Tíminn - 13.09.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.09.1958, Blaðsíða 12
TatrlB: Suðvestan kaldi og skúrir í nótt, allhvass sunnaji og rigning á morgun. — Hitinn kl. 16: Austan lands var 9—11 stiga hiti, en 8—9 stig vestan og norSan. — í Reykjavík 10 stig. Laugardagur 13. sept. 1958. Þau syntu yfir Oddeyrarál Time lýsir steinkasti og öírum atburlSum í „l)orskstríÖinu“: Sendiherrann lék sekkjapípulög og sagði við óróaseggi: ,Þetta er ekkert’ i. Frá vinstri: Ásta Pálsdóttir, Björn Þórisson, Rósa Pálsdóttir, Júlíus Björg- vinsson og Súsanna Möller. — Akureyrskt sundfólk skemmtir sér nú við a3 þreyta sund yfir Oddeyrarál. Á sunnudaginn syntu 3 telpur og tveir piltar yfir fjörSinn. — (Ljósm.: M. G.). SendiherraviSræSur Kína og Banda- ríkjanna hefjast senn í Varsjá Kínverskir kommúnistar halda uppi samgöngu- banni viíJ Quemoy NTB—Taipeh og Washington, 12. sept. — Skothríðin á Quemoy héit enn áfram í dag, en var nokkru linari en undanfarið og ekki sambærileg við það, sem var í gær, er kínverskum kommúnistum tókst að hrekja til baka skipa- lest. er át.ti að færa hernum á eyjunum vopn, vistir og sjúkravörur. Skothríðin færist strax í vöxt, er skip eða flug- vélar nálgast eyna, og reyna kommúnistar staðfastlega að viðhalda samgöngubanni við Quemoy. Bandaríkir vísinda- menn vilja sam- vinnu við Rússa um kjarnorkuna NTB-Genf, 11. sept. — Ýmsir af helztu vísindamönnum Banda ríkjanna skýrðu frá því í Genf í dag, að þeir myndu beina því til Eisenhowers forseta, að upp yrði tekin samvinna Bandaríkja- manna og Rússa uin friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar. Lewis Strauss formaður banda- rísku sendinefndarinnar og dr. Jaines Killian, sérlegur ráðgjafi Eisenhowers um kjarnorkumál, sögðust myndu liefja viðræður um þetta, er þeir kæniu aftur til Washington. Wang Ping Nan, sendiherra Kín- verja í Varsjá, hélt þangað í dag, eftir viðræður við stjórn sína, en I Varsjá eiga viðræður hans og sendiherra Bandaríkjanna að hefj- ast einhvern næstu daga. Ræða þeir um lausn deilumála Kínverja. þjóðernissinna og Bandaríkjanna við Kínaströnd.Við komuna tíl Var sjár í (kvöld, kvaðst hann vonast fastlega eftir, að viðræðurnar yrðu árangursrikar. Óvíst hvaða dag viðræðurnar hefjast. Bandaríska utanríkisráðuneytið í Washington vissi í kvöld ekki, hvenær sendiherra viðræður þess- ar myndu hefjast. Bandaríkja- stjórn hefur hvað eftir annað tek- ið fram við Pekingstjórnina, að hún vilji hefja þessar viðræður Krostjoff langar til Brussel NTB-Brussel, 11. sept. — Orð- rómur leikur á, að Krustjoff ætli sér að koma til heimssýningarinn ar í Brussel í haust, sennilega 6. okt. Ef af verður, er þetfa fyrsta heimsókn Krustjoffs til Vestur- Ev'rópu síðan hann kom/ ásamt Bulganin til Englands í apríl 1956 Krustjoff hefir annars ferðazt mik ið um kommúnistaríkin og 1957 hejmsótti hann einnig Finnland. sem allra fyrst, en enn hefur ekk- ert verið ákveðið um þetta. Eisenliower svarar Krustjoff. Síðdegis í dag skýrði Hagerty, hlaðafulltrúi Eisenhowers svo frá. að innan sólarhrings yrði afhent svar frá forsetanum til Krustjoffs við bréfi hins siðarnefnda, þar sem hann krefst þess, að her Banda- ríkjanna verði þegar fluttur á brott frá Formósu-svæðinu. í bréfi þessu tók Krustjoff einnig fram, að árás á Kína yrði hiklaust skoð- uð sem hein árás á Ráðstjórnar- rikir., Konungsheimsókn- in í Danmörku NTB-Kaupmannahöfn, 12. sept. í gær sigldu konungar Danmerk- ur og Noregs við mikla viðhöfn, lúðrablástur og fallbyssudyn inn Kattegat og Eyrarsund á konung- legum snekkjum. Fór Danakonung ur út á Kattegaf til móts við Ólaf Noregskonung, er hann lagði leið sina í opinbera heimsókn til Dan merkur ásamt Ástríði prinsessu. Tugþúsundir Dana hylltu Ólaf, er hann steig á bryggju í Kaupmanna höifn. í dag héldu þessi hátíðleg- heit áfram og var farið með Ólaf og Ástríði að skoða merkisstaði, meðal annars til dómkirkjunnar í Hróarskeldu, þar sem Ólafur lagði biómsveig að legsteinum forfeðra sinna. í nýjasta hefti hins víðkunna tímarits Time, sem hingað barst í gær. er nokkuð rætt um fiskveiðideiluna við ísland og útfærsiu fiskveiðilandhelginnar. Með greininni er birt litprentað kort af íslandi með teiknuðum landhelgisilnum gömlum og nýjum. Fólki til gamans skal hér birtur í Jaus- legri þýðingu kafli úr frásögninni um ,,þorskstríðið“. • • Orlygur Sigurðsson opnar sýningu Örlygur Sigurðsson, listmálari, opnar sýningu á vatnslitamyndum og mannamyndum í Listamanna- skálanum í dag. Það er noklvuð langt síðan Örlygur hefir haldið sýningu, og margir munu fagna sýningu hans nú, ekki sízt manna- myndunum, því að á því sviði er Örlygur mjög snjall og sérstæður málari. í þokurtni „Morgun einn í síðustu viku komu íslenzku varðskipin Þór og María Júlía siglandi gegnum þok- una sunnan við heimsskautsbaug- inn og lögðu að nokkrum brezk- um togurum, sem höfðu lagt net síri um sjö milur út af strönd íslands. íslendingunum ihafði tekizt að koma níu mönnum um borð í togarann Northern Foam, er freigátan Easthourne kom ösl- | andi á mikilli ferð inn á sjónar- sviðið. Mennirnir níu voru fljótt jbiigaðir, og settir í hraðbát og fluttir aftur að Þór. En skipstjór- | inn á Þór neitaði að veita þeim viðtöku á þeim forsendum, að Bretar hefðu beitt valdi til að flytja þá úr togaranum. Með tregðu flutti skipstjórinn á East- bourne íslendingana um borð í sitt eigið skip — ekki sem fanga, 'heldur sem „gesti“ brezku flota- ktjórnarinnar.“ Krókstjakar og axir „Á meðan á þessu gekk lagði María Júlía að togaranum Life- guard með annan skipstökuflokk reiðubúinn til stökks, en sem nú bæði skipin hossuðusl þarna, dæld aðist íslenzka skipið ofan sjávar- borðs af árekstri utan í Lifeguard Frú Guðrún Brunborg í síðustu sýningaríerð sinni hér á landi Stofna'ður sjótSur til aí byggja íbúcJir handa giftum stúdentum við Háskóla Islands Frú Guðrún Brunborg, sem flestir íslendingar þekkja fyrir baráttu hennar og fjársöfnun til aukinna menningar- samskipta Norðmanna og íslendinga, er nú kominn hingað til lands og er að hefja sýningar á nýrri kvikmynd. Segir frú Gtiðrún, að þetta verði 1 síðasta sinn, sem hún efnir til slíkra sýninga og fjársöfnunar. Myndin, sem hún sýnir að þessu r sinni í Stjörnubíói, heitir „Frú i blaðamaður og herra hiismóðir“, : og er gamanmynd, en hefir þó | þann alvarlega boðskap að flytja. að konan vinni þjóðnýtust sörf á ehimili sínu. Þetta er skemmti- leg mynd, sem hefir á skömmum tírna orðið injög vinsæl í Noregi. Frú Guðrún kom hingað að þessu sinni 3. ágúst og hefir síð- asta mánuðinn sýnt Lappakvik- Islendingar vinna „stríðið” með ábreiðuna yfir fallbyssunni” 9 9 „INorges handels og sjöfartstid- ende ' ræðir um fiskveiðideilu Breta og íslendinga 10. sept. á þessa leiö: „IÞað lítur út fyrlr, að íslending- ar imuni hafa betur í styrjöldinni við Brefa um fiskveiðitakmörkin, þegar til lengdar laetur, jafnvel þótt ekki fáist neitt samkomulag og Bretar vilji ekki viðurkentla nýju 12 mílna fiskveiðilandhetg- Ina. Það mun verða neyðin — skort- ur á fiski — sem rekur brezku tog- aratia af miðunum innan þessarar : linu fil rólegri svæða, þar sem ís-1 lemzk varðskip eða brezk herskipl ónáða !þá ekki, og sjómennirnir þurfa ekki að skima hverja stund eftir íslenzku varðskipunum og geta því snúið sér að því að veiða fisk. Þetta hafa íslendingar líklega séð fyrir löngu áður en til átak- anna kom. Þess vegna eru þeir svona undariega hógværir og að- gerðalitlir. Það er einkennandi fyrir ástand ið, að islenzku varðskipin hafa einu fallbyssu sína enn undir á- breiðunni." Islendingene vinner ,krigen' rned kan.onen under presenning t-ru UUUKUlt BKUNDUKU mynd Per Höst á Snæféllsnesi í Dölum og á Vestfjörðum. Keypti tíu herbergi. Frú Guðrún setti sér upphaf- lega það mark að efla húsnæðis- bctst íslenzkra stúdenta við Ósló- arháskóla, og þegar eftir fyrstu fjársöfnun sina hér festi 'hún kaup á 10 herber^jum í stúdentaheim- (Framhald á 2. síðu) og skipstökuflokkurinn var hrak- inn til baka með veifan brezkra krókstjaka og axa, en þar við bættist hótun um að setja í gang slökkvidælur með sjóðheitu vatni úr kötlum Lifeguards." Sekkjapípulög og steinkast „Þegar fréttir af þessuiu ó- sigri án blóðsúthelllnga barst til Reykjavíkur, höfuðborgar ís- lands söfnuðust fokreiðii- borg- arar samaii í niúg' fyrir franian bústað Andrew Gilclirist, am- bassadors Jíietlands og hófu að kasta grjóti og múrsteínum. Inni í húsinu var Gilclirist amb- assador, 48 ára gamall Skoti með Vandyke-skegg, og brást liann við á þatin hátt, að hann fór að Ieika plötur með sekkja- pípulögiim til að yfirgiuefa bróp in frá götunni, og gerði þá at- hugasenid við markhæfni n»úgs- ins, að „ef þeir væru cricket- leikarar, niyndu þeir vera betri skyttur.“ Hann skelfdi einnig' hina óvæi’u landsmenn með því að fara í gönguferð ineð hnnd sinn, þegar ólætin stóðu sem hæst og starði kuldalega á þá af múgnum, sem næstir stóðu. „Þetta er ekkert“, sagði hann kæruleysislega og sneri aftur að bústaðiium sínum nieð brotnu gluggunum.“ Þorskurinn sáttasemjari I síðasta hefti bandaríska tíma ritsins Newsweek er einnig rætt um „þorskstríðið" og spurt: „Tekst þorskinum að sætta deilu- aðila?“ Lýkur greininni svo: „Meðan ‘hnotabitið heldur á- fram, reyna Bandaríkin og Dan- mörk máiainiðiun. (Bretar segj- ast geta fallizt á 6 mílur). En sterlcasta röksemdin til sátta hefir ekki borizt frá liöfuðborguiu Vest- urlanda, heldur úr sjávai-dýúpinu. Gusturinn af (hernaðaraðgerðun- um 'hetir fælt fiskinn burt, svo að enginn hefir aílað svo teljandi sé.“ ' Rauði krossinn fær austurrískt heiðurs- merki Hinn 10. sept. á fundi fram- kvæmdai'áðs Rauða kross íslands Eærði aðalræðismaður Austurríkis á íslandi, Júlíus 'Schopha formanni Tauða kross íslands æðsta helðurs nerki austurríska Rauða kmssins í gulli, sem þakklætisvott til Rauða kross íslands frá austur- -ísku þjóðinni og Rauða krossi áusturríkis fvrir auðsýnda hjálp til ungverskra fióttamanna. Handtökurnar í París íNTBJParís, 11. sept. — 120 Serk ir voru handteknir í París í dag til viðbótar og munu þeir verða fluttir til Alsír til réttarhalds þar. Alls hafa nú verið handeknir 340 menn úr alsírsku frelsishreyfing- unni í París og nágrenni á aðeins tveim dægrum. Vegum hefir víða verið lokag og ströng varðhöld höfð á öllum mannaferðum bæði dag og nótt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.