Tíminn - 20.08.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.08.1958, Blaðsíða 6
i ERLENT YFIRLI7 7 T í M I N N, nxiðvikudagjnn 20. ágúst S958. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Simar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og folaðamenn) Auglýsingasimi 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Mútubrigsl grama mannsins HIÐ NÝJA orkuver, sem er að risa upp við Efra-Sog, er merkur áfangi í framfara sögu þjóðarinnar. Það verð- ur eitt af mestu orkuverum landsins og kemur í veg fyrir alvarlega stöðvun, sem ann- ars vofði yfir hinum nýja stórlönaði, áburðarverksmiðj unni og sementsverksmiðj - unni, og fleiri framleiðslu- greinum. Þegar núverandi ríkis- stjórn kom til valda,, vofði sú hætta yfir, að ekki myndi takast að koma þessu orku- veri. upp í tæka tíð. Ríkis- stjórn Ólafs Thors hafði leitað fyrir sér hátt á þriðja ár og reynt að fá lán til fram kvæmdarinnar, en ekki tek- izt. Erindrekar hennar höfðu farið land úr landi, en án árangurs. ÞAÐ var eitt af fyrstu viðfangsefnum núv. ríkis- stjórnar að reyna að afla lánsfjárs til þessa fyrirhug aða orkuvers. Horfurnar voru ekki álitlegar, þar sem var reynsla fráfarandi stjórnar. Það bætti ekki held ur úr skák, að af hálfu hinna nýju stjórnarandstæðinga, er áður höfðu árangurslaust unnið að þessari lántöku og þá réttilega talið hana bráð- nauðsynlega, var nú hafinn skipulegur undirróður gegn því, að slíkt lán fengizt. í því sambandi er skemmst að minna á viðtalið, sem „Wall Street Journal“ birti við hinn „grama“ leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, rétt áö- ur en gengið var frá lántök- unni vestanhafs. Þar komst hinn „grami“ foringi Sjálf- stæðisflokksins svo að orði, að með því að veita íslend- ingum lán, væri verið að tryggja stjórnarþátttöku kommúnista. Þrátt fyrir þennan og ann an áróður stjórnarandstæð- inga til að spilla fyrir lán- tökunni, tókst að koma henni fram eigi að síður. Þess vegna mun hið nýja orkuver verða komið í not- kun í tæka tíð. ÞÓTT hið nýja orkuver komi til með að afstýra al- varlegri stöðvun og treysta afkomu þjóðarinnar, eru það þó ekki allir, sem fagna til- komu þess. Þeir stjórnarand stæðingar, sem héldu uppi undirróðri gegn lántökunni, geta ekki dulið gremju sína yfir því, að hún skyldi takast. Yfir málgögnum þeirra svíf- ur enn andi grama mannsins er talaði við „Wall Street Journal" forðum. Gremja hans snýst nú einkum gegn Bandaríkjunum og eru þau ásökuð fyrir það að vera að reyna að múta íslendingum með lánveitingunni til Efra- Sogsvirkjunarinnar. í Mbl. er nú sungin nákvæmlega sami söngurinn um þessa lán veitingu og Þjóðviljinn söng áður fyrr um Marshallaðstoð ina og aðra efnahagslega að stoð Bandaríkjanna. Þessum mútubrígslum grama mannsins er bezt svar að með því, að Bandaríkin hafa veitt mörgum þjóðum lán, án þess að binda það nokkuð við herstöðvar í lönd um þeirra. Þetta veit grami maðurinn líka mæta vel. En gremjan er þekkingunni og skynseminni yfirsterkari og þess vegna endurtekur hann nú gömlu mútubrígslin úr Þjóðviljanum. í stað þess aö fagna yfir hinni nýju og merkilegu framkvæmd, set- ur hann upp graman og súr- an svip og ræðst með mútu- brigslum gegn stjórn Banda ríkjanna fyrir að hafa beitt íslenzku stjórninni aðstoö sína til að koma fram þessu mikilvæga nauðsynjamáli þjóðarinnar. ÞJÓÐIN er hins vegar á allt öðru máli en grami maðurinn. Hún fagnar því, þegar mikilvægum og stórum framkvæmdum er komið í höfn eins og hinni nýju stór virkjun við Sogið. Hún met- ur það við núv. ríkisstjórn, að henni hefur tekizt að koma upp þessu þýðingar- mikla mannvirki. Og hún mun heldur ekki gleyma hinni grömu stjórnarand- •stöðu, er reynt hefur að spilla fyrir framkvæmdinni vegna fjandskapar við ríkis- stjórnina. Stjórnarandstæð- ingar, sem sýna jafn greini- lega í verki, að þeir setja valdabaráttu ofar þjóðar- hagsmunum, verðskulda allt annað en tiltrú og fylgi fóiksins. Ríkið og Reykjavíkurbær Æ>AÐ má oft lesa það í MW„ að fjárstjórn Reykja- víkur sé í hinu bezta lagi, og bærinn njóti því mikils trausts bæði innanlands og utan. Með ríkið gegni þetta hins vegar öðru máli. Nýlega hefur fengizt all- góður vitnisburður um þetta atriði. Ríkið og Reykjavíkur- bær byggja hina nýju Sogs- virkjun í sameiningu. Þessi aðilar hefðu því að réttu lagi átt að útvega fé til fram- kvæmdarinnar að jöfnu. — Niðurstaðan hefur hins veg ar orðið sú, að ríkið hefur út- vegað allt fjármagn til virkj unarinnar, en Reykjavíkur- bær ekki einn einasta eyri. Ef dæma ætti eftir mál- flutningi Mbl., ætti þetta að vera alveg öfugt. Reykjavík urbær ætti að hafa útvegaö allt fjármagnið, en ríkiö ekki neitt. ÖJlu betri vitnisburð er ekki hægt að fá um það, hve lítið er að marka skrif Mbl. um ágæta fjárstjórn Reykjavíkurbæjar og öflugt lánstraust hans. Og þess- um vitnisburði" verður ekki haggað, því að hann er fólg- in í staðreyndunum sjálfum. Rockefeller, Knowland, Kennedy, Gore, Williams og Symington VEG-NA atburða þeirra, sem hafa gerzt á sViði alþjóðamála undanfarnar vikur, hefir beinst minni athygli en ella að unclir- búningi kosninganna, sem fara fram í Bandaríkjunum í byrjun nóvember næ’ftkomandi, en þá verður kosið til allrar fulltrúa- deildarinnar og til þriðjungs öid- ungadeildarinnar. Auk þess fara fram ríkisstjórakosningar í all- mörgum ríkjum. Yfirleit't hefur því verið spáð, að demokratar myndu vinna á í þessum kosningum. Þó er talið, að það kunni að bæta eitthvað fyrir republikönum, að Eisen- hower hefur verið öllu skeleggari í utanríkismálum upp á síðkastið en áður. Framvinda mála heima fyrir gengur hinsvegar enn heldur á móti honum og republikönum, t.d. dregur ekki að riáðu úr at- vinnuleysinu. Ef það breytist ekki, verður það vafalítið þungt á metunum í kosningahríðinni. AÐ undanförnu hafa farið fram prófkosningar í ýmsum ríkj- um og hafa sum þeirra vakið veru lega athygli. Þannig var t. d. mjög fylgst með því, hvorf Faubus ríkis stjóri í Arkansas yrði aftur kjör- inn frambjóðandi demokrata, en hann hefur verið talinn einn helzti andstæðingur svertingja eftir at- burðina í Little Rock á síðast- liðnu hausti. Hann vann prófkosn inguna glæsilega og vakti það fögn uð republikana, því að þeir töldu þetta myndi auka klofning meðal demokrata og spilia aðstöðu þeirra í norðurríkjunum. Hagur demo- krata batnaði hins vegar nokkuð við það, er tveir frjálslyndir öld ungadeildarmenn þeirra í suður- ríkjunum, Ralph Yarborough í Tex as og Albert Gore í Tennessee, sigruðu í prófkjöri gegn afturhalds sinnuðum keppinautum. Einkum vakti sigur Gore athygli, en hann er meðal þeirra, sem oft eru nefnd ir sem líklegustu forsetaefni derno krata. Sigur þeirra Gore og Yarborough þykir benda til þess, að aðstaða frjálslyndra demokrata sé heldur að styrkjasf í suðurrákj- unum, þótt Arkansas sé undan- tekning, enda hafi íhlutun Eisen- howers þar orðið vatn á myllu Faubus. UM þessar mundir beinist athygli manna að prófkjörunum í New York-ríki, en þar fer fram kosning á ríkisstjóra og öldunga- deildarmanni. Ifarriman, sem hef ur verið ríkisstjóri undanfarin fjögur ár, verður sjáifkjörinn frambjóðandi demokrata, en með- al republikana hefur verið hörð barátta um það, hver mótfram- bjóðandi hans eigi að vera. Það er nú hins vegar nokkurn veginn ráðið, að Nelson A. Rockefeller verður fyrir valinu, því að skæð- asti keppinautur hans, Leonard W. Hall, dró sig til baka nú um helgina og verður sennilega fram bjóðandi flokksins sern öldunga- deildarmaður. Óráðið er enn hver verður franibjóðandi demokrata I til öldungadeildarinnar. Það þykir víst', að baráttan verður hörð milli þeirra Harri- mans og Rockefellers. Harri- man sigraði með naumindum 1954 og í flestum kosningum í New York ríki undanfarið hefur republikönum veitt betur. Yfir- leitt hefur verið talið, að Harri- mann muni ná endurkosningu, en hins vegar mun hann vart geta fengið skæðari keppinaut en Nelson A. Rockefeller, því að hann hefur unnið sér mikið álit og styðst þar að auki við fjár- magn þeirra Rockefellanna. Ef svo færi, að Rockefeller ynni, gæti hann vel át( eftir að koma til greina sem forsetaefni republik- ana, því að oft hefir þótt sigur- vænlegt að tefla fram ríkisstjóran um í New' York-riki sem forseta- efni. Ilarriman er hins vegar Nelssn A. Rockefelier þrengja mjög rétt þeina og muni beita sér fyrir lagasetnmgu um það, ef hann nær kosningu. Knight segist hins vegar andvígur slíkri lagasetningu. í prófkosningunum í vor, fékk Knowland miklu færri atkvæði en Brow’n dómsmálaráð- herra, sem er ríkisstjóraefni demo krata og þykir það ills vitiífyrir Knowland. Ef Knowland tapar kosningunni er hann sennilega þar með úr sögunni sem forsetaefni og auk þess myndi það eitjnig veikja Nixon, þar sem Kalifornía er heimaríki hans og hann hefur lofað að styðja Knowland eftir beztu getu. Ef Knowland ynni hins vegar sigur, eftir að horft hefur jafn ósigurvænl-ega hjá hon um og nú gerir, myndi það vafa- laust verða honum mjög til fram- gangs. Hjá honum er því um líf eða dauða að tefla. kominn svo nálægt sjötugu, að hann þykir oröinn of gamall sem forsetaefni. SENNILEGA mun mest at- hygli beinast að Kaliforníu í kosn ingabaráttunni í haust, því að þar mun einn af helztu foringjum republikana, Knowland, berjast fyrir tilveru sinni. Hann hefur undanfarið verið foringi republik- ana í öldungadeildinni og hefði vafalaust náð kosningu áfram sem öldungadeildarmaður, ef hann hefði viljað það. Hann kaus hins- vegar heldur að verða ríkisstjóri, því að það myndi skapa honum betri aðstöðu til að verða valinn forsetaefni republikana. f því skyni neyddi hann núverandi rík- isstjóra, Knight, til að gefa ekki aftur kost á sér og er síðan fullur fjandskapur milli þeirra. Knight er ,nú frambjóðandi republikana til öldungadeildarinnar og mun lítil eða enginn samvinna verða milli hans og Knowlands í kosn- ingabaráttunni, en hins vegar greinir þá á í því máli, sem er aðalmál kosningabaráttunnar í Kaliforníu, en það er afstaðan til verkalýðsfélaganna. Knowland hef ur lýst yfir því, að hann vilji TALSVERÐ athygli mun bein- ast að kosningu öldungadeildar- manns í Massachussetts, en þar sækir John Kennedy um endur- kosningu. Fullvíst þykir, að hann muni ná kosningu, en spurningin er um það, hve nxikill sigur hans verður. Ef hann sigrar glæsRega, mun það mjög styrkja aðstöðu hans til að verða forsetaefni demo- krata 1960, en færi prófkjör fram nú, þykir hann einna líklegastur til að hljóta það hnoss. Vegur hans myndi þó enn vaxa við mik- inn kosningasigur. Auk þeirra Gore og Kennedy, sækja tveir menn, sem einnig hafa verig orðaðir sem forsetaefni demokrata, um endurkjör. Það er þeir Williams rikisstjóri í Mishi- gan og Symington öldungadeildar j maður í Missouri. Báðir hafa unn- ið prófkosningu auðveldlega og þykja líklegir til að ná kosningu. Ef þeir sigra engu óglæsilegar en Kennedy, mun það að sjálfsögðu styrkja aðstöðu þeirra. Kennedy getur því átt eftir að mæta harðri keppni og verði hún mjög hörð, getur svo farið, að allir nýliðarnir verði lagðir til hliðar og Stevenson t.eflt fram í þriðja ^inn. Þ. Þ. Grímur skrifar baðstofunni eftir- farandi: í Alþýðublaðinu 9. þ. m. spjallar blaðamaður við Jóhann Iljálmars- son, sem blaðið segir, að hafi fyr- ir tveim árum gefið út Ijóðafoók, þá aðeins sautján ára gamall, og ætli að gefa út aðra foó'k í haust. Fyrirsögn viðtalsins er tekin úr einu svari Jóhanns. Hún er með stóru letri og hljóðar þann- ig: „Rim nú á dögum hljómar eins og hver önnur lygi". Sennilega hefir blaðamaðurinn valið þessi orð til fyrirsagnar. Hvers vegna hefir hann gcrt það? Er hann að gera grín að piltin- um? E'ða er hann ekki lengra á veg kominn í skilningi á þessum efnum? Látum í þessu samfoandi liggja á milli liluta hvort rím er til bóta eða ekki. Það er — hvað sem öðru líður — óráðshjal að segja, að rim foljómi „eins og hver önn- ur lygi“. Orðið „lygi“ er þeirrar merkingar, að það nær ekki til þessa efnis. Þetta gerir ályktun- ina að fouili. Á þessu ber blaðamaðurinn áfoyrgð með unga manninum, nema að hann sé að gera grín. Ungi maðurinn segir tii' írek- ari áherzlu um rímið, að það- sé „hjúpur ti! þess aS hylja vanþekk ingu og kunnáttuleysi". Þetta er mjög ungæðislega sagt. Með svip uðum rétti mætli scgja, að hin svonefndu „órímuðu 1 jóö“ séu nakin vanþekklngin og blygSun- arlaust kunnáttuleysið. — „Þó má enginn skilja orS mín svo", segir blessaður pilturinn, „aS ég segi hér meS öllum rímuSum IjóSum okkar stríð á hondur". Ósköp er mikilsvert að vita, að sú voðalega styrjöld er ekki yfir- vofandi frá honum! Nokkru seinna kemur svo þetta af vörum piltsíns: „Sumir vilja einn ig halda því fram, að ríinið sé nauðsynlegt til þess aS halda mál inu við. Aðaistyrk málsins tel ég hins vegar, að þjóðin lesi og læri góða Ijóðlist. Hvort hún er rímuð eða ekki, skiptir engu máli". Halló! Þótt rimíð sé áður í við- talinu „hjúpur t.il að hylja van- þekkingu og kunnáttuleysi", þá skiptir, þegar hér er komið, engu máli, hvort rimað er eöa ekki! Þetta er meiri grautargerðin! Hvað eru það svo margir, sem læra órímuðis l'jóðin? Ilefir máiið mikinn styrk af þeim lærdómi? Barnaskapur er oft yndislegur hjá krökkum, en hann er hvim- ieiður hjá þeim, sem telja sig geta talað um bókmenntir i blöð- um og tímarítum. Undir lok viðtalsíns má heyra, að J. H. tehir heilaforot óþönf fyrir ljóðskáld. Ljóðið á að koma án hugarstrits, að hans áliti. Viðtalið ber heldur ekki heila- brotum vott. Ég vil afsaka J. H. með þvf, hvað hann er ungur. Hins vegar ér það óhugnanieg staðreynd, að við Ijóðagerð og önnur ritstörf fást nú býsna margir, sem virðast enga ástæðu sjá til’ þess aö leggja á sig heila- brot, en láta allt fjúka óhnitmið- að og sunduriaust og valda meS því óreiðu i hugheimum að því leyti, sem þeir hafa þar áhrif. — Gdmcr,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.