Tíminn - 09.11.1958, Side 12

Tíminn - 09.11.1958, Side 12
Sunnan stinningskaldi, lítils- liáttar rigning. Iteykjavik 0 stig, Hvallátur stig, Síðumiili 8 stiga frost. Sunnudagur 9. nóvember 1958. Séð yfir hluta af salnum á einum fræðslufundanna Fræðslu- og kynningarstarfsemi á vegum Kaupfélags Arnesinga Nýbreytni, sem or'ðiS hefir mjög vinsæl metSal félagsmanna Kaupfélag Árnesinga hefir! Konurnar hafið merkilega fræðslu- og| í fvrstu var gert ráð fyrir, að kynningarstarísemi á félags-1kcnurnai' kæmu með og verzluðu syæðinu, sem líkleg er til að vérða vinsæl viðar en þar Eglll kaupfélagsstjóri eystra. í sambandi við hina árlegu deildarfundi, þar sem deildarstjói nir eru kjörnar, auk fulltrúa á aðalfund kaup- félagsins, hafa verið haldnir fundir, sem ætlaðir eru bæði íil fróðleiks og skemmtunar. Þar til í fvrra hefir verið venja - fyrir austan eins og alls staðar annars staðar á svæðum kaupfé- laganna að halda deildarfundina -á hverju deildarsvæði fyrir sig, en þá kemur kaupfélagsstjórinn á þá fundi og framkvæmir það, sem hans er. Á Selfossi Þá var það i fvrra, að K.Á. tók uþp nýbreytni i sambandi við fbndi þessa. Eru þe:r nú haldnir á Selfos'si og kemur fóik af hverju deildarsvæðii.u fyrir sig og íara fundirnir fram á þeim stað. Um li.ið var tekið upp að halda skemmtifundina, sem urðu þegar mjög vinsælir og fjölsóttir. á meðan bændur þeirra sætu sjálfa flbildarfundina. Nú hafa konurnar komið með bændum sínum, en þær hafa gert betur. Þær hafa setið deildarfundina og tekið þátt í þeim og er þetta út af fyrir sig mjög heppilegt og' á- nægjulegt. RæSur Eftir þess-a lögboðnu deildar- fundi hefjast kynningar- og fræðslufundirnir. Eru þeir haldn- ir í samkomusal kaupfólagsins. Kaupfélagsstjórinn heldur tölu um samvinnumál héraðsins. Sýnd- ar eru kvikmyndir, ræður fluttar um samvinnumál og auk þess' les einhver upp, helzt rithöfundur eða skáld. Veitingar eru bornar fram og ræðir fólkið saman um hugð- arefni sín yfir kaffibolla. Sveitungar Það hefir verið reynt að fá fjar largar deildir til að halda sam- eiginlega þessa fundi. Er það gert til þess að fólk kynnist, því ai, dæmi eru þess, að sveitungar hafa aldrei sézt, hvað þá ræðzt (Framhald á 2. síðu) Konurnarsettu upp furöusvip Klukkan sjö að kvöldi 1. nóv- enibers var maður í „station“ Skodabifreið á leið suður Reykja- nesbraut. Þegar hann var staddur sunnan í Kópavogshálsi, ók hann fram á vörubifreið, sem stóð á vinstri vegbrún. Hemlaði hann snögglega, þegar hann kom að vörubifreiðinni, en sveigði síðan framhjá og hélt ferðinni áfram. Þegar hann kom á leiðarenda, sá hann að ekið hafði verið aftan á bifreið hans og afturhurð dæld- uð inn. Þegar hann hcmlaði aflan við vörubifreiðina fór verkfærakisla, sem var aftur í bifreið hans af stað og small fram ,í sætisbnkið. Þá tók hann eftir að bifreiðin var þung í hemlun. Þegar hann ók áfram, sá hann að tvær konur, 1 sem stóðu við veginn, horfðu til hans með furðusvip. Bendir þelta allt til þess, að ekið hafi verið aftan á hann, þegar hann heml- aði við vörubifreiðina, þótt hann tæki ekki eftir því, og héldi að í hávaðinn stafað frá verkfærakist- I unni. Nú eru það vinsamleg til- | mæli ranns'óknarlögreglunnar, að | konurnar tvær, sem urðu vitni að atburðinum hafi samband við hana, og einnig bifreiðarstjórinn, sem ók aftan á Skodabifreiðina. Örlygur Hálfdánarson Fundur F.U.F. í Reykjavík. Fundur verður haldinn þriðjudaqinn 11. nóvember kl. 8,30. Fundarefni: Um- ræður »m efnahagsmál. Frummælandi verður Jó- hannes Elíasson, banka- stjóri. KjÖrsókn mjög góð í Færeyjum Kjörsókn var mjög góð í Fær- eyjum í gær, þrátt fyrir slæmt veffur, snjókomu og storm. Var talið í gærkvöldi, að kjörsókn yrði mun meiri að þessu sinni en í kosningunum til iögþings- ins 1954. Kosningabaráttan hefir verið mjög hörð og landhelgis- málið komið niest við sögu. Sam bandsflokkurinn hefir nú 7 þing menn, Þjóðveldisflokkurinn og Fólkaflokkurinn 6 livor, Jafnað armannaflokkurinn 5, Sjálfstýris flokkurinn 2 og einn er óháður. Vandað pípuorgel - gjöf þjóðarinnar til Hólakirkju - vígt fyrir skömmu Við messugjörð í Hóladómkirkju sunnudaginn 26. okt. var vígt þar nýtt og vandað pípuorgel, sem ríkisstjórnin hefir hlutazt til um að kirkjan eignaðist. Þetta er 12 radda orgel, smíðað af orgelsmiðunum I. Starup & Sön í Kaup- mannahöfn, sem er gamalt og vel metið fyrirtæki. Forstjóri þess, herra Aksel Starup, setti orgelið upp í kirkj- unni á síðast liðnu sumri. Stendur ])að við vesturvegg kitrkjunnar norðan megin dvra og prýðir mjög hina veglegu dómkirkju. Gjöf þjóSarinnar Fyrir nokkrum árum mun Hóla- nefnd hafa fyrst vakið máls á því, að viðeigandi væri að pípuorgel væri sett í kirkjuna. Siðan beittu alþingismenn héraðsins sér fyrir því, að Alþingi veitti nokkurt fé til orgelkaupanna, þeir Steingrím- ur Steinþórsson, þáverandi kirkju- málaráð'herra og Jón Sigurðsson á Iieynistað, en á Hólahátíðinni 1956 lýsti forsætis- og kirkjumálaráð- i Framnald a 2. siöu i Skólaheimsókn á Akureyri í gær fóru nemendur og kenn- arar Laugaskóla í heimsókn í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Nem- endur skólanna kepptu í sundi og knattspyrnu. Olíver Steinn en ekki Almenna bóka- fél. hefir útgáfurétt að Sívagó iækni Almenna bókafélagið hefir undanfarið látið blöð hafa eftir sér í fréttum, að það j þefði útgáfurétt að ný'justu bók Pasternaks, Sivagó lækni, j óg væri farið að láta þýða; bókina, sem væntanleg mundi á næstunni. Nú liefir komið í ljós, að þetta er ekki rctt. Útgáfuréttinn hér á landi hefir ÓLiver Steinn, bóka útgcfandi í Hafnarfirði. Blaðið átti í ga:r tal við Óliver og kvað hann þetta rétt. Kvaðst liann hafa fengið útgáfuréttinn fyrir milligöngu umboðsmanns í Sví- þjóð. Oliver kvaðst ákveðinn að gefa bókina lit eins fljótt og kostur; væri, en að líkindum gæti það' ekki orðið fyrir áramót. Ilann sagði og, að Almcnna bókafélag- ið hefði leitað eftir samningum við sig um útgáfuna, cða að fá nokkuð af upplaginu keypt sem mánaðarbók lianda félögum sín- um. Allt væri þó óráðið um það, og meðan samningar stæðu héldi þýðandinn, sem AB var búið að fá td verksins, Skúli Bjarkan, á- fram verki sínu. Óliver sagði, að enska útgáfa þessarar bókar, sem hann liefði í höndum, væri nær 600 blað- siðúr áð stærð, eða um 37 arkir, Mynd þsssi er af bygqingu Blindrafélagsins, sem er á horni Hamrahliöar og Stakkahlíðar. Þarna veröur biindraheimili og samastaður fyrir blint . fólk i framtíðinni. Á fyrstu hæð verða skrifstofur og vinnustofur, en á svo að her er ekki um smarit . . . . ... . : ... , i . annarri oq þrið u hæð verða ibuðir fyrir þa blindu. I dag er merkiasolu- að ræða. Hann sagði, að bokin hefði komið út hjá Gyldendal dagur Blindrafélagsins og verður ollum agóða varið +il byggingarinnar, í Danmöl'ku fyrir skömmu en sem hu'<a a fyrir áramót og er það undir merkjasölunni komið hvort svo selzt upp á nokkrum dögum. I verður. Var bifreiðin logskorin í sundur og varpað í Kleifarvatn? Líklegt er, að þcssa dagana megi sjá menn vera að slæða í Kleifar- vatni eflir bifreiðahlutum, sem blaðið hefur frétt að í því eigi að vera. Stendur þetta í sambandi við þjófnaðarmálið á Keflavíkurvelli, sem alltaf er að verða umfangs- méira með hverjum deginum sem líður. Þegar er vitað um tVær bif- reiðar, sem seldar hafa vcrið ólög- lega út ai' Kéflavíkurvelli og líkur íii afj þriðja bifreiðin verði fiskuð upp úr Kleifarvatni. i fyrradag fór fram skoðun bifreiða á Kefla- víkurvelli, og þá talning um leið. Slík yfirferð á sér stað öðru liverju, en ekki cr ólíklegt að yfirvöldum syðra þyki nokkur á- stæða til talinngar að þessu sinni. Blaðið hefur enga staðfestingu fengið varðandi bifreiðina, sem á að vera í Kleifarvatni. Þó hefur heyrzt að það, sem ekki var nýti- legt af henni, hafi verið logskorið í parta áðiir en vatninu var trúað j fyrir yfirhylmingunni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.