Tíminn - 26.07.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 26. júlí 1968. Pat Frank: Herra Adam 2. dagur mér, að við' hefðum átt að eignast börn strax og við giftum okkur. —- Taktu nú eftir, sagði ég. — Hvað heldurðu annars aö þetta sé með fæðingardeild- ina? — Alls ekkert, sagði Maja. — Allar vinkonur minar hafá látið leggja sig inn — á Episcopal spítalann. Eg held líka, að ég leggist á Episcopal. Eg vil fá stórt herbergi meö útvarpi og einkahjúkrunar- konu a. m. k. fyrstu þrjá dag- ana. — Þú hefur líklega gleymt því ,að það er tveggja rnanna verk, að börn fæðist í heim- in'n, toenti ég á og reyndi að vera hæðinn. Hún kyssti mig aftur: — Eg er svo fegin, að þú komst snemma heim í kvöld, yndiö mitt, sagði hún. Næstu viku geisaði ógur- legt veður í Nýja Englandi, La Guordia, borgarstjóri hafnaði stöðunni sem yf-irmaður hernámsliðsins í Þýzkalandi og forsætisráö- therrar, landflótta konungar og atvinnulausir hershöfðingj ar komu á degi hverjum flug leiðis frá Evrópu. Það átti að eiga fréttaviðtal við þá alla, og ég steingleymdi Thompson lækni og leyndardóminum hans. Það er að segja. ég gleymdi því, þar til ég stóð einn góð- an veðurdag og gláþti á Episcopal-spitala. Þá mundi ég allt í einu, að Maja hefði kosfð -sér hann; ég fýlgdi skyndilegfi innri hvöt og gekk inn í bygginguna. Eg kynnti mér ástandið og spurði rauö- hærðu skrifstofustúlkuna, hvort hún gæti tekið frá her- toergi á fæðingardeildinni ifyrir mig þann 20. júní. Stúlk an aðgætti í spjaldskránni. Hún kom aftur, hristi höfuðið og brosti. — Mér þykir það leitt, sagði hún, en það er allt upptekið þann 20. júní. Hefði það einungis verið tveim dögum síðar .... — -Eigið þér við, að það sé nóg rúm þann 22? spuröi ég og fannst eins og allt um- hverfðist innan i mér. — Það er ekki eitt einasta herbergi frátekið þann 22, sagði hún. Satt að segja eru engar bókanir eftir 21. júní. Rauðhærða stúlkan hleypti torúnum. — Það. er einkenni- legt, mjög einkennilegt, sagði hún. — Skrýtið, aö ég skuli ekki hafa tekið eftir þessu fyrr. — Þakka yður fyrir, sagði ég og fór. Um leið og ég opn-, aði dyrnar, sá ég, að hún tók simtólið og var mjög brúna- þung. Eg fór til fréttastofunnar og hringdi þaðan til fimrn annarra spítala. Því næst gekk ég rakleitt inn í helgi- dóm J. C. Pogeys, án þess að gera boð á undan mér. Eg hafði íengið slæmt taugaá- fall, og hlýt að hafa veriö náfölur af ótta og illum grun semdum, því að J. C. sagði, er hann sá mig: — Hamingj- an góða, hvað amar að þér. Eg hjaðnaði niður í leöur- 'stólinn við hliðina á skrif- toorðinu og reyndi að kveikja mér í vindlingi. Eg gat ekki fengið hendurnar til að hlýðn ast mér, og J. C. hélt á eld- spýtunni fyrir mig: •— Það getur orðið alveg ægiiegt, sagði ég. — Alveg ægilegt! — Hvað? —■ Engin börn. Engin börn eftir 21. júní. J. C. Pogey er gamall, þolin móður og skynsamur maður með afbrigðum. Hann hefur veitt skrifstofunni í New York forstöðu siðan Taft var forseti. Á því tímabili hafa allar furðulegustu fréttir mannkynssögunnar farið í gegnum hinar viðkvæmu hendur hans, svo aö óliklegt var að honum brygði í brún við að sjá náfölan blaðamann. Hann sagöi hógværlega: — Hlustaöu nú á, Steve, faröu þér nú hægt og segöu mér alla söguna. Eg byrjaöi að skýra honum frá hnénu á mér og sagði honum allt af létta í réttri tímaröð. Að því búnu þagði hann um stund, néri skall- ann bak við eyrun, með grönn um þumalfingrunum — eins konar nudd, sem hann gríp- ur oft til, til að koma hreyf- ingu á heilafellingarnar, að hans eigin sögn. Loks sagði ihann: — Þetta kann að vera skelfilegasta og vafalaust þýð ingarmesta fregn frá sköpun heimsins. Við veröum að rannsaka þetta til hlítar og gæta þess að láta ekki berast út, hvað við höfum fyrir stafni. Við megum ekki tak- ast neitt á hendur, sem gæti leitt til þess, að almenningur fái fréttina of snemina. Hugs anlegt er, að þetta sé ein- ungis mjög óvenjuleg tilvilj- un — en ég er hræddur um að svo sé ekki. — Horfufnar eru síður en svo góðar, svaraöi ég. J. C. sneri sér i stólnum, leit út um gluggann og virti fyrir sér skýjakljúfa borgar- innar, sem vetrarsólin baðaði í daufum, gullnum roða; það var eins og hann sæi alveg í gegnum þá og hvað væri hinum megin. — Ef ég væri guð, sagði hann, — og ætti aö ákveða, hvenær mennirnir skyldu sviptir hinni dásam- legu gjöf frjóseminnar og sköpunarinnar, þá held ég, að stundin sé komin. Við komum okkur saman um, aö ég skyldi rannsaka málið eins og unnt væri með hjálp símans. Við kærðum okkur ekki um að senda út fleiri fyrirspurnir eöa sím- skeyti en nauðsyn krefði, því að fjöldi manna missir stjórn á sér þegar við byrjum á slíku og ógerlegt er að ráða við neitt. Eg vopnaði mig símaskrám frá tuttugu borgum. Pyrst hringdi ég á spitala í Boston. Eg minntist ekkert á, aö hringt væri frá Associated Press. Sagöi einungis, að ég væri tilvonandi faðir. Það var fullskipað á spítalanum í Boston til 21. júní, alveg ehis og í New York, en mér létti dálítið ,er ég heyrði að nokk- ur rúm voru frátekin siðustu vikuna í júní. — Eg býst ekki við, aö það skipti miklu máli, sagði J. C. í viðvörunartón, — sannaðu til, að það er bara einhver læknir í Boston, sem hefur misreiknað meðgöngutímann. Slíkt er alltítt. Eg hringdi til Rochester, Phiiadelphia, Miami og New Orleans, því naést hringdi ég örvinglaður vestur til San Fransisco. Þar var ástandið eins. Eg hringdi til Chicago, St. Louis og Omaha og reyndi síðan nokkrar smáborgir í Suðurríkjunum. Ekki var ann að sýnilegt en að fæöingar- talan í júlí yrði núll. — Hugsanlegt er að þetta sé aðeins í Bandaríkjunum, sagði ég. — Reyndu þá Montreal, Mexico City, Buenos Aires og Rio, sagði J. C. Eg fann allt í einu til svengdar, og það var tekið aö! kvölda; við sendum eftir kaffi! og smurðu brauði, því næst hélt ég áfram hrSngingun-1 um. En við urðum einskis vísari. Undir miðnætti sagði ég: — Við komumst ekki að’ neinni niðurstööu með þessu. Ef til vill er alls ekki skortur á spitalaplássi. Fæðingarlækn arnir eru þeir einu, sem vita eitthvað um þetta. — Nú, hringdu þá til ein- hverra þeirra, sagði J. C. Eg heyrð’i á rödd hans, að hann hafði tekiö ákvörðun. Næturþoka lá yfir borginni, og stórt farþegaskip flautaöi um leið og það stefndi til hafs á leið til Evrópu. Hann hélt áfram að stara út í myrkrið, eins og hann byggist við að sjá eitthvað. Eg þekkti aðeins einn fæð-! ingarlækni, Maríu Ostenheim er, sem var vinkona Maju. Hún býr rétt við hornið á Fifth Avenue. Eg sá, að J.C. sat og rissaði eitthvað niður á símskeyta-eyöublað, meöan ég sneri símaskífunni. Osten- heimer læknir var á fótum,' og eftir hljóðinu að dæma voru gestir hjá henni. j — María, sagði ég, — ég þarf aö ræða við þig í trún- aöi um mjö galvarlegt mál. — Maja var hérna rétt áð- an, hún er farin fyrir hálf- tíma; hún kom einsömul og fór ein síns liðs, og þú ert flón, ef þú lætur þér koma til hugar eitt augnablik . . . — Nei, nei, nei! Þaö er ekk- ert í þá átt, tók ég fram í fyrir henni. — Þetta er í þínum verkahring, og það af alvar- legra taginu. — Ef þið eigið von á barni, er það sannarlega óvæntur léttir, því að engir aðrir eiga von á slíku, sagði hún. Mér fannst ekki laust við, að það kenndi óstyrks í rödd henn-j ar. — Það er þess vegna, sem ég hringdi til þín, sagði ég, -7- þetta með, að það’ er ekki von á fleiri börnum. Þaö varð þögn, og ég vissi að hún lokaði hurðinni að stofunni, því að hávaöinn frá samkvæminu hætti. — Hvað veist þú um það? spurði hún., — Mér er kunnugt um, aö | engir spítalar hafa frátekin' rúm á fæðingardeildinni eft ir 21. júní. Og það er ekki Ödýrar skemmtibækur Eftirtaldar bækur eru bæði skemmtilegar og margar fróðlegar, og helmingi ódýrari en hliðstæðar bækur, sem nú eru almennt í bókabúðum. Og þó er gefinn 20% afsláttur, ef pantað er fyrir 200 krönur eða meira. Einn ífegn öllum eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Ernest Hemingway,............heftkr. 18,00 Faereyskar þjóðsögur, valið hefur J. Rafnar læknir......................heft kr. 27,00 Ilcfndin, sjóræningjasaga eftir enska rithöfund- inn Jefferey Farnol.............ib. 50,00 Hofsstaðabræöur eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.....................heft 45,00 Jón Iialti eftir Jónas frá Hrafnagili .. heft 30,00 Islenzkir galdramenn, ib. 40,00, heft 25,00 Hótel Berlín eftir Vicki Baum .. lieft 18,00 Hvar cru frainliönir?............ib. 20,00 Jakob ærlegur eftir Marryat......ib. 30,00 Katrín e. finnsku skáldk. Sally Salminen ib. 50,00 Landneinarnir í Kanada, Marryat, ib. 30,00 Litla inúsin og stóra músin og fl. sögur fyrir börn eflir Sigurð Árnason.......ib. 12,00 Lyklar himnarlkis e. A. J. Cronin, heft 30,00 Ramona e. tlelen Jackson........ib. 25,00 Regnhoginn, skáldsaga, . . ib. 25,00, heft 18,00 Rósa, skáldsaga fyrir ungar stúlkur eftir Louise M. Alcott.......................heft 15,00 Síðasti hirðinginn, spennandi drengjasaga frá hásléttum Argentínu.............ib. 18,00 Sléttishúar, Indíánasaga eftir Cooper, ib. 28,00 Stikilsbcrja-Finnur e. Mark Twain, ib. 30,00 Tveir heiinar, dulrænar frásagnir e. Guðrúnu frá Berjanesi..................heft 30,00 Viktoría, ástarsaga frá Suðurríkjum Bandarikj- anna eftir Heny Bellaman........ib. 50,00 Vork liðþjálfi,.................heft 18,00 Þctta allt og himininn líka, stórskemmtileg skáldsaga eftir Rachel Field (aðeins örfá eint.ök) eftir...........................heft 35,00 Af mörgum þessara bóka eru aðeins fáar óseldar. Gerið X fyrir framan bækumar, sem þér viljið eignast, sendið pöntunina strax, og bækurnar verða afgreiddar gegn kröfu í þeirri röð, sem pantanir berast meðan upplag endist. Undimt......óskar að fá þær bækur, sem merkt er við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Nafn Heimili i hbi i íiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiim ódýra bókasalan’ Box 196, Reykjavík. lllllllillllll!ll|||lllllllllllll!ll!llllllllllllllll!!lllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllli!llllllllllllllllllll!l!l!lllllll!limil!IIII Orðsending til félagsmanna = 3 Byggingarsamvinnufélags Kópavogs Þeir félagsmenn, sem vilja notfæra sér rétt sinn, | til að byggja á vegum félagsins, eru beðnir aö | hafa samband við Grím Runólfsson, Álfhólsvegi | 8A (sími 23576) og Grétar Eiríksson, Álfhólsvegi i 6A (sími 19912) fyrir 15. ágúst n.k. St jórnin1 3 1 1 iíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiíiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiR I I Höfum fengið aftur hina vinsælu | Briggs & Stratton | i benzínmótora 1 . = IV2 hestafl og stærri, ásamt varahlutum. BÆNDUR: Mjög hentugir til hvers konar nota. | Sparneytnir — Gangvissir — Ódýrir. Birgðir takmarkaðar. Sendum gegn póstkröfu. 1 GísBi Jónsson & Co. =3 =3 Véla- og varahlutaverzlun Ægisgötu 10 — Reykjavík S 3 •■iDkiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiUiiiimuiuuiuiB - Áskriftarsími TÍMANS er 1-23-23 - iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiímiiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.