Tíminn - 24.09.1958, Side 9
T í iVI IN N, miðvikudaginn 24. september 1958
að líða. Eg tók marghleyp
una upp úr vasanum. Gikkur
inn var fastur, og mér fannst
líða heil eilífð, meðan ég var
að losa hann. Eg þrýsti á ör-
yggislásinn, og greinilegur
smellur heyröist. Mér létti viö
hljóðið. — Þetta verður ekki
mörgum öðrum en mér til á-
nægju, en ég mun hafa gaman
af því, sagði ég.
— Þér eruö brjálaðir, sagði
Pell á læknisvísu. — Þér eruð
'ekki með réttu ráði.
Eg hafði í hyggju að skjóta
hann í mitt brjóstið undir hök
unni, þar sem saumurinn á
gamaldags náttskyrtunni
kom við föit holdiö/ Því néest
ætlaði ég að hleypa af áftur
á sama stað, til að vera viss
í minni sök. -a. jæja, yður
tókst áð eyðileggja Homer Ad
am, sagöi ég. — Þér hafiö
gengið duglega til verks. Og
það Vár leiðinleg slysni! Mjög
sorgí'egt slys!
— Nei, það var ails ekki slys
sagði Pell.
— Eg veit, að það var ekki
slys. Þér eyðilögðuð Homer Ad
am ög alla aðra karlmenn af
ásettu ráði, alveg eins og ég
hef í hyggju aö skjóta níu
millimetra kúlu í gegnum yð
ur af ráðnum hug.
Hann hallaöi sér aftur á
bak. — Gott og vel. Hleypið
af, sagði hann. Hann kreppti
gulleitar, skorpnar hendurn
ar, spennti greipar og endur
tók: — Hleypið af. Eg er
þreyttur. Eg er ákaflega lú-
ihn ög get ekki meira. Það
skiptir engu, hvort ég dey
núna eða lifi í nokkra mán-
uði eða ár. En góðfúslega sjá
ið til þess að ég deyi, þegar
þér skjótið, því aö ég vil helzt
ekki deyja hægum dauðdaga.
Eg hafði ekki búizt við þess
um orðum hans. Hann talaði
þver öfugt við það, sem hann
hefði átt að gera. — Hvað haf
ið þér og starfsbræöur yðar
á rnóti mannkyninu, sem kom
ykkur til að gera þetta?
sþurði ég.
Dr. Pell stundi. — Móti
mannkyninu? Eg hef sannar
lega ekkert á móti mannkyn-
inu. Eg veit', að þér -leggið ekki
trúnað á þetta, og með tilliti
til þess, sem yður er kunnugt
— eða öllu hefdur því, sem ýð
ur er ekki kunnugt — get ég
trauðla láð yöur það. Gjöriö
svo vel, skjótið mig.
Skammbyssan fór aö þyngj
ast i hendi mér, og mér fannst
ég ákaflega hlægilegur, þar
sem ég stóð þarna og ógnaöi
öldungnum með lífláti. Eg.lét
vopnið síga. — Mér er þetta
ekki vel Ijóst. Þér viðurkennið
að tilviljun hafi ekki valdiö
því, að Homer Adam varð ó-
frjór, og þó segið þér-------
— Auðvitað varð hann ekki
ófrjór af tilviljun, sagöi dr.
Pell og brá fyrir reiði í rödd
h'an.s — Hann gerði það sjálf-
ur
— Hann gerði það sjálfur?
v— Já, þaö má kornast þanh
I ig að orði, að hann hafi fram
, iö kynferðislegt sjálfsmorð.
| Mér hafði ekki komið þessi
j möguleiki í hug. En hugsan
legt var það, og mér var ljóst
að ég gæti ekki drepið Pell
fyrr en ég væri búinn að kom
ast til botns í þessu. Eg stakk
| marghleypunni í vasann og
vissi um leið, að ég mundi
aldrei skjóta Pell og sagði:
— Segið mér allt af létta.
—Það er svo hörmulegt og
óljóst, að ég vil helzt ekki
ræða um það, sagði Pell. _ Eg
kýs langtum heldur, að þér
skjótið mig, þvi að ég verð
vitskertur, ef ég þarf aö skrifa
greinargerð um atburðinn.
— 'Hvað er svöha hörmulegt
og óljóst?
Pell sá, að engin líkindi
voru til þess, að ég mundi
skjóta hann og sagði mæðu-
lega: — Jæja, ég verö þá lík
lega að skýra yður frá þessu,
því að ég býst ekki við, að þér
farið héðan fyrr en ég hef
gert það. Fyrst skal telja alla
skriffinnskuna. Eins og yður
mun kunnugt, þurftum við
aðeins á Adam að halda í
nokkra daga til tilraima, en
mér tókst ekki að fá því fram
gengt. í stað þess var ég
neyddur til að taka þátt í
fundum og samkomum. Eg
held, að um samsæri hafi ver
ið aö ræða.
— Það var ekkert samsæri.
Það var einungis það, sem við
eigum að venjast, sagði ég.
— Alls staðar uröu tálman
ir í vegi, hélt Pell áfrám. —
Menn vöktu á næturna til að
finna upp ástæður fyrir því,
að við gætum ekki hafið til
raunirnar.
— Eg skil, hvað þér eigiö
við.
— Við vorum þolinmóðir.
Loks höfðu öll ráð og nefndir
samþykkt áætlanirnar og Ad-
am vai- fenginn okkur í hend
ur. Hann var hinn rólegasti
og við ágæta heilsu. Við gætt
um ýtrustu varúðar, þvi aö
fjöldinn af þessum tækjum
og áhöldum varpaði frá sér
geislum, sem við teljum, aö
hafi valdið Missisippi-spreng
ingunni. Fyrsta verk okkar
var að vara Adam við því aö
fara inn á tiltekin svæði eða
vera við ákveðnar vélar.
— Nú?
— Hann var mjög slunginn.
Hann beið, þar til við vorum
önnum kafnir við eitthvað
annað — mig minnir, að við
höfum verið að athuga ljós-
myndir — og laumaðist þá
burt. Hann haföi gert sig
rækilega ófrjóan, þegar við
komum að honum. Hann má
hrósa happi, að hann skyldi
ekki deyja af því.
— Eruö þér vissir um þaö?
—Já, því miður leikur eng
inn vafi á því. ViÖ rannsökuö
um hann ýtarlega. Þetta var
það hörmulegasta, sem fyrir
mig hefur komið á ævinni.
Hvers vegna gerði hann það?
Eg kvaðst ekki vita það, en
ég skyldi komast að því. Eg
byrjaði að stama fram" af-
sakanir við dr. Pell á því, aö
ég hefði ætlað aö skjóta hann,
en fannst það svo bjánalegt,
þegar til kom, að ég lét mér
nægja að segja, að mér þætti
leitt, að þetta hefði farið á
þann veg og ég vonaöi, aö
hann mundi brátt ná sér.
Eg fór með kvöldlestinni til
Terrytown og tók leigubíl það
an til umsjónarmannshússins
við Rosemere. Vegsummerki
fréttaritaranna sáust, því að
hrúga af notuöum magníum
ljósperum var á tröppunum.
Eg braut heilann um, hvort
Adam hefði sagt þeim sann-
leikann, því aö vafalaust
hafði honum verið skýrt frá
hvaö hann mætti segja, áöur
en hann fór frá Washington.
Homer opnaöi fyrir mér.
— Steve! hrópaði hann og
lagði grannan handlegginn á
öxl mér. — Eg var einmitt a'ð
furöa mig á, hvenær þú mund
ir koma. Eg er feginn að sjá
þig. Mary Ellen, hrópaði hann
— Steve er loksins kominn.
Hún kvaðst vera aö skipta
um á Elanor litlu og kæmi eft
ir stmidarkorn. — Við höfum
orð'ið að segja frú Brundige
upp, síðan við hættum í þjón
ustu ríkisstjórnarinnar. Hún
kemur nú aðeins tvisvar í
viku.
— Jæja, skýrðu mér frá því,
hvers vegna þú gerðir þetta’
meðan við erum hérna í ein-
rúmi, sagði ég.
Homer settist snöggiega.
Hinir löngu spóakríkar hans
kiknuðu undan honum á
þessu taugaæsandi augna-
bliki. — Hvernig veizt þú það?
spurði hann. _ Eg gerði mér
vonir um> að enginn kæmist
að því. Það er leyndarmál.
Þeir sögðu, að það væri helg'
asta leyndarmál, sem mundi
koma af stað fáránlegustu
hviksögum, ef þaö bærist út,
og fjöldi manna verða ásakaö
ir um vanrækslu. Eg vil ó-
gjarnan að nokkur komist í
vandræði þess vegna.
Kærðu þig kollóttan um
það, sagði ég. — Það ggtur
ekki komið neinum í koll. Eg
hef aðeins rætt við dr. Pell.
Eg ætlaöi einmitt að fara að
skjóta dr. Pell, því að ég hélt,
að hann hefði gert þig ófrjó
an af ásettu ráöi. Þá sagði
hann mér, að þú hefðir gert
þaö sjálfur.
— Já, ég gerði það, viður-
kenndi Homer.
— En hvers vegna? Var það
til að ná þér niðri á Kötu?
Homer bandaði í áttina til
stigans. — Ekki svona hátt,
varaði hann mig við. — Mary
Ellen hefur ekki hugmynd um
aö neitt alvarlegt hafi veri'ð á
milli okkar Kötu. Hana gæti
grunað eitthvað, ef hún heyr
ir þig tala um hana.
— Vertu óhræddur. Eg skal
gæta mín, svaraöi ég og hló
með sjálfum mér að einfeldni
karlmanna yfirleitt.
— Nei, það var ekki Kata,
sagði hann lágt og hásróma.
— Eg hélt — ég hélt ef til
vill, að þú værii’ enn hefni-
gjarn eftir því sem þú talaðir
um kvenfólk.
— Sei, sei, nei. Eg er bú-
inn að ná mér eftir þa'ð, sagði
Homer. — Mannstu ekki eft
ir, aö þú sagöi, að sérhver karl
maöur léti hafa sig að fífli
einu sinni á ævinni
— Þú hefur þá verið orðinn
þreyttur á öllum þessum töfr
um, sagði ég og minntist orða
Pell um erfiöleika hans.
0
^ltiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiL)
Tilkynning
=i
frá Bæjarsíma Reykjavíkur fi
Athygli áímnotenda skal vakin á því að allar úpp- |i
lýsingar varðandi númerabreytingar og ný síma- |i
númer eru gefnar upp í nr. 03 en ekki í nr. 11000. |i
Nr. 11000 gefur samband við hinar ýmsu deildir fí
og starfsmenn pósts og síma eins og tíðkazt hefir. |
Símnotendur eru vinsamlegast beðnir að klippa út |j
auglýsinguna og festa við minnisblaðið á bls. 1 f ||
símaskránni.
aimimmimiiimiiimimitmiimiiimmiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!immiimiiiiiiimmmiiiimiiiniiiiii
Bezt er að auglýsa í TÍMANUM
^VVWWW.WVWJWWWWVWWWVWWWW^
í
Innilegasta þakklæti flyt ég öllum vinum mínum
:« fyrir gjafir og heillaóskir á 70 ára afmæli mínu
í 11. þ. m.
Skúli Guðmundsson,
Bræðratungu.
Ú
í
%V.V.V.V.V.V.V.W.V.,,SWA,.%V.V.V.,AV,'.V%VWWW
NW.'.W.V.V.V.V.’.V.V.W.WAVAWAWAV.WVWW
Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum l]
.; gjöfum, blómum og skeytum á 75 ára afmæli mfnu
I; nær og fjær, sem glöddu mig með heimsóknum,
íj 18. sept. og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
í Guð blessi ykkur öll.
í
■; Guðmundur Guðfaugsson
I; frá Hallgeii’sey.
W.V.V^VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.V.W.V.VAÍVI
HJARTANS þakkir til allra þeirra mörgv, er sýndu samúð 09
vinarhug við fráfall 09 jarðarför mannsins míns
Páls Guðmundssonar,
Hjálmsstöðum.
Fyrir mina hönd og aettingja,
Rósa Eyjólfsdóttir.
Móðir mín
andaðist 23. þ. m.
Geirþrúður Zoega
Fyrir hönd aðstandenda
Geir H. Zoega.;
Utför
Sigurðar Ólafssonar
frá Heilishólum í Fljótshlíð,
fer fram frá heimili hans, fösfud. 26. sept., og he'fst með húskveðju
kl. 1 síðd. Jarðsett verður að Hlíðarenda.
Eiinborg Ólafsdóttir
og fósturbörn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Ásmundar
sonar okkar.
Heiga Jósefsdóttir
Jón Guðmundsson, Melstöðum.
Utför
frú Georgíu Björnsson
fer fram frá Fossvogsklrkju miðvikudaginn 24. september kt 13,30.
Aðstandend ír.