Tíminn - 20.08.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1958, Blaðsíða 9
T í M1N N, miðvikmlaginn £0. ágúsí 1958. ifcis*fifiSfi58B------5gSBgaggga.£ S'S !!!B!!Si!S = s íiliií llllillimiiiliil Pat Frank- 111111 II Herra Pat Frank: _ c i = = = = = 3 18. dagur |!|j|i ■ ■ s S é s : : í höfuðið. Allt kvenfólk vlr'ðist brjálað nú á tímum. Það er fjöldinn allur af ungum stúlk um úti við ströndina, sem hefðu ekki viljað heyra nefnt að eyðileggja líkamsvöxt sinn með því að éignast börn, þeg- ar þær gátu það fyrirhafnar- laust með eiginmönnum sín- um. Nú er annað hljóð í strokknum, þegar það er ekki lengur hægt. Eg sagði Oscar að ég skyldi bera ábyrgðina. Mér kom í hug, að á blaðamaiinsferli mínum hefði ég oft séð, hvern ig aðrir menn báru byrðar heimsins, en var nú sjálfur orðinn ábyrgur fyrir æði mörgu. Það reyndist ekki sérlega erfitt að finna skötuhjúin, því að Adam gat ekki horfið spor layst í mannfjöldann, eins og ég hafði spáð. Dyravörður hótelsins ■ minntist þess, að Adam hafði tekið leigubíl til Þjóöminjasafnsins. Jane spurði: — Hvernig getur stað ið á því? og ég skýrði lienni frá hinni fornfræöilegu eð'l- un Homers og Kötu. Við héldum strax til suöur- amerisku deildarinnar í safn- inu. Þar sáum við, hvar Hom- er og kvenmaðurinn sátu á steinbekk; hið gullbrúna hár hennar nam viö öxl hans, og þau horfðu niðursokkin á eitt hvað, sem virtist vera stórt og skrautlega útskorið stein- altari. Á veggnum fyrir aftan þau hékk óhugnanlegt tré- andlit með tveim vígtönnum, sem voru nógu ferlegar til að skjóta fullorðnu fólki skélk í brihgu. Eitt má Kata eiga. Hún hafði ekki einungis fagurt vaxtarlag, heldur vissi hún lika upp á hár, hvernig hún átti að klæða sig. Þessa stund ina leit hún út, eins og hún hefði verið kjörin beztklæddi nemandinn af stúdentáhóp. Eg man ekki nákvæmlega í hverju hún var, en þa'ð var eitthvað með breiðu belti og fellingapilsi, svo að liún leit út fyrir að vera menntaskóla- stúlka með brennandi áhuga á fornfræði......... — Nei, góðan daginn, hróp aöi ég til þeirra. — Ef þið viljið vera út af fyrir ykkur, þá gæti ég hugsað mér geð- felldari staöi, þar sem ekki eru slíkar ófreskjur. Eg kinkaði kolli í áttina að tréandlitinu. Þau virtust ekki sérlega hrifin af komu okkar. -— Eg vona, að þú hafir ekki neitt á móti þessu, Steve, andmælti Homer. — Þú ætlar þó ekki aö fara að leika Phelps’Smyt- he nr. 2? SagÖirðu ekki, að ég mætti gera allt, sem mig langaði til? — Aúðvitað, Homer, sagöi ég róandi, — en láttu mig ein ungis vita, hvað þú tekur þér fyrir hendur. Þaö er ekki víst, að allir sætti sig við það, að þú farir út um hvippinn og hvappinn, án þess að ég viti neitt um það. Þá liði ekki á löngu áður en þú kæmist að því, að þér yrði veitt eftirför af leyniþjónustunni, frétta- þjónustunni, annarri deild hersins og e.t.v. sjálfum Abel Pumphrey — svo skelkaöur gæti hann orðið. — Okur var veitt eftirför, sagði „kveikjan". — Eg er handviss uni það. — Okkur vár veitt eftirför, — Er það satt? — Já, enginn vafi, sagði Homer. — Afhverjum? — Það veit ég ekki. Kata tók fyrst eftir honum. Eg sá hann ekki vel, en hann er núna einhvers staðar í bygg- ingunni. — Kærið ykkur kollótt um það, sagði ég, — ég skal kom ast að þessu. Ef ekkert kem- ur fyrir, fæ ég ekki séð, hvern fjárann það kemur þeim við. Það getur enginn haft neitt á móti því, að þú fáir áhuga á nokkrum ■ gömlum steinum eða smurlihgum. Jane Zitter var áhyggjufull. — Það er undir því komið, hver leiðsögumaðurinn er. Eg veitti því eftirtekt, að Jane og Kata störðu hvor á aðra eins og tveir ókunnugir kettir, og flýtti mér að kynna þær. Því næst sagði ég: — Jæja, hvernig gengur það með fornfræðinar í dag? — Við vorum einmitt að ræða um Tezcitlipoca-þjóð- söguna, sagði Kata,’ eins og ekkert hefði í skorizt. Enda þótt það sé ekki beinlínis hægt að kalla hana þjóðsögu, þar sem hún er á góðum rök- um reist. — Þaö hlýtur að vera skemmtilegt viðfangsefni. — Já, einkum þó fyrir vesalings Homer, sagði Káta, — þvi að.hann sér sjálfan sig í hlutverkinu í anda. Homer brosti með vörunum, en augu hans v'oru angurvær. — Já, það er ekki fjarri sanni, sagði hann. Sagan var þannig tilkomin að ein af sérkennilegustu há- tíðum Aztekanna var helguö guðinum Tezcatipoca, guði sköpunarinnar og frjóseminn ar. Honum'var lýst sem ung- um, fríðum karlmanni. Einu sinni á ári völdu Aztekarnir ungan mainf, sem átti að tákna guðinn. í eitt ár lifði hann í munaðj, ;[’aum og gleði. Klæði háns voru úr dýr ustu efnum, liann var dag- lega baðaöur ,úr ilmvötnum og blómum stráö fyrir fætur hans, þar sem hann átti leið. Konunglegir hirðsveinar þjón uðu honum, og fólkið varpaði sér til jarðar, er:það kom auga á hann. Pjórar fagrar yngismeyjar, sem báru gyöjunöfn, voru lagskonur hans ;— já fleiri, ef hann æskti þess. Þanhig gekk það til í eitt ár, en í lok árs var farið með hann upp á tind hæsta pýra- I mida þeirra. Þar var hann1 lagður á blótstein úr jaspis, — alveg eins og þnnan, sagöi Homer. Þar opnaði prestur í rauðri skikkju brjóst hans, skar úr honum hjartað með hníf úr hraungrýti og hélt því á lofti í áttina til sólarinnar. Líkama hans var fleygt niður að rót- um pýramidans — og síðan, sagði Homer og hrollur fór um hann, — og síðan átu þeir ■hann. — Eg mundi nú ekki gera mér rellu út af niðurlagi sög- unnar, sagði ég hughreyst- andi. — Þeir gætu kannske fundið nokkur súpubein á þér, en mér sýnist lítið um kótel- ettur. Kata hallaði sér upp aö Homer. — Mér finnst hann fullkominn, eins og hann er, sagði hún. — Þið reynið bara að fita hann, svo að þið getiö notað hann í eigin augnamiði — allir með tölu. — Hafið þér nokkuð á móti GF, ungfrú Riddell? spurði ég. — Nei, ekki frá fræðilegu sjónarmiði, svaraði Kata. — Mannkynið verður líklega að lifa áfram, enda þótt ég, — hún gaut auga til Jane Zitter — komi ekki alltaf auga á tilganginn. En mér finnst þetta ekki rétta leiðin né nægi legt tillit tekið til tilfinninga Homers. Eg viðurkenndi að þetta væri að mörgu leyti rétt hjá henni. Því næst sagði ég: — Au'ðvitaö er þetta ekki óþæg- indalaust fyrir Homer. En get ið þér hugsað yður nokkra betri leið en GF til að ná til- gangi okkar? — Auðvitað get ég það! sagði „kveikjan" ögrandi. Eg sagöi, að við gætum tal að um það síðar og mælti mér mót við Homer til hádegis- veröar. Við Jane héldum því næst leiðar okkar og skild- um þau eftir með áhugamál sín í suður-amerísku deild- inni. Eftir hádegi fékk Jane mig til að fara inn í skrifstofu mína, 'meðan hún undirski’if- aði ýmis skjöl. Sem sérstakur aðstoðarmaður forstj órans fyrir ÞEÁ hafði ég prýðilega skrifstofu, og ég var mjög for víða á öllum þeim bréfum og símskeytum, sem höfðu borizt á þeim fáu klukkustundum, er ég hafði verið í Washing- ton. Eg leit yfir nokkur þeirra meðan Jane sat og skrifaöi. Eitt bréfið var frá öldung- adeildarþingmanni. Hann óskaði mér til hamingju meö stöðuna og vonaði, að hann gæti veriö mér hjálplegur, er frumvarp um framtíð ÞEÁ kæmi til afgreiðslu í öldunga deildinni. Smábending um, að ÞEÁ gæti ekki haldið á- fram að eilífu, samkvæmt for setaúrskurði. Hann hélt áfram, að margir kjósenda sinna hefðu skrifaö og spurzt fyrir um möguleik- axxa á því að fá Adam-barn, og hann var þeirrar skoðunar, að taka ætti tillit til fylkis síns, er fai’ið yrði að ræða um forgangsréttinn. Einnig var langt ábyrgðar- bréf frá forseta tryggingar- ráðs ríkisins. Hann byrjaði á því að segja, að þjóðin stæði á glötunarbarminum. Fólk keypti ekki tryggingar, er framtlðin væri óviss, eins og nú Jvar ástatt. Ef þessu héldi áfram, mundu þúsundir um- boðsmanna verða atvinnu- lausir, og það mundi skella á dýrtíö, kreppa og öll trygg- ingarstarfsemi lamast. Land- 6 ^vv.sv.w.v.v.vv.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.w.v.vww I Blandaður fróðleikur ii Þessi bókalisti hefir inni a'ð halda nokkrar bækur, íslenzkar og þýddar, sem fást ekki lengur í bókaverzl-. unum, og sumar orðnar fáséðar jafnvel í fombóka- verzlunum. Af flestum þessara bóka getur Ódýra bóksalan aðeins afgreitt 17—50 eintök. Verða því pantanir afgreiddar nákvæmlega í þeirri röð sem þær berast. Ævisaga Mozarts, tónsnillingsins mikla, e. M. Ðaven- port. Ib. 320 bls. kr. 65,00. Rooseveit. Ævisaga eins merkasta og mikilhæfasta for- seta Bandaríkjanna eftir hinn fræga ævisagnarit- ara Emil Ludwig. Ób. 228 bls. kr. 40,00. Frú Roosevelt. Sjálfsævisaga þessarar heimskunnu konu. 284 bls. ób. kr. 45,00. 1 Breiðdæla. Byggðarsaga og þjóðlegur fróðleikur úr Breiðdal. Dr. Stefán Einai’sson og Jón Helgason gáfu út. Ib. 330 bls. kr. 75,00. Minningar úr Menntaskóla. Skráðar af fjölda þjóð- kuiinra manna. Mai’gar myndir. Ób. 450 bls. kr. 70,00. Ævisaga Bjarna Pálssonar landl. eftir Svein Pálsson, með formála eftir Sigurð Guðmundsson skólameist- ara. Ób. 116 bls. kr. 22,00. Sigluf jarðarprestar. Saga klerka og kirkju á Siglufirði frá dögum Grettis Þoi'valdssonar til Bjarna Þor- steinssonar tónskálds. Ób. 248 bls. kr. 35,00. Ib. kr. 50,00. Lögreglustjóri Napóleons. Ævisaga eins slóttugasta, gáfaðasta og mikilhæfasta stjórnmálamanns sem Frakkar hafa átt, eftir snillinginn Stefan Zweig. 184. bls. í stóru broti. Margar myndir. Ób. kr. 32.00 Rex.kr. 50,00. Skinn kr. 75,00. Gráskinna. Þjóðlegur fróðleikur og sagnir skráð af Sig- urði Norðdal og Þórbergi Þórðarsvni. 2., 3. og 4. hefti. (1. hefti uppselt) Bls. 428 ólo. kr. 60,00. Þætir úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, e. Halldór Stef- ánsson, ób. 96. bls. kr. 10,00. Tíu leikrit, eftir Guttorm J. Guttormsson skáld. Löngu uppseld og fáséð. Ób. 238 bls. kr. 100,00. Eðlislýsing jarðarinnar. Með 20 myndum. Útg. 1879. Fáséð. Ib. kr. 60,00. íslenzk annálabrot eftir Gísla Oddsson biskup í Skál- holti. Ób. 132 bls. kr. 10,00. Sagnakver. Magnús Gíslason safnaði. Munnmæli og sagnir. Mjög fáséð. 34 bls. ób. ki\ 50,00. íslenzkir sagnaþættir. Sérprentun úr Þjóðólfi 3. hefti. Útg. 1910, 86 bls. ób. Fáséð. kr. 20,00. Hestar, e. Daníel Daníelsson og Einar E. Sæmundsen. ób. 120 bls. kr. 25,00. íslenzkir hestar og ferðamenn, e. Guðmund Hávarðs- son. Fjöldi mynda af hestamönnum og hestum víðsvegar af landinu. 224 bls. ób. kr. 50,00. Fáséð. í áföngum. Endurminningar hins þjóðkunna hesta- manns Daníels Daníelssonar, 288 bls. ób. kr. 50,00. Sonartorek Egils Skallagrímssonar. Útg. af Eiríki Kjer- úlf með skýringum eftir hann. 34 bls. ób. kr. 10,00. Reykjavíkurför: Gamansöm ástarsaga e. St. Daníelsson. 48 bls. ób. kr. 5,00. Hrynjandi íslenzkrar tungu e. Sig. Kristófer Pétursson. Merk bók um íslenzkt mál. 440 bls. ób. kr. 60,00. Barnið. Bók handa móðurinni e. Davíð Sch. Thorsteins- son. Margar myndir. 144 bls. ób. kr. 10,00 ib. kr. 15,00. Heilsufræði hjóna e. Kristiana Skjerve. Dýrleif Ái’na- dóttir cand. phil. þýddi. 116 bls. ób. kr. 20,00. Heilsufræði ungra kvenna e. sama höfund. 128 bls. ób. kr. 15,00. ib. kr. 20,00. Kærleiksheimilið. Hin fræga skáldsaga eftir Gest Páls- son (Prentuð sem handrit í 275 eint.) 66 bls. ób. kr. 50,00. Grasaferð. Eitt mesta snilldarverk þjóðskáldsins Jón- asar Hallgrhnssonar. (Prentað sem handrit í 275 eint.) 42 bls. ób. kr. 40,00. Hallgrímskver. Úrval úr andlegum og veraldlegum skáldskap Hallgríms Péturssonar. Magnús Jóns- son prófessor valdi. 190 bls. ib. kr. 25,00. Klippið auglýsinguna úr og merkið X við þær bæk- ur sem þér óskið að fá. Nafn______________________________________ 5 i l Odýra bóksalan Box 196, Reykjavík | VAW.V/.V.VV.VAVAV.V.V.V.V.V.V.’.V.V.W.W.VCÍ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.