Tíminn - 26.07.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.07.1958, Blaðsíða 8
6 T í 311N N, laugardaginn 26. júli Í95£> FIMMTUGUR í DAG: Guðjón B. Baldvinsson A víðavangi í dag er Guðjón B. Baldvinsson fimmtugur að aldri. Hann er fædd ur 26. júJí 1908 að Rafnsstöðum í Hálsasveit í Borgarfjarðarssýlu. Fareldrar hans, er seinna fluttust að Grenjum í Álftaneshreppi í sönui sýslu, voru þau Baldvin Jóns- son og kona hans, Benónía Frið- riksdóttir. Guðjón ólst að sjálfsögðu upp vi<J alla algenga sveitavinnu, en ekki mun þó hugur hans hafa staðið til búskapar. Hann gekk á alþýðuskólann á Laugum og um 1930 kom hann til Reykjavíkur.. Lagði liann þar stund á ýmis störf. var t. d. þingskrifari um skeið, og tók brátt að sinna margháttuð uní félagsmálum. Hann gekk jafn aðarstefnuni á hönd, var um tlma formaður Félags ungra jafnaðar- manna, starfaði síðar í Jafnaðar- mannafélagi ReykjaVíkur og nú í Alþðuýflokksfélagi Reykjavikur. Eipnig hefur hann starfað í Starfs- mannafélagi ríkisstofnanna, (for- Jnaður þess í tvö ár) og í stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. — Nú er hann deildarstjóri í Skattstofu Reykjavíkur. Kvæntur er Guðjón Önnu Guð- mundsdóttur. Þau giftust 12. júní 1940. Eiga þau einn son, Baldur Frey að nafni. Ekki kann sá, er þessar línur ritar, að rekja ættir Guðjóns, og vissulega eru þessi fáu minningar- orð heldur ófulikomin æviferils- ákýrsla, enda er þeim ætlað annað hlutverk. Þau eiga aðeins að vera sem hiýtt handtak á þessum heið ursdegi afmælisbarnsins og tján- ing þakklætis fyrir góða viðkynn- ingu á liðnum árum. Guðjón er guðspekisinni og hef ur síðustu árin verið í stjórn Guð- spekifélags íslands. Hann ann hug- sjónum þess félagsskapar og var þag happ fyrir félagið að fá að njóta starfskrafta hans og félags-: legra hæfileika. — Ilann er greind ur maður og gjörhugull og sam- einar á merkilegan hátt í fari sínu áhuga á andlegum. málum og hag- sýoi og hyggindi í störfum. En þó hygg ég, að í innsta eðli sínu sé hann umfram allt mannvinur. Mér er það í minni, að eitt sinn var ég á ferðalagi með honum, og vildi þá svo til, að í fylgd með okkur slógust tveir hraktir og þreyttir ferðalangar, kaldir og illa á sig komnir. Guðjón snaraðist úr peysu, er hann var 1, og lét annan ferða- langiiut klæðast henni. Þetta var gert af svo innilegri og nærfærinni samkennd, og svo fljótt og rösk- lega, að mér mun lengi verða minnisstætt. Menn lýsa oft sjálf- um sér vel með viðbrögðum, sem eru ósjálfráð eða því sem næst, og slíðar komst ég oftar en einu sinni (Framhald af 7. síðu). mið vei'ðum við að fá aðrar þ>jóð ir til að skilja. Um leið og aðrar þjóðir gera sér grein fyrir því, a'ð fyrir íslendinga var ekkert annað a'ð gera en að stækka land- lielgina.“ Þetta er vissuleiga rétt og vel mælt hjá Vísi. Ánægjulegt væri að sjá slíka grein í Mbl. í stað þeirra skætingsskrifa, sem þar er lialdið uppi uni landhelgismál- ið. a'ð raun um það, að Guðjóni er lagið að hlynna og hlúa að sam- ferðamönnum sínum, þeim, er slíks þarfnast, og gera það hógværlega og hávaðalaust, eins og það væri sjálfsagt og ekki umtalsvert. — Guðjón hefur að haki sér ýmiss konar lífsreynslu og hefur ekki alltaf „dansað á rósum“, eins og komizt er að orði. Eins og flestir þeir, sem félagsmálum sinna og eitthvað láta að sér kveða, hefir hann ekki alltaf sætt sem mildustum dómum. Fátækt hefur hann kynnzt og öðru mótlæti, en ekkert af þessu hefur hann látið sér svo í augum vaxa, að hann hafi fyllrt beiskiyndi e'ða gremju. Hitt mun heldur, að hann hafi mýkzt með aldrinum og vaxið að víðsýni og mildi. En hann varð og þeirrar gæfu aðnjótandi að fá við 'hlið sér traustan lífsförunaut, gagnmerka gæðakonu, er ávallt reyndist 'honum vel, og þá bezt, er mest lá við. — Eins og áður er sagt, hefur það orðið hlutskipti Guðjóns að starfa og standa framarlega í mörgum félögum. Hann ávinnur sér traust manna og fyrir því eru honum fal- in trúnaðarstörf ýmiss konar. Hann er félagshyggjumaður mik- ill, og telja sumir, að það muni vera ríkasti þátturinn í eðli hans. Ég ætla þá, að þetta megi rekja til annars, sem liggur dýpra í eðli hans, en það er samúð með mönn- um, ekki sízt þeim, sem af ein- hverjum ástæðum hafa farið á mis við gæfu og gengi í lífinu. Um leið og ég óska Guðjóni til hamingju með afmælið, óska ég honum langra lífdaga, heilla í starfi og vors og vaxtar í andlegum efnum, — æsku hið innra, þó að árum fjöilgi. — Gretar Fells Viítalií vií frú Muccio Framhald af 7. síðuj Bandaríkjunum. Menn lifa eftir sömu siðgæðishugmyndum hér og þar, venjur eru yfkleitt allar þær söinu, en það getur maður ekki sagt um öll lönd. Það er dásamlegt að búa í þjóð- fólagi, þar sem allir eru læsir, veruleg önbirgð er óþekkt og menn búa við lýðræðislegt þjóðskipulag. Við hjónin höfum dáðst að því hvernig þessari þ.ióð tekst ekki að- eins að forða því að hin öra þróun slíti tengslin við forna menningu hennar, heldur einnig að efla hana og auka, svo hér stefnir allt fram á við, ekki síður í listum og menn- ingu en á sviði efnahagsmála. Ég hætti,heldur aldrei að dást að óbil- andi trú þessarar litlu þjóðar á það, að hún geti áreiðanlega gert allt það sama og milljónaþjóðirnar geti. Það speglar þrótt og lífsvilja, sem 'hlýtur að vekja aðdáun a!lra. Ég þakka frú Muccio þessi vin- samlegu ummæli. Við kveðjumst úti í garðinum, þar sem ellefu mán aða gamall sonur hennar, brfineyg- ur og hraustlegur, lætur ótvírætt í ljós sína skoðun á því, hver eigi mest tilkall til 'hennar þessa stund- ina. Sigríður Thorlacius. Efnahagsnefnd (Framhald af 4. síðu). trúar því, að nauðsynlegt væri að rannsaka fjármagnsmarkaði álf- unnar til þess að hægt væri að ganga úr skugga um á hvern hátt sé hagkvæmast að útvega lán til bygginga. — Ný ráðstefna um byggingamál á vegum ECE er ráð gerð í júní að ári. Nýju byggingarefnin. Á fundinum var samþykkt, að láta fara fram rannsókn á 'bygg- ingarmálum Evrópu í heild með sérstöku tilliti til nýrra byggingar efna og notkun þeirra. Er eink- um átt vig notkun plasts, léttrar steinsteypu og léttmálma. Þá ætl- ar nefndin að láta til sín taka byggingamál í þéttbýli og í því sambandi byggingasamþykktir og skipulagsmál. Þá voru rædd ýms sérmál, t.d. íbúðir fyrir öryrkja, útrýming heilsuspillandi íbúða o.s.frv. 900 fulltrúar frá 72 þjóðum sóttu árs- Jnng alþjóðavinnumálaskrif stof unnar Nýlega er lokið í Genf síðari hluta af ársþingi Alþjóða- vinnumálaskrifstofunnar (ILO). Fyrri hluti þingsins var haldinn í vetur er leið og fjallaði hann eingöngu um sigl- ingamál. í síðari hluta þingsins tóku þátt samtals 900 full- tróar, sérfræðingar og ráðunautar frá 73 þjóðum. um ráðstafanir gegn mismunun við útihlutun vinnu, og önnur, sem fjallar um vinnuskilyrði ekru- verkamanna í hitabeltislöndum. Samþykkt var að vinna af al- efli gegn atvinnuleysi, samþykkt ag stofunin styrkti viðleitni er miðar að aukinni verzlun milli landa. Loks voru gerðar samþykktir er stefna að því, a'ð forða slysum á vinnustað og heilsuspillandi að- búnaði verkamanna. Fjöldi mála var á dagskrá þings- ins, þar á meðal tillaga frá aðal- forstjóra ILO, David A. Morse, sem lagði til, að komið yrði á fót alþjóðastofnun, sem ætti að hafa það hlutverk, að auka þekkingu manaa á félagslegum málefnum til hagsbóta fyrir alla aðila er að vinnumálum standa. ILO hefir unnið að því á undanförnum ár- tfm>, að útfhreiða þekkufgu og skilning manna á sjónarmiðum þessara aðila. Morse taldi hins' vegar að meira þyrfti að gera til að vel mætti kallast. T.d. fannst honum nauðsynlegt, að menn í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu og aðrir áhrifamenn fengju tækifæri til að kynna sér félags- og at- vinnumál á vísindalegan hátt. TiIIaga Morse gerir ráð fyrir, að þessi nýja stofnun verði til heimilis í Genf og að aðgang að henni fái verkamenn, stjórnendur iðnfyrirtækja og opinberir em- bættismenn, sem þegar hafa nokkra reynslu í vinnumálum og sem gera má ráð fyrir, að komist í ábyrgðarstöður í framtíðinni. Stytting vinnutímans til umræðu 1960. Meðal annarra mála, sem rædd voru á þinginu var stytting vinnu tímans. Var samþykkt að fela stjórn ILO að rannsaka þetta mál gaumgæfilega og leggja fram til- lögur til umræðu á ársþinginu 1960. Fjórar nýjar alþjóðasamþykktir voru samþykktar á þinginu. Þar á meðal var samþykkt, sem fjallar Kolamarkaður Evrópu. Það er efcki búizt við neinum verulegum breýtingum á kola- markaði Evrópu á næstunni. — Talið er víst, að það muni sýna sig að í júlímánuði sé markaður- inn sá sami og hann var í júní. Þessar upplýsingar voru gefnar á fundi í Kolamálanefnd Efnahags nefndar Sameinuðu þjóðanna fyr- ir Evrópu, sem haldinn var í Genf fyrir skömmu. Gert er ráð fyrir að kolafram- leiðslan í heild í Evrópulöndum muni aukast nokkuð á þriðja árs- fjórðungi þessa árs borið saman við sama tíma í fýrra. Minnkandi eftirspurn eftir kolum til stáliðn- aðarins hefir unnizt upp vegna aukinnar eftirspurnar eftir kolum annars staðar frá. Rætt við Jóhannes á Borg (Framn aí bls. 3.) — Var glímuskjálfti í íslénding- unum, þegar þeir gengu til leiks? — Um það skuluð þér spyrja þá fél&ga mina, sem enn eru á lífi? Heimþrá — Hverfur það aldrei úr huga Væringjans, að för hans sé heitið heim? — Því er bezt svarað með litlu kvæði, sem gjört var í útiegðmni: Flyt þú mig heim, þar sem hugur minn vill ltenda, heim, þar sem vaknaði fyrsta lífsins þrá, þar vi'l ég lifa og æviferil enda, æskunnar yinum og frændum mínum hjá, Þangað siem þráin alftaf, alltaf mænir, ofhlaðin þreytu og sorg á gleði stund þar sem að bíða mín blóm og dalir grænir, blíðlegast rétt er fram tryggða- vina mund. Þó að við ferðlumst um flestar himins borgir, fallega skreyttar, með tign og gleðibrag, þar Ieynast alls staðar yfrið sárar sorgir, samfara gleði og margra sældarhag. Þar verður aldregi alveg sama og heima, eins þó að lánið þér-hossi á framabraut, þér verður öldungis ofurefii að gleyma öllu, sem veitti þér fósturjarðar skaut. Lýs þú mér heim, yfir löndin öll og höfin, Ieyfðu mér síðast, að komast. þar í höfn. Lýs þú mér heim, þó að iöng mér verði töfin, leyf mér að framtíð og vor.in séu jöfn. Leyf þú, að allar hollar vættir vinni viegmóðum syni, að rætist óskin min. Lýs' þú mér alfaðir.jleiðina að minni Hffeþrá, sem er bara. að komast • ,heim til þín. Hólmgöngur við glímukappa — Hvernig var að vera íslénd- ingur meðal hinna frægu íþrótta- manna erlendis? " — Mér var allis staðar vel tekið og þó bezt eftir að é'g gat mér frægðarorð í glimunni við Hein- rich Weber í Hamborg 1909 og skömmu síðar í teviðureign við Gromokoff og Pí'latsky í St. Pét- ursborg, en einkum eftir viðiir- eign mína við Gustaf Fristensky í Prag 1910. — Hann var þá Evr- ópumeistari. •— Sú viðureign komst í mörg Evrópublöðin og því nær öl'l íþróttablöð, og úr því fóru íþrót'tamcnn að líta upp til mín. Hér stendur „Borgin" — Þótti það ekki undarlegt uppátæki hqr heiraa að bygaja slifca hótel'höll sem „Borgina“? — Jú, ekki þótti það fýsilegt, og flestir héldu vrSt að é'g væri gallinn og reyndu að bregða fæti fyrir mig. En það hafðist samt og hér stendur „Borgin“. — Eru gestir af nokkru sér- Stöku þjóðerni betri og skemmti- legri en aðrir? —- Ég held að efcki sé hægt að gera upp á milli þjöðerna á því sviði. — Hvað um framtíð islands sem ferðamannalands? — Ég ætla ekki að s'vara þ.eirri spurningu. Læt þá um„það, sem alltaf láta sig dreyma um þetta og bolialeggja og sfcrifa um það endalaust. Ifitt hefði ég talið heppilegra að gera eitthvað í mál- imu. „Laxaskjálfti" — Finnst þér, að heimurinn hafi upp á nokkuð annað betra jarðneiskt að bjóða en úlilíf við íslenzku laxárnar, — eða er það kannske ekfci jarðnesfcur unaður? — Það er satt, að heimurinn Harðstjórn nazista cramhaid af b. siðuj hnepptar í fangabúðir, herforingj um og embættismönnum vikið úr embætti ellegar fluttir naðungar- flulningi til Þýzkalands, og stjórn rikisins var í höndum þýzkra naz- ista. Austurriki hafði engan fjár- hagsvinning af sameiningunni eins og menn höfðu vonað, landið var þvert á móti rúið öHiim neyzlu- vörum, og guilforði þjóSbankans var fluttur til Berlínar. Að lokum var reynt að tippræta alla austur- riska þjóðernisvitund, landið skírt upp og kallað Ostmark og talinn óaðskiljanlegur hluti Þýzkalands! Öll stjórn þess fluttist að sjálf- sögðu til Berlínar. Að nafninu til lieyrðu Austurríkismenn herra- þjóðinni til. en þeir höfðu lítil not þess frama, þar sem þeim var stýr-t eins .og nýlenduþjóð. - Afleiðing þessa var, að Austur- ríkismenn sameinuðust betur en áður hafði verið. Allur almenning- ur gerði að kröfu sinni, að yfir- ráðum Þjóðverja lyki og sjálfstætt Austurríki væri endurrei^t. Þann- ig skipaði kúgmnin þjóðinni saman öndverðri. gegn öðrum Þjóðverj- um, — og þar m'eð hafði ný aust- urrísk þjóð orðið til. Af þessu lciddi að sjálfsögðu að útnefnd var austurrísk bráðabirgðastjórn þegar er aðstæður leyfðu, 27. apríl 1945, og fyrsta verk þessar- ar stjórnar var að lýsa samein- ingu Austurríkis og Þýzkalands' ó- mierka og úr gildi fallna. Það er einkennandi fyrir ástandið að fpr- u>stu þessarar stjórnar hafði sósíal- demóikratinn Karl Renner, — en hann hafði eimnitt verið einn helzti tallsmað'ur sameiningar við Þýzkaland 1918. Austurrískt þjóðerni og þýzkur menningararfur Fyrstu árin ef'tir s'tyrjöldina bar mikið á biturð og hatri í garð hinna fyrri kúgara. Menn vildu ekki l'engur vita af neinu þýzku, og sumir höíundar gengu jíafnvel svo langt að íuilyrða að Áustur- rfki væri ekki Iengur þýzkt — og hefði heldur aldrei verið það. AusLurríkismenn væru í raun réttri germaniseraðir keltar og ij'l- yrar, sem sagt, alveg sérstæð þjóð og hefði aðeins fyrir einhverja tilviljun ratað í þá ógæfu að taka upp mál nágranna sinna Þjóðverja. Slikt hugaríar gat þó ekki lengi haldizt með þjóð eins og Austurrikismönnum sem innst inni eru ofstækislausir og umburðár- lyndir. Og í lok fimmta áratugs aldarinnar var ekkert lengux eftir af hatrinu, enda hafði framferði rússneska hernámsliðsins verið slífct að heldur Iítið varð úr Þjóð- verjum í þcim samanburði. í austustu héruðum landsins kynnt- ist íólk nú enn átakanl'egar því hvað yfirráð annarrar þjóðar getúr verið. Og handan við landamænn sem nú höfðu verið dregin á nýj- an leik mátti - sjá, hvernig nýtt Þýzkaland reis' úr ösku, land sem átti jafn lítið sameiginlegt með nazismanuili og Austurríki sjálft. í dag er sambúð hinna tvteggja þýzkumælandi þjöða sem ságt orðin góð á nýjan leifc, og að minnsta kosti miki'1'1 hluti Austur- rífcismanna getur sameinað nvéð sér ást á föð'urlandi sínu og lotn- ingu fyrir saméiginlegum menn- ingararfi þjóðanna beggja, en eng- inn hefir í frammi áróður um að Austurríki sameinist Vestur- Þýzkálandi, enda myndi slílk kenn ing áreiðanlega efcki hljóta göðar undirtektir. Nðkfcur skilgreining á hinum nýju tengslum Austurríkismanna við Þjóðverja og þýzka irænningu felst í ummælum Austnirríkis- manns nokfcurs sem ferðazt hefir víða um Norðurlönd. Hann sagði: „Fyrir stríð vorum við þýzikir eins og þið eru danskir eða norskir o. s.frv. Nú crum við austurrískir á sama hátt. En jafnframt erum við þýzkir — alveg einis og þið eruð skandinavar.“ Gunnar Leistikow hefir okki margt annað betra upp á að bjóða, og jarðneskur unaður cr það, ef vel getur farið um mann. En þó vill maður kipp- ast við í hvert sinn, er laxinn hleyur á fluguna og oft ekki frítt við „laxaskjálfta“. -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.