Tíminn - 31.10.1958, Blaðsíða 12
Norðan gola, léttskýjað.
Beykjavík um frostmark, Akureytl
—2 s'tig, London 11 st., París 10,
Föstudagur 31. október 1958.
Ýmsar breytingartill. komnar fram
við biskupsfrumvarpið á kirkjuþingi
Miklar umræíur um máli'ð í gær og halda
áfram í dag. Síðan vertSur atkvæftagreiSsla
í gær var haldið áfram umræðum á kirkjuþingi um frum-
varp kirkjumálanefndar þingsins um biskupsdæmi þjóðkirkj-
unnar. Umræðunni lauk ekki og heldur hún áfram i dag, en
þá mun atkvæðagreiðsla fara fram.
Þessar breytingartillögur við
frumvarpið komu fram í gær
I. Frá Sigurði Pálssyni og- Þóroi
Tómassyni:
I. gr. orðist svo:
Tvelr skulu vera biskupar hinn
ar evangelisk-lútersku Þjóðkirkju
á íslandi. Situr annar aö jafnaði
í Skálholti og nefnist Skálholts-
foiskup, en hinn að jafnaði á Hól-
um og nefnist Hólabiskup. Biskup
unum skulu búin dvaiarskilyrði í
Reykjavík og á Akureyri, þegar
þeim kann að henía dvöl á þeim
stöðum vegna embættisstarfa.
II. Frá Jóni Jónssyni og Þorst.
B. Gíslasyni.
Við 1. gr. bætist ný málsgrein
svohljóðandi er verði 3. málsgr.:
Heimilt er kirkjurnálaráðherra
^Öryggi mitt bezt
tryggt með þögn-
• •((
mm
— sagði Pasternak
í b!a<Javi<Sta!i
NTB-Moskvu, 30. okt. — „Það
bezta fyrir öryggi niitt“, sagði
Boris Pasternak í viötali við
blaðamenn í dag, „er að menn
ræði minnst um að mér féllu bók-
meníntaverðlaun Nóbels i skaut
og að ég hefi nú liafnað þeim.“
Erlendir fréttaritarar áttu auð-
velt með að heimsækja skáldið i
bústað hans utan við Moskvu, en
hann var mjög ófús að ræða deil-
ur þær, sem spunnizt hafa út af
vcitingu bóknienntaverðlaunanna.
Hann sagði blaðainönnum, er
hsfnn var um það spurður, að
hann væri einn í húsi sínu. Ilann
kvaðst eindregið óska þess að
dveljast í föðurlandi sínu áfrani.
Pasternak virtist í g'óðu skapi
og' leit vel út. Að því er frétta-
nienn í Moskvu segja, veit al-
menningur þar enn ekki að Past-
ernalt hefir hafnað bókmcnnta-
•verðlaununum.
Ný bók eftir Vigfús
Guðmundsson
Út er komin ný ferðabók eftir
Vigfús Guðmundsson um Suður-
Ameríku og nefnist Framtíðar-
landið. Verður nánar sagt frá bók
inni á morgun hér í blaðinu. Vig-
fús verður annars til viðtals fyrir
áskrifendur bókarinnar i Edduhús
inu í dag.
að ákveða að Hólabisk ip skulil
sitja á Hólurn. enda haxi það áður
verið samþykkt af þjónanrli þjóð-l
kirkjuprestum og sí(naðarfulltrú-|
um biskupsdæmisins.
III. Frá Þorgeiri Jónssvni.
1. 7. gr. orðist svo:
Báðir biskuparnir fara meö;::
sameiginleg mál kirkjunnai'l
gagnvart stjórnarvöldum og|
koma fram sem fulltrúar Þjóð|
kirkjunnar eftir samkomulagil
sín á milli.
2. 8. gr. orðist svo:
Hólabiskup hefur skrifsíofa þar|
sem hann dvelur að j.ifnaði, en
(Framhald á 2. slðu)
Iðgrænt
fóðurkál
FóðurkóliÖ er nýgræðingur á
íslandi og enn aðeins ræktað
á nokkrum stöðum, en þeir
sem kynnast því, fá á því
tröllatrú. Það gelur gefið um
7 þús. fóðureiningar á hekt-
ara, og til samanburðar má
geta þess, að meðaluppskera
af hektara á íslenzku túnl er
1800 fóðureiningar. Fóðurkálið
stendur grænt fram undir jól
og þolir 10—15 stiqa frost. Það
er afbragðsgott til fóðurbætis
handa kúm oq til að fita dilka
á hausti, og í góðri baustiíð
eins og núna er ekki am.alegt
að eiga fóðurkálsakur að
hleypa kúnum í. Fóðurkái er
nú ræktað t. d. á Hesti og á
Varmalæk í Borgarfirði. Teig-
ingalæk á Síðu og Miklahoits-
helli í Flóa, þar sem þessi
mynd er tekin. Einar Valur
Hansson garðyrkjuráðunautur
B. í. stendur á akrinum.
(Ljósm.: Júl. Dan.)
Breytingar á almannatryggingalög-
unum til umræðu á Al^ingi í gærdag
Einnig rætt um skattfnðindi sjótnanna
Fundir voru í báðum deild skaít, flutt af Sigurði Ágústssyni
um Alþingis í gær. A dag-
skrá efri deildar var eitt mál
um útflutning hrossa, komið
frá neðri de.ild, 1. umr. Mál-
inu vísað til 2 umr. og land-
búnaðarnefndar.
1 Neðri deild voru tvö mál á
dagskrá. Fyrra málið var frv.
þeirra Skúla Guðmundssonar og
Benedikts Gröndal um breytingar
á almannatryggingalögunum. Skúli
Guðmundsson hafði framsögu fyr-
ir málinu. Útdráttur úr raeðu
Skúla birtist síðar hér i blaðinu,
og er hún því ekki rakin hér. Að
ræðu framsögumanns lokinni var
málinu vísað til 2. umr. með 20
samhljóða atkv. og heilbrigðis- og
félagsmálanefndar með 22 samhij.
atkv.
Síðai’a málið var frv. um breyl-
ingu á lögum um tekju og eigna-
o. fl. og reifaði hann málið. Gat,
■flm. þess, að málið hefði verið
borið fram á síðasta þingi, en ekki>
verið afgreitt frá fjárhagsnefnd.
Því væri það ílutt á ný. Á síðasta
vertrarvertíð hefðu 1000—1400 er
lendir sjómenn verið á islenzka
fiskiskipaflotanum. Hefðu þeir
ekki fengizt, myndi.vá hafa verið
fyrir dyrum hjá útgerðinni og
vandræðaástand í mörgum sjó-
þorpum. Á komandi vetrarvertíð
mundi enn vanta mörg hundruð
sjómenn að öllu óbreyítu. Hið háa
yfirfærslugjald útilokar það. að
hingað fáist nú erlendir sjómenn. |
Síðan iögin um Útflulningssjóð
tóku gildi hefði útgerðinni hrak-
að. Til lítils væri að síækka fiski
flotann ef ekki fengust menn á
þau skip, sem fyrir væru. Hér
væri úrbóta þörf. Á siðasta þingi
hefðu fiskimenn fengið hokkur
(Framhald A 2. siðu 1
Bókmenntakynning Almenna bókafélags-
ins á verkum séra Sigurðar Einarssonar
Á sunnudaginn kemur Þá verður samlestur úr leikrit-
gengst Almenna bókafélagið ir:u Fyrir kóngsins mekt, Harald-
ur Bjornsson og Ævar Kvaran
lesa. Loks flytur skáldið sjálft
fyrir kynningu á verkum sr.
Sigurðar Einarssonar i Holti kvæði.
í tilefni af sextugsafmæli
skáldsins, Verður kynningin
i hátiðasal háskólans og
hefst kl. 2,30.
Dagskrá verður sem hér segir:
Guðmundur Daniels'son rithöf-
undur flytur erindi um skáldið,
en kvæði lesa þau Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir og Lárus Pálsson.
Baldvin Halldórsson les eina af
hinum alkunnu ritgerðum sr. Sig-
urðar, en Þorsteinn Hannesson
syngur einsöng, lög við ljóð eftir
skáldið. Undirleik annast dr. Páll
Isólfsson.
Ritstörf sr. Sigurðar Einarsson-
ar eru orðin bæði mikil og mcrk.
Fyrsta bók hans kom út árið 1930,
er> sú síðasta 1957.
Efnið, sem flutt verður á bók-
menntakynningunni, er valið þann
ig, að það veitir sem bezta innsýn
í skáldskap hans, þann elzta sem
hinn yngsta.
Stofnun fleiri vist- og vinnuheim-
ila fyrir aldrað fólk brýn nauðsyn
Tillaga um málií frá sex þingmönnum Fram-
sóknarflokksins komin fram á Alþingi
Lögð var fram í sameinuðu þingi í gær þingsályktunartil-
laga um vinnuskilyrði og'stofnun vist- og vinnuheimila fyrir
aldrað fólk. Er hér um hið merkasta mál að ræða og mjög
brýnt.
Flutningsmenn eru sex þing-
menn Framsóknarflokksins, þeir
Halldór E. Sigurðsson, Ágúst Þor-
valdsson, Karl Kristjánsson, Björg
vin Jónsson, Páll Þorsteinsson og
Sigurvin Einarsson.
Allt fór af stað á Akureyri í fyrra-
dag í flughálku á götum bæjarins
Akureyri í gær.
í gærmorgun, er menn
komu á fætur hér 1 bæ, var
komin svellgljá yfir allar göt-
ur. Hafði rignt en síðan
fryst og hlaupið í svell.
Mpnn héldu af stað til vinnu, en
margur fékk skell eða rann af leið.
Bileigendur settust undir stýri, en
ökuferð margra varð stutt. Bílarn
ii runnu út af, á garða og girðing-
ar og jafnvel hús. Nokkrir bíla-
árekstrar urðu einnig, en slys
urðu ekki á mönnum.
Urðu bílstjórar að skilja við
bíla sína og taka til fóta. Var
það heldur böksulegt að sjá til
fólks, sem á ferli var. Ekki er þess
getið, að neinn hafi gengið á
n:annbroddum, enda slík þarfa-
þing flest týxid nú á dögum.
í nótt sem leið snjóaði lítils hátt
ar og er jörð nú alhvít, einnig hér
í bænum. Hálkan er minni, því að
svell og föl hafa runnið saman.
Veður er gott, og enginn teljandi
snjór er enn á heiðum. ED.
Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fsla ríkis-
sljórninni að skipa •'» manna nei'nd
til að athuga, á hvern hátt hægt
sé að búa öldruðu fólki skiiyrði
til að nota starfsorku sína. Nefnd
in skal skipuð þannig: Einn sé
tilnefndur aí' Trýggingastoí'nun rík
isins, annar af Sambandi íslcnzkra
sveitarfélaga, ríkisstjórnln skipi
þrjá án tilnefningar og i'ormann
úr þeirra hópi.
Nefndin sfcal m.a. taka til at-
hugunar þessi aíriði:
1. Stoi'nun vinnuheimila fyrir aldr
Bókauppboð í dag
Kl. 5 í dag heldur Sigurður
Benediktsson uppboð á bókum í
Sjálfs'tæðishúsinu. og er þar margt
fallegra og fágætra bóka. Má fyrst
neí'na fyrstu útgáfu af Pilti og
stúlku eftir Jón Thoroddsen, mjög
gctt eintak, Árbækur Ferð'afélags-
ins, 50 fyrslu árgangaua ai' And-
vara og ýmsar fágætustu frumút-
gáftir af bókum Laxness.
að fólk og þá, er hafa skerta
starfsorku.
2. Stofnun vist og hjúkr'.iuarheirn-
iia.
3. Aðild að greiðslu stofnkostnað-
ar.
CFramhald á 2 síðu)
Rapacki ánægður
r
með Osíóar-
förina
NTB-Osló, 30. okt. — Lokið er
heimsókn Rapacki ulanríkisráð-
hcrra Póllands í; Osló. Gefin var
út yfirlýsing um viðræður hans og
Lange utanríkisráðherra Noregs,
Segir þar, að kpmið hafi í ljós,
að grundvöllur s'é fyrir auknu sam
starfi þessara þjóða á ýmsum svið
um, þrátt fyrir gagnólík viðhorf
tii margra alþjóðamála. Rapacki
sagði við blaðamenn, að hann
myndi ef til vill skýra frá viðræð
um sínum á fundi i Varsjárbanda-
lr.ginu.. Hann kvaðst mjög ánægð-
tir með árangurinn af í'ör sinni.
Merk bók um gátur alheimsins
komin út hjá bókaútgáfunni Norðra
Bókaútgáfan Norðri hefir ur, Út úr alheimstóminu, Hið kyn-
sent frá sér allnýstárlega iega tvieðli fióssins, Tímagátan.
bók, sem heitir Líf í alheimi Aðrir heimar> A. forboðnum, sloð-
... TT w rr j l um> Leit að guðt. Siðásta frelstð,
eftir Kenneth W. Gatland, Endir eða upphaf?
ílugvélaverkfræðing, seml Skýringarmyndir bókarinnar eru
ritað hefir bók um gervi- ágætar, og er hér vafalaúst um að
hnetti, og Derik D Dempst-'ræða hið bezta fræðslurjl, sem þó
er oe er hinn fvrri aðalhöf er m'10g skemmtilegl áflestrar og
ci og ei ninn tyrn aöainot- fjallar um efni sem nú er efst {
undur bokannnar. ; huga manna. Bókin er nær 200
j blaðsíður að stærð og mjög vönduð
Margar myndir prýða bókina, að frágangi.
flest tcikningar eftir John W.l Gatland, aðalhöfundur bókarinn-
Wood, en S. Sörenson hefir íslenzk- ar er flugvélaverkfræðingur
að hana. Formála ritar Ezra Pét-
ursson, læknir.
Segja má, að í bók þessari sé
leitað raka á mörkum þekkingar,
eins og segir á titilblaði hennar.
Ai' kaflaheitum má nokkuð ráða
um efnið. Þau eru: Heimar í sköp-
un, Dögun lífsins, Grannar vorir í
geimnum. Hinn slækkandi alheim-
er itugveiaverKtræöingur eins
og i'yrr segir, og var aðalfulltrúi
Breta á alþjóðaþingi um geimsigl-
ingar, sem haldið var í Barcelóna
1957. Dempsler er ritstjóri tímarits
um í'lug'mál. Báðir þessir menn eru
þó meira en tæknifræðingur. Þe'ir
eru heimspekingar öðrum þræði,
og kunnir aó' því að glíma við
marga leyndafdóma t'ilverunnar.