Tíminn - 10.09.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.09.1958, Blaðsíða 1
SfMAR TÍMANS ERU: MfgreiSslan 12323 Auglýsingar 19523 Rltstjórn og skrifstofur ] 83 00 BlaSamenn eftir kl. 19: i 11301 — 18302 — 18303 — 18304 PrentsmiSjan eftir kl. 17, 13948. 42. árgangur. Keykjavík, íniðvikiHlaginn 10. september 1958. iLxIli L Udg. Frystihús og ísframleiðsla, bls. 5. Konungsætt hasbemíta, bls. 6. Ur ræðum Jóns Kjartanssonar og Ásgeirs Bjarnasonar, bls. 7. 200. blað. Snæíells jökull Bandaríkin reiðubúin að slaka veru- iega til gagnvart Pekingstjórninni segir Dulles. Skilyrði er, að Kín- verjar íofi að beita ekki vopnavaldi ti! íandvinninga eins og í Kóreu NTB—Washington, Peking og Taipeh, 9. sept. — Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna gaf 1 skyn á fundi sínum með blaðamönnum í dag, að Bandaríkjastjórn myndi fús til að gera verulegar tilslakanir við Pekingstjórnina í Kína, ef hún féllist á að gefa yfirlýsingu um að beita ekki vopna- valdi í landvinningaskyni. Hefir þessi yfirlýsing vakið mikla athygli, enda þótt Dulles vildi ekkert láta frekar uppi um, hverjar væru fyrirætlanir Bandaríkjastjórnar í þessu máli. Snæfellsjökull litinn úr glugga í farþegarými Sólfaxa. Myndin er tekin á heimlieið, er flogið var yfir landhelgisbrjótana út af Vestfjörðum i síðustu viku. — (Ljósm.: TÍMINN, B.Ó.). Togurunum íækkar enn í landhelgi - einn og einn kallar á herskipahjálp Varðskipin íslenzku munu enn í gær hafa haldið áfram að íylgjast með þeim fáu brezku landhelgisbrjótum. sem innan 12 mílna línunnar voru, en þeim fer stöðugt fækk- andi, eru nú meiri hluta dagsins utan hennar, en skreppa af og til inn fyrir línuna í herskipavernd. Fyrir hádegi í gær, heyrðu Vest- firðingar í útvar.pi, að brezkur tog- ari var að kalla ákaft á hjálp her- skips, því að íslenzkt varðskip væri að leggja að honum. Einnig var frá þyi skýrt í brezka útvarpinu í Gromyko og Popo- vic verða báðir í New York NTB—MOS.KVU, 9. sept. — Til- kynnt var í Moskvu í dag, að Gromyko utanríkisi'áðherra myndi verða formaður sendinefndar Sov- étríkjanna á allsherjarþingi S.þ. í haust'. Áður var búið að til- kynna, að Popovie utanríkisráð- herra Júgóslaviu myndi verða for- mað.: júgósiavnesku nefndarinn gærmorgpn. að íslenzkir varðskips menn hefðu reynt að fara um borð í brezkan togara, en herskipið Lagos kcmið í veg fyrir það, eða togaramenn varnað þeim uppgöngu af eigin rammleik. Landhelgis- gæzlan segir, að varðskipin hafi verið á ferð milli togaranna, en al- varlegar tilraunir muni ekki hafa verið gerðar til þess að taka tog- ara. Annars var fréttatilkynning landhelgisgæzlunnar í gærkveldi svohljóðandi: „Fyrir miðjum Vestfjörðum voru í kvöld sjö brezkir togarar að veiðum mnan landhelgi og nokkrir fyrir utan. Við Horn virtust þeir örfáu tog- arar, sem þar hafa verið undan- farna daga, vera á förum, og út af Melrakkasléttu voru tveir brezk ir togarar innan landhelgi. en bú- izt við, að þeir myndu fara þaðan þá og þegar. Annars staðar við landið hefur ekki orðið vart við neina brezka togara að veiðum innan landhelgi eða nálægt landhelginni.-1 Samningar Dana og Breta um land- helgi Færeyja, hefjast n.k. föstudag NTB—Kaupmannahöfn, 8. sept. — Samningar Dana og Breta um Í'iskveiðilandhelgi Færeyja og uppsögn samnings ríkjanna frá 1955, hefjast n.k. föstudag' í Lundúnum. Var þetta tilkynnt í Kaupmannahöfn í dag, eftir að dönsku stjórn inni hafði horizt tilkynning frá brezku stjórninni, að hún væri fús til samriingaviðræðna um mál þetta. ’SJBi Danska sendinefndin. en í lienni uð rakinn aðdragandi þessa máls. verða fjórir menn, fer til Lund- Það sé útfærsla íslenzku fis'kveiði úna á fimmtudag. Formaöur landhelg'innar. sem hafi knúið nefndárinnar er Kampmann fjár- Færeyinga til að krefjast stækk- málaráðherra Dana. Búizt er við unar sinnar landhelgi í 12 sjómíl- að landbúnaðar- og fiskimálaráð- ur. Bæði hafi þeir misst góð mið herrann John Hare, muni verða við ísland og þó sé hitt alvarlegra formaður brezku samningamann- að erlendir togarar murii nú anna. flykkjast að ströndum Færeyja. Færeyjar eins og ísland séu al- Síðan er í fregninni enn nokk- gerlega riáðar fiskveiðum. Hann kvað Bandaríkin óska þess að viðræður sendiherra Peking- stjórnarinnar og Bandaríkjanna gæt uhafizt slrax. Bandaríkin féll ust á að viðræður þessar færu fram innan þess ramma, sem Chou En Lai íorsætisráðherra Kína hafði stungið upp á. Af Banda- ríkjanna hálfu myndi sendiherra landsins í Varsjá taka þátt í þeim en það hlutverk hefir hann áður haft á hendi. Hvað gerist, ef . . . . Dulles sagöi, aij það ’myndi gjörbreyta ástandinu eystra, ef Pekingstjórnin gæfi yfirlýsingu um að hún myndi eklci beita vopna valdi til að leggja undir sig ný lönd. Hann kvað það margt og mikið, sem sendiherrar ríkjanna gætu rætt og samið um. Hann kvað Bandaríkin ekki hafa viljað failast á, að deilan um Formósu og strandeyjarnar væri tekin fyrir á vettvangi S.þ. vegna þess, að hingað til hefði Pekingstjórn- in ekki viljað viðurkenna rétt samtakanna til lögsagnar yfir þess um eyjum. Hann var spurður livað myndi gerast, ef herskip Bandaríkjanna yrðu fyrir skotum frá strand- virkjuni kommúnista. . llann kvað það undir ýmsu komið. — Ekki myndi hart á slíku tekið, ef um óviljaverk væri að ræða, öðru máli gegndi, ef vísvitandi árás væri gerð að herskipunum, sem nú fylgja skipalestum frá Fonnósu til Quemoy. Fylgja skipalestum. Bandarísk herskip brutu annan daginn í röð hafnbann kommún- ista á eyna Quemoy með því að fylgja flulningaskipum þjóðernis- sinna allt að þriggja mílna land- helginni gömlu. Þar taka herskip þjóðernissinna við. Haldið var áfram skothríð á Quemoy í dag, en ekki getið um hvort skotið var á skipalestina. í fregn að austan segir, að bandaríski flolinn þar sé í mjög óþægilegri aðstöðu. Svo virðist sem hann hafi fyrirskipanir um að skjóta alls ekki nema í brýnni nauðsyn á stöðvar eða skip komm únisla. Herskipin virða þó ekki hina nýju 12 milna landhelgi Kína en hins vegar fara þau ekki inn fyrir 3 mílna mörkin. Ekki kjarnavopn. Því er haldið fram, að ekki komi til mála að Bandaríkjaher þar eystra noti kjarnavopn gegn kommúnistum, nema eftir beinni skipun frá Eisenhower forseta. — Margir eru hins vegar uggandi um að þá og þegar muni draga til stórtíðinda ,þar sem litlu nvá muna. Chou En Lai hélf ræðu í dag og sagði að allar þær eyjar, senv unv er deilt væru kínverskt land og því hefði stjórn sín fullan rétt til að beita öllunv tiltækunv ráðum. til að sanveina þær kín- verska ríkinu. Þrjú skip reyna síld- veiði út af Homi Eins og frá var sagt í frétt- unv í gær, sá flugvél Iandhelgis- gæzlunnar um 20 síldartorfur í fyrradag út af Horni. Snæfell lvélt þangað í fyrrinótt og kom á staðinn í gær, sá þar tvær litl ar torfur en gat ekki kastað. Var Snæfell síðan á sveinvi þarna í gær en sá enga síld, enda var gráð nokkurt. Þarna voru einnig konvin í gær Hring- ur frá Siglufirði og Gunnólfur, en í gærkveldi hafði ekki frétzt unv síldveiði. Ekki var þó talið útilokað að síldin kænvi upp í nótt eða með morgni ef lygndi. Bandaríkin fækka herliði í Libanon WASHINGTON, 9. sept. — Dull es utanríkisráðherra Bandaríkj- anna léf svo ummælt í dag, að ástandið í Libanon hefði batnað mjög upp á síðkastið. Af þeim sökum nvyndi talsverður h'luti af landgöngusveitum Bandavíkjanna fluttur brot't á næstunni. Enn væri þó ekki tímabært að kveðja allt herliðið á brott. Ný, stór farþegaþota í reynzlu- flugi yfir Atlantshaf Ameríska Douglasvélin Boeing 707 gat ekki lent í Keflavík í gær sökum dimmviðris Hin nýja ameríska farþegaþota af gerðinni Boeing 707 átti að koma til Keflavíkur í gær á leiðinni vestur yfir haf, en varð að sleppa hér viðkomu sökum dimmviðris. Er þessi risavaxna t'arhegaflugvél í fyrsta tilraunaflugi sínu yfir At- la.ntshafið, en ætlunin er að Pan American flugfélagið taki þessai' vélar í notkun á langleiðum nú á næstunni. ------------------------------Með tilkonvu þessarar flugvélar og annarra slíkra er stigið stórt Vlðurkenna 12 mima spor ý ^ó«n áugtæknmnar sem sanvgongutækis og verður vvst landhelgi Kína NTB—MOSKVU, 9. sept. — Sovél stjórnin viðurkenndi í dag hina nýju 12 sjómílna landhelgi Kina. í íilkynningu til Pekingstjórniar- innar er tekið fram, að erlend skip og flugvélar brjóli nú land- helgi Kína og fremji nveð því hin verstu lagabrot. Skip Sovétríkj- anna muni fá fyrirnvæli unv að virða hina nýju landhelgi. Oí ekki annað sagt en að hér sé unv gífurlega framför að ræða, enda þótt rekstur þessara risa- vöxnu farartækja verði tæpast nenva fyrir mjög fjársterkar stofn anir og stórþjóðir fyrst unv sinn. Þessi nýja gerð farþegavéla getur flutt 143 farþega á „tour- ist elas's“. Til sanvanburðav vvvá geta þess að stærsta gerð farþega 'flugvéla af Douglas gerðinni DC- 7C getur flutt 76 farþega við sömu aðstæður. Þessi nýja farþegaflugvél er 144 fet að lengd og vængjahai'ið er 130 fet. Mesta þyngd vélarinnar við flugtak getur verið 247 þús. ensk pund, en nvesta þyngd DC- 7C getur verið 143 þús. pund. Vélin getur í einu tekið á nvóti rneira en 17 þús. gallonum af eldsneyti en DC-7C tæpum 8 þús. gallonum. Flugtími þessarar nýju vélar milli New York og London er talinn verða um sex og hálf klst., eða um helmingi styttri tími en það tekur DC-7C að fljúga þessa leið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.