Tíminn - 31.10.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N, föstudaginn 31 .október 1958.
a
Þórarinn Jóhannesson og Þórarinn sonur hans, vi3 „trukkinn". Melurinn nær þeim í mitti. (Ljósm.: Tíminn B.Ó.).
„ . . . Nú er búið að stinga
kjaftméli uppí öhemjuna“
— Að horfa á móti honum
yfir sandauðnina er eins og
að horfa á móti hvössum
snjórenningi. Hann hefir
komið af hálendinu fyrir
austan og sunnan Dettifoss,
sem er örfoka að mestu
leyti. — Svo kemur þessi
djöfult úr sandsvæðunum
norðanvið Hólsfjöll, tugi
kílómetra að. Hann getur
komið alia leið sunnanfrá
jökium og er alltaf á skriði
og bætist alltaf í hann þetta
land, sem hann fordjarfar.
Þórarinn Jóhannesson í Kross-
dal, umsjónamaður sandgræðsl-
unnar írá Vestur-Húnavatnssýslu
ti Lónsheiðar, horfði hvasseygur
og veðurbitinn út yfir svarla auðn
Jökulsár. Hann var að tala um
Hóissand.
— Það var bara tímaspursmál,
hvenær hann hefði farið niður
að sjó og Axarfjörður eyðst. í
einu veðri 1954 tók hann spildu
xneð öllum kantinum og lagðist
yfir 400—500 metra.
Það er búið að stoppa hann,
bætti hann við, og röðin er komin
að þess'um stað.
Nakinn leiksoppur storma
Við vorum staddir í Ársands-
girðingunni við aura Jökulsár,
þar sem hún rann síðast 1905.
Girðingarsvæðið er um 60 fer-
Mómetrar; girðingin var sett upp
1938. Um 1500 var stararslægja
á öllu þessu svæði, en Jökulsá
i-ann þá á sveitamörkum milli
Kelduhverfis og Axarfjarðar. Um
1700 varð þetta land jökulvatn-
inu að 'bráð og eftir að áin skipti
enn um farveg, lá þetta gamla
lengjaland , eftir, nakinn örfoka
leiksoppur storma, sem þyrlaðist
sitt á hvað.
Við stóðum á melhólunum, þar
sem sandgræðslus'tarfið er þegar
farið að bera árangur. Grasið
siáði okkur í mitti og bakvið okk-
ur, innan girðingar, var gróið
sléttlendi, vafið kvistum og laufi.
Framundan langir geirar af ný-
sprottnu meígrasi út yfir auðn-
MelgrasiS vinnur á
— Fyrst var sáð hér melfræi
1943—1944 norðanvið kílíarveg
Jökulsár, sagði Þórarinn. Síðan
hefir vorið sáð í 4—10 hektara á
ári, alltaf í belti, og.svo grær upp
Komiíí á Hólssand og rabbaí vi(J Þórarin
í Krossdal
Grávíðishrísla í Ársandsgirðingu
á milli þeirra, þegar sandurinn
hættir að fjúka.
Þessi sandsvæði eru farin að
sjá .sér fyrir fræi. Það má þekja
heil svæði árlega með fræi, sam
skorið er upp innan girðingar.
Sáningar frá 1944—1947 gefa af
sér 170 poka af fræi (18—20 kg.
í pokanum). Skurðurinn kostar 3
kr á kílóið.
— Og hvað sáirðu í mikið á
þessu ári?
— Um 50 hektara hér, og svo
erum við með Vatnsbæj arglrð-
inguna í takinu.
eru 10—20 metra breið. Ilef um
200 metra á milli þeirra, þegar
ég er að byrja á spildunni ,en
þétti þau síðan allt að 50 metra
millibili.
— Ilvað gerirðu ráð fyrir að
það taki mörg ár að græða upp
þetta svæði?
— Ég reikna með 5—6 árum
þangað til hér fer að sjást veru-
iegur gróður og að þetta verði
gróið að mestu eftir 10—15 ár.
Mær vetrinum
„Trukkurinn" veltist áfram út
/fir sandbreiðuna og undirritaður
.purði, hvert förinni væri heitið.
— Ætli við .förum ekki upp á
,-íólssand úr því við erum komnir
íf stað, sagði Þórarinn, ég ætla
jð sýna þér í Biskupstjaldstæði.
Við héldum áfram þvert yfir
.andinn, út úr girðingunni, yfir
jrú Jökulsár, gegnum skógarflesj-
jrnar hinu megin vift ána og upp
j hálendið. Dagsbirtan var í rén-
jn og það var greinilega kaldara
jn niðri á láglendinu. Hér og
ivar sá í snjódíla og hlíðarnar,
■ em báru við loft í áfallanda
-íaustmyrkrinu voru hvítar að of-
anverðu.
— Andskoti er maður nú mikið
,iær vetrinum hórna uppi, sagði
Þórarinn.
Fæi-ðin þyngdist. Við ókum
snjóaða troðningana upp að sand-
græðslugirðingunni og námum
staðar. Þórarinn náði í klaufham-
ar undir bílsætinu og kippti
strengjunum niður. Aftur sett-
umst við upp i bílinn og eftir
fáar mínútur vorum við komnir
niður í dalsbotninn og stigum út.
Margra metra fönn
•— Þetta er Biskupstjaldstæði,
sagði Þórarinn, Hólabiskupar tjöld
uðu hér þegar þeir voru að koma
úr vísitasíuferðum að austan. Það
var vatn í dalnum, kjarr í hlíð-
um og töðugresi. Og svona leit
það út, þegar ég fór hér um 1922.
Nú liggur þetta allt undir djúp-
um sandi, margra metra fönn.
Skyldi þeim ekki bregða í brún,
blessuðum, ef þeir mættu líta
tjaldstæði sitt, varð undirrituðum
hugsað.
En græn nálin stendur upp úr
sandinum.
■— Þetta var grænt yfir að lít.a
í sumar, sagði Þórarinn. Sandur-
inn hefir fyllt svörðinn. en það
kemur upp úr honum næsta sum-
ar hvað hátt sem skeflir. Hér
myndast þéttur jarðvegur.
Við fætur okkar sér í borðvið,
sem hefir verið hælaður niður
með stuttu millibili þvert yfir
dalinn. Það dregur úr sandfokinu.
Kjaftmél upp í óhemjuna
— Hér var girt 1954, sagði Þór-
arinn, og byrjað að sá árið eftir.
Og þá horfði nú þannig um vorið,
að það leit út íyrir að girðingin
mundi st-anda inn á sandauðninni.
Það var sáð mel í 40 hektara og
grasfræi í 20 hektara, e.i máici
heita að sú sáning eyðilegðist
fyrir áfok eða að landið, sem sáð
var í, fauk burtu. Árið eftir var
byrjað á görðunum og þá snerist
vörn í sókn. Nú er svo komið, að
við erurn farnir að taka upp borð-'
in úr yztu göi-ðunum — það sem
tekið var í haust var flutt suður
á Landeyjasand.
•— Girðingin sjálf er 45—48 kíló
metrar á lengd og hér eru um
100 km af görðum, nokkrir með
tvöföldum borðum.
— Aðstaðan....
— Þú sérð þennan dal. Þeir eru
margir hérna í girðingunni. Þegar
sandurinn er komin upp á brúnir,
veltist hann niður óstcðvandi,
hann fer eins og skafbylur um dal
ina, fvllir lautirnar og sléttar yfir.
Loftið mettast af leir og sandryki,
sem smýgur inn í skilningarvitin
og þér finnst þú vera að kafna.
Nú er búið að stinga kjafí-
méli upp í óhemjuna. Sanduririn
er að gróa upp. Við áætlum að
^hera hér 1—2 þúsund sekki af
kjarna og tilsvarandi þrífosfat ár-
lega. Það ríður á þessu. Undir
því er það komið, hvort þetta verk
, Iánast eða ekki.
' B.Ó.
Næringargildi íslenzkra fóðurjurta
rannsakað af skozkum vísindamanni
Hann hefir fundi'ð upp efnið ,,activator“, sem
eyftir tréninu úr jurtunum og eykur þannig
næringargildi jurtanna
10—15 ár
Við settumst upp í „trukkinn",
sem beið okkar neðan við hólana
og ókum út á sandinn. Sonur Þór-
arins, Þórarinn, var við stýri.
Eftir 15 mínútna akstur yfir mel-
hóla, sandbárur og gróðurbelti
komum við þar að, sem feðgarnir
voru að vinna.
— í gær og í morgun vorum
við að sá í 17 km langan hring.
Við tengjum herfið aftaní bílinn
og sitjum á pallinum og sálauim
fræinu framan við hei-fið. Beitin
Undanfarnar vikur hefir
skozkur vísindamaður, D. R.
Tullis að nafni, unnið að
rannsóknum á næringargildi
íslenzkra fóðurjurta. Fyrir
nokkrum árum fann hann
upp efni, „activator“, sem
eyðir tréninu (fibre) úr jurt-
unum, en það eykur mjög á
næringargildi þeirra.
Eitthvert mesta Vandamál kom-
andi ára er fæðuskortur. Mannkyn
inu fjölgar svo ört, að áhöld eru
um, hvort hægt sé að auka mat-
vælaframleiðsluna lil jafns við
fjölgunina. Því er það, að á hverju
ári er eytt ógrynni fjár til þess
að auka ræktun jurta, eða hinna
svokallaðra frumbjai-gar vera, sem
allt líf byggist á.
Nú er það aftur á móti alkunna,
að næring jurtanna nýtist ekki til
fulls og er það mjög misjafnt hjá
hinum ýmsu grasætum, hve mfk
inn 'hluta þær nýta.
D. R. Tullis, sem iengi hafði
í-annsakað nýtingu fóðuriuría hjá
hinum ýmsu grasætum, komst aU
því, að gæsin nýtir grasifj betur
en önnur dýr. Því var það, að
hann einangraði meltingarvökva
gæsarinnar og vegna tilrauna, sem
hann gerði með þennan meltingar
vökva, fann hann upp þet'ta efni,
sem áður var getið.
Eyðing trénis
Eyðing ti-énis úr þurrkuðu grasi
er mjög áríðandi til þess að'
minnka fyrirferð þess og gera það
lystugra skepnunum. Einnig verð
ur gras það, sem trénislaust cr,
mun notadrýgra og er slíkt ekki
minnst um vert, þar sem fóður:
skortur er ríkjandi víða og ert'ið’
leikar á að afla fóðurbætis.
Sé innihald trénis meira en 10%,
þá dregur það stórlega úr fóður-
gildinu fyrir flestar skepnur.
Hægt er að fjarlægja tféni ái
vélrænan 'hátt og byggist slík á
því, að lengur er verið að maia
trénið en hin trénislausu efni.
Sérstök kvörn hefur verið gerð í
þessu augnanþði.
Einnig er, eins og fram héfur
komið. hægt a?j eyða tréninn méð
þessu lífræna efni ,,activator“, og
hafa tilraunir leitt í Ijós, að rr.elt
anleikinn eykst, þannig til dæmis,
að svín og hænsni getn. nýtt
75% af fæðunni í stað 25% áður.
Þessi vinnsluaðferð hefur ekki
fyrr en mjög nýlega orðið viðráð
anleg, hvað kostnaðarhliðina snert
Melhólar og gróðurbelti í Ársandsgirðingu
Framhald á 8. síðu,