Tíminn - 30.10.1958, Síða 9

Tíminn - 30.10.1958, Síða 9
TÍMJINN, finimtudagiim 30. október 19S8. fhftt tij & lK. Cíattifl : 26. dagur — Láttu sem ekkert sé, g|eymdu ráðskonustarfinu ándartak, Katharine, vertu ekki að minna mig á, að þér sé borgað kaup fyrir að gera þetta eða hitt. Fáöu þér sæti og- eitt glas af víni eöa sígar ettu. — Hugsaðu þér, ef frúin kæmi nú aftur. — Það er engin hætta á því, ég þekki hana. Eg veifc það nákvæmlega af áralangri reynslu, hvernig hún hagar sér. Katharine tók af sér svunt una og settist hikandi. Hið stutta sumar var orðið a!5 (hjrásiagaDegu hausti, og úti var kalt og drungalegt. En hér innan þykkra glugga tjalda varð svo notalegt viö hlýjan arin, hugsaði Katha- rine með sér. — Manstu, þegar þú drakkst'fyrsta vínglasið með mér, Katharine? Manstu eft ir fyrstu sígarefctunni? — Já, það var í litla veit ingahúsinu handan vatnsins. — Við misstum af bátn- um — manstu eftir því? — Já, en ég vil ekki — vil ekki muna eítir því, Pliilip — herra Mason. — Hvers vegna ekki? Líf þitt hefir varla verið svo við burðaríkt að þú getir gleymt svo notalegum stundum. Raunar er líf mitt ekki svo hamingjuríkt heldur. Eg er að vísu kvæntur einni fall- egustu konu borgarinnar, og mér hefir gengið vei í viðskipt unum, en það er ekki nóg. Eg heimta meiva — og það fæ ég ekki. Eg verð þvi að láta mér nægja að rifja upp viðburði þeirra daga, er við vorum saman Rödd hahs var bitur. Katha rine reyndi að harka af sér samúðarkerindina með hon um. Hún var búin að vera nógu lengi í þessu húsi til- þess að skilja, að hjónaband þeirra Valarie og Philips var ekki eins og þaö átti að vera. Kona hans elskaði hann ekki. Hún hélt, að hann væri á- nægður með ástandið eins og það var, af þvi að hann möglaði ekki, en það var sið- ur en svo. — Jæja, cf þér þykir gam an að rifja upp gamlar minn ingar, getur enginn bannaö þér það, sagöi hún. — O, þessar minningar eru ekki svo gamlar. Katharine — aðeins þriggja ára, þótt mér finnist stimcíum, að þær séu að minnsta kosá liundrað ára. Eg var satt að segja nærri búinn að gleyma þessu öllu, þegar þér skaut hév app aftur — ég hafði jafnvel gleymt nafni þínu. Finnst þér þaö fyrirgefaniegt? — Já, það er svo auðvelt að gleyma, þegar hjartað er ekki með í leiknum, býst ég við, sagði Katharine lágt. Hann leit snöggt á hana. •— Þú skildir það — og léíit þér þaö lynda. Hún kinkSÖi kölli. — Eg krafðizt ek'ki mei:a en þess, sem hamingjan ' viidi unna mér. Eg greip þafi tveim hönd um og var þakkmt fyrir það — og er bað enn., j — Ög svo yfifgafstu mig áður en tilr árekstra kæmi milli okkar?" Aðeiris ein kona, af hverjum þúsunct á hátt-' vísi til þess.' Þú igætfcir þess að eyðileggja ekki ævintýrið, Katharine. Eg skildi það sið ar, en þó fann.st mér hálft í hvoru, að þú hefðir leikiö á' mig. Eg taldi mér, trú um, að þú hefði elskað mig meira en þú gerðir. Karlmenn eru aul ar og ómerrni, Kátharine. Hún sat þögul. Harm starði' í eldinn og dauft bros lék um varir hans. — Manstu eftir- kvöldunum úti á Zurich-vatrii? — Já, ég man þau vel. i hans augum hafði þetta aðeins verið marklaus dægra- dvöl. Gat það verið satt? Hann háfSi sagt það hrein- skilnislega. Vorrf karlmenn svona gerðir? í hnnnar huga i var þetta Paradís á jörðu —! ekkert minna, og minningin um hana var eilíf eins og stjörnurnar. ? Einhvers staðar hafði hún nýlega lesið þessí orð: Ástin er lífið sjálft í vituncl kon- unnar, en hún er;aðeins auka atriði í lífi karlmanna. Það mundi. verða henni lítt bærileg raun að búa í sama húsi og Philip — sjá hann oft á dag, vera í návist hans og heyra rödd hans'j án þess aö mega njóta hans3í nokk.ru — vera aðeins viþnukona á heimili hans. En verra var þó að sjá það daglega, hve óhamingjusamur hann var og geta í engu bætt úr því, vita að kona hans, hin fagra Valerie, dvaldd föngum hjá öðrum manni oé lét eigin- mann sinn einan eftir í um- sj á vinnuKonunnar. Katharine vaknaði af þess um dapurlegu húgsunum við það, að hann sagöi: — Abba- dís, það er gott að mega spjalla við greinda konu án þess að veröa aö smjaðra fyr- ir henni eða daðra viö hana. Flestar konur rœða aðeins um sjálfa sig. Þeim er nautn að því að vita, aö karlmenn dást að fegurð þeirra. Þú ert laus við þann veikleika, Kathajrine, og engin kona, sem ég þekki ,hugsar minna um sjálfa sig en þú. Þetta er .mér sannarlega nýnæmi. Þaö hlýtur að vera eitt af því eftir sóknarverðasfca hér í heimi að geta notið vináttu greindrar konu, án þess að ástarfcilfinn ingar séu meö í leiknum. — Heldurðu, aö siik vinátta milli karlmanna og konu sé möguleg? — Það getur verið, en ætli það væri ekki hætta á því, að karlmaðurdnn vrði ástfang- inn af konu, ;sem hann er 9 samvistum við og fellur svo vel í geð? sagði Katharine. — Það er undir konunni komið. Hún verður að vera óásjáleg, sneydd ytri frei.st- ingum, sem karlmönnum eru hættulegastav. — Ef ég væri gæfct slíkum eiginleikum, mundi ég kann- ske sækja um starfið hjá þér, sagði Katharine og vottaöi nú fyrir þeirri kímni, sem Philip hafði metið mest áður fyrr. — Þú hefir þegar sótt um starfió og fengið það, abba- dís. Eg ætla að leyfa mér að líta þig sem slíka vinkonu Philips Masons, ekki venju- lega vinnukonu eða ráðskonu, sem er aðeins á snærum hinn ar fögru frúar minnar. — Eg er því vönusfc að vinna heimilisstörfin, sagði Katliarine. Þau eru vel til þess fallin að láta fólk gleyma því, sem dapurlegt er. — Hefir Jif þitt verið mjög dapurlegt, Katharine. — Eg hef líka átt minar ánægjustundir. — Er það, Katharine? Áttu kannske við vikurnar fjórar, sem við áttu'n saman í Svís.s? — Já, og fjórar vikur geta verið meira virði en löng ævi. — Drottinn minn dýri, var það kannske ég, sem átti hlut að því að gera lífið bjartara? — Það er ef til vill ekki þannig. Þegar maöur er því vanastur að myrkrið grúfi um hverfis, getur daufur ljós- bjarmi stungið svo í augu, að piiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiimniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii 1 U nglingaskólinn að Reykhólum a =3 3 3 1 verður að forfallalausu í vetur, mánuðina janúar —marz 1959. — Námsefni, verklegt og bóklegt, 1 verSur aS mestu leyti hiS sama og í fyrstu bekkj- §j um gagnfræðaskóla. Unglingaskólinn er þriggja mánaða heimavistar- 1 skóli og.nýtur styrks af opinberu fé. Nauðsynlegt er að umsókn um skólavist berist §j fyrir miðjan nóvember. Því takmarka verðúr 1 fjölda nemenda vegna húsnæðisskorts. Allar upplýsingar veitir skólastjórinn, Sig. Elías- | son, tilraunastjóri, Reykhólum, og skulu umsóknir 1 sendar til hans. § Skólastjómin 1 lllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIB uiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiimiiiiiiMiiiiiiiuiiimimiiiiiiiiiiiíimiiiijiiiiiiiiiii I Bændur - kaupmenn I I - kaupfélög | 3 3 3 Viljum kaupa íslenzka reiðhesta, (hryssur) 7—8 i '3 vetra til útflutnings til Hollands. 3 = Æskiiegt að ætfarskrár hrossanna fyigi. = 3 Verðtilboð sendist í pósthólf 1211, Reykjavík. 1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniinimii BOKMENNTIR II. ARG. - ÚTGEFANDI: BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS - 1. TBL. GSæsilegt rit um þjóðhátíðina 1874, prýtt rúmlega 150 myndum Fyrir skömmu kom á bókamarkaö mjög veglegt rit um þjóðhátíðina 1874. Segir þar frá hátíðahöldum í ölliun sýslum landsins. Höfundur ritsins er Bryn- lcifur Tobíasson. Bók sú, sem hér um1 j ræðir, hefur að geyma 1 glögga og -greinargóða lýs- ingu á aðdraganda þjóð- hátíðar, hátíðaliöldunurr sjálfum og þeirri miklu þjóðlífsvakningu, sem varð um jressar mundir. Skýrt er frá komu Kristjáns konungs IX. hingað til lands „með frelsisskrá í föðurhendi", ferð hans auslur um sveitir, aðal- hátíðinni á Þingvöllum og þjóðhátíðarhaldi í öllum sýslum landsins. í bók- inni birtast myndir af fjölda manna, er koma við sögu, ljósmyndir frá konungskomunni og há- tíðahöldunum, myndir af ýmsuni spjöldum og merkjum, er uppi voru höfð, góðum gripum, er þjóðinni voru gefnir, skrautrituðum ávörpum o. fl. Þá hefur bókin og að geyma allmargar myndir eftir erlenda lista- menn, sem sóttu ísland heim í tilefni hátíðarinn- ar. — Ymsar þessara mynda hafa aldrei vexúð birtar > fyrr en nú. Fjórtán ár eru síðan höfundur hófst handa um söfnun efnis í bók þessa. Ritaði hann þá allmörg- unx mönnum víðs vegar urn land, er vel mundu atbui'ðina 1874, og fór þess á leit að þeir skýrðu frá þjóðhátíðai'mirniingum sínunx. Svör bárust frá 30 mönnum úr ýmsum landshlutum. Þessir menn eru nú flestir látnii', en fi'ásagnir þeirra birtast i bókinni og auka verulega gildi hennar. Kristján konungur IX. Bók þessi er í sama bi-oti og í'it þau, sem út hafa verið gefin um Al- þingishátíðina 1930 og Lýðveldishátíðina 1944. Kostakjör Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins njóta ekki aðeins þeirx-a hlunninda, að fá félagsbækurnai' við mjög vægu verði, heldur er þeim einnig gefinn kostur á að fá aukabæk- ur útgáfunnar með um 20% afslætti. Eftir því sem útgáfa aukabóka fær- ist í vöxt, eftir því eru þessi hlunnindi mikil- vægari. Skal vakin at- hygli á því, að þeir fé- lagsmenn, sem kaupa 5 helztu aukabækur útgáf- unnar í ár, fá afslátt af þeim sem nemur heldur hæri'i upphæð en félags- gjaldið er. Fyrir félags- gjaldið fá þeir sex bækur, samtals um 1300 bls. að stærð. Gerizt áskrifendux' og njótið þessara mikilvægu hlunniixda. Félagsmenn, kaupið jólabækumar hjá eigin forlagi og sparið með því fé! Afgreiðslan er að Hvei'fisgötu 21 í Reykja- vík. Umboðsmenn hefur útgáfan um land allt. Höfundur Njáfu Meðal útgáfubóka vorra í ár er rit Barða Guð- mundssonar þjóðskjala- varðai', Höfundur Njálu. Hefur nokkur hltrtl rits- ins áður birzt í blö'ðunx og tímaritum, en fimm ritgerðii' eru hér prent- aðar í fyrsta sirrn. Bók þessi hefur að geynia stói-merka í'annsókn á einu mesta listaverki ís- lenzkra bókmermta. Hún er mjög vel rituð og víða bi'áðskemmtileg aflestrar. — Skúli Þóiðax'son xrxag- ister og Stefán Pjetursson þjóðskjalavörður hafa annazt útgáfu bókarinnai'. Ritar Stefán greinargóðán irmgang, er nefnist: Hin nýja Njáluskoðxm. . - Félagsbœkurnar 1958 Félagsbækur Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins munu koma út um miðjan nóvember- mánuð. Bækxxmar eru sex, samtals um 1300 bls. Nú eins og í fyrra verður félagsmönnum gef- irm kostur á nokkru val- frelsi. Brátt verður nánar sagt frá ái'bókunum og tilhögun valfrelsisins. „Fró óbyggðum", ný bók eftir Pólma Hanrtessorðý fagur óður til lands og tungu Meðal útgáfubóka Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins í ár er önnur hókin í flokki rita þeh’ra, sem Pálmi Hannes- son rektor lét eftir sig. 1 fyrra kom út bókin „Landið okkar“, safn út- varpserinda og ritgerða, aðallega um ísland, landið sjálft, íslenzkt þjóðerni, sögu og tungu. Bók þess- ari var frábærlega vel tekið, svo sem hún átti skilið. Seldist hún mjög vel, og er upplagið senn á þrotum, þótt stórt væri. Hin nýja bók Pálma „Frá óbyggSum“, hefur að geyma snjallar ferðasög- ur, bráðlifandi lýsingar á íslenzkum öræfaslóðum og allmai'ga kafla úr dag- bókum, er höfundur hélt jafnan á ferðalögum sín- Bók þessi ei’, eins og hin fyrri, rituð á þrótt- miklu og litauðugu máli. Má hiklaust kveða svo áð orði, að hún sé faguv óður til lands og txmgu. Bókin er prýdd ágæt- um myndum, sem Pálmi Hannesson tók á ferða- lögurn sínum. Hún er nokkru stærri en „Laxidio okkar“, í sama broti og hún og svipuð að frágæi^i.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.