Tíminn - 13.09.1958, Blaðsíða 7
rÍMIN N, laugardaginn 13. september 1958.
5
Dr. uris. Björn Þórðarson:
Þriðja grein
Hálfrar aldar afmæli kosninganna 1908
Undirtektir þjóðar óg þings.
Atþmgiskosningarnar 1908.
Með opnu bréfi, dags. 8. maí
1908, var Alþingi rofið frá 9.
sept. s. á., og með öðru opnu
bréfi, clags. sama dag, voru al-
mennar kosningar til Alþingis
fyi'irskipaðar 10. sept. s. á. og
það jaínframt boðið, að birta
skuii kjósendum hið nýja upp-
kast til sambandslaga, svo að
þeim gæfist kostur á að gefa til
kynna viö kosningarnar afstöðu
sína gagnvart frumvarps-upp-
kastinu, sem lagt yrði fyrir Al-
þingi, er það kæmi saman að
afstöðnum kosningum.
Það mun mega fullyrða það,
að allir kjósendur landsins muni
hafi lesiö eða heyrt öll megin-
atriði frumvarps-uppkastsins
áður en kosningarnar fóru fram.
Það var jafnmikið áhugamál
stjórnarinnar að verða við hinni
konunglegu skipun um að birta
það aimenningi, eins og honum
var það áhugamál að kynnast
innihaídi þessa fyrirhugaða nýja
sáttmála. Andstæðingar upp-
kastsins létu ekki heldur sitt eft-
ir liggja að stuðla að því, að það
kæmist í hendur kjósendum. Öll
blöð Iandsins fluttu meginmál
þess frá upphafi til enda og það
af athugasemdunum, sem hverj-
um ritstjóra um sig þótti við
eiga, og þá aö sjálfsögðu ásarnt
skýringum frá sjálfum sér. En
það leit sínum augum hver á
silfrið. Staðfastir stuðnings-
menn stjórnarinnar og hofuð-
blöð hennar, Lögrétta og
Reykjavík, tóku uppkastinu
tveim höndum og báru saman
kosti þess og' landsréttindi þau,
er vér áttum við að búa sam-
kvæmt stöðulögunum, og töldu
glapræði og óvit að hafna því.
Landvarnarmenn töldu rétt ís-
lands sem sjálfstæðs og full-
valda ríkis stórlega skerðan, ef
frumvarps-uppkastið næði fram
að ganga, og lögðust þegar í stað
af aléfli gegn þvi. Þjóðólfur, und
ir ritstjórn Hannesar Þorsteins-
sonar, tók brátt sömu afstöðu og
Landvarnarmenn. Þjóðræðis-
flokkurinn var hins vegar í
nokkrum vanda vegna erindis-
bréfsins, sem hann hafði fengið
fulltrúum sínum í nefndinni.
Skúli Thoroddsen kvaðst með
ágreiningsatkvæði sinu ekki
hafa gert annað en að fram-
fylgja fyrirmælum erindisbréfs-
ins. Iiinir fulltrúarnir tveir
töldu sig hafa gert slíkt hið
sama og' fengið fullnægt því,
sem þar var fajúð fram á, óg
það jafnvel í rífara lagi í sum-
um greinum (Alþt. 1909 B. I.
300—308, II. 778—790). Þessi
mismunandi skilningur átti rót
sína að rekja til ágreinings um
skýring orðanna „meðan um
semur“ í annarri málsgrein er-
indisbréfsins. Skilningur Skúla
Thoroddsens sigraði í Þjóðræð-
isflokknum, og þar við urðu
nefndarmennirnir Jóhannes Jc—
hannesson og Stefán Stefánsson
viðskila við flokkinn. En um hin
litlu þrjú orð voru síðan haldn-
ar r.æður, utan þings og innan,
og um þau skrifaðar blaðagrein-
ar og jafnvel dálitlar bækur. x
samfylkinguna gegn Uppkastinu
skipuðu sér nú allir þeir, með ör-
Kosningar og ráðherraskipti
SKULI THORODDSEN
fáum undantekningum, er stað-
ið höfðu að Þingvallafundinum
1907, og að líkindum drjúgum
fleii'i. Kosningaáróðurinn var
bæði fjörugur og stundum heit-
ur, en það, sem sérstaklega ein-
kenndi þennan kosningabar-
daga, var hinn mikli fjöldi ritl-
inga um Uppkastið, sem dreift
var um landið þessa sumarmán-
uði af hálfu beggja, andstæð-
inga þess og stuðningsmanna.
Voru sumir þeirra blaðagreinar
sérprentaðar, en aðrir sérstök
rit. Mergurinn úr ritum þessum,
sem nothæfur var, kom síðar
fram í ræðum á þingi og' nefnd-
arálitum um sambandslaga-
frumvarpið. í kosningabarátt-
unni var andstaðan gegn Upp-
kastinu aðallega byggð á þeim
rökum, er greinir hér á eftir.
Samkvæmt 1. gr. Uppkastsins
er Island ekki fullvalda ríki. Rik-
ið er talið vera eitt, og þetta ríki
er danskt, „det samlede danske
Rige“. Orðin „frjálst og sjálf-
stætt“' eru án raunverulegs
gildis, þar sem landið er innlim-
að í dönsku ríkisheildina og hef-
ur aðeins afmarkaða sérmála-
stjórn.
Dönum er samkv. 2. gr. veitt-
ur réttur til að kjósa oss ís-
lendingum konung, og er þar
með afsalað rétti, sem vér höf-
um áður átt.
Eftir 3. gr., 2. tölulið, afsölum
vér Dönum utanríkismálum vor-
um um aldur og ævi. Þar með er
loku fyrir það skotið, að vér get-
’ um nokkurn tíma orðið fullvalda
‘ ríki. Dar.ir kannast ekki við, að
vér höfum löglegan rétt til þess
að ráða þessum málum sjálfir,
og þar af leiðandi kannast þeir
heldur ekki við, að þeir fari með
þessi mál í umboði voru. — Is-
lenzki og danski textinn eru hér
ósamhljóða. Orðin „göres gæld-
ende for Island med velkom-
mende islandske Myndigheders
Medvirkning“ merkja það eitt,
■ að slíkum samningum verði ekki
beitt á íslandi öðruvísi en með
tilbeina islenzkra stjórnarvalda.
Og við því má búast, að Danir
telji sig geta lcrafizt slíks til-
beina sakir fullveldis síns yfir
utani'íkismálunum.
Með því að gangast undir her-
málaákvæöi Uppkastsins semd-
um vér oss á hendur sömu hætt-
una og Einar Þveræingur af-
j stýrði foröum. Hermálin eru
! danskt sérmál. Um vörn af hálfu
Dana, ef í nauðir ræki hjá oss,
er vart að ræða, en stór voði bú-
'inn sjálfstæði voru, ef land vort
væri gert að hernaþarlandi.
Oss er bannað að hafa sjálfir
eftirlit með fiskveiðum i land-
helgi vors eigin ríkis, nema með
samþykki Dana. Við slíka und-
irlægjukosti getum vér ekki
sætt oss.
Oss er bannaö að láta nokkra
þjóð vita af því með fána vor-
um, þjóðareinkenninu, að vér
séum annað en dönsk þjóð.
Með hinu svonefnda jafnrétt-
isákvæði 5. gr. löghelgum vér
Dönum rétt til að njóta allra
nytja lands vors að fullu og
öllu til jafns við lanclsmenn
sjálfa, en af því getur oss
staðið mikill voði.
Þá er Dönum tryggður meiri
hluti í nefnd þeirri, er úrskurða
skal ágreiningsmál, sbr. 8. gr.,
og er með þessu stórlega hallað
á rétt Islands. Þá töldu and-
stæðingar Uppkastsins endur-
skoðunarfrestinn á hinum fyr-
Alþingishúsið og dómkirkjan.
Irhuguðu uppsegjanlegu ákvæð-
um allt of langan og létu sér það~
ekki skiljast, að báðar þjóðirn-
ar væru meí> hinni áformuðu
lagasetningu gerðar jafnr°tthá-
ar, heldur væri yfirráðatilkall
Dana í höfuðgreinum beinlínis
viðurkennt, en yfirdrottnunar-
andi þeirra lýsti sér í öllu Upp-
kastinu frá upphafi til enda.
Stuðningsmenn Uppkastsins,
og voru þar fremstir í flokki
nefndarmennirnir 6, sem unnið
höfðu að samningu þess, and-
mæltu þessum skýringum í flest
um atriðum og staðhæfðu, að nú
stæðu til boða allar þær réttar-
bætur, sem þeir höfðu æskt eft-
ir, er lengst höfðu faríð í kröf-
um áður. En meiri hluti kjós-
enda lét sér ekki nægja lengur
réttarbætur, hann krafðist fuíls
réttar eins og liann hafði verið
túlkaður af Landvarnarmönn-
um undanfarið, og úrslit kosn-
inganna urðu samkvæmt þvi
Hluttaka í kosningunum varð
meiri en dæmi voru til áður,
72.4% kjósenda, og var ástæðan
til þessa ekki aðeins niálið sjálft,
er um var kosið, heldur og það,
að nú var kjörstaður í hverjum
hreppi, en aðeins einn kjörstað-
ur í kjördæmi áður. Hlutu and-
stæðingar frumvarps-uppkasts-
ins 25 þingsæti, en fylgjendur
þess 9. Nefndarmennirnir Lár-
us H. Bjarnason og Stefán Stef
ánsson náðu ekki kosningu, en
ráðherrann setti þá í konung'
kjörin þingsæti. í einu kjördæmi
Norður-ísafjarðarsýslu, fór eng-
in kosning fram, Skúli Thorodd-
sen var sjálfkjörinn. í öllum hin
um kjördæmum landsins greiddu
4671 kjósandi.atkvæði með þing-
mannaefnum, sem vildu hafna
uppkastinu eða gera á því breyt-
ingar, en 3475 kjósendur greiddu
atkvæði þingmannaefnum, sem
aðhylltust það. Eitt tvímennings
kjördæmi, Norður-Múlasýsla,
kaus þingmenn, sem stóðu önd-
verðir um málið’, Jóhannes Jó-
hannesson og Jón Jónsson á
Hvanná, og sætti slíkt nokkurri
furðu. Eftir kosningarnar töldu
fylgjendur Uppkastsins, að þær
hefðu gefið skakka mynd af af-
stöðu þjóðarinnar til þess. En
þingmálafundir, sem haldnir
voru eftir kosningarnar, en fyr-
ir þing, stuttu ekki þá skoðun,
sbr. samþykktir um sambands-
máiið á þingmálafundum 1908
og 1909, Alþt. 1909 A. bls. 831—
836.
Sambandsmálið lagt fyrir AI-
þingi 1909.
Þótt úrslit kosninganna yrðu
þau, sem nú var sagt, baðst ráð-
herrann, Hannes Hafstein, ekki
lausnar, heldur sat áfram og bjó
mál- undir þing á þann veg, eins
og hann mundi hafa þar forystu
framvegis. Þegar þingið kom
saman 15. febrúar, lagði hann
fyrir það sambandslagafrum-
varpið eins og millilandanefnd-
in hafði gengið frá því ásamt
athugasemdum hennar við
frumvarpið. Þá lagði og ráðherr
ann fram frumvarp til stjórn-
arskrár íslands, sem sniðið var
í samræmi við það, að stöðulög-
in væru afnumin en sambands-
lagafrumvarpið oröið að lögum.
S a m b a n d s 1 a g a f r u m v a r 13 ið kom
til 1. umr. í Nd. 19. íebr., og
mælti ráöherrann í upphafi ræðu
sinnar fyrir frumvarpinu á þessa
leið: „Texti þess er hinn sami
eins og í frumvarpsuppkasti þvi,
Framhald á 8. siðu.
A víðavangi
Gömul saga verSur ný
Mbl. birtir þá frétt nú nýlega,
og er mikið niðri fyrir, að erlend
ur gjaldeyrir sé seldur á svört-
um markaöi. Lætur blaðið svo,
sem slíkt sé algjör nýjung hér á
íslandi og virðist- kenna stjórn-
inni um það. Hvernig er þaU
með þá Mbl.-pilta, hvar hafa
þeir alið aldur sinn undanfarin
ár? Er þeim ókunnugt um það,
að gjaldeyrir hefir verið seld-
ur hér á svörtum markaði í tíö
allra þeirra ríkisstjórna nokkum
veginn óslitið síðan 1939.., ViC
skulum bara segja að svartamark
aðsbraskið í dcg sé núyerandl
ríkisstjórn að keniiá. Eh varla
verður liún sökuð uin að kams
konar síarfsemi skyldi eiga sér
stað í stjórnartíð Sjálfstæðis-
manna. Því stöðvuðu þeir ekki
þessa ósvinnu? Enginn mælir hói
ólöglegri verzlun með erlendan
gjaldeyri. Og þótt hann tíðkist
eitthva® nú, þá er það þó í minna
mæli en áður befir verið, enda
niiðuðu ráðstafanir ríkissíjprn--
arinnar í vor einmitt að því, aö
draga úr ólöglegu gjaldéýris-
braski.
Aumingja Sigurður
Þeir, sem hlýddu á eldhúsum
ræðurnar í vor, minnast e. t. v,
þess, að Sigurður „auka“-rit-
stjóri við Mbl. ræddi þar unt
áhuga Sjálfstæðismanna á lág-
um sköttum, sérstaklega ásjc-
mönnum. Eysteinn Jónsson, fjái'
málaráðherra hirti Sigurð sve-
rækilega fyrir fleipur hans, um
þessi mál, að liann hefir þagaií
um þau síðan, Mbl. gerir Sig-
urði hins vegar þann grikk nú.
nýlega, að minnast á skaifamál
í sainbandi við sjómenn og rifjasí
þá upp sú fienging, sem „auka-
ritstjórinn“ fékk í vor. Fjármála
ráðherra benti Sigurði m. a. á
að undir fjármálastjóm Sjálí-
stæðismanna Iiefðu verið setfc
skattalöig, sem Iengra hefðu geng'
i® í því en nokkur Iög önniir, áíJ
skattleggja félög og einstaklinga,
Síðan Sjálfstæðismenn hrökkl-
uðust frá fjármálastjórninni
hafa skattar aftur á móti almennc
verið lækkaðir, ekki sízt á sjó-
mönnum. Ef teliið er dæmi aí
sjómanni, kvæntum, með 2 börn
á framfæri og á sjó í 10 máuuði,
þá Iítur það þannig út:
Tekj. kr. Tekjuskattur
áður nú
40 þús. 826 0
50 — 1523 107
60 — 2702 289
70 — 5411 1086
80 — 9483 1757
100 — 18283 4393
120 — 28437 8999
Upplýsingar, sem dreift er út
frá Mbl.-höllinni, verffa stundum
dálítið kindarlegar, þegar þæir
eru bornar saman vig veruleik-
ann. Kannski Mbl. vildi vera svo
vænt að upplýsa, hvaða útsvair
Reykjavíkurbær Ieggur á sjó1-
menn með tekjum tilsvarándi
þeim, er nefndar eru hér að of-
an? Væntanlega sést þar í verki
umhyggja íhaldsins fyrir fiski-
mönnum.
MeðferSin á Jóni
S. 1. fimmtudag segir Mbl. frá
„ánægjulegu héraðsmóti Sjálí-
stæðismanna á Blöuduósi.“ Þai'
hafi þeir Gunnar Thoroddsen og
Jón á Akri flutt ræður. Því iiæst
frásögn af ræðu borgarstjórans
og endist hún á þriðja dálk i
blaffinu. Neðan vig ræðuna er
skellt snoturri stjörnu og svo
segir:
„Ræða Jóns Pálmasonar ai-
þingismanns fjallaði um fjármál
landbúnaðarniál og nokkuð. unt
utanríkismál. Var gerður góðiii'
rómur að máli beggja ræðu-
manna.“
Búið. Fimm límu' og þótti þó
víflegt urn oí, að heiga ióni þair
eingöngu. Iliiigað tit hefir Mbl.
Iagt á það ríka áherzlu, að segja
sem rækilegafet frá ræðum sinna
Framhalú á 3. öiðu.