldan og fæstir könnuðust við þjóðsönginn. - Ríkið varð til nánast á móti vilja þjóðarinnar. Þegar keisaradæmið gamla leystist upp 1918, komu hin- ir þýzkumælandi meðlimir gamla austurríska þingsins saman og lýstu yfir að stofnað væri nýtt ríki, þýzkt Austurríki. En hinum austurrísku Þjóðverjum virtist eðli legast að sameinast löndum sínurn í sjálfu Þýzkalandi,og iþví var önn- ur grein yfirlýsingarinnar þess efnis, að hið nýja Austurríki skyldi vera bluti þýzka lýðveldisins. En þetta gálu sigurvegararnir úr styrj- öldinni ekki fallizt á, þeir vildu sízt af öllu að Þýzkaland fengi á þennan hátt uppbætur á landa- missi sínum. Samkvæmt boði bandamanna, varð Austurríki sjálf- stætt ríki. Þjóðverjar og Austurríkis- menn Annar og þriðji tugur aldarinn- ar voru Austurríki erfiðir. Hið nýja ríki átti fullt í fangi með að safna kröftum eftir styrjöldina, og áður en það hafði tekizt, skall heimskreppan á með atvinnuleysi í stórum stíl, eymd og alls kyns erfiðleika. Þetta' var sem lokasönn- un þess að hið nýja Austurríki væri ekki fært um að halda lífi og hefði raunar engan lífsrétt. En viðhorfin breyttust með' valdatöku nazista í Þýzkalandi^ 1933. Þetta gaf Austurríki nýttj hlutverk: að vernda þýzk menn-1 ingarverðmæti og leifar lýðræðis-1 ins í þýzkumælandi löndum fyrir' villimennskunni. En fasisminn vann fljótlega bug á þessari hug- sjón. Austurr'ísk fasistahreyfing með sterkum kaþólskum einkenn- um komst til valda, batt endi á lýðræði og undirokaði verkalýðs- hreyfinguna. 'í nokkur ár reyndi þessi hreyfing að halda hlut' sínum fyrir nazismanum þýzka út á við og verkalýðshreyfingunni inn á við, en það reyndist henni ofviða. Fólki fannst sem svo, að ef það ætti að lúta stjórn fasista á annað borð, þá væri jafn gott að fá Hitler með í kaupunum og njóta síðan góðs af sigrum hans í framtíðinni. Og þegar lið Hitlers hélt inn í Austurríki í marz 1938, þvert ofan í alla samninga, var hrifning al- mennings mikil. Margir, jafnvel mikilsmetnir sósíaldemókratar, sættu sig við þessa atburði á þeirri forsendu, að hér yrði gömul hug- sjón að veruleik. Þessi hrifning entist þó ekki lengi. Þegar eftir innlimun Austur- ríkis, hófst ógnarstjórn nazista og ofsóknir gegn andstæðingum þeirra. TugþiVsundir manna voru (Framháld á 8. síðu) í seinasta hefti Morguns er sagt frá því, að biskup nokkurn hafi dreymt fyrir um morðið á austur- ríska ríkisarfanum, sem leiddi til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Frá- sögn Morguns er á þessa leið: Morðið á austurríska ríkisarfanum, Franz Ferdinand erkihertoga og konu hans í Sarajevo 28. júní 1914 leiddi að verulegu leyti af sér heimsstyrjöldina 1914—-1918, en hún hófst 5 vikum eftir morð- ið á erkihertogahjónunum. Morð ingjarnir voru serbneskir menn, sem ekki vildu þola yfirráð Aust- urríkiskeisara. Nákunnugur rikisarfanum og kenn- ari hans í ungversku var dr. Jós- eph von Lanyi, biskup i Grosz- wardein. Ákjósanlega vel vottfest er vitrun sú um morðið sem hann fékk í draumi sama morgun sem erkihertoginn var myrtur. Biskup inn hrökk upp af draumi sínum klukkan hálf fjögur um morgun- inn. Hann dreymdi að ofan á bréfa- hrúgu, sem til hans hefði borizt um morguninn, lægi bréf með svartri sorgarrönd og svörtu inn- sigli með skjaldarmerki og rit- hendi erkihertogans. Biskupinn þóttist opna bréfið og á cfra hluta arkarinnar sá hann litmynd af erkihertogahjónunum í bif- reið, andspænis þeim í vagninum sat hershöíðingi og liðsforiiigi við hliðina á bifreiðastjóranum. Þá sáust ennfremur á litmynd- inni tveir umglingar, sem hlupu fram úr áhorfendafjöldanum og skutu á erhihertogahjónin. Á þessa mynd, sem var ofan til á bréfinu, horfði biskupinn, og bréf ið sjálft var á þessa leið: „Yðar biskuplega náð, kæri dr. Lanyi. Eg tilkynm yður hér með, að ég og kona mtn féllum fyrir pólitísk- um launmorðrngjum í dag. Við felum okkur guðrækilegum fyrir- bænum yðar og heilagri messu- fórn og biðjnm yöur að þér sýnið vesalings börmmum okkar söftiu ást og tryggð, sem þér liafið sýnt þeim til þessa dags. Hjartarileg- ustu kveiýrur sendir yður Fránz erkihertogi. Sarajevo 28. júní 1914, klukkan* hálf fjögur að morgni.“ í morgunskímunni ritaði Lanyi biskup, óðar og hann vaknaði, draum sínu á blað. Rithöndin á blaðinu var ótrúlega lík rithendi Franz erkibertoga sjálfs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.