Tíminn - 24.09.1958, Síða 3

Tíminn - 24.09.1958, Síða 3
T í M I N N, miðvikúdaginn 24. septeinber 1958 13 ár á hafsbotni — flaki þýzka kafbátsins U-843 bjargað af 52 metra dýpi — dýrmætur farmur — einn komst af — hinir sennilega kafnað — beinagrindur um borð í meira en 13 ár lá þýzki kafbáturinn U-843 á sjávar- botni í Kattegat á meðan skip frá ýmsum þjóðum sigldu fram og til baka yfir flakinu. Þetta var aðeins einn af mörg um þýzkum kafbátum, sem sokkið höfðu en er fyrir þá hluti merkilegur að er hann sökk, hafði hann meðferðis farm af Wolfram og Mobyld- en, sem metinn er á tug- milijómr króna. Nú hefir kafbát þessum verið náð upp á yfirborðið og hann hefir sína sögu að segja. Báturinn lá á 52 metra dýpi. og var afturendinn litið eitt grafinn niður í botninn. Eftir mikið um- stang tókst um síðir að ná bátnum upp og var hann síðan dreginn til Hanö í Noregi þar sem nú er unnið að því að tæma hann og rannaaka um leið hver afdrif bátsverja hafi orðið. Sökkt af enskri fíugvél? í fyrstu var talið að bátnum hafi verið sökkt af enskri herflugvél en við nánari atihugun kom ýmis- legt í ljós sem virðist benda til þess að það hafi ekki verið hin raunverulega ástæða. Aðeins sára fá göt eftir fallbyssukúlur flugvél arinnar voru á síðunni, en þau voru ekki þess eðlis að þau hefðu getað sökkt bátnum. Enginn um merki um sprengingu hafa fundist svo að sýnt þykir að hér hafi eitt hvað annað komig til. Einn bátsverja komst lífs af, bálsmaðurinn Friedrich Wilhelm að nafni og er hann nú kominn til Hanö til þess að reyna að bera kennsl á leifar hinna 43 félaga hans sgm -unu hafa kafnað af Ástkæra ylhýra . . . Menn hafa jafn an gaman af því að fylgj- ast með nýjungum og hin rx(\ um ýmsu breytingum sem ^ N verða á íslenzku hverju sinni. Það síðasta sem í þeim málum hefir gerzt er að unglingar eru nú sagðir vera farnir að nefna jarðarfarir því virðul'ega nafni „bless-partý“; — Þetta mun vera byggt á þvi að blessað sé við slik tækifæri og er ekki annað sýnna en hér hafi málfræðingar vorir fengið eitt- hvað að hugsa um á næstunni? að borga. Oft er það eina sem maður á eftir þegar skattreikn- ingurinn hefir verið greiddur að fullu er bjargföst sannfæring um að skattarnir séu allt of háir.“ ÍK Vildu vinnufrið. Einhverju sinni var Maurice ’Chevalier inntur eftir áliti hans varðandi það hvers vegna drottinn almáttugur hefði skapað manninn á undan kon- unni. Chevalier kvað það vera aug Ijóst mál, því að vafalaust hefði drottin viljað hafa vinnufrið við sköpunarverkið og þvi eins hefði hann gert það af ásettu ráði að skapa konuna ekki fyrr en síðast! Mörgum (karlmönnum) þykir sem þetta sé gáfulegasta skýringin á þessu umdeilda atriði! A Mlklir skattar. Margur Bandaríkja- maðurinn kvartar undan skattabyrðinni í heima- landi sínu, og er það ekki að ástæðulausu ef marka má ummæli háðfuglsins heimskunna Victor Borge. Borge kom til Danmerkur nú fyrir skemmstu og við það tækifæri var hann inntur eftir því hversu mikið hann þyrfti að borga til hins opinbera. )Aiú, mikU' ósköp, ekki vantar það að maður verði Grípið þjófinn. Maður nokkur í Pittsburgh, Wanner að nafni varð fyrir því á dög unum er hann stóð og var að horfa í búðarglxtgga, að vegfarandi sem ótti þar leið framhjá, hrækti á hann eins og i ógáti, baðst mikillega afsökunar á þessu, dró uþ vasa- klút, þurrkaði vandlega af fötum Wanners, og labbaði burt — með veskið hans. Klókindi. Mikil aida svokallaðra „rokkbuxna“ gengur nú yf . Á-, ir Evrópu. Buxur þessar )yf eru með mjög þröngar r \ skáimar og að sjálfsögðu þurfa þeir sem slíkum bux um klæðast að verða sér úti lim burstaklipþingu til þess að hafa „allt i stíl‘. Lögregian í Austur- Evrópulöndunum hefir átt í miklu stríði við unglinga, sem sækjast mjög eftir þessum bux- um, og eru það nánast talin land ráð og gagnstætt kommúnistisk- um hugsunarhætti að klæðast þeim. Til þess að vinna bug á þessu „Vestur-Evrópu siðleysi" hefir lögreglan í Sofía, höfuð- borg Rúmeníu fundið upp all ný- stórlegt ráð. Þeir sem sjást 1 slík um klæðnaði eru þegar í stað fluttir á lögregiustöðina. Þar er þeim skipað að fara úr buxunum án þess þó að taka af sér skóna, og þeir sem ekki geta það eru umsvifalaust settir í „steininn!" . þegar U-843 sá dagsins Ijós eftir 13 ár á hafsbotni lofdeysi í bátnum. „Guð má vita hvað þeir hafa kvalist lengi“ segir Wilhelm, „kannski nokkra daga eða jafnvel viku.“ | Reyndu aS komast út Sýnt þykir að kafbátsmenn hafi gert tilraunir til þess ag komast út úr bátnum. Wilhelm bátsmaður komst undan þegar eftir árásina en þegar kafbáturinn sá aftur dags ins Ijós eftir 13 ár kom það í Ijós að tvær lúgur höfðu verið opn aðar, áhöfninni hefði engu að síð ur misheppnast undankoman. Allt var á rúi og stú-i undir þilj um bátsins, og ýmislegt hefur fund iat af eigum skipverja, svo sem járnkrossar og verndargripir. Hins vegar er ekki hægt að bera kennsl á neinn einstakan mann, enda af eðlilegum ástæðum því að eftir 13 ár hafði sjórinn ekki skilið ann að eftir af mönnunum en beinin ein. Það var hinn kunni björgunar maður Ditley Lexow frá fyrirtæk inu ,,Nordtrans“ sem fann báltinn og bjargaði honum og að sjálf- sögðu var það hinn dýrmæti farm ur bátsins sem gerði það að verk um að hann var dreginn til hafn ar. Lexow hefur verið inntur eftir því hvort hann hafi á prjónunu’B áætlanir um að bjarga fleiri skip um frá hafshotni. Hann segir að það komi tæpast til greina, því að enda þótt ag minnsta kosti 200 sokkin skip frá slhíðsárunum liggi á botni Kattegat og Skagerak hafi fæsit þeirra að geyma slík verð- mæti að björgun þeirra mundi svara kostnaði. U843 hafi haft sér stöðu vegna þess að hann hafi verið í einskonar flutningaferð með Wolfram og aði'a málma sem ómissandi eru vig hergagnafram leiðslu og er talið sennilegast aö þeim sem að björguninni hafa stað ið muni græðast álitlegur skilding ur á henni. mms ÓL" - 'VT#íi l|||í '*] Heppinn hrakfalla- bálkur ■ JOHN HAY WHITNEY eignir um 80 millj. dollara blaðakóngur Þa3 hefir nýlega vakið mikla athygli erlendis að am- bassador Bandaríkjanna í London hefir gert sér lítið j fýrir og keypt meirihluta hluta brófa í einu stærsta dagblaði Bandarikjanna, New York Herald Tribune, og þá um leið Evrópuútgáfu þess, sem kem- ur úí í París. Ambassadorinn, John Hay Whitney, munaði eiVki inikið urn þetta, enda afj stcrauðugu fólki og sjálfur margfaldur milljónamæring- ur. í heimi blaðamennskunnar voru þessi kaup engar stórfréttir því að vitað var að ekki fyrir allöngu síð an lagðí Whitney mikla fjárfúlgu í fyrirlækið og var það látið líta út sem lán og vinargreiði! Útgáfan var í peningavandræðum um það leyti og þvi hljóp Whitney undir bagga með henni. Framhald á 8. síðu. Bandarísk mynd. Aö'alhiutverk: Jerry Lewis. Sýningarstaður: Tjarnarbíó. Kerlingar eins og Louella Parson og Hedda Hooper grétu fögrum tár- um yfir skilnaði þeirra Dean Mar tin og Jerry Lewis. Sundurhlaup þeirra var á við meðal jámbraut- arslys, en menningarlega séð var þa'ð gott slys, engu síður en góð skipsströnd gátu hent á fjörum undan Suðursveit. Jerry Lewis er sem sagt orðinn einn á báti og myndir hans því orðnar allt að helmingi minna vitlausar en þær voru. Þarna ieikur hann kunna mynda- sögupersónu, Sad Sack, sem ei' hálfgerður vandræðagemlingur. Fyndnin í þessari mynd er eink- um fyrir þá, sem hafa látið skrá sig í her. Kátlegt agabrot verkar ekki ýkja merkilega á okkur, sem aldrei höfum þurft að vera með handapat vegna þess að ein- hver væri okkur æðri •— í klæðn- aði. Þá má hlæja að sumu þarna, einkum vegna þess að Dean Mart in er ekki leugur til að koma manni í fýlu. I. G. Þ. Sendiboói keisarans Frönsk mynd. Aðalhiutverk Curd Jurgens, Geneviéve Page. Mynd- in er byggð á samnefndri sögu eftir Jules Verne. Sýningarstað- ur: Trípóllbíló. Frökkum hefir verið margt betur gefið en að búa til stórmyndir af því tagi sem þessi er, þar sem blandað er saman hernaði, mann- raunum og braðvísi, en ástir látn ar lönd og .leið að mestu, og því síður að verið sé með viðamiklar sálgreiningar eða fáklaMd að- skotadýr í hjónarúmum máttar- stólpa borgarlegs lífs. Maður þarf að fara erinda tiltekins keisara frá Moskvu til Irkutsk. Ýmis ljón eru á veginum. Feofar Khan er með uppsteit og herjar í Síberíu, vötn eru mörg og ströng og bjarndýr og óveður valda töf- um. Hins vegar skal hafa hrað- ami á, því að enginn annar en bróðir keisarans situr í Irkutsk og má búast við dauða sínum af hendi hins arma skúrks Feofar Khan. Sendiboðinn er ieikin af Curd Jurg- ens og má þola margar raunir á ferð sinni. Verne sýnist þó tak- ast sæmliega að bjarga höfuð- persónu sinni enda kunnur að því að svíkja þær ekki ó miðri leið. Myndin endar svo á því að Fe- ofar Khan hratar af merinni, en það er önnur saga. Hitt er ölhi meiri saga, að mynd þessi er rpS þeim betri sinnar tegundar. Hún er um margt öðruvísi en ým-:ir franskar myndir, sem hér hafa verið sýndar og kemur nokkuð á óvart hvað þaö snertir. Carmine Gallone er leikstjóri og hef ir hann gert marga góða hluti þarna, enkum í hópsenum, sem alls ekki hafa yfir sér þá l.U . rómantík, sem Bandaríltja'; : n eru svo frægir fyrir í ým: stórmyndum sínum. Þá blýiu Curd Jurgens að vekja aíítláim þeirra, sem sjá liann í hlul . t sendiboðaTis. Vertte sér svo v.m það, að verkið í hcild verkc : o sennilega, að því er líkast aö um iieimildarkvikmynd sé að : éi. Myndin er sem sagt mjög góð frá öllum hliðum séð. I.G.Þ. Ef fjórða síðan verður þriðja síða, og þriðja síðan fjórða síða. gæti áttunda síðan alveg eins orðið sjöunda síðan og sjöunda síðan hin áttunda og jafnvel væri hægt að ganga svo langt að fyrsta siðan yrði aftasta síðan, og þá erum við komin út í það að lesa bíaðið afturábak, eins og Kínverjar gera — en svo langt ætlum við ekki að ganga. Hins vegar hefir verið ákveðið að færa hið vinsæla „fjórðu síðu efni" fram um eina síðu, og er það í fullu samræmi við gæði síðunnar, en henni er auðvitað „alltaf að fara fram". Svo er það líka veigamikið atriði, að myndir prentast miklu betur á þriðju síðu en þeirri fjórðu og eins og lesendum blaðsins er kunnugt, hefir alltaf verið mikið af myndum á fjórðu síðunni. Það má því vera þeim gleðiefni að fá myndirnar framvegis betur prentaðar á 3. siðunni. Annað er líka til hægðar- auka samfara breytingunni — það er einni síðu færra að fletta tii þess að komast að uppáhalds efninu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.