Tíminn - 18.09.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.09.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, fimmtudaginn 18. september 1958. (®| Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmíðjan Edda hf. fslendingar víkja ekki frá tólf mílna mörkunum í RÆÐU þeirri, sem Ey- steinn Jónsson fjármálaráð herra hélt um landhelgismál ið á fundi Framsóknar- manna á Akranesi s.l. sunnu dag, dró hann mjög glögg- lega fram nokkur meginat- riði málsins. Einkum lagði hann þó áherzlu á eftirtalin atriði: Margar þjóðir hafa fœrt út fiskveiðimörkin einhliða en engin mœtt ofbeldi. nema sú eina vopnlausa. íslendingar munu standa saman um 12 milurnar og sigrast á ofbeldinu. Það mun sýna sig} að það var rétt, sem ríkisstjórnin aleit fyrir 1. september, að þetfð er eklci hœgt að fiska til langframa undir her- skipavernd. Við trúum því ekki, að brezka stjórnin hafi al- menningsálitið í Bretlandi með sér í því að beita vopn lausa vinaþjóð ofbeldi og við vitum að slíkt helzt alls ekki uppi til lengdar. Hvort sem baráttan í þessu máli varr lengur eða skemur — og um það veit enginn í dag — þá munum við sigra vegna þess að við höfum sanngirnina okkar megin. JAFNFRAMT því, sem ráð'herrann rifjaði upp þessi meginatriði málsins, rakti hann sögu þess og þó eink- um sóknina fyrir útfærslu landhelginnar, en segja má, að hún hafi fyrst hafizt af fullum þrótti eítir að Fram- sóknarflokkurinii ákvað á flokksþingi sínu 1946 að beita sér fyrir uppsögn brezka landhelgissamnings- ins, en í framhaldi af þeirri ákvörðun, fluttu Hermann Jónasson og Skúli Guðmunds son tillögu um uppsögnina á Alþingi í janúar 1947. Síðan hefur sóknin staðið bæði inn anlands og utan. Mikið á- vannst með útfærslunni 1952 en hún var þó hvergi nærri fuilnægjandi. Þrátt fyrir það var ákveðið að fresta frekari útfærslu fram yfir Genfar- ráðstefnuna, en lengur var ekki hægt að bíða. Rikis- stjórnin tók því ákvörðun á síðastliðnu vori, í trausti þess að hún heföi þjóðina að baki sér, eins og líka er kom ið á daginn. RÁÐHERRANN vék nokk uð að hinni furðulegu fram komu forkólfa Sjálfstæðis- fiokksins. Honum fórust orð á ;þessa leið: „Að tilhlutan rlkisstjórn- arinnar var skipuð samvinnu nefnd allra þúngflokkanna um málið. En stjórnarand- staðan fékkst því miður ekki til þess að taka upp raun- verulega samvinnu. Forusta Sjálfstæðisflokks ins fékkst ekki til að taka afstöðu til tillögu stjórnar- 1. sept. með eða móti og bar ekki fram neina tillögu um ákveðna útfærslu, og þaðan flokkanna um útfærslu frá af síður um það, hvenær út- færslan skyldi framkvæmd. Sjálfstæðisflokkurinn vildi sýnilega vera laus við alla ábyrgð, en með óákveðnu tali um grunnlínur, án þess þó að láta nokkuð uppi um, hvern- ig þær grunnlínur skyldu liggja, frekari viðtöl og drátt, átti að halda opnum mögu- leika fyrir flokkinn til yfir- boða síðar, ef vel tækist með útfærsluna. Og til þess að geta sagt, ef erfiðleikar kæmu í ljós og þungt yrði fyrir fæti, sem búast mátti við: Sagði ég ekki, svona átti ekki að fara að þessu. Enda sýnir áframhaldandi nudd þeirra nu, svo vel sem verða má, hvers vegna þeir vildu ekki taka þátt í á- kvörðunum um málið. Reynslan sýnir á hinn bóg- inn að þetta nudd hefur alls ekki náð að spilla einingu þjóðarinnar um málið. Og það skiptir mestu. En for- kólfar Sjálfstæðisflokksins halda þessu áfram og því verður að drepa á þetta“. AÐ LOKUM fórust ráð- herranum orð á þessa leið: „íslendingar óskuðu þess fyrst og fremst, að málið leystist á friðsamlegan hátt. Allt hefir verið gert til þess að svo mætti verða. S.l. vet- ur og sumar hefur verið not- að til hins ýtrasta til þess að glæða skilning annarra þjóða á afstöðu okkar ís- lendinga. Utanríkisráðherra og aðstoðarmenn hans eiga ómælda þökk skilið fyrir starf sitt í þá átt. Hversu mikils virði það er má bezt marka á því, að 1. sept. viö- urkenndu allar þjóðir í reynd hina nýju landhelgis- línu nema Bretar. Sá árang- ur er ekki sízt því að þakka, hvernig unnið hefur verið að undirbúningi þessa mikla máls. Með hryggð í huga höfum við séð ofbeldið framið gegn okkur af stjórn Breta. Við trúum því ekki að þetta sé vilji almennings í Bretlandi. Fyrir ofbeldinu munum við aldrei beygja okkur. Með vopnum getum við ekki sótt brezka flotann. En með ein- beittri framkomu sinni hef- ur hinum íslenzku gæzlu- mönnum landhelginnar tek- izt að sýna, það er ekki hægt til lengdar að fiska undir herskipavernd. Þjóðin á þessum mönnum mikið að þakka, einbeitni þeirra og ró, nú þegar mest á reynir. Með samheldninni munum við sigra“. Undir þessi ummæli ráð- herrans má óhætt taka. Með samheldni, stillingu og festu mun hinn rétti málstaður íslands sigra ofbeldið og vinna fullan sigur í land- helgismálinu. Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Ætla Bandaríkin og Kina að leggja í atómstyrjöld um Quemoy og Matsu? New York í sept. 1958. ' Eru tvö sker við Kína- strönd, þar sem búa á að gizka 50.000 manns, verð kjarnorkustyr jaidar? Kjarn- orkustyrjaldar, sem hæglega getur orðið að heimsstyrjöld. Þessa spurningu hljóta tveir menn þessa dagana að taka til alvarlegrar íhugunar og ræða við samstarfsmenn sína, þeir Mao-tse-Tung og Dwight D. Eisenhower. Það eru þeir og þeir einir, sem skorið geta úr þessu máli. Bandarikjastjórn virðist staðráð 1 in í að halda fast við þá ákvörðun sína að Bandaríkin hljóti að sker-1 ast í leikinn ef þjóðernissinnar megna ekki sjálfir að halda velli á Quemoy og Matsu. Þessari á- kvörðun til stuðnings er sú kenn- ing að falli Formósa séu Filipps- eyjar, Síam, Laos og önnur lönd í Suðaustur-Asíu í hættu, og vinni kommúnistar þau á sitt vald verði Indónesía næst í hættu. Þannig muni hvert þessara landa draga ’hig næsta með sér í fallinu. Ein- hvers staðar verði hinn frjálsi heimur að taka til sinna ráða, ell- egar nái kommúnistar yfirráðum yfir allri Asíu, og þess vegna sé æskilegt að vígvöllurinn sé tak- markaður við þröngt svæði eins og Quemoy. Auk þess hljóti menn i lengstu lög að vona að Mao gangi ekki of langt þegar hann finnur að Bandaríkjamönnum er alvara. Það hefur áður gerzt, — einmitt við Quemoy árið 1955. Hætta á heimsstyrjöld Þetta er röksemdarfærsla Dull esar, en veikleiki þessarar stefnu er að Bandaríkin standa ein uppi með hana. Enginn af bandamönn um Bandarikjamnna er þeirrar skoðunar að lífið sé í veði — líf hundruð milljóna manns í öllum löndum — ef Quemoy fellur í hend ur kommúnistum. Joseph Alsop, einn merkasti höfundur Bandaríkjanna um hern aðarefni fullyrð- r að Eisenhow- ’.r forseti hafi ekið þá ákvörð- in snemma í eptember að skerast í leikinn ef bráð hætta væri á því að kommúnistar næðu eyjunum. En forsetinn var mjög hikandi um þessa ákvörðun, og tók þessa afstöðu fyrst og fremst fyrir fortölur Dúllesar sem lcngi hefir talið að Bandaríkja- mönnum beri að marka sér stöðu og segja við kommúnista: hingað en ekki lengra! Einnig hlýtur það að hafa haff mikil áhrif á for- setann að í þessu efni naut Dull- eses stuðnings fjögurra af fimm herráðsforingjum Bandarikjanna. Maxwell Taylor hershöfðingi, her ráðsforingi landhersins, var hinn eini er var annarrar skoðunar. Það sem gerði forsetanum þess ákvörðun sérlega erfiða var vit- undin um að tæpast yrði unnt að komasf hjá ag beita kjarnorku- vopnum ef sjöundi flotinn tæki þátt í bardögum. Hingað til hafa kommúnistar látið sér nægja að halda uppi fallbyssuskothríð á Quemoy frá strandvirkjum sínum. En eyjan er rammlega víggirt og hefir staðizt skothriðina ótrúlega vel. Talið er að til þess að ná eynni hljóti kommúnistar að grípa til enn magnaðri sprengju- árása úr lofti, og þeir eru vel til þess búnir. Á síðustu árum hafa þeir gert sjö flugvelli á meg inlandinu íil móts við eyjarnar, og þar hefir geysimikill floti orrustu Stefna Bandaríkjastjórnar í málum Kína og Fomiósu sætir mikilli og vaxandi gagnrýni og sprengjuflugvéla aðsetur, eða allt að 2000 talsins. Það væri bók- staflega ómögulegt að sigrast á öllum þessum liðstyrk án þess að grípa til kjarnorkuvopna. En það væ.ri í hæsta máta hætlulegt fyrirtæki að grípa til kjarnorkuvopna gegn kinverskum kommúnistum, ekki sízt eftir yfir lýsingu Krústjoffs um ag Sovét ríkin myndu skerast í leikinn ef. Bandaríkjamenn réðust gegn bandamönnum þeirra, Kínverjum. Myndu slík átök aðeins fara fram í fjarlægari austurlöndum eða myndu þau verða að þriðju heims styrjöldinni? Gagnrýni Achesons Eisenhower forseti tók þessa ör- lagariku ákvörðun ekki sízt af því að liann taldi sig hafa einhuga þjóð að baki sér. Og fyrsta hálfa mánuðinn birtust óvenju fá mót- mæli gegn stefnu stjórnarinnar, ef til vill vegna þess ag stjórnin gerði ekkert til að skýra afleið- ingar stefnu sinnar, og ef til vill v'egna þess að þing var ekki komið 'saman og mörg blöð vildu forð ast að kommúnistar kæmust á þá skoðun að mikill ágreining’ur væri um st'efnu stjórnarinnar í Kína. En það reyndist blekking að þjóðin stæði einhuga með stjórn inni i þessu máli. SkyndUega hófst gagnrýmin. Fyrsti gagnrýnandinn var jafn hæfur maður og fyrirrennari Dull- esar í starfi, utanríkisráðherra Trumans um margra ára slceið, Dean Acheson. 6. september gaf hinn hlédrægi Aeheson, þvert á móti vana sínum, út langa tilkynn- ingu, þar sem hann húðfletti eftir- mann sinn fyrir að vera að hrekja Bandaríkin út í styrjöld við Kína, „styrjöld án vina og bandamanna um mál, sem þjóðinni hefir ekki verið gerð grein fyrir og ekki er virði eins einasta mannslífs". Ache- son fullyrti, þvert á móti skoðun stjórnarinnai', að Bandarikjunum væri ekki hinn minnsti hagur í því að afstýra að eyjarnar kæmust undir yfirráð þeirrar stjórnar, er ræður meginlandinu. Sé það satt, sem Eisenhower forseti skýrði frá á dögunum, að Sjang hafi orðið þau „ótrúlegu afglöp á“ að flytja þriðjung hers síns til eyjanna (75.000 manns til Quemoy og 25. 000 til Matsu) ættu Bandaríkin að beita sér fyrir því að þetta lið verði hið bráðasta flutt úr: óverj- andi virkjum. Þessi árás Achesons var aðeins upphaf gagnrý’ninnar. Síðan hafa næstum daglega komið fram radd- ir, er taka í sama streng, og fles't- ir helztu fulltrúar stjórnarandstöð- unnar hafa tekið til máís; allt frá Truman og Stevenson til rikis- stjóra og þingmanna. Forsetinn getur ekki lengur vaðið í þeirri villu að þjóðin sé einhuga um að verja þessi útvirki Sjang-kaj-sjeks. Hugsanleg lausn? Um svipað leyti og árás Ache- sons birtist óvæntur Ijósgeisli í myrkrinu: Chou-en-lai bauð að hafnar skyldu viðræður sendi- lierra Bandarikjanna og Kína til að forðast styrj- aldarátök. En i sjónarmið lun- ; verskra kommún- 5 ista og Banda- ; ríkjamar.na eru svo gerólík, að ekki er létt að sjá hversu. sendi- herrarnir tveir Mao-tse-tung eiga að komast að nokkurri nýti- legri niðurstöðu í viðræðunum í Varsjá. En nú hefir Dulles á blaða mannafundi látið í Ijós' hugsan- legan möguleika til lausnar, sem ætti að vera aðgengilegur fyrir Kínverja, ef ekki af öðrum ástæð- um þá vegna þess að slík lausn myndi tákna mikinn virðingar- missi Bandarikjamanna í Asiu. Og æ fleiri bandariskir höfundar um stjórnmál komast að þeirri niðurstöðu, að kommúnistar stefni ekki fyrst og fremst að því að leggja út í hernaðarævintýri held- ur hinu að sverta Bandaríkin fyr- ir almenningsálitinu rétt í þann mund að Allsherjarþingið á að hefjast í New York, en þar munu (Framhald á 7. síðu) Eisenhower MikiS hefir verið rætt um afrek Friðriks Ólafssonar í skák í bíöð- um hér að undanförnu og hið einstæða afrek, sem hann vann í Portoroz, þar sem hann hlaut hæsta hlutfallstölu gegn stór- meisturum og kandidötum móts- ins. Fyrir þennan árangur vill nú Skák- i samband íslands „verðlauna“ Friðrik með því að fá að halda kandidatamótið hér heima næsta vetur, og mun fulltrúi þess, Frey- steinn Þorbargsson, hafa borið fram slíka tiilögu á þingi alþjóða ská'ksambandsins, sem haldið var í Júgóslafíu á svipuðum tíma og svæðamótið í Portoroz. Ekki er enn vitað um úrslit í því máli, en nokkrar líkur munu til' þess, að alþjóðasambandið hafi hug á því að láta mótið fara fram hér. Vissulega væri ánægjulegt, að fá að sjá alla þessa miklu meistara skáklistarinnar, eins og Smyslov, fyrrverandi heimsmeistara, Ker- es og undrabarnið Fischer, og hvað þeir nú allir heita, í keppni hér, en ég held að Skáksamband- inu íslenzka hafi sézt yfir tvö þýðingarmikil atriði í þessu máli, sem næstum útiioka það, að hægt sé að halda mótið hér með góðu móti, og svo íslendingar hafi sæmd af. FullyrSa má, aö áhorfendafjöldinn yrði aldrei innan við þúsund á kvöldi, og ef Friðrik næði g'óðum árangri á mótinu, má búast við að sá fjöldi geti margfal'dazt. Og í hvaða húsi á að koma þessum áhorfendafjölda fyrir svo vel sé, og án þess, að skákmennirnir verði stórlega trufiaðir í skákum sínum? Heyrzt hefir að mótið eigi að halda í tveimur húsum, þ. e. að skákmennirnir. tefli á öðrum stað, en skýringar fara fram. En hvernig verður þá með leiki þegar tímahrakið er í al- gleymingi, og má þá ekki búast við, að allt renni út í sandinn? Þetta er örmur hlið málsins, en hin er ekki veigaminni og það er, að Friðrik Ólafsson nær ekki jafn góðum árangri á skákmótum hér heima og erlendis og kemur þar margt tíl, einkum þó, að hann fær efeki frið fyrir alls lœnar spekingum , sem þykjast mikið vita, þegar þeir tala, en árangur- inn er ekki sá sami, þegar að raunveruleikanum kemur. Má í því sambandi minnast á einvígi Friðriks við Larsen og stúdenta- skákmótið, en í þessum viður- eignum var Friðrik langt frá sínu bezta, einfaldlega af þeim ástæðum, sem fyrr eru raktar. Nei, það er aðeins „bjarnar- greiði" við Friðrik að ætla sér að halda kandidatamótið hér heima, og það ættu forvígismenn skáksambandsins að gera sér ljóst strax, áður en lengra er haldið á þessari röngu braut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.