Tíminn - 08.11.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.11.1958, Blaðsíða 8
8 T í M I N N, laugardaginn 8. nóvember 1958. Skýrsla atvinnutækja- nefndar (Framirald af 7. síBu). Iðnaður.- 3 véla- og bifreiðaverkstæði, 4 trésmiðjur, 1 tunnuverksmiðja, 1 skipasmiðastöð, 4 aðrar verksmiðj- ur. Rafmagn. Skeiðfossvirkjun 3200 kw Vatnsorkust'. Siglufj. 40 — Díselstöð 240 — Athugasemdir. íbúatalan. Árin 1930—40 fjölg- aði um 862, 1940—50 um 176, en 1950—56 fækkaði um 300 manns. Bærinn vex örast á síldveiðiárun- :um 1930—45. Eftir að síldin fór að bregðast, dregur úr fólksfjölg- un í bænum, og siðan 1950 hefir fækkun átt sér stað. íbúatalan 1955 og 1956 gefur þó til kynna, að fólksflóttinn hafi stöðvazt í bili, og er þá farin að verka sú upp- bygging atvinnulífsins, sem kom- ið hefir í stað síldariðnaðarins. Tölur þeirra, sem fara í atvinnu til annarra staða hluta úr ái-i, er á- ætluð 10. Á árinu 1957 hfa 10 fjöl- skyldur flutzt til bæjarins samkv. ;upplýsingum bæjarstjórans. líöfnin. Siglingarleið er opin inn in á höfnina, en þó getur komið fyrir, að hún lokist í verstu norð- anveðrum, meðfram vegna ónógra iinnsiglingarljósa. Aðalhafnar- bryggjur eru tvær, og er önnur jafnframt sjóvarnargarður. Auk ;þess eru á staðnum 4 síldarverk- smiðjur og 20—30 síldarsöltunar- ibbyggjur úr timbri, margar léleg- ar. Sjaldan eru veðurskilyrði svo slæm, að ekki sé hægt að afgreiða skip við hafnarbryggjuna, en all- oft tefst afgreiðsla við hafnargarð- inn að vetrarlagi. Hafnargarðurinn er úr steinsteypu og járnþil á hon- um innanverðum. Hafnarbryggjan er uppfyllt' stálþilsbryggja með steyptri plötu. Við athugun á henni hefir komið í Ijós, að stálþilið er bilað og var sumarið 1957 unnið að endurbótum og stækkun. 1 innri höfninni var fyrir 15 árum byrjað á hafnarmannvirkjum. Var rekið iniður 280 m. langt stálþil fyrir bátadýpi og 120 m langt stálþil fyr ir 5 m dýpi. Átti að gera þarna upp fyllingar- og síldarplön. En mann- ■ virki þessu er ólokið. Vitamálaskrif stofan hefir gert áætlun um við- garö og stækkun bæjarbryggjunn- : w. Fiskiskip. Togaramir eru 9 og 10 ára, báðir gufuskip. Af stærri þilfarsbátunum er einn byggður 1955, tveir 1944—46 og tveir fyrir aldamótin. Einn báturinn gengur aðeins á síld og annar leggur upp méstán afla sinn á togvertíð í Ól- afsfirði. Fiskvinnslustöðvar, afli og fram leiðsla. Á Siglufirði eru ð síldar-. smiðja ríkisins, samtals 22 þús. mála og ein eign Siglufjarðarbæj- ar, 10. þús. mála. Ein ríkisverk- smiðjan (SRP) hefir í seinni tíð verið starfrækt sem fiskimjölsverk- smiðja og getur framleitt 16,8 tn af mjöli á sólarhring. Hraðfrysti- hús SR var fyrir fáum árum inn- réttað í húsakynnum Síldarverk- smiðju ríkisins, og var þá samið um það, að togarar bæjarins seldu því fisk í 10 ár. Húsið getur unnið úr ca. 60 tonnum hráefnis á dag (10 klst. flökun) og hraðfrystihús ísafoldar úr ca. 20 tonnum. Við vinnslu og löndun togarafisks vinna um 200 manns. Árið 1957 var unnið að stækkun á fisk- geymslum hjá S. R. Fiskþurrkun- arhúsið er talið fremur lélegt. Skil yrði til herzlu eru góð. Hraðfrysti húsið Hrímnir hf. hefir ekki fryst fisk I seinni tíð og hefur staðið til að endurbæta það, cn ekki orðið úr ír-amkvæmdum. Auk afla Siglu- fjarðarskipa hafa frystihúsin feng- ið nokkurn afia af togbátum frá öðrum stöðvum. Landbúnaður, iðnaður o. fl. Bæj- arfélagið rekur kúabú á Hóli og á mest allt land í Siglufirði. Mjólk- urframleiðslan fulLnægir ekki þörf um bæjarins. Lítið um byggingar- framkvæmdir mörg undanfarin ár, en smíði nokkurra íbúða er í und- irbúningi. Tunnuverksmiðja ríkis- ins hefir undanfarið veitt 30—40 manns vinnu í 5—6 mánuði. For- ráðamenn bæjarins telja, að í verk smiðjunni, eins og hún er, ættu 80 manns að geta unnið í 8 mán- uði á ári. Nægilegt rafmagn er enn þá til iðnaðar frá rafstöð bæjarins við Skeiðfoss. Bólstrun, netjagerð og raftækjavinnustofa eru á staðn um. Tvö fyrirtæki hafa með liönd um í smáum stíl niðurlagningu og reykingu síldar. Er unnið úr ca 1000 tunnum á ári. Happdrætti'S (Framhald af 5. slðu) 50666 »0736 50948 51156 51215 51233 51242 51590 51907 51949 52232 52237 52341 52357 52400 52464 52534 52845 53065 53191 53256 53310 53389 53623 53716 53765 53834 53922 54002 54036 54046 54082 54266 54284 54455 54519 54573 54749 55154 55296 55321 55370 55536 55672 55718 55824 56129 56275 56312 56354 56639 56779 56848 56922 57046 57119 57253 57362 57614 57768 58037 58159 58519 58776 69054 59128 59239 59331 59433 59697 59709 59746 59751 59780 59913 59914 59979 60335 60410 60442 60451 60679 60781 60812 60905 61111 61174 61180 61313 61388 61408 61482 61497 61581 61608 61639 61768 61775 61831 61925 62015 62093 62210 62359 62440 63014 63042 63059 63258 63257 63400 63447 63456 63497 63589 63599 63656 63675 63783 63786 63797 64046 64082 64401 64418 64427 64533 64626 64629 64660 verksmiðjur, 4 eign Síldarverk- (Birt án ábyrgðar). Aldurshámark (Framhald af 6. slðu). ur að ákvæði gildandi laga taki til þcirra. Þótt núverandi biskup sé mikil- hæfur maður og talinn fær til að gegna embætti sínu enn um sinn, nægir það ekki sem rök í þessu rnáli, bví að ákvæði frv., ef að lög- um yrði. taka ekki til hans eins, þau taka til allra, sem biskups- embætti gegna, meðan lögin eru í gildi. Og ekki mundi Alþingi þykja fýsilegt að brevta lögum til þess að taka embætti af aldur- hnignum biskupi, sem kynni að vera heilsutæpur og miður fær til embættisstarfs á efri árum en sá, scm nú gegnir þessu virðulega embætti. Með engu móti verður fallizt á þau rök, sem heyrzt hafa í þessu máli og raunar fyrr, að biskups- embættið sé vandalítið og létt, samanborið við önnur embætti. Slíkt er fjarstæða, a. m. k. í aug- um allra, sem áhuga hafa á kirkju og kristindómi. Að dómi minni hl. er það óvið- felldið að leiða nú í lög undir- skriftasöfnun meðal presta, þegar lengja skal embættistíma biskups, og slíkar undirskriftir geta ekki jafngilt leynilegri kosningu. Segja má, að þær jafngildi kosningu í heyranda hljóði. Sú kosningarað- ftrð tíðkaðist fyrrum við kosning- ar til Alþingis og sveitarstjórna, en fáum mun nú koma til hugar að leiða hana í lög á ný. Eins og áffur, var sagt, hefir undirskrifta- aðferðin eitthvað verið notuð, er lcngja skyldi embætistíma sóknar- presta. Þá aðferð, sem , vafasamt er að samrýmist lögum, ætti senni lengja skyldi embættistíma sóknar hana til eftirbreytni. Og sennilega verða þeir sóknarprestar nokkuð margir, sem að athuguðu máli kæra sig ekki um að geta átt und- irskriftalista í vændum í hvert sinn, sem biskup verður sjötugur, og að sá vandi sé á þá lagður að meta starfsgetu hans opinberlega. Það hefir verið fært fram þessu máli til stuðnings', að mikill hluti sóknarpresta hafi með undirskrift sinni mælt með því, að núverandi biskup sitji áfram í embætti („enn um sinn“). Þetta er rétt. En 'biskup hefir í umsögn sinni um frv. skýrt frá því, að sá skilningur hafi ríkt meðal presta, að þetta væri heimilt s'amkv. gildandi lög- um. Nú er hins vegar komið í Ijós, að svo er ekki. Og það er allt ann- aff að fallast á að nota heimild í gildandi lögum eða óska eftir, að landslögum sé breytt. Prestum eru vafalaust, eins og fleirum, ljós ar þær afleiðingar, sem lagabreyt ir.g getur haft í för með sér, eins og rakið hefir verið hér að fram- an. | Allsherjarnefnd hefir sent frum' varpið til umsagnar biskupi ís- lands, kirkjuþingi, kirkjuráði, Prestafélagi íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Biskup íslands telur frumvarpið „til bóta“, ef lögfest vrði, af þvj að j það gerði lagaákvæði skýrari en þau nú eru. Kirkjuþing mælir með frv. ,;að efni til“, og er ekki full- ljóst, hvað þetta orðalag (,,að efni tii“) þýðir. Kirkjuráð kveðst vera samþykkt umsögn kirkjuþings, enda er það kosið af kirkjuþingi og starfar í umboði þess. Stjórn Prestafélags íslands skýrir frá því, sem upplýst er um fram komn ar óskir presta um lengingu emb- ættistlma biskups, en segir sér ókunnugt um afstöðu presta ttl þessa frumvarps. Frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja hefir enn engin umsögn borizt. Með tilvísun til þess, sem sagt hefir verið hér að framan, leggur minni hl. nefndarinnar til, að frv. verði afgreitt með svo hljóðanai rökstuddri dagskrá: Þar sem í gildi eru almen-i ákvæði um aldurshámark starfs- manna ríkisins. í 13. gr. laga nr. 33 14. apríl 1954, telur deildin var- hugavert að breyta með sérstökum lögum aklurshámarki eins starfsT manns og tektir fyrir næsta mál á dagskrá. Alþingi, 5. nóv. 1958. Gísli Guðmundsson, fundarskr. Leikhúsmái tFramh. af 5. síðu.) mikla athygli, þegar það var frum sýnt í New York í fyrra og það hefur þegar verið frumsýnt víða 1 Evrópu. „The dark of the top at the stairs" er einnig nýtt amerískt leikrit eftir William Inge, sem sýnt verður og loks er nýtí leikrit eftir Finn Havrevold, en hann vakti athygli með „Oretten“ sem Nationalfheatret sýndi ekki alls •fyrir löngu. Nýja lcikritið heitir „Juvet“. Stokkhólmur. Vegna viðgerðar og breytinga, sem verið er að ger.a á Dramaten, verða leiksýningar þess með minnsta móti í vetur. Að undan- förnu hefur það sýnt tvo einþátt- unga eftir Eugen O Neill. „Jónas keisari“ leikrit sem Dramaten keypti réttinn á fyrir rúnium 30 árum, en hefur ekki verið sýnt fyrr, og „Hugie“ einþáttungur, sem höfundurinn lét eftir sig og sýnt er nú í fyrsta skipti. Þriðja leikritið sem þas sýnir er einnig amerískt, eftir núlifandi höfund „Two for the beesew“ en á sænsku heitir það „Tvá pá gungbradet“, sem mætti þýðast „Tveir vega salt“. Leikritið var frumsýnt í jan úar síðastliðnum í New York og er leikið enn við mikla aðsókn. Vasa- Ieikhúsit5 sýnir enskan gamanleik „Silfurbrúðkaúpjð“ og leikur kunn fjölskylda helztu hlutverkin. Það er Inga Tidblad og HSkon Wester gren ásamt börnum þeirra tveim- ur. í Intima-leikhúsinu leikur Max Hanson aðalhlutverkíð í gömlum þýzkum gamanleik „Bei Kerzen- leic>ht,“ sem á sænsku nefnist „Levande ljus“. Gautaborg. Borgarleikhúsið í Gautaborg hefur löngum haft fjölbreytilégt leikritaval. Fyrri hluta þessa leik- árs mun það sýnái „Grímudans- leikinn“ eftir Holberg méð norska leikaranum Per Aabel í hlutverki Henriks. „Look homeward angle“, sem á sænsku nefnist „Se hemat, angel“. Nýtt leikrit eftir Ray- mound Cas’tan. Aðalpersónan er í ætt við Snoddas. „Master 01af“ eftir Strindberg. „Major Barbara“ eftir G. B. Shaw og „Þrettánda- kvöld“ eftir Shakespeare. Sbj. William Gibson, og neínist það *iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiniiiiiiiimiiiiinimiiimiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimniiiimaí I Snjókeðjur fyrirliggjandi í eflirtöldum stærðum: Einfaldar: Tvöfaidar: 560x13 820x15 650x20 650x20 590x13 550x16 700x20 700x20 640x13 600x16 750x20 750x20 750x14 650x16 825x20 825x20 590x15 700x16 900x20 900x20 670x15 900x16 1000x20 1000x20 700x15 700x17 1100x20 1100x20 760x15 750x17 Bílabúð S. Í.S. Hringbraut 119, sími 19600 HiiimiiimiiiiiiiimmiiiitiiimimniiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiH - Timbur ■ Vikurvörur vertia frá deginum í dag seldar í verzlun vorri HRINGBRAUT 121, — ÖLL FÁANLEG HÖRPU og SPRED MÁLNING 0G LÖKK ásamt ANNARRI MÁLNÍNGARVÖRU FYRIRLIGGJANDI. Ennfremur: PLAST- PLÖTULÍM, PLASTFLÍSALÍM, HL.JÓÐEINANRUNARPÖTUULÍM, ASFALTLlM, GÓLFDÚKALIM, TRÉ- LLM, ÞAKPAPPI, NAGLAR, BIRKIKROSSVIÐUR 3—12 mm, SMÍÐAFURA og fleira. Væntanlegt: EIK- ARPARKET, þýzkt, HÖSGAGNAPLÖTUR, BEYKIKROSSVIÐUR, FURUKROSSVIÐUR o. fl. Einnig seljum vií okkar viðurkenndu VIKURPLÖTUR 5, 7 og 10 cm þykkar og VíKURHOLSTEINA ásamt VIKUR- SANDI til límingar og í múrhútSun, VIKURMÖL til einangrunar í gólf og Ioft og PÚSSNINGASAND. SENDUM HEIM — NG@ BILASTÆÐI Kaypið málsiingusia þar sem þér geiiS lagt hílnum. Jón Loftsson h.f. Vikurfélagið h.f. HRINGBRAUT 121 — SÍMI 10600 (5 línur) I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.