Tíminn - 08.11.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 08.11.1958, Qupperneq 6
T í M I N N, laugardaginn 8. nóvcmber 1958 Útgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasíml 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. ---------------------------------------------------------------------------1 Aðkallandi verkefni SJALFSAGT hefir engum komið til hugar, að þær ráð stafanir sem gerðar voru til stöðvunar haustið 1956, mundi fela í sér frambúðar lausn á dýrtíðarmálunum, þótt góðar væru og gagnleg ar út af fyrir sig. Sýndi það sig lika s. 1 .haust, a,ð mikið vantaði á, að tekjur væru fyr ir hendi, til þess að standa undir óhjákvæmilegum upp bótum og nauðsynlegum framkvæmdum ríkisins. Til þess lágu einkum tvær á- stæður: Treyst var um of á tekjur af innfiutningi mið- ur nauösynlegra vöruteg- unda og sjávarafli brást verulega. Samkvæmt áliti, færustu hagfræðinga, varð enn að bæta hag framleiðslu atvinnuveganna stórkost- lega ef þeir áttu ekki að stöðvast. Sýnt var, að ýmiss konar hættur fylgdu upp- bótarkerfinu í þeirri mynd, sem það hafði verið. Staf- aði það af stórfelldu mis- ræmi milli einstakra fram- leiðslugreina, þar sem sumar þeirra nutu lítilla eða engra uppbóta. Hlaut þetta að leið'a til þess, að ýmsar fram- leiðslugreinar drægjust sam an eða legðust niður meö öllu. Má í þvi sambandi nefna járniðnað, skipasmíð- ar og siglingar auk margs annars. Hér hlaut því breyt, ing að verða á. HÖFUÐATRIÐI hinna nýju ráðstafana var, að lög festa 55% yfirfærslugjald, þó ekki undantekningar- laust og greiða uppbætur á allan útflutning og þvi nær allar gjaldeyristekiur í jafn ari mæli en áður haföi ver- ið. Á þennan hátt var að nokkru horfið frá hinu gamla uppbótarkeríi. Jafn- framt var komið í veg íyrir yfirvofandi stöðvun ýmissa atvinnugreina sem hefði haft í för með sér minnk- andi þjóðartekjur og rýrn- andi lífskjör almennings. Hitt duldist engum heil- skyggnum manni, að öllum ráðstöfunum, sem til mála gat komið að gera hlutu að fylgja verulegar verðhækk- anir. Gagnrýni stjórnarand- stöðunnar út af þessum hækkunum er algjör mark- leysa og vísvitandi fals. Þótt skipt hefði verið um mynt og allt færc niður þá hlaut það að hafa í för með sér,verðhækkanir í hlutfaili við innanlandsverð, kaup- gjald og gjaldeyrisverð. Og hvað hefði gerzt, ef uppbóta kerfiö hefði alveg verið fellt niður og framkvæmd gengis lækkun, sem er sú eina leið, sem hægt er að segja að stjórnarandstaöan hafi tæpt á? Myndi það hafa haft í för með sér minni hækkan- ir? Nei, þvert á móti langt um meiri. Má glöggt af því marka heilindi þau og dreng skap, sem íelst að baki á.deil- um þeirra á ríkissijórnina. Ráðstafanir þær, sem gerð ar voru á s. 1. vori, áttu aö duga framleiðslunni ef grunnkaup hækkaði al- mennt ekki meira éh um þau 5%, sem lögfest var. Á hitt var lögð áherzia, að færi hækkanir fram úr þvi, myndu nýjar aðgerðir vegna framleiðslunnar verða óhjá kvæmilegar. Hagfræ*ðingar þeir, sem höfðu msð höndum athugun efnahagsmálana á s. 1. hausti, komust aö þeirri niðurstöðu, að á meðan kaup gjald og afurðaverö væri lát ið hækka á víxl, eftir hreyf ingu framfærlsuvísitölunn- ar, án tillits til unnars, yrði verðbólgan ekki stöðvuð. Kæmi í einn stað niður hverra úrræða væri leitað: gengisfellingar, uppbóta eða niðurfærzlu. Væri vísitöiu- skrúfan látin halda áfram snúningi sínum eyddi hún jafnharðan árangri hverra þeirra ráðstafana, sem gerð ar væru. NÚ HEFIR gerzt sú sorgar saga, að almennar kaup- hækkanir í landinu hafa orð ið miklu meiri en sem nem- ur þeim 5% sem reiknað var með í efnahagsaðgerðunum í vor. Hefir sú skriða verið afsökuð með ýmsu móti, m. a. því, að verið væri að leita hins margumtalaða samræm is. Á það skal ekk: lagður dómur hér nú, aö hve miklu leyti sú afsökun kann að hafa við rök að styðjast hjá einstökum félögum, en hitt- ætti öllum að vera Ijóst, svo einfalt mál sem það er, að úr því að þróunin tók þessa stefnu, þá er algjörlega von laust, að útflutningsfram- leiðslan geti bjargazt af án frekari aðstoðar. STJÓRNARANDSTAÐAN stenzt ekki reiðari en þegar vakin er athygli á þætti hennar í því, hvernig komið er. Segir það allt áiyga:- illa innrættra andstæöinga og má kenna kjökurs í rödd- inni. Dóminum um hlutdeild þeirra verður þó ekki hrund ið. Menn hafa fylgzt með orð um þeirra og gerðum fra því þeir fóru úr ríkisstjórninni. Og ef borin er saman afstaða þeirra til kauphækkana nú og á meðan þeir voru i rík- isstjórn frá 1947—1956, þá er ólíku saman að jafna. Þegar þeir sátu í stjórn voru kauphækkanir hreinn glæp- ur, Flokkar, sem á þeim ólu, áttu engan tilverurétt í ís- lenzkum stjórnmálum. En ekki eru þeir sjá’.fir fyrr orðnir utangátta, en Mbl. byrjar sönginn: Kjósið gegn kaupbindingu. Og alla stund síðan hefir stjórnarandstað- an unnið að því leynt og Ijóst að egna til áframhaldandi og aukinnar kaupgjalds- og verðlagsspennu. Þegar efnahagslöggjöfin var sett í vor var rætt um nauðsyn þess, að vísitölu- fyrirkomulagið væri ehdur- skoöað sem fyrst. Hlýfcur það að verða eitt megin verkefni þess Alþýðusambandsþings, Varhugavert að gera frávik með lög- um um aldurshámark ei ns starfsmanus Allsherjarnefnd neðri deild- ar klofnaði um frumvarp | Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors um framleng-j ingu á starfsaldri biskups' íslands. í minnihlutanum er Gísli Guðmundsson, þing- maður Norður-Þingeyinga, og skilaði hann rækilegu áliti um málið. Fer það hér á eftir: í 13. gr. iaga nr. 38 14. aprjl 1954, um réttindi og skyldur starfs m.anna ríkisins segir svo: „Starfsmanni skal veita lausn, þegar hann er fullra 70 ára að aldri. — Heimilt er þó starfsmanni r,ð láta af störfum með rétti til eítirlauna og/eða lífeyris, hvenær sem er, eftir að hann er orðinn 63 ára, eða fyrr, ef hann hefir unnið sér þann rétt samkvæmt öðrum lögum. — Ákvæði þessarar greinar ná ekki til ráðherra og opinberra fulltrúa í þjónustu rík- isins, sem kosnir eru almennri kosningu. — Ef embættismaður, sem hlotið hefir embætti sitt með almennri kosningu, fer frá sam- kvæmt ákvæðum, þessarar greinar, skal honum heimilt að sækja um embættið að nýju. Hljóti hann kosningu, skal hann fá veitingu fyrir emhæltinu um 5 ár. — Halda skulu gildi sínu sérákvæði þau um dómara, er um ræðir í lögum nr. 32 1. april 1948“. En í nefndum lögum frá 1948 segir svo: „Forseti getur þó veitt þeim dómara, sem orðirin er fullra 65 ára að aldri, lausn frá embætti, enda njóti hann þá sömu eftir- launa sem hann hefði fengið, ef hann hefði gegnt starfinu til 70 ára aldurs", Samkvæmt þessu ber að veita hverjum föstum starfsmanni ríkis- ir.s lausn frá starfi, þegar hann er 70 ára, ef hann hefir ekki látið af starfinu fyrir þann tíma. Frá þessu eru þó tvær undantekning- ar. Hin fyrri varðar ráðherra og aðra opinbera fulltrúa í þjónustu ríkisins, sem kosnir eru almennri kosningu. Hin síðari varðar emb- ættismenn, sem hlotið hafa emb- ætti sitt með almennri kosningu. Þessir embættismenn eru sóknar- prestar þjóðkirkjunnar. Sóknar- prestur, sem er orðinn 70 ára, má sækja um embætti sitt að nýju, og skal hann, ef hann hlýtur kosn ingu, fá veitingu fyrir embættinu í 5 ár, þ. e. til 75 ára aldurs. Þetta undantekningarákvæði um sóknarprestana munu ýmsir kirkju málaráðherrar, sennilega að til- I lögu biskups, hafa framkvæmt á þá leið, að sóknarprestar hafa feng ið að sitja í embætti eftir sjötugt, ef fyrir hafa legið áskoranir úr söfnuðum þeirra. Varla mun þessi framkvæind geta talizt í fullu sam- ræmi við lögin, en e. t. v. má þó réttlæta hana með því, að skortur hafi verið á prestum og mörg brauð að jafnaði staðið auð, nauð- syn hafi því brotið lög í þessu efni. Skal þessi framkvæmd ekki nánar rædd að þessu sinni. Þegar að því kom á þessu ári, að núverandi biskun íslands skyldi hætta störfum vegna aldurs, höfðu kirkjumálaráðuneytinu borizt und- irskriftir mikils hluta þeirra sókn- arpresta og annarra, er atkvæðis- rétt hafa við biskupskjör, en með Nefndarálit minnihiuta allsheriarnefndar me’Sri deildar (Gísla Guímundssonar) um írum- varpiS um starfsaldur biskups límmm GISLI GUDMUNÐSSON þeim undirskriftum var þess farið á leit, að núverandi biskup, yrði látinn gegna embætti ,,enn um s'inn“, án þess að timi væri til tek- irn. Vegna þessara undirskrifta leit- aði kirkjumálaráðuneytið álits tveggja prófessora við lagadeild háskólans um það, hvort telja bæri, að undantekningarákvæðið um embættismenn, sem kjörnir eru almennri kosningu (prestar), tæki til biskupsins yfir íslarldi. Álit prófessoranna var samhljóða, og töldu þeir, að svo væri ekki, biskup væri kosinn af takmörkuð- um hópi manna (sem bundinn væri við stétt), og væri það ekki „almenn kosning“. Samkvæmt þessu taldi ráðuneytið, að undan- tekning samkv. 13. gr. laga nr. 38 1954 kæmi ekki til greina, en nú- verandi biskupi var falið að gegna embætti, þangað til biskupskosn- ing hefði farið fram. \ 1 Þá gerðist það í þessu máli, að frumvarp það, er hér liggur fyrir, var lagt fram á Alþingi. Er þar lagt til, að ákveðið verði með laga- breytingu, að biskup skuli hafa rétt til að sitja í embætti til 75 ára aldurs, ef % atkvæðisbærra manna við biskupskjör óska þess, og er ekki gert ráð fyrir, að kosn- ing þurfi til að koma. Á því ber að vekja athvgli, að frumvarpið er ekki um breytingu á 13. gr. lag- anna um réttindi og skvldur starfs manna ríkisins, heldur um breyt- ir.gu (eða viðauka) á lögum nr. 21, 27. júní 1921, um biskupskosii- ingu. Hér er því lagt til, að aldurs hámarki eins embættisma ins sé oreytt og það hækkað með sérstök um lögum og ákvæðið um þetta eina embætti þar með tekið út úr mnni alménnu löggjöf um starfs- menn ríkisins. Meó þessu frum- varpi eða breytiqgum á því er þvf varla gerlegt að breyta öðrum á- Kvæðum í þeirri löggjöf, þútt ein- nverjir kynnu að telia það sðiilegt íil samræmis. Á þessa aðferð getur ir.inni.hl. ekki íallizt. Ef breyta skal úkvæð jm laga urn aldurshámark opin- oerra s'tarfsmanna, er eðlilegast jö gera það með breytingu á þeim rogum, sem um það efni fjalla al- mennt, og að ekKi komi þá aðeins emn starfsmaður til álita, heldur ileiri eða jafnvel allir, sem í hlut eiga. Löggjafarvaldið hefir — með réttu eða röngu — talið, að lieppi- lcgt sé að setja þá reglu, að opin- berir stai'fsmenn ■— nema þeir, scm kosnir eru almennri kosningu — láti af föstu embætti eða starfi eigi síðar en um sjötugt. Það er þó fulivíst, aö ýmsir mundu sjálíir kjósa að gegna starfi lengui' og telja sig haia til þess þrek og he;isu. Stundum kann það sjálfs- mat að vera rétt, stundum ekki. Yfirleitt hafa opinberir starfs- menn sætt sig við regluna,. sem sett var. En ef nú væri að þyí ráði horfið að gera undantekr.ingu um eitt og eitt embætti, t. d. með sér- stökum lögum, eins og gert er ráð fyrir í þessu frv., er hætt við, að ýmsir uni illa sínum hlut og verði þá reglunni stefnt i hættu. Menn vtrða því að gera það upp við sig, hvort þeir vilji “setja regluria í hættu með undantekningum af þessu tagi. Þess ber að minnast, að nú nýlega, m. a. á þessu ári, hafa ýmsir þjóðkunnir starfsmenn látið af störfum eða eru í þann veginn að gera það vegna lagafyr- irmælanna um aldurshámark. Ef- laust hefðu emhverjir þessara manna haldið áfram starfi, ef ákvæði landslaga befðu ekki verið því til fyrirstöðu. Vera má, að ein hverjir séu þeirrar skoðunar, að aldurshámarkið sé of lágt. Það mál veröur ekki rætt hér. En há- marksreglan, hver sem hún er eða verður á komandi árum, mun standa völtum fótum, ef Alþingi fer inn á þá braut að lögfesta und- antekningar, ef fram á það er far- ið að lengja starfstíma einstakra embættismanna, þegar að þvj kem Framhald á 8 síðu er senn kemur saman, að taka þetta verkefni til ræki- legrar meðferðar. Flestar þjóðir hafa tekið upp annah hátt í þessum málum en þann, sem tíðkast hérlcnclis. Þar eru samningar gerðir til lengri tíma, og kauphækkan ir látnar haldasc í hendur við framleiðsluaukningu. Raunverulegar kjarabætur geta hvort eð er ekkl orðiö til með öðru móti. S. H. .skrifar baðstofunni og segir Váiynd er veröld. ,Það mun margur mæla að ýmsir hlutir gerist okkur ísléndingum . nú ódrýgri en ráðstefnur og ræðu . mennska. Ber þar . ,að. vonum margt til máls, er rædd cru lands gæði og nauðsynjar, en ekki hefi ég sóð öðru mein öfugt sr;úið, en þá.tillögu mæts manns að gera biskupsstóla hina íornu, Skálholt og Hóla að hjáleigum, með yfir- biskup í Reykjavík. Um margar dimmar aldir oft' í drepsóttum og harSindum. ’aafa þessir höfuðstað ir, verið andlegur viti hins hrjáða manns, og síðasta brauðvon betl-1 arans. Slíka þjóðfélagsþjónustu ber ekki að launa með þvilíkri uungarðs pólitík. Þá væri betra . að þessi söguríku höfuðbói h.vrfu úr hugum fólksins, sem annaö og meira, en bjargræðisblettir til; bústangurs, þótt varla megi nú ( vænlega til slíLs hyggja, ef svo fer sem horfir, um liðsemd manna við þjóðarhag, eða hvort man nú enginn Einar Þveræing, þá hann einarðlega hafnaði dýrum gjöfum og hylli Noregskonungs, er hann taldi landsmönnum það litla lið- semd að eiga langskip hans yfir höfði sér.“ Þá eru hér nokkrar \fsur eftir M. Ein., sem hanrt nefnir Sláttulok: Sumarið nú siglt er hjá með sinni-önn og striti. Mýrasundin sinugrá sýna haustsíns 1111. Slæ ég úr i sáffsta sinn og syng við nmnastemmu. Læt ég slitn.a Ijáinn minn und langband úti í skemmu. Hætt er slætti, hlaðan full, hverfur ryð að ljáum. Blessa drottinn bóndans gull, sem býr í þessum stráum. Ljúkur við svo spjallinu í dag. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.