Tíminn - 30.11.1958, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1958, Blaðsíða 1
umræður á A! þýðusambandsþingi á bls. 3 42. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 30. nóveniber 1958. Þáttur kirkjunnar, bls. 4 Mál og menning, bls. 5. Lifið í kring unl okkur, bls 6. Skrifað og skrafað, bls. 7. 273. bla«. íhaldið hafði sitt fram - Tilmælum forsætisráð- herra um að stöðva dýrtíðarsknífuna var hafnað Fullveldi Íslands40ára íhaldið, kommúnistar og hægri kratar réðu þessu Fyrir nokkru siðan lögðu ráðherrar Framsóknarflokksins fram í ríkisstjórninni tillögur um efnahagsmálin. A morgun, 1. desember, eru liðin tjörutiu ár frá því Islendingar fögnuðu fullveldi landsins. Fullveldið fékkst eftir langa baráttu vorra mætustu manna, og var eins og öllum er kunnugt, þannig búið um hnút* ana, að íslendingar áttu sjálfir valið um lýðveldisstofnun 1944. Myndin er af þeim atburði, þegar fullveldi landsins var lýst af tröppum Stjórn3rráðshússins 1. desember 1918. Launamál kvenna athuguft Fjármálaráðherra lætur leiðrétta iaunaflokkun kvenna hjá ríkinu SkemmtuníFram- Flá þessu var sk>'r 1 á þingi B' S‘R B-1 gær sóknarhúsinu í kvöld I kvöld verður almenn skemmtun fyrir almenning í Framsóknarhúsinu við Tjörn ina. Skemmtiatriði verða' fjölbreytt og verður húsið opið til kl. eitt. Aðgöngu-| miða- og borðpantanir verða teknar í síma 22643 eftir kl. tvö í dag. Fyrsta Fram- sóknarvistin Fyrsta framsóknarvistin í vetur verður í Framsóknar- húsinu n. k. miðvikudags- kvöld. Nánar auglýst í þriðjudagsblaðinu. Það kom fram á þingi B.S R.B. í gær, að undanfarið hefir starfað nefnd á vegum fjármálaráðherra og B.S.R.B. til þess að athuga launaflokkun kvenna, sem starfa hjá ríkinu. B.S.R.B. heíir saínað ítarlegum sl’ýrslum um þessi mál og tekið við kvörtunum frá konum, sem hafa lalið sig misrétti beittar i iaunaflokkun. Voru kvartanir þess íVí athugaðar rækilega í nefndinni, ov er niðurstaðan sú, að lagfærð hafa verið launakjör 35 kvenna. Fullvís't er, að nfikið skortir á, að jafnrétti hafi enn náðst milli Kvenna og karla í launamálum. Að þessu sinni varð hins vegar að n iða athugunina við gildandi launalög. Jafnlaunanefnd Launajafnrétti allra starfandi kvenna og' karla hér á landi er til atliugunar í sérstakri nefnd — jafnlaunanefnd, sem skipuð var á yfirstandandi ári, og er þess að vænta, að þegar niður- stöður þeirrar athugunar liggi fyrir, fái allar konur á íslandi launajafnrétti við karlmenn. Valborg Bentsdóttir var fram- sögumaður milliþinganefndar B.S.R.B. í launamálum kvenna_ líefir blaðið fengið leyfi hennar ti, að birta framsöguerindi henn- ar síðar. Togararnir út meðan herskipið tók olíu Fundur í Framsóknarfélagi Reykja- víkur á þriðjudaginn kemur Fundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykja-| víkur þriðjudaginn 2. desember næst komandi i Fram- sóknarhúsinu kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: Stjórnmála- viðhorfið. Frummælendur verða Hermann Jónasson, forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. í dag voru 8 brezkir togarar að ólöglegum veiðum hér við land. 3 úti fyrir Vesturlandi og 5 fyrir Austurlandi. Togararnir, sem voru fyrir aust an voru allir á hinu nýja verndar svæði fyrir fiskveiðibrot, sem her skipin hafa opnað út af Austfjörð um. Voru togararnir þana að veið um. Voru togararnir þarna að veið morgun tilkynnti freigátan Russ ell, sem þarna var togurunum til verndar, að svæðinu yrði lokað meðan freigátan tæki olíu úr birgðaskipi, sem þarna var. Hífðu togararnir þá inn vörpuna og fóru útfyrir fiskveiðitakmörkin. Síðdegis í dag var ekki kunnugt um það, hvort búið væi að opna I verndarsvæðið, en venjulega tek ur það nokkrar klukkustundir fyr ir herskipin að taka eldsneyti á hafi úti. í tillögunum var megln- áherzla lögð á það, að halda uppi framvegis, eins og áður í tíð núverandi stjórnar, sem mestri framleiðslu og at- vinnu fyrir allt vinnandi fólk í landinu. Til þess að þetta mætti takast, skyldi leita sam vinnu við stéttasamtökin um nauðsynlegar aðgerðir, til að koma í veg fyrir stórfelldan vöxt dýrtíðar á ný. Tillögurn ar voru m .a. við það miðað- ar, að kaupmáttur tímakaups gæti haldist óbreyttur frá því sem hann var í október s. 1., eða eins og hann var í febrú ar þ. á., ef það hentaði betur til samkomulags. Var það byggt á hagfræðilegum út- reikningum, að þetta mætti takast. Þegar gengið var frá efna- hagsráðstöfunum á Alþingi s. 1. vor, var um það talað og á því byggt að vísitölufyrir- komulagið yrði tekið til sér stakrar athugunar á þingi Alþýðusambandsins í haust. Var þá jafnframt út frá þvi gengið, að þing Alþýðusam- bandsins kæmi saman snemma í nóvember svo að tími væri til að ná samkomu lagi um þetta og önnur atriði efnahagsmálanna fyrir 1. desember, þegar ný kaup- greiðsluvísitala tekur gildi. Hins vegar fór það svo, að stjóm Alþýðusambandsins kallaði ekki þing þess sam- an fyrr en 25. nóvember. — Var þá augljóst að ekki myndi takast að ganga frá áðurnefndu samkomulagi fyr ir lok mánaðarins. Af þess- um sökum gerði forsætisráð- herra tillögu í frumvarps- formi um að frestað yrði fram kvæmd vísitöluhækkunarinn- ar, er nemur 17 stigum, frá desemberbyrj un til áramóta, og skyldi sá tími notaöur til að leitast við að ná sam- komulagi um óhjákvæmileg ar ráðstafanir i efnahágsmál unum. Samkvæmt frumvarpinu skyldi vísitöluhækkunin fyr ir desember greiðast eftir lok mánaðarins, nema samkomu lag yrði um annað. Ráðherrar verkalýðsflokk- anna lýstu sig samþykka frumvarpinu. með þeim fyrir vara að Alþýðusambandsþing ið féllist á það. Forsætisráðherra sendi frum varpið um frestunina til Al- þýöusambandsþingsins með tilmælum um að það i'yrir sitt leyti féllist á að mæla með því, að frumvarpið yrði samþykkt, og þar með að veita ráðrúm til athugunar og samkomulagsumleitana um efnahagsmálin, án þess að vísitöluspólan yrði seít í gang á meðan. í fyrrinótt gerðist það á Alþýðusambandsþinginu að það neitaði að verða við þess um tilmælum forsætisráð- herra. Sagt er að þeir, sem stóöu fyrir synjuninni, hafi talið sig vanta umboð til að fallast á frestinn, sepi var þó aðeins miðaður við einn mánuð, og þannig, að hækkunin yrði þá greidd ef ekki næðist sam- komulag um annað. Má þá nærri geta, að þeir munu enn síður telja sig hafa umboö til víðtækari samninga um efna hagsmálin. Vitanlega var þetta aðeins fyrirsláttur, af því að þeir gátu ekki fært nein gild rök til stuðnings synjuninni. Það þarf engum heilskyggn um manni að dyljast, aö þeg- ar þannig hefur verið slegið á framrétta hönd til samstarfs, og neitað er um svo litið sem frest einn mánuð til þess að tækifæri fáist til að tala sam an og leita samkomulags um þessi þýðingarmiklu og vanda sömu mál, þá er þ-að vegna þess að enginn samstarfsvilji er fyrir hendi hjá þeim, sem ráða. Afleiðingar þessa geta ekki orðið nema á einn veg að því er snertir ramstarfið í ríkis- stjórninni. Með þessu hefur íhaldið fengið sitt fram á Alþyöusam bandsþinginu, að ný hækkun aralda flæðir yfir. Það hefur lengi og ötullega til þeirrnr uppskeru sáð. Kommúnistar og hægri kratar hafa veiti í- haldinu sina þjónustu til ]3ess að það næði takmarkinu. Kanadískir náms- styrkir Menningarstofnuin Canada Con- cil í Ottavva býður fram námstyrki til dvalar þar í landi skólaárið 1959—60. Styrkirnir eru um 2000 dollarar, auk ferðakostnaðar. Styrkirnir eu veitli til náms eða rannsókna í húmaniskum fræðum. listúm og þjóðfélagsfræðum, og eru eingöngu veittir kandidötum eða kennurum. Umsóknir um styrkina skal senda skrifstofu háskólans fyrir 1. janúar n. k. Þangað má og vitja umsóknareyðublaða og nánari upp lýsinga varðandi þetta mál, inn ig hjá skrifstofu Aðalræðismauns Kanada, Tryggvagötu 2. (Frá skrifstofu háskólans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.